Tíminn - 12.07.1960, Blaðsíða 8
8
T í MIN N, þriðjudaginn 12. júlí 1960.
Saga Hawaii-eyja er að
mestu hulin rökkri aldanna.
Lengst út í Kyrrahafi, óra-
langt frá ströndum Kaliforníu
annars vegar og Japans hins
vegar, móka bær í sólarblíð-
unni, en dimmblá úthafsald-
an brotnar við kóralrif.
Aðaleyjarnar eru átta, þar
af sjö byggðar: Oahu, Hawaii,
Maui, Molokai, Kauai, Lanai,
Niihau og Kahoolawe, sem er
óbyggð sakir vatnsleysis og
hefur verið notuð sem skot-
mark við heræfingar. En ef
allar smáeyjar eru taldar með,
— sumar nánast rif, — þá
eru eyjarnar tuttugu og þrjár.
skósíðum kjótam, og eru þeir arf-
ur frá því að trúboðar fóru að
færa eyjamenn í það, sem þeir
kölluðu forsvaraxilegan og siðsam-
legan klæðnað. Á kvöldin streym-
ir fólk hins vegar fagurlega búið í
'hina fjölmörgu skemimtisitaði borg
arinnar.
Frægir baðstaðir
Umhverfis eyjarnar eru kóralrif,
sem taka við bylgjum Kyrrahafs-
ins, en smáöldur berast upp að
gulum sandinum á ströndinni, sem
er smágerður eins og sykur og fýk
ur til ef nokkuð hvessir að ráði.
Hér á Oahu eru mjög auglýstir
baðstaðir og er frægastur þeirra
Waikiki-ströndin, þar sem stærstu
og dýrustu gistihúsin eru. Hins
vegar virðast baðstaðir þessir sízt
betri en aðrir víðs vegar með
ströndinni, þótt minna sé á loft,
Hawaii og fórust 50—60 menn og
eignatjón varð afar mikið. Hefur
þing eyjamanna verið kvatt saman
þessa dagana til þess að ræða þenn
an vanda. Flóðbylgjan er talin af-
leiðing jarðskjálftanna í Chile á
dögunum. Annars er það ekki óal-
gengt að flóðbylgjur skelli á þess-
um ströndum, en þessi olli meira
tjóni en venjulegt er. I>eim, sem
búa í gistihúsunum á Waikiki-
ströndinni var skipað að flytja
sig til staða, sem hærra liggja, en
ekki varð mann- eða eignatjón á
þessari eyju. En þessi atburður
virðist ekki hafa haft langvarandi
áhrif á hinn glaðværa hóp, sem
buslar hér á baðströndmni. —
sumir snjóhvitir, aðrir rauðir eins
og sólarlag og enn aðrir brúnir
eins og kaffibaun. Hressingar- og
iskemmtistaðir 'hér eru fjölsóttir
af Bandaríkjamönnum, en Hawaii-
anum. Hefur þetta að vonum vak-
ið mikið hneyksli og er ekki sýnt
hverniig fara muni.
James Cook
Hin skráða saga Hawaii-eyja er
ekki löng. Hvítir menn komu hér
ekki fyrr en 1778 og urðu sam-
fundir þeirra og hinna sólbrúnu
eyjamanna báðum vonbrigði. Það
var 18. janúar 1778, að Englend-
inginn James Cook bar af hend-
ingu að landi á eyjunni Kauai.
Hann var ekki að leita eyjanna og
ihafði ekki frernur en aðrir utan
þeirra hugmynd um að þær væru
til, heldur var hann að leita sigl-
ingaleiðar um Ameríku til Ind- ‘
lands. Það var því hrein tilviljun,!
að hann sigldi skipum sínum j
tveimur að landi hjá Kauai. Álitið
er, að þá hafi eyjamar verið byggð j
ar í meira en þúsund ár, án þess'
Þetta var ógæfusamlegt upphaf.
Fyrir eyjamenn var hitt þó alvar-
legra, að hinir hvítu menn höfðu
fært þeim sjúkdóma, sem tóku
þegar að herja miskunnarlaust.
Þjakaðir af ótfa
Þótt hvítir menn hafi þótzt
finna Paradís á jörðu þar sem
Hawaii-eyjar voru, þá munu eyja-
menn samt ekki hafa lifað þar í
fullsælu. Þeir voru að vísu í friði
fyrir umheiminum, undir eilífri
sól í fögru og gjöfulu landi, en
þeir voru þjakaðir af ótta við dul-
in öfl, — hina fjölmörgu guði sína.
Mannfórnir voru tíðar á ölturum
goðanna og smákonungar eyjanna
lágu í sífelldum ófriði sín á milli.
