Tíminn - 06.08.1960, Síða 5

Tíminn - 06.08.1960, Síða 5
^fWlWTf, iBwgigaftghm 6. Ægðst 19CT. Úfgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit> stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur i Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasimi: 19523 AfgreiSslusimi: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f. Nefndum fjölgað Þegar breytingin var gerð á skipan innflutnings- og gjaldeyrismálanna á síðastl vori, var mjög gumað af því í stjórnarblöðunum, að með þessu væri verið að leggja niður nefndir og gera kerfið einfaldara og óbrotnara. Bæði útflutningsnefndin og innflutmngsnefndin yrðu lagðar niður og engar nefndir settar í staðinn Rétt á eftir gerðist svo það, að stjórnin lagði fram frumvarp og fékk samþykkt, þar sem sett var á stofn sex manna nefnd til að annast stjórn verðlagsmála en það starf hafði innflutningsnefndin annazt áður. Þetta var verðlagsnefndin nýja. Skömmu á eftir bárust svo fréttir af því, að búið væri að stofna nýja nefnd til að annast vissan hluta af starfi innflutningsnefndarinnar, úthlutun bílaleyfa. Þetta var nýja bílanefndin. Rétt þar á eftir bárust svo fréttir af því, að búið væri að fela þremur mönnum að sjá um það starf. sem útflutningsnefndin hafði áður. VitarJega var þetta ekki annað en endurlífgun útflutningsnefndarinnar. Þannig voru þá nýju nefndirnar orðnar þrjár í stað þeirra tveggja, sem voru lagðar niður. Þar með var sagan þó engan veginn öll búin. Samkvæmt nýskipan innflutning.s- og gjaldeyrismál- anna, tóku Landsbankinn og Útvegsbankinn að sér að annast útgáfu gjaldeyrisleyfa í stað Innflutningsskrifstof- unnar, sem stjórnað var af innflutnmgsnefndinni. Vitan- lega gátu tveir aðilar ekki sinnt þessu starfi öðruvísi en að bera ráð sín vandlega saman. Niðurstaðan hefur orðið sú, að bankarnir hafa orðið að setja á laggirnar eins konar undirnefnd, er annast daglega afgreiðslu og yfir- nefnd, sem tekur meiriháttar ákvarðanir. í yfirlýsingu, sem dagblöðin birtu frá blöðunum í gær, er reynt að láta líta svo út, að þetta séu ekki nefndir, en hver heil- vita maður sér, að hér er ekki um annað en nefndar- störf að ræða, þótt reynt sé að gefa því annað nafn. Vitanlega geta nefndir verið eðlilegar og eru það líka, þegar fleiri aðilar þurfa að bera ráð sín saman, Áróður sá, sem hefur verið rekinn gegn nefndum, á því ekki nema að nokkru leyti rétt á sér. En þess ber að sjálf- sögðu vel að gæta, að nefndarkerfið sé haft sem óbrotn- ast og einfaldast, því að ella getur það valdið töfum og skriffinnsku. Því hefur ríkisstjórnin lofað að draga úr því, en ekki tekizt það betur en svo. að hér eru raun- verulega komnar fimm nefndir I stað þeirra tveggja, sem voru lagðar niður Góður árangur Eins og skýrt hefur verið frá, innheimta bankarnir nú gjaldeyrisleyfagjald, sem á að vera greiðsla til þeirra fyrir kostnað við þau störf, sem Innflutningsskrif- stofan vann áður. en þeir annast nú Samkvæmt gildand? lögum og reglugerðum rennur þetta gjald óskorað til bankanna. Hér í blaðinu hefur \erið sýnt fram á, að þetta gjald muni samanlagt gefa helmingi hær”’ tekjur en kostnað- urinn við Innflutningsskrifstofuna. Þessar upplýsingar hafa orðið til þess, að ríkisstjórn- in hefur séð sitt óvænna og fengið bankana til að gefa vfirlýsingu þess efnis rð þeir munj endurgreiða þann hluta leyfisgjaldsins, sem er umfram þann kostnað sem þeir verða fyrir vegna umræddra starfa. Vissulega má fagna því að hér hafa upplýsingar og gagnrýni Tímans borið góðan árangur. )--------------- ERLENT YFIRLÍT'™—------- | Viöræöur vestrænna leiðtoga ( Fundur þeirra Adeeiauers og de Gaulle vekur mikla athygli Adenauer og de Gaulle kveðjast eftir Parísarfundinn á dögunum. ) ÞAÐ VAKTI mikla athygli, ) er Adenauer kanzlari fór ) skyndilega til Parísar fyrir ) nokkrum dögum síðan og átti ) þar leyniiegar viðræður við de ) Gaulle forseta. Eftir heimkom- ) una tilkynnti Adenauer, að \ hann hefði boðið Macmillan til \ Bonn og kemur hann þangað •. um miðia næstu viku. Þá hefur • verið skýrt frá því, að Mac- • millan rnuni heimsækja de ( Gaulle í næsta mánuði. \ í eilendum blöðum ber nú \ mikið á alls konar tilgátum og ( ágizkunum í tilefni af umrædd- • um viðræðum þeirra Adenauers • og de Gaulles og hinum fyrir- ( huguðu heimsóknum Macmill- ( ans til Bonn og Parísar. Mörg ( blöð gizka á, að þetta geti orðið ( upphaf nýrra tíðinda í málum / Evrópu. '/ '/ ALMENNT er talið, að / það sé de Gaulle, er sé upp- / hafsmaður þessara viðræðna. / Fyrir honum vaki að gera / markaðsbandalag sexveldanna / (Frakklards, Vestur-Þýzka- / lands, Ítalíu og Beneluxland- ) anna) að pólitísku bandalagi ) og fryggja þannig vaxandi á- ■ ) hrif Vestur-Evrópu undir ) franskri forystu. Það hafi verið \ til þess að ræða um þetta efni, \ að de Gaulle hafi boðið Aden- •. auer til Parísar. De Gaulle hafi • viljað tryggja stuðning Aden- ( auers til að koma þessari fyrir- • ætlun fram. . Þaðierj-og^talið, að de Gaulle ( hafi' lagt mikla áherzlu á það ( í viðræðum sínum við Aden- t auer, að Frakkland. Vestur- ( Þýzkaland og Ítalía fengju ( aukna hlutdeild í forustu At- ( lantshafsbandalagsins, sem er ( nú fyrst og fremst í höndum ( Bandaríkjanna og Bretlands. / De Gauíle hafi jafnvel látið / sér koma til hugar, að myndað / yrði eins konar fimmveldaráð / innan bandalagsins, er hefði / samráð um allar meiriháttar ( aðgerðir af hálfu þessara ríkja ( og bandalagsins, ekki sízt ( hvað snertir samkeppnina við / kommúmstaríkin á sviði stjórn- / mála og efnahagsmála. '/ ( ÝMSIR beirra blaðamanna, ( er vel bckkja til, álíta að Ad- / enauer hafi ekki tekið nema / miðlungi vel undir bá tillögu '/ de Gaulles, að markaðsbanda- '/ lagið yrð’ gert að mjög póli- tísku bandalagi. Stefna Aden- auers hefur jafnan verið sú, að nauðsyniegt sé að hafa Breta með í öilu meiriháttar sam- starfi V.