Tíminn - 12.07.1960, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.07.1960, Blaðsíða 13
T í M IN N, þriðjudagmn. 12. júlí 1960. 13 Frá Hawaii (Framhald af 9. síou). Johnson og báðu mig svo að stafa nafnið. Ég varð þreyttur á þessu og sagði þeim bara að sleppa þessu „Snabb‘“ og kalla mig Johnson“. „En seg þú mér helztu'fréttirnar að 'heiman síðan ég fór“. Hvenær fórstu? „Árið 1903.“ Ég yrði fltjótari að segja þér alla íslandssöguna fram að 1903 en það, sem síðan hefur skeð. — En sem betur fer kemur í ljós, að hann hefur frétt sitthvað frá ís- landi eftir 1903, og minmist m. a. með ánægju heimsókna tveggja íslendinga: Vigfúsar Guðmunds- sonar, gestgjafa, og Vigfúsar Jakobssonaf frá Hofi í Vopnafirði, og biður að heilsa þeim báðum. Hvemig stóð á því, spyr ég enn, meðan ég elti hann um eldhúsið, þar sem hann er að blanda ávaxta safa og skera niður brauð handa gestunum, — að þú settist að á Hawaii? — Ég hafði viða farið. Dvaldist um hríð í Ag.ra á Indlandi, í Bom- bay, kom til Geylon, auk ýmissa Evrópulanda. En loks staðnæmd- ist ég í San Francisco. Þar sagði læknir minn mér einn góðan veð- urdag, að ég ætti eftir eitt ár ólif- að í mesta lagi. Þá ákvað ég að selja það, sem ég átti til og sjá meira af heiminum. Ég skrifaði kunningja mínum á Tonga-eyjum og spurði hvort ég mætti heim- sækja hann. Það var auðsótt og þangað hélt ég með mánaðar við- dvöl ó Fiji-eyjum, af því að ég kom þangað fjórum klukkutimum eftir að skipið, sem ég átti að fara með, hafði lagt úr höfn. Eftir nokkra dvöl á þessum eyjum fannst mér ég vera orðinn alheill hejlsu og sneri áleiðis til Banda- ríkjamna og ætlaði að hafa stutta viðdvöl á Hawaii, — og viðdvölin eru nú orðin rösk þrjátíu ár. — Hefurðu kunnað vel við þig hér? — Það er enginn staður á jörð- inni þessum líkur. Þér er óhætt :að trúa mér, ég hef víða verið. Yndislegt land og ágætt fólk. — Lamgar þig ekki heim til ís- lands? Hann svarar engu. — Hefurðu lesið nokkuð af nýj- um íslenzkum bókum? spyr ég. — Ég hef lesið sumar af bókum Gunnars Gunnarssonar. Ég sá Hall dór Laxness í Pasadena fyrir löngu. Ég les ekkert eftir hann. — Svo réttir hann höndina eftir bók í ítkápnum og fær mér — „Sjálf- stætt fólk“ — og mér sýndist bók in hafa verið lesin mörgum sinn- um. — Hann flettir upp í ýmsum enskum bókum og sýnir okkur það sem honum þykir vel eða illa sagt um fsland, — og hann reiðist og gleðst eftir atvikum fyrir íslands hönd. Hann talar íslenzku mjög vel, en er áður en varir farinn að tala ensku, — e. t. v. af tillitssemi | við ameríska prófessorinn. Við göngum út í garðinn undir suðurhlið hússins. Hann ræktar þar aðallega banana og blóm. Hús- ið hans er ein hæð, stórt um sig. Hluti af því er vinnustofa full af hálfsmíðuðum minjagripum og leikföngum, eldhús og stór stofa; með mörgum bókum, sumum á ís- lenzku og mörgum enskum bókum : um ísland. Húsið stendur milli j þjóðvegarins og sjávarins. Hann sýnir okkur baðströndina sína. Kristján Gísli vill að við dveljum sem lengst, en tíminn líður og við eigum að fara frá Honululu í kvöld. Hann fylgir okkur út að bifreið- inni og gefur okkur kóral sem minjagrip. Hann er léttur í spori, augun igrá og glettin bak við gler- augun, stundum eilítið kaldur í svörum. Að hans dómi hafa,aðeins verið til tvö Ijóðskáld á fslandi: Jónas Hallgrímsson og Þorsteinn Erlingsson. — Vertu sæll, segir hann, og heilsaðu íslandi. Það væri gaman að sjá það aftur. Og hann stendur við veginn og veifar, — teinréttur og grannvaxinn með 78 ár á herð- u.m, —- unz pálmatrén byrgja. sýn. Honululu, 26. júní 1960. Birgir Thorlacius. Pað er ekkert sem jafnast á við hina hreinu og hressandi líðan eftir rakstur með Bláu Gillette Blaði í REGD. viðeigandi Gillette rakvél. Látið nýtt blað í vélina í fyrramálið og kynnist því sjálfir Til að fullkomna raksturinn notið Gillette rakkrem Málmhylki með 10 blöðum og hólfi fyrir notuð blöð Gillelle er skráselt vörumerki Viðlegu útbúnaður og veiðistengur í sumar- fríið fæst í Kjörgarði Laugav. 59 Austurstræti. Póstsendum. Til sölu er 90 fermetn; skemma. Niðurtekin. Upplýsingar í síma 14136. Hnakkar og klifsöðiar notað, óskast til kaups. Þorkel) Bjarnason, Laugarvatni. v»v»v»v»v»v» v'.. . . . ** n I | ■I 'I Vikublaðið FÁLKIN N kemur út í dag É NÝJU FORMI Brotið minnkar Blaðið stækkar 1 1 i 1 I i SðLUBORN! Komið á Vesturgötu 3. HÆSTU SÖLULAUN! "ú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.