Tíminn - 12.07.1960, Síða 2

Tíminn - 12.07.1960, Síða 2
Á TÍMINN, þriSjudaginn 12. jqlí lg§0., Flugmenn miinii vinna af ábirgðartil- finningu, en vonsviknir ,og nauðugir Greinargerð frá Félagi íslenzkra atvinnuflugmanna Kjaradeila Félags íslenzkra at- vtnnuflugmanna, framvinda samn- ir.gaumleitana og nú síðast setn- ing bráðabirgðalaga ríkisstjórnar- innar frá 5. júlí s. I. hefur, sem vænta má: vakið mikla athygli með al þj'óðarinnar. Það hefur verið einlæg ósk fé- lags vors að leiða hjá sér deilur og illsakir um kjaramál stéttarinnar á opinberum vettvangi, en öðru hverju s. 1. 3 ár hefur orðið vart ögrandi og villandi skrifa um at- vinnuflugmenn og kjör þeirra, oft af vanþekkingu, og einnig oft af algerum óheiiindum gegn betri vitund. Hugtakið „skipulagt almennings álit“ er nú nokkuð í tízku. Með því mun vera átt við, er málgögn og áróðurstæki sljógva dómgreind og ályktunarhæfni almennings að því marki, að um rökrétta hugsun og ályktanir er lítt að ræða, held- ur liggur í loftinu „tilbúið" almenn ingsálit og skoðanir, sem einatt fá ekki staðizt. Almenningsálit af þessu tagi svífur nú í nokkrum mæli yfir vötnunum hvað snertir kjaramál flugmannastéttarinnar, og tillögur hennar til vinnuveit- enda sinna um kaup og kjör. Er nú svo komið, að óhjákvæmilegt er, að flugmannastéttin, sem hef- ur þó lengi setið á sér, geri nokkra grein fyrir máli sínu. Flugmenn, hérler'1' og erlend- ir, telja, að þeim beri að greiða góð laun. Starfsævi þeirra er til- tölulega stutt. Nám þei. a er dýrt. Til þeirra eru gerðar alveg skil- yrðislausar og mikla kröfur um hæfni og kunnáttu í starfi með hæfnisprófum á 6 mánaða fresti. Þeir verða, þrisvar á ári hverju að gangast undir strangar læknis- skoðanir; sjúkdómar og smáslys geta fyrirvaralaust svipt flugmenn atvinnu sinni. Þeir telja sig bera mikla ábyrgð, þar sem þeir hafa í höndum geysidýr atvinnutæki og mörg mannslíf. Flug ©r erfitt starf, sem krefst mikillar líkam- legrar og ekki síður andlegrar áreynslu. Samfelldur vinnutími er einatt miklum mun lengri en ann- arra stétta og unnið á öllum tim- um sólarhrings. Eitt það, sem almenningi hefur verið sagt ósatt í sambandi við deilu þessa er að íslenzkir flug- menn krefjist ,sömu launa og er- lendir starfsbræður þeirra. Því er hér með lýst yfir, að þetta er ekki satt, nema hvað þeir una því að sjálfsögðu alls ekki, að norskir flugmenn Loftleiða, sem vinna sömu störf á hinum íslenzku flug- félum félagsins, njóti betri kjara en íslenzkir. Það er að vísu rétt, að laun íslenzkra flugmanna eru alveg óheyrilega lág, miðað við laun erlendra flugmanna, svo lág, að erlenda flugmenn furðar, er þeir heyra um kjörin. Svo er gjarnan farið um sérmenntaða menn í ábyrgðarstöðum hins ís- lenzka þjóðfélags. Er íslenzkur flugstjóri og norskur aðstoðarflug- maður Loftleiða fljúga saman á íslenzkum flugvéluih félagsins, sem ekki er fátítt, ber hinn norski aðstoðarflugmaður langtum meira úr býtum en hinn íslenzki yfir- boðari hans, sem ber ábyrgð á flugvél sinni og farþegum n" starfi hans. Hvernig yrði íslenzkum sjó- mönnum við, ef að á sama skipi væru .starfandi erlendir sjómenn, og það undirmenn þeirra, sem bæru miklum mun meira úr být- um fyrir vinnu sína en þeir? Hver var ekki afstaða íslenzkra sjó- manna við launakröfum Færey- inga á síðustu vertíð? Flug norskra flugmanna á ís- lenzkum flugvélum er íslenzkum atvinnuflugmönnum þyrnir í auga af atvinnu og metnaðarástæðum, og er þetta eitt þeirra mála, er hiest ber við samningaumleitanir F.