Stéttaskipting var ströng og for-
réttindi höfðingjanna mikil. Bann
helgi var á mörgu, — konur máttu
ekki matast með karlmönnum, það
Birgir Thorlacius, ráSuneytisstjóri, skrifar TÍMANUM frá Hawaii:
*
Sakir fegurðar, veðurblíðu og
einangrunar frá umheiminum hafa
Hawaii-eyjar stundum verið kall-
aðar Paradís á jörðu. Ekki hafa
eyjarnar verið í þjóðbraut fslend
inga, þótt nokkrir þeirra hafi kom
ið hér, einkum á leið sinni til ann
arra staða. En suðræn lönd eru
í huga okkar sveipuð ljóma fjar-
lægðarinnar, á sama hátt og lönd
norðursins, með svalviðrum sínum
og vetrardýrð, búa yfir miklu að-
dráttarafli fyrir íbúa sólarmeiri
landa.
Frá elnni fjarstæSunni
iil annarrar
Fyrir nokkrum árum vorum við
hjónin spurð að því í verzlun einni
í London, hvaðan við kæmum og
hvert við værum að fara. Þegar
við sögðumst vera frá íslandi á
leið til Indlands, þá varð búðar-
stúlkunni að orði: „Það má nú
heita frá einni fjarstæðunni til
annarrar". Svipað má segja um
það, að vera allt í einu kominn
hingað til Hawaii.
Hér er einhver mildasta veðrátta
allan ársins hring, sem þekkist í
víðri veröld. Hitinn fer að jafnaði
ekki mikið yfir 30 stig og naumast
niður úr 20 stigum og þægilegur
vindsvali er sífellt frá hafinu.
Gróðurinn ber þessa lika merki.
Háir kókóspálmar svigna í golunni
og margfingruð pálmablöðin bær-
ast sífellt og svifmjúkt. Sykurreyr,
grænleitur og hávaxinn, þekur
víðáttumikil landsvæði, grábláir
„ananas“-akrar blasa við auga og
stígarnir um þá eru eins og rauðir
þræðir, því að moldin er rauð-
brún. Hér vex einnig kaffi, banan-
ar, mangó-ávextir, sandel-viður og
mahogny, auk margra annarra trjá
tegunda, — að ógleymdum blóm-
unum, sem með stærð sinni og
ótrúlegri litfegurð setja svip á allt
umhverfið.
FangaSur í ilmandi
blómafléttu
Það er siður á Hawaii, að ferða-
mönnum er fagnað með því að
leggja sveiga af gulum eða rauð-
um, lifandi blómum um háls þeirra
um leið og þeir stíga á land; Aður
en varir er maður fangaður í þess-
ar ilmandi fléttur og einhver glað
leg rödd segir: Aloha (velkominn)!
Flugstöðin angaði eins og rósagarð
ur af öllu þessu blómahafi. Sumir
fengu marga sveiga. Þetta er sami
siður og við ýmis tækifæri á Ind-
landi, en þá fylgir blómunum oft
reykelsi. Hér á gangstéttunum
sitja konur við borð og þræða
blómin á band. Algengast er, að
stúlkur skreyti hár sitt lifamdi
blómi. Klæðnaður fólksins ber
hinni blíðu veðráttu vitni. Flestir
ganga í skyrtu og stuttbuxum, ef
þeir eru þá ekki aðeins í sundskýlu,
og margir ganga berfættir. Þó má
sjá stúlkur, sem klæðast víðum,
I solarblíðunni, þar sem dimmblá
hafaldan brotnar við kóralrifin
haltíið. Sjórinn er næstum of hlýr
og sums staðar eru kórallar I
botni, en þeir fara ekki vel undir
fæti. Hingað streyma ferðamenn
frá meginlandi Bandaríkjanna og
ferðamenn frá Asíu hafa hér við-
dvöl á leið sinni til Ameríku.
Hörmulegir atburðir
Þótt glaðværð og áhyggjuleysi
ríki á yfirborðinu, þá hentu hér
fyrir nokkrum dögum hörmulegir
atburðir. Geysimikil flóðbylgja
skall á land við borgina Hilo á
eyjar eru nýlega orðnar eitt af
fylkjum Bandaríkjanna, hið fimm-
tugasta í röðinni. Þegar Hawaii
var viðurkennd sem sambandsríki
og ein stjarna bættist þar af leið-
andi í Bandarí'kjafánann, varð að
taka úr notkun miklar fánabirgðir,
sem aðeins höfðu 49 stjörnur.
Verzlunarmaður einn sá sér þá
leik á borði og keypti heilmikið af
hinum ónothæfu fánum og seldi
til Ta'hiti sem kjólaefni. Og þar
kvað nú naumast sjást kvenmaður,
sem ekki gengur í Bandaríkjafán-
Dansmær í Honululu
að vita af umheiminum og án þess
að umheimurinn vissi af þeim.
Óvíst er hvaðan eyjamenn komu
í öndverðu, líklega frá Asíulönd-
um yfir Ta'hiti, þótt sambandið við
Tahiti rofnaði síðan af einhverjum
ástæðum, enda fjarlægðin mikil
og farkostir smáir: eintrjáningar,
holaðir innan með frumstæðum
verkfærum og eins konar „hliðar-
skip“ gert til þess að þeir yrðu
stöðugri á sjónum.