-Evrópu þjóða. Hug- mynd hans er helzt talin sú, að reynt sé að koma á nánu pólitísku samstarfi Vestur- Þjóðverja, Breta og Frakka, og þessar þrjár þjóðir hafi sam- eiginlega með höndum forustu Vestur-Evrópuþjóðanna gegn ásókn Rússa. Adenauer er hins vegar tal- inn hafa tekið vel hugmynd de Gaulles um aukið samstarf og aukin samráð fimmveldanna innan At.lantshafsbandalagsins, og að sambandið við Bandarík- in verði trevst á þann hátt. Það eru talin ráð Adenauers, að Frakkar og Vestur-Þjóð- verjar héldu ekki lengra áleið- is með þessar ráðagerðir fyrr en búið væri að tala betur við Breta, en ætlunin er að gera það, þegar Macmillan kemur til Bonn og Parísar, eins og áður segir. í ALLMÖRGUM blaðanna kemur iram sú skoðun, að það hafi ýtt undir de Gaulle að hafa forustu um þessar viðræð- ur, að hann búist við nýrri á- róðurslotu af hálfu Rússa nú með hausiinu. ef til vill í sam- bandi við Berlínarmálið. Þá telji de Gaulle það ekki góðs viti, að Rússar virðas) vera að smábreyta viðhorfi sínu . Alsír málinu aítir að fundur æðstu manna misheppnaðist í vor. Fram að þeim tíma fóru Rúss- ar sér mjög hægt í Alsírmál- inu, og gagnrýndu Frakka lítið en nú er þetta mjög að breytast. Þeir de Gaulle og Adenauer eru og taldir álíta bað nauð- synlegt, að Frakkar. Vestur- Þjóðverjai og Bretar taki að sér forustu vestrænu þjóðanna í vaxandi mæli meðan kosn- ingabaráttan stendur yfir í Bandaríkiunum, því að stjórn- in þar mun hafa mjög óhæga aðstöðu, unz kosningaúrslitin liggja fyrir. Margt bendir til, að Krustjoff hyggist að not- færa sér þetta út í yztu æsar. En de Gaulle mun líka vilja nota sér þetta til að tryggja Frökkum og öðrum Vestur- Evrópuþjóðum aukna hlutdeild í forustu vestrænu þjóðanna. Þ.Þ. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ > '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ t / '/ '/ t '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ 't Nöfn þeirra, er gefið hafa I Björg- unarskútusjóð B/eiðafjarðar: Pétur Pétursson og börn frá Ma’ 20.000.00 Börn Eyjólfs Stefánssonar frá Dröngum 5.000.00 Sigurður Jónathansson, Rifi 5.000.00 Sveinn Björnsson o.:, Ás- geirsson 3 50 Ólafur Jóhannesson 1.000.00 Magnús Guðmundsson frá frá Skörðum "'IO.OO Alfons Oddsson 280.00 Petrína Lárusdól 100.00 Frá Patrekrí’ ' tóði af kaffisölu) 2.000.00 Valdimar Eiríksson, Grandavegi 37 1.000.00 Fanney og Þórdís Péturs- dætur Bræðrabst. 36 200 00 Jónína Gestsdóttir 100.00 Þorgerður Einarsdóttir 200.00 Fjársöfnun fyrir Björgunar- skútusjóð Breiðafjarðar Listi yfir gefendur < Steimgrímur Samúelsson, Tjaldanesi, til minning- ar um móður hans Katr- ínu Tómasdóttur Frá Útgerð Baldurs, Stykk ishólmi Frá Breiðfirðingaheimil- inu h/f Frá Breiðfirðingafélaginu Sigurður Magnússon Safnað at Breiðfirzuk átt hagaféiögum Áður safnað af Breiðfirð ingafélaginu Snæbj Jónsson Snæbj. Samúelsson. , Árni Jónsson frá Sauðeyj- um 200.00 10.000.00 Alls kr. 152.123.91 2.000 00 10.000.00 22.296.00 500.00 45.915.05 24.242.86 1280.00 Söfnun til Björgunarskútusjóðs Breiðafjarðar er haldið áfram, og er fjöfum veitt viðtaka hjá Ólafi Jó- hannessyni, kaupmanni, Grundar- stíg 2, Árel íusi Níelssyni, Sólheim- um 17, Vilhelm Steinssen, bankaflt. Sólvallagötu 55, Kristjáni Þorsteins- syni, húsverði, Baldursheimi, Sel- Újarnarnesi, Guðbjarti Egilissyni, verzlm., Hverfisgötu 96B og Þor- birni Jknssyni. Mímisveg 2. Alls nemur nú söfnunin kr. 260.00 j 900.000.00.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.