Í.A. Á sama tíma og Flugfélag íslands sagði upp þremur flug- mönnum s. 1. haust vegna verk- efnaskorts héldu norskir flugmenn áfram að fljúga í þjónustu Loft- leiða. Þá eru íslenzkir flugmenn minnugir þess, er norskir stéttar- bræður þeirra meinuðu þem störf í Noregi á sama tíma og norskir flugmenn mötuðu krókinn við flug á flugvélum Loftleiða. Er það því isjálf-sögð krafa vor, að íslendingar taki við störfum -hinna norsku flug- manna. Annað, sem mjög hefur verið harnpað, er, „að flugmenn séu meðal alira hæstlaunuðu stétta þjóðfélagsins“. Þetta er heldur -ekki rétt. Fj'öldi iðnaðarmanna, handverksmanna, gæzlumenn véla og stjórnendur jarðyrkjuverkfæra, svo eitthvað sé nefnt, ebra meira úr bý-tum en flugmenn, að þessum störfum alveg ólöstuðum. Nýlega boðbuðu þvottakonur þær, sem annast ræstingu íbúða bandarískra liðsforingja á Keflavíkurflugvelli, verkfall vegna lágra launa og þótti engum mikið. En er almenningi kunnugt, að þvottakonur þessar, alls góðs maklegar, höfðu nálega sömu laun og tveir þriðju hlutar aðstoðarflugmanna Flugfélags ís- lands á innanlandsflugleiðum, sem þó eru sérmenntaðir menn í ábyrgðar.stöðum, og eiga að geta lent flugvél sinni við erfið skil- yrði, ef flugstjóri veikist skyndi- lega eða fær aðsVif. Sannleikurinn er sá, að flug- menn hafa haft sömu grunnlaun í meira en fjögur ár. Við gerð kjarasamningsins í febrúar 1957 var ekki samið um neina grunn- kaupshækkun heldur fengu milli- landaflugmenn svipuð gjaldeyris- fríðindi og aðrir farmenn. Þessi fríðindi fengu innanlar Mlugmenn ekki, nema að því leyti, sem þeir kynnu að fljúga utan einstakar ferðir, en það er mjög lítið vegna starfstil'högunar hjá Flugfélagi Is- lands. Aðstoðarflugmenn á innan- landsflugleiðum hlutu engin gjald eyrisfríðindi. Um aðrar kjarabætur var naumast að ræða, nema leið- réttingu á dagpeningum erlendis, ásamt dagpeningauppbót og nokk- 'Ur smáatriði. Vafalaust hefðu þó millilandaflugmenn fengið hin of- angreindu gjaldeyrisfríðindi, án sérstakra kjarasamninga, eins og aðrir farmenn, um svo augljóst réttlætismál var hér að ræða og hafði Alþýðusambandsþing lofað fulltingi sínu árið 1956. Þess ber að geta, að laun flugmanna hafa tvisvar verið lagfærð með ákvörð- un hins opinbera, í bæði skiptin eftir nokkurt þóf. Fraimannefndur kjarasamningur var gerður til þriggja ára, sem var algert nýmæli meðal stéttar- félaga en er þrír mánuðir voru liðnir af samningstímabilinu, komu til sögunnar nýjar og hraðfleyg- ari tegundir flugvéla en hinar eldri gerðir. Þar eð verulegur hluti tekna flugmanna byggist á flo'gnum flugstundafjölda, var hérl um beina tekjurýrnun að ræða meðal þeirra flugmanna, er mesta reynslu höfðu. Þá er sett fram krafa um, að tryggðar séu lágmarkstekjur á ári hverju, en árstekjur eru háðar fjölda flugtíma og ætti enginn að hafa neitt við það að athuga, enda hafa ófáar stéttir slík ákvæði í sín um samningum, og eru .sams kon- ar ákvæði í vinnusamningum ná- lega allra flugmannasaimtaka og þykja sjálfsögð. Kröfur F.