Tíminn - 06.08.1960, Síða 6
6
TÍMINN, Iaugardaginn 6. ágúst 1960.
Á sfðart Muta nftjániu aJcter
bjuggu í Hrauni á Ingj-aldssandi
hjónin Sigmundur Sveinsson og
Þuríður Eiríksdóttir.
Sigmundur var Dýrfirðingur,
íluttist frá Leiti að Hrauni og
kvæntist heimasæunni þar og tók
þaT við búi.
Þtuíður var upprunin af Sand-
inurn. Faðir hennar var Eiríkur
Tómasson ,en sá Tómas fluttist
frá Mosdal að Hrauni og kvænt-
ist Þuríði Pálsdóttur Hákonar-
sonar, og var hann bróðursonur
hins atkunna _ Múla-Snæbjarnar,
en Páll bjó á Álfadal eftir föður-
bróðir sinn látinn.
Ættleggur þessi hefur því búið
í Hrauni hátt í 200 ár.
Eiríkur Tómasson var formaður
á báti sinum og reri frá Sæbóls-
sjó, og fórst þar í lendingu, ásamt
skipshöfn sinni, vorið 1848. Er
það síðasta skipið, sem ferst þar
í þeirri viðsjálu lendingu, til þessa
dags.
Þau Sigmundur og Þuríður voru
dugnaðar- og myndaihjón og
hjuggu góðu búi. Húsbóndinn var
vel og forsjármaður góður. Kona
hans Þuríður var sérstakt Ijúf-
menni er ekkert aumt mátti sjá,
án þess að hjátpa og likna, einnig
var hún framúrskarandi dugnaðar
kona og féll aldrei verk úr hendi.
Börn áttu þau mörgo g mann-
vænleg. Dæturnar voru sex og
synirnir tveir. María var næst
'yngsta barnið og lifði þein'a
lengst. Hún var fædd á þrettánda
dag jóla, 6. jan. 1870 og var því
M I N N I N G:
liaria Sigmuridsdótfir,
IViýrum á Ingjaldssandi
rúmtega níræð er hún andaðist
25. apr. síðastliðinn. Var hún
þá búin að liggja rúmföst í 14 ár,
en hélt andlegum kröftum srnum
óskertum fram undir hið síðasta
og var síprjónandi, liggjandi upp
við dogg. Hlýjaði hún, með prjóna
■skap sínum, mörgum litlum fótum
og höndum, nær og fjær.
María hleypti ung heimdragan-
um af Sandinum, enda voru for-
eldrar hennar þá hætt búskap, en
Eiríkur sonur þeirra tekinn við,
Hún fór að Mýrum í Dýrafirði,
sem þjónustustúlka, á það ríkis-
heimili. Ekki gerði hún víðreist
um æfina og átti hún hekna á
tveim næstu bæjum við Mýrá til
dauðada'g'S og fór sjaldan út af
heimili sínu.
Hún trúlofaðist Guðmundi Haga
lín Guðmundssyni, bónda á Mýr-
um, er þá var orðinn ekkjumaður
og alimi'klu eldr'i en hún.
Hann drukknaði á heimleið úr
Haukadal, er hann var að sækja
veizluföng í brúðkaup þeirra, 30.
okt. 1894.
Árið 1899 giftist María Guð-
Þakkarkort og umslög
með svartri rönri. Sendið handrit og við prentum
fljótt og smekklega.
Sendum í póstkröfu.
Prentverk h.f.
Klapparstíg 40. — Símí 1944Ö.
Reykjavík.
mundi Jóni Jónssyni snikkara, erj
átti heima á Mýrum, og þá hafði
lokið smíðanámi hjá Friðriki
Bjarnasyni hi’eppstjóra í Meira-
Garði og Mýrum. Verið hafði
Guðmundur Jón eitt ár við fram-;
haldsnám við smíðar í Noregi. |
Byggðu þau sér timburhús og
ræktuðu túnblett í Mýralandi og'
kölluðu Miðhlíð. Þaðan fluttust
þau vorið 1912 að Lækjarósi, sem
er næsti bær innan við Mýrar, I
og bjuggu þar til ársins 1930. Þá1
fluttust þau að Bessastöðum, sem!
er gamalt grasbýli í Mýralandi, og
lig'gja túnblettirnir þar og á Mið-;
hlíð saman.