í Ijóðum og sögnum Hawaii-búa,
sem kynslóð hafði lært af kynslóð,
var frá því sagt, að guðinn Lono,
sem væri hvítur á hörund, myndi
einhvern tíma vitja eyjanna og þá
koma um uppskerutímann. Þegar
James Cook bar að landi var ein-
mitt sá árstími. Af því og hinu
ljósa yfirbragði Cooks drógu
Hawaii-búar þá ályktun, að hinn
hvíti guð væri loksins kominn og
fékk Cook viðtökur í samræmi við
það. Hvar sem hann fór hópuðust
landsmenn að honum og lutu hon-
um í lotningu. Gjafir voru honum
gefnar og skipverjum hans færður
matur daglega eins og þeir þurftu.
Skildu eyjamenn og hinir hvítu
með kærleikum að því sinni.
Átján mánuðum síðar kom Cook
aftur og fór enn vel á með honum
og landsmönnum. En svo vildi til,
að þegar hann lagði úr höfn og
ætlaði burt, hreppti hann mótbyr
og leitaði sömu hafnar aftur. Varð
nú kurr meðal landsmanna, er
sögðu sem svo: Höfum við ekki
borið þá á höndum okkar langtím-
um saman, fært þeim gjafir, svo
að við eigum fátt eftir sjálfir, og
sýnt þeim lotningu á allan hátt?
Vilja þeir nú enn meiri gjafir?
Landsmenn „stálu“ báti frá Cook,
þ. e. þeir voru vanir að taka hver
frá öðrum það sem þeir þurftu
og skildu ekki hugtakið eignarrétt.
Þessi mismunandi hugsunarháttur
orsakaði misskilning og lét Cook
handtaka Kalaniopuu konung eyja-
manna og færa út á skip sitt til
tryggingar því að bátnum yrði skil-
að aftur. Eyjarskeggjar urðu æfir,
söfnuðust saman umhverfis Cook
og létu ófriðlega. Endaði með því,
að einn eyjamanna féll fyrir skoti
úr byssu Cooks. Var Cook þá grip-
inn og sleginn til jarðar og stundi
hann við. Æptu þá eyjamenn, að
vissulega gæti þetta ekki verið guð
inn Lono, fyrst hann þyldi ekki
sársauka óæpandi. Var James
Cook drepinn þarna af eyjamönn-
um.
var líflátssök, ef skuggi múga-
manns féll á konunglega persónu,
o. s. frv. En hvað sem leið ann-
rnörkum samfélagsins á Hawaii,
þá hófst nýr vandi, þegar hvítu
mennina bar þar að. Fyrst og
fremst báru þeir með sér sjúkdóma
eins og áður segir, og brátt höfðu
samskiptiin við þá í för með sér
gerbreytingu á lifnaðarháttum og
hugsunarh'ætti eyjaskeggja. Eignar
réttarhugtakið hafði verið óþekkt.
Enginn lokaði hirzlu eða húsi fyrir
öðrum. Þegar skipakomum tók að
fjölga við eyjamar, uppgötvuðu
aðkomumenn smám saman fjöl-
margt, sem eyjarnar voru auðugar
aí og verðmætt var í öðrum lönd-
um, — ekki sízt sandelviðurinn,
viðurinn, sem ilmar eins og reyk-
elsi, — og á Hawaii voru skógar
af þessum dýrmæta viði. Þótt í
fyrstu væri viðurinn látinn af
hendi sem gjöf eða fyrir eitthvert
rusl, sem hvítu mennirnir höfðu
meðferðis, þá skildist höfðingjum
eyjanna fljótlega, að hér var um
verðmæti að ræða. Þeir skipuðu
landsmönnum að höggva skógana
og skipsfarmar streymdu úr landi.
En skógarnir voru ekki óþrjótandi.
Þar kom, að búið var að höggva
næstum allan þennan dýrmæta
við. Höfðingjar eyjanna voru orðn
ir vanir að hafa „utanríkisverzlun“
og vinnuaflið hafði verið tekið frá
öðrum störfum.
Næstu tíu árin eftir fall James
Cook komu örfá erlend verzlunar-
skip við á eyjunum. En eitt sinn
bar þar að landi tvö amerísk skip.
Skipstjóra annars skipsins varð
það á að berja einn af höfðingjum
eyjanna. Þetta orsakaði blóðugan
bardaga, sem endaði með því að
eitt hundrað eyjamenn féllu og
margt skipverja, — en tveir hvít-
ir menn urðu eftir í haldi hjá
Hawaii-mönnum. Þeir urðu síðan
báðir mikilsráðandi menn, mægð-
ust við konunginn og urðu ráð-
gjafar hans.
Vildu fá hlutdeild í
Paradís á jörðu
Áhrif hvitra manna fóru sívax-
andi. Georg Vancouver, sem verið
hafði í för með James Cook, kom
nokkrum sinnum til eyjanna aftur
og kom sér vel við stjórnendur
eyjanna, svo vel, að Kamehameba
I. vildi koma eyjunum undir vernd
Breta, því að hann mun hafa séð,
að ásælni hvítra manna hlyti að