Í.A. við samningaum- leitanir þær, sem staðið hafa yfir undanfarið, eru fyrst og fremst þær, að bætt verði það tjón, sem stéttin varð fyrir við gildistöku laga um efnahagsmál á síðasta vetri umfram aðrar stéttir, enda er beinlínis til þess ætlazt í lögun- um, að flugfélögin bæti flugmönn- um sínum tjón þetta með frjálsum samningum milli aðila. Það var m. a. þetta atriði, sem samið var um, er bráðabirgðalögin um bann við hinu boðaða verkfalli F.Í.A. voru sett. Af öðrum 'atriðum í samnings- uppkasti voru skal þetta nefnt: SumarLeyfi: Flugmenn ætlast til þess að þeir fái ekki minna sumar- leyfi á orlofstímanum en aðrar stéttir þjóðfélagsins, sbr. lög um orlof, en þeir fá nú aðeins 9 daga leyfi á orlofstímanum fyrstu 10 starfsár sín hjá viðkomandi flug- félagi, þótt lögin geri ráð fyrir allt að 12 daga orlofi. Öryig'gismál: Félagi voru þykir mikið fyrir því að þurfa að gera jafn alvarlegt mál og öryggismál flugsins að samningsatriði, en þetta er af illri nauðsyn. í íslenzkri iöggjöf er sú glompa, að í hana vantar hæf fluglög. Til eru mjög svo forsvaranleg bifreiðalög, lög um siglingar skipa og báta o. s. frv. Eina löggjöfin, sem til er um flug, er frá 1929 og er gersamlega úrelt. Að vísu mun hafa verið skipuð launuð nefnd fyrir nokkrum árum til þess að undirbúa og vinna að .samningum fluglaga fyrir lýðveldi vort, en ökunnugt er oss á hvern rekspöl það mál er komið. Enginn flugfróður maður mun vera í nefnd inni, að því er vér vitum bezt. Vökulög við siglingar eru til, en engin lög eða reglur af hálfu þess opinbera, er kveða á um hámark flugtíma eða vakttíma samfleytt á gefnu tímabili. Naumast er þess þörf að skýra fyrir lesendum hver áhrif langt flug og þreyta, sem af því leiðir, hefur á hæfni manna til þess að irna af hendi slík nákvæmnisstörf, sem aðflug og lending flugvélar við slæm veðurskilyrði er. F.I.A. hefur í fórum sínum skýrslur um fjölda flugslysa, sem talin eru hafa orsakazt af ofþreytu flug- manna. Hér á landi setja flugfélögin sínar eigin reglur, sem síðan eru samþykktar af flugmálastjórninni, sem getur, ef svo bíður við að horfa, veitt undanþágur sbr. und- anþáguna tn handa Loftleiðum, sem heimilar félaginu að fljúga fram yfir 12 klst. á leiðinni milli New York og Rvík án viðkomu með aðeins 2 flugmenn innan- borðs. Undanþágu þessa álíta flug menn óhæfu af öryggisástæðum, cnda hefur henni verið mótmælt bréflega við flugmálastjórnina, án þess að um kjaradeilu væri að ræða. Þess skal þó getið, að ör- yggisreglur flugfélaganna í heild skulu ekki gagnrýndar, þótt þær séu hvað hvíldartíma áhrærir að baki regjum, sem flest ei'lend flug mannafélög vinna við, og að baki samþykktum alþjóðasambands at- vinnuflugmanna. Það skal skýrt tekið fram, að vér viljum á eng- aii hátt væna flugfélögin um ör- yggisleysi af ásettu ráði í hinni tæknilegu hlið flugrekstrar síns. Óhjákvæmilegt er að geta að r.okkru samningaumleitana F.I.A. Frá því um miðja síðustu viku höfðu staðið yfir langir, en í fydsta máta hógvæi'ir samninga- fundir undir forystu sáttasemjara, svo sem lög mæla fyrir um. Eins og ávallt við gerð vinnusamninga voru settar fram meiri kröfur en samið hefði verið um. Samningum hafði þokað veiu- lega í samkomulags'átf, og hefði aiveg eins mátt ætla, að samkomu- lag hefði náðst, er flugfélögin drógu síðasta cilboð sitt skyndi- lega til baka um kl. 19 á mánu- dagskvöldið þann 5. þ.m. Var full ástæða til þess að ætla, að