Þar andaðist Guðmundur Jón:
haustið 1939. í
Eftir lát manns síns, bjó María|
á Bessastöðum, þar til árið 1943
sem er næsti bær fyrir austan
Mýrar til dóttur sinnar og tengda-
sonar, er önnuðust hana af mik-!
illi prýði til síðustu stundar. |
Guðm. Jón og María eignuðustj
fjögur börn. Þrjú þeirra náðu full
orðins aldri: Guðrún Jóna húsfrú
í Meira-Garði, gift Hallmundi
Jónssyni bónda þar. Kristín, ekkja
upp á Mýrum, togarasjómaður í
Hafnarfirði, og Guðmundur Haga
lín, kvongaður Magneu Jónsdótt-
ur frá Gemlufatli. Bjuggu þau
fynst á Lækjarósi, eftir foreldra
hans, en keyptu Hraun á Ingjalds
sandi 1943, og búa þar .síðan, nú
síðustu árin ásamt syni sínurn Guð
mundi.
Auk barna sinna ólu þau Guð-
mundur Jón og María upp mörg
böm að meira eða minna teyti og
dóttursonur þeirra Sigurður, ólst
upp hjá þeim til'16 ára aldurs og
var hjá ömmu sinni eftir að afi
hans dó, meðan hún bjó sjálf.
María Sigimundisdóttir var merk-
iskona, einörð og drenglynd, hjálp
»öm og rausnaiteg, enda vinmörg,
því öllum vildi hún gott gera, enda
lágu jafnan til hennar gagnvegir.
Hún var mjög ákveðin í afstöðu
sinni til þjóðmála, og þótti sárt að
geta ekki neytt kosningarréttar
síns, eftir að hún varð rúmliggj-
andi, og geta þann veg veitt góð-
um málstað lið. Og að vísu er það
rnikið ranglæti, að fá ekki notað .
atkvæðisrétt sinn, þó líkaminn
hiörni, meðan andleg orka og sál-
arkraftar eru óskertir.
María var elzti maður okkar
litla sveitarfélags. Að henni er
sjónarsviftir.
María var jarðsungin að Mýrum
4. maí og fylgdu henni flestir full-
orðnir sveitungar hennar til graf-
ar, ásamt mörgum öðrum úr nær-
liggjandi sveitum og vandamönn-
um hennar úr fjarlægum héruð-
um.
Hann var ekki víður, eða hár
undir loft, bærinn hennar Maríu
á Lækjarósi, er þar sannaðist á-
þreifanlega að þar sem hjartarúm
er, þar er æfinlega húsrúm. Getur
fegurri vitnisburð?
Hin fagra fæðingar- og dvalar-
sveit hennar kveður han í dag,
með þakklátum huga og söknuði.
4. maí 1960.
Jóhannes Davíðsson.
Á • • FO Rl Nl JM V EGI
Fiskur í flugvélum
Alloft hln síðustu ár hefur verlS
um það rætt, að tilraunir ætti að
gera til þess að flytja lax og ann-
að góðfiski á erlendan markað
glænýtt með fiugvélum. Helzt ætti
að fara með dagsveiðina aðeins
næturgamla og léttísaða að nætur-
lagi með flugvél til London og
koma henni þar á morgunmark-
aðinn. Eins mættl þá flytja inn
með sömu flugvélum aftur eitt-
hvert nýmeti handa okkur, svo
sem ávexti eða grænmeti. Lítið
hefur orðið um tilraunir í þessu
skyni — þangað til ég sé það í
blöðum núna, að frá því er sagt
með töluverðum handasiætti, að
farið sé að fiytja lax og rækju í
flugvélum til Hollands.
Hraðfryst.
En einhvern veginn er þetta
ekki með þvi sniði, sem flestir
höfðu búizt við. Það sést af frétt-
unum að þetta er ekki ferskur lax,
ekkl glænýr, heldur frystur lax og
fryst rækja. Og ennfremur bera
fregnir þessar með sér, að fiskur
þessi er ekki settur beint á dag-
markaðinn, heldur hefur verið lát-
inn í frystihús í Hollandi, eins og
ég sé í fregn í Morgunblaðinu. Þá
er einnig sagt frá því, að flutt hafi
verið inn jarðarber með sömu
flugvél, en það voru ekki ný og
fersk jarðarber, heldur fryst.
Nokkrar spurningar
Það ber sízt að iasta, að til-
raunir séu gerðar í þessu skyni, en
þetta flug með frystar vörur hlýt-
ur að vekja nokkrar spurningar.
Gefur það t.d. verið, að það sé
hagkvæmt að flytja með flugvél-
um frystan lax og frysta rækju til
þess eins að setja i frystihús er-
lendis? Getur það verið, að fram-
ieiðendur fái meira fyrir vöruna
með þeim hættl?
Er það í raun og veru svo, að
það sé eki hagkvæmast að flytja
út hraðfrystar vörur, sem geyma
á eitthvað í frystihúsi erlendis,
með frystiskipum, eins og verið
hefur? Eru fragtgjöld með flug-
vélum ekkl meiri en það?
