Tíminn - 06.08.1960, Side 4
4
T f MIN N, Iaugardagúm 6. ágúst 1960.
Frá Ástra
til
íslands á 6 árum
Ástralíumenn eru sjaldhitt-
ir hér á norðurþröm heims-
hyggðarinnar, enda búa þeir
á suðurþröminni, eða þvj' sem
næst. Það telst þó ekki til stór
viðburða að hitta hér menn
svo langt að komna nú þegar
ísland er komið á dagskrá
sem „ferðamannaland" a. m.
k. hjá íslendingum sjálfum.
Ástralskir ferðalangar
hljóta þó að vekja hér nokkra
athygli þótt komur útlenzkra
heyri nú til hvezsdagsleikans
og íslenzkri gestrisni sé. brugð
ið, höfðingsfólk tjaldi ekki
SpjallaS við ástralska listamenn
Fílar á veginum
Þeir komu fyrst tii Ceyion
og ferðuðust þar um með
Buddhapílagrímum í tvo mán
uði og skoðuðu einkum trúar-
legar höggmyndir sem mikið
er af á Ceylon. Þaðan fóru
þeir til Indlands og ferðuðust
um suður og vesturhluta þess,
oft- fótgangandi eða með
vagnalestum sem bufflum er
beitt fyrir. Þessar vagnferðir
gegnum frumskóginn eru oft
farnar ag næturlagi og eru
engan veginn hættulausar
þar sem oft eru viðsjárverð
WRIGHT og MOSLEY
lengur um þjóðbraut þvera
til að laða vegfarendur og bú-
andmenn hættir að ganga úr
bólum sínum til að rýma þar
fyxir gestum. Þess í stag er
nú tízka hjá lýðum að hýsa
útlenzka í skólabyggingum
sem standa tómar yfir sum-
arið og þykir boðlegt þótt
nokkuð skorti á lúxusinn svo
sem skilyrði til að hengja upp
föt nema hvað ioftljósin
mættu þéna til slíks.
Sex ár
Allt um * ag kvörtuðu ekki
tveir Ástralíumenn sem
fréttamaður hitti á dögunum
nýkomna til landsins og
höfðu fengið húsaskjól í svo-
kölluðu farfuglaheimili enda
munu þeir ýmsu vanir.
Menn þessir heita Roy
Wrignt og Tom Mosley og er
fyrrnefndur frá Sydney en
síðarnefndur frá Adelaide.
Þeir eru báðir listmálarar og
hafa menntazt á akademíunni!
í Sydney. Þeir félagar lögðu
upp frá Ástralíu árið 1954 og
hafa á sex árum farið yfir
hálfan hnöttinn eða vel það
með öllum venjulegum og
óvenjulegum farartækjum að
meðtöldum tveim jafnfljót-
um.
dýr á vegunum, einkum fílar.
Eitt sinn réðist fíll á vagninn
sem þeir féfagar sátu í og
velti honum. Tveir létu lífið
en Ástralíumennirnir sátu
aftast í vagninum og telja það
hafa borgið þeim frá meiðsl-
um.
Fvllast ótta
Bílferðir í frumskóginum
að næturlagi eru hættuminni,
Þá eru ijósin slökkt ef fílar
eru á veginum og láta þeir sér
bá oftast nægja að hnusa af
bílnum eða ýta við honum
Mtils háttar ef þeir snerta
hann á annað borð. Hins veg-
ar verður uppi fótur og fit í
vagnalestunum þegar fíll
nálgast. Menn og skepnur
fyliast ótta við filana og þeir
verða sjálfir skelkaðir og ráð-
ast á vagnana af tryllingi.
Þeir félagar tömdu sér lifn-
aðarhætti innfæddra. klædd
ust lörfum og gengu berfætt-
ir, átu mat þeirra og samlög-
uðust þeim á allan hátt.
— Þetta var eina leiðin til
að komast í snertingu við
fólkið. En það veitti okkur
viðtöku og fór með okkur á
allan hátt eins o.g við værum,
af þeim. Auðvitað sýktumstj
við af vondum mat og þold-
um margar raunir en þetta
borgaði sig. Mál þeirra lærð-
um við smátt og smátt en í
Indlandi eru talaðar margar
tungur.
I slóí Aiexanders
Þeir Wright og Mosley
fyigdu síðan slóö Alexanders
( mikla öfugt allt til Grikk-
j lands og komu þangað að
þrem árum liðnum frá því
þeir yfirgáfu Ceylon. Á þess-
ari leið teiknuðu þeir og mál
uöu allt hvað þeir gátu og
seldu eða gáfu verkin því eng
in tök vor á að flytja þau
með. Eitt sinn misstu þeir alla
liti sína en það var á trúar-
legri hátíð í Indlandi. Þar er
mikill siður að sletta litum á
allt og alla til hátíðabrigða
á síkum stundum og fundu
þeir ekkert eftir skilið nema
tómar túbur þar sem þeir
geymdu föggur sinar.
Þeir segjast þó alls staðar
hafa átt góðu að mæta, jafn
vel meðal fólks:. sem ,,leggur
fyrir sig rán og gripdeildir.
Málverkasýningar
Wright og Mosley hafa nú
ferðast um mestalla V.-
Evrópu fyrir utan Spán og
Portúgal og hingað koma þeir
frá Kaupmannahöfn eftir
eins og hálfs árs dvöl á Norð-
urlöndum. Þeir hafa sýnt mál
verk i Svíþjóð og D-anmörku
og selt þar töluvert — nóg til
að lifa af um stund.
Þeir komu hingað með
Drottningunni og hyggjast
stoppa hér í tvo til þrjá mán-
uði, mála hér og halda sýn-
ingu ef til vill. Þeir fara aft-
ur til Khafnar og munu sýna
þar að vetri þær myndir sem
þeir gera hér m. a.
Þeir Wright og Mosley
kváðust mála „abstrakt"
þessa stundina en áður lögðu
þer mesta stund á að kynna
sér og nema af frumstæðri
Asíulist. B. Ó.
ÚTBOÐ
Frestur til að skila tilboðum í hitakerfis- og vatns-
lögn í Breiðagerðisskóla er lengdur til mánudags-
ins 15. ágúst og verða tilboðir. þá opnuð á skrif-
stofunni kl. 11.00 f. h.
Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar.
kotib
REYkTO EKKI
í RÓMINO!
Innkaupasamband Reykjavíkurbæjar
óskar að kaupa 4 rafknúnar centrifugaldælur
vegna Hitaveitu Reyki'avíkur.
Útboðslýsinga má vitja á skrifstofu vora Traðar-
kotssundi 6.
Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar.
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartanlega þakka ég öllum vinum og vandamönn-
um, sem glöddu mig með heimsóknum. gjöfum og
heillaskeytum á 50 ára afmæli mínu 11 júlí s.l.
Vigdís Sigurðardóttir,
Skeggjastöðum
V--V--V •V*X-VW*V*‘W*-V»"V •*V»"V •v*v*v*v«v*v*v»v*v*v*v
Hjartans þakkir til fjölskyldu minnar. vina og
allra þeirra sem glöddu mig á sextugsafmælinu
11. júlí s.l. með heimsóknum, gjöfum og heilla-
óskaskeytum.
Guð blessi ykkur öll.
Signý Benedikfsdóttir,
Balaskarði.
VVV\,\,V>\,V\,VVVWVVVVVVVX,WVV\'V>V