tilboð þetta, ef bætt hefði verið við vilja ynrlýsingu um, að unnið yrði að afgreiðslu mála, sem ýtrasta á- herzla er lögð á, svo sem öryggis- mál flugsins og ráðningar úílend- inga til flugfélaganna. Samninganefnd var ekki kunn ugt um setningu bráðabirgðalag- anna fyrr en um kl. 22 kvöldið, sem lögin toku gildi, er hún þótt ist á heiðarlegan hátt og í góðri trú vinna að samningsgerð við flugfélögin. Þótt ekki sé minnzt á það einu orði f lögunum, að samningar út af fyrir sig séu bannaðir, hafa flugfélögin lýst yfir af sinni hálfu þeirri túlkun laganna, að ekki sé einungis um verkfallsbann að ræða, heldur sé hér um að ræða bann við gerð vinnusamnings yfirleitt. 1 anda 27. gr. laga um efnahags- mál hefur flugfélögunum verið heimiluð hækkun far- og farm- gjalda til að standa straum af þeirri kauphækkun flugmanna, sem var bein afleiðing af gildis- töku laganna. Verði ekki um samn inga að ræða virðist einsýnt, að Lugfélögin lækki aftur far- og farmgjöld, ella væri hér um rang- lega fengið fé að ræða, sem bæri að skila. Strax að fenginni vitneskju um þennan skilning forráðamanna flugfélaganna áttum vér símtal við flugmálaráðherra og óskuðum eitir viðtali við hann hið fyrsta til þess að fá túlkun hans á bráða birgðalögunum. Var fyrst gert ráð fyrir fundi með ráðehrra s.l. fimmtudags- eða fö.vtudagsmorgun en á föstudag tiikynnti hann, að flugmenn yrðu a'ð bíða almenns viðtalstíma n.k. miðvikudag. Flugmenn munu vinma störf sin af ábyrgðartilfinningu eftir sem áður, en farþegar mega vita að við stjórn flugvélanna sitja menn, sem vinna vonsviknir og nauðugir. Það er lítið ánægju- efni vinnuveitanda, sem á óneit- anlega mikið undir góðri og heil brigðri samvinnu við starfsfólk sitt að vita af þessu hugar- ástandi meðal starfsmanna sinna. Á þetta ekki hvað sízt við um lmi „myndarlegu íslenzku flugfé- lög“, sem bæði hafa starfsfólk á launum til þess að segja fólki hve vel reksturinn gangi, sbr. „Óvenju iegar annir í Grænlandsflugi", „Aldrei fleiri farþegabókanir“, „Sætanýting Loftleiða vekur at- hygli" o. s. frv. o. s. frv„ en af því má draga þá ályktun að rekst- urinn sé síður en svo á vonarvöl. Hér er ekki við félag vort að sakast. F.f.A, er í senn fagfélag og stéttarfélag og er með öllu ó- pólitískt, og alls ekki kosið í trún- aðarstöður eftir meintum stjórn- málaskoðunum, þótt ýmsum kunni að þykja þetta torskilið. Meðlimir F.Í.A. hafa hreinan skjöld og góða samvizku og óska einskis fremur en að ná viðunandi kjara _ og öryggissamningum í fi'iði, í vinsamlegum og sanngjörn um samningum við vinnuveitendur sína, sem þeir bera traust til. Stjórn Félags íslenzkra atvinnuflugmanna Kjördæmaþíng ng Héraðsmót Framsóknarm. í Vestfj.kjörd. Kjördæmaþing og héraSshátíS Framsóknarflokkslns I Vestfjarða- kjördæml verSur haldið að Vogalandl, Króksfjarðarnesl. Kjördæma- þinglð: Á laugardag 23. júli hefst kl. 3 e. h. Héraðsmótið: Á sunnudag 24. júlí. Hefst kl. 3 e. h. DAGSKRÁ: 1. Mótið setf. 2. Ávörp: Hermann Jónasson, Sigurvin Einarsson, Markús Stefánss. 3. Ræða: Þórarinn Þórarinsson, rifsfjóri. 4. Gamanþættir: Haraldur Adólfsson, Gestur Þorgrímsson og Jón Sigurðsson. 5. Einsöngur: Erlingur Vigfússon með undirleik Fritz Weisshappel. Söngur milli skemmtiatrlða. Dans. Framsóknarfélögin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.