Og er ekki hægt að gera þessar
tilraunir árangursrikari á þann
hátt, sem uphaflega virðlst hafa
verið til ætlazt, sem sé að flytja
með flugvélum á erlendan markað
ferskan, glænýjan lax og rækju
og kannske fleira, og koma þessum
vörum þannig óskemmdum með
öllu og ófrystum svo sem sólar-
hrings gömlum á markað erlendra
stórborga, vinna þannig nýjan
markað og sanna heiminum hví-
likt hnossgæti þessar vörur eru
alveg glænýjar.
Hvað sem þessum hugleiðingum
líður, virðist auðsætt að þessir
frystlvöruflutningar með flugvél-
um í erlend frystihús þurfi nánari
skýringa við.
— Hárbarður.
leiðrétting
28. júlí talar „aó‘. frá„Tím-
anum við þá Magnús Hjálm
arsson og Benedikt Gíslason.
Magnús er af íslenzkum ætt-
um, verkfræðingur frá Ame-
ríku, og kemur hingað af
tryggð við land og þjóðerni.
Er hann ættaður frá Austur
landi, og segist hafa ferðast
mikið um það, en ekki komið
að Úlfsstöðum né Kelduskóg
um, því einhver hefur sagt
honum að þær jarðir væru
báðar í eyði. Ekki get ég átt
að mig á því í hvaða tilgangi
þessu er skrökvað að honum,
en hver svo sem tilgangurinn
hefur verið, er það illa gert.
Báðar jarðimar eru í ábúð,
á Úlfsstöðum býr Jón Þor-
steinsson í nokkurra ára stein
húsi, sæmilegu búi, og á
Kelduskógum býr Reimar
Magnússon mest við sauðfé,
og hafði í vetur liðlega 250
fjár á fóðri.
Eyðijarðimar á landinu eru
næganlega mairgar, þó ein-
hver, af óskhyggju, sé ekki
að gera þær fleiri en þær
raunverulega eru.
30. júli.
Páll Zóphóniasson.
Krossármálið enn
sndur
Öxlar meS vöru og fólks-
bílahióium vagnbei7.li og
grindur kerrur með *turtu-
beisli án kassa. fæst hjá
okkur
Kristján,
Vesturgötu 22, Reykjavík.
Frásögn Morgunblaðsins af at-
burðinum i Krossá um s 1. helgi
kom mér mjög spánskt fyrir sjón-
.r. Annaðhvort hefur hinn ónafn-
greindi sjónarvottur blaðsins ýkt
stórtega eða blaðamenn hafa barn-
að söguna. Ég var á staðnum og
sá það sem gerðist. Engin óhljóð
heyrðust frá farþegunum. Nokkrir
menn gengu rösklega fram í að
koma öUu á þurrt, sérstaklega
Heiðar Steingrímsson, bilstjóri.
Hlutur hans þar austur frá var
með ágætum, en þeim mun minni
hér í bænum, sbr. hina furðulegu
yfirlýsingu hans í Morgunblaðinu
í gær, þar er ranglega sagt frá,
það er augljóst mál, og skal það
nú staðfest nánar.
f gær átti ég tal við Þrúði
Briem, kennara, sem var í bíl
þeim, er valt á hliðina í Krossá,
um s.l. helgi. Hún sagði orðrétt:
„Ég var eisn af farþegunum í bíln-
um, sem valt í Krossá og vil taka
það skýit fram, að engin óp eða
óhljóð heyrðust frá farþegunum
í bílnum, en aftur á móti rauluðu
nokkrir farþeganna eitt dægurlag
.sér til hressingar. Hitt er rétt, að
Heiðar Steingiímsson gekk vask-
lega fram við björgun farþega, svo
og fararstjóri og bílstjóri á bíl
þeim er valt. Farþegum í bíl Heið-
ars þakka ég ágætlega aðhlynn-
ingu og einnig húsverði, konu
hans, og gestum skálans í Þórs-
möric fyrir frábærar móttökur.“
Þetta er hið sanna í málinu.
Þrúður staðfestii hér frásögn far-
arstjóra, Óttars Kjartanssonar.
Þau voru bæði í umræddum bíl,
framburður þeirra verður ekki vé-
fengdur.
Reykjavík, 29. júlí 1960.
Ingólfur A. Þorkelsson.
Skattskrá
Hafnarf jarðar 1960
varðandi einstaklinga og félög. svo og skrá um
iðgjöld félaga vegna slysatryggmga og atvinnuleys-
istryggingasjóðs, liggur frammi í skattstofunni frá
15.—18. ágúst.
Kærum ber að skila til skattstofunnar eigi síðar
en 18. ágúst n. k.
Skattstjórinn
Hafnarfirði.
. .v*v*v*v«% .v.v.v.v.v.v.v-v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v^