Tíminn - 06.08.1960, Blaðsíða 8
8
T f MIN N, laugardaghm 6. ðgíst 1960.
Séð yfir Svínafellsjökui til Hafrafells.
KTU9d ÍB JSElr
’.w.w.-.v.w.v.-.v.v.%v.v.w.v.v.v.v.-'.v.v.v.v.v.w.v.w.v.v.v.-.w.v.-.v.v
Frá Fagurhólsmýri liggur j
leiðin til vesturs eftir grýtt-
um veginum og ótal ár verða
á vegi okkar, mórauðar og ill-j
úðlegar. Flestar þeirra eru ó-j
brúaðar en Sigurður á Hofs-
nesi leggur Rússanum óhikað
út í enda eru þetta ekki nema ^
smásprænur í augum Öræf-
ings, rúmlega bæjarlækur eða
svo.
☆
:=
Sýnið Bretanum
íslenzka hraunið!
Það er ekki til neims að brúa
margar af þessum ám, segir Sig-
urður, þær breyta um farveg þá
og þegar og það er ekki gagn að
iirú, sem stæði á þurru eftir
nokkrar vikur. j
Votar bæiarleiðir
Það etr ©kki farin bæjarleið
í Öræfum án þess að brjótast yfir
áinar sem belja ofan eftir hlíðum
Vatnajökuls og Sigurður segir að
bremsuborðar endist ekki nema
mánuðinn. Bíiarnir eru hálfa-ævi
sína á kafi í vatni og það liggur
í auguim uppi að viðhaldið er
geysimikið og dýrt. Bændur verða
sjálfir að dytta að bílum sínum
því verkstæði er ekkert í sveitinni
og Skeiðará og Jökulsá ófær með
öllu.
— Samt eru þeir að skylda okk
ur til að hafa stefnuljós, segir
Sigurður og glottir, þau liggja nú
víst einhvers staðar heima.
Kvígu tvævetra
Leiðin liggur fram hjá Hofi,
þar er margbýli eins og víðast í
Öræfum. Þar er toxfkirkja gömul
sóknarkirkja sveitarinnar. Stein-
snar frá bænum liggja rústir af
fornum bæ, Gröf.
Áður en varir sjáum við Sand-
fell á hægri hönd, landnámsjörð
sveitarinnar og prestssetur. Þar
er nú í eyði. Bæjarhúsin hanga
uppi af gömlum vana og tóftir
gapa víða um túnið. Að húsabaki
.stendur iaufguð björk, eina lífs-
táfcn hins foma stórhýlis. Þama
bjó landnámskonan Þorgerður, en
Ásbjörn maður hennar dó í hafi
á leið út hmgað. En þá var í
lögum að „kona skyldi eigi víð-
ara nema land en leiða mætti
kvígu tvævetra vorlangan dag sól-
setra milli“. Þorgerður hefur
hottað duglega og danglað í kvígu
sína því hún „nam land um allt
Ingólfshöfða'hverfi milli Kvíar og
Jökulfells og hjó hún að Sand-
felli“. En nú bíður sölnað túnið á
SandfeHi eftir nýjum landnáms-
manni.
Laufgaður skógur og
svartur sandur
Eftir drjúga stund erum við
komnir í áfangastað og vélgæð-
fngurinn stöðvast á hlaðinu á
Svínafelli, hinu forna höfuðbóli
Brennu-Flosa. Bærinn stendur
undir hárri hlíð, vaxinni laufgræn
um skógum en lækir falla í djúp-
um gljúfrum beggja vegna. Til
suðurs er að Hta yfir svarta eyði-
sanda þar sem jökulárnar kvislast
um auðnina. f vestri blasir við
Lómagnúpur þar sem jötuninn
stóð forðum með járnstaf í hendi.
SvínafeU er .sá bær á íslandi þar
sem skemmst er til jöMa og því
hljómar það sem öfugmæli að
staðhæfa að hvergi muni veður-
sæld meiri. Það liggur við að
bólgin jökultungan sleiki túnjað-
arinn á Svínafelli. Laufgaður
skógur og safaríkt gras er í undar-
legu nábýli við dauðann, svartan
sandinn og náhvitt jökulhvelið.
Glotti Skarphéðinn?
„Flosi bjó að Svínafelli og var
höfðingi mikill. Hann var mikill
vexti og styrkur, manna kappsam-
astur,“ segir í Njálu. Ef til vill
hafa þeir reikað hér upp með
Bæjargilinu, þeir höfðingjar Flosi
og Njáll er Njáll fór þangað aust-
ur að biðja Hildigunnar fyrir
liönd Höskuldar fóstra síns. Og
sennilegt að þeir Njálssyuir og
Kári hafi byllst til að vera á næstu
grösum og horft á Hildiguuni í
laumi þegar hún kerrti hnakkann
og minnti Flosa á það að henmi
hæfði ekki goðorðslaus maður. —
Trúlegt að Skarphéðinn hafi
hnippt í Kára og glott við tönn.
Mikið vatn hefur runnið til
sjávar um Skeiðarársand frá því
Flosi bóndi lagði upp í sína hinztu
Það er stundum gott að grípa
ráð ókunnugra manna, því svo
lengi kann maður að hafa gónt
á vandræði sín að rnanni séu
farin að vaxa þau í augum. En
ráðið, sem Alþýðublaðið greip
upp eftir Norðmanninum núna
Sl. júlí sik það, að sbefna
brezkum áhrifamönnum upp á
heiðar og hraun hérlendis og
láta þá síðan vorkenna okkur
fátsekt okkar, og treysta eftir
það á miskunnsemi þeirra í
garð íslendinganna, Hraun-
lendingaxina, alls ley.singjanna
eða hv<*5 manni þætti ölmusu-
legast eð láta kalla sig, það er
ósigurvænlegt.
Þetta er annars ekki svo
fínt að það sé aðfengið. Um
iangan tíma hefur sá mála-
flutningur gengið að við séum
svo fátækir og úrræðalausir,
að við getum ekki lifað nema
með því móti að fá að leggja
undir okkur svo og svo breiðan
befek af hafi, rétt eins og ís-
lenzkur bóndi á afdalakoti ætti
rétt á áveituengjum lágsveita
fyrir þá sök að hann eða faðir
hans hefði valið sér ólífvæn-
legt jarSnæði.
Við höfum enga vissu fyrir
þeirri miskunnsemi Breta að
jafnvel siík auglýsing fátækt-
ar okkar verkaði á þá. Við
höfum ekki einu sinni trygg-
ingu fyrir því að til rannsókn-
arinnar veldust ekki svo fjöl-
vitrir menn að sjá að hraun-
um er alls ekki aMs va-rnað
um gróðavegu. Hálanda-Skoti
kynni að sjá sauðbeit og gæti
kannske metið hana dýrara en
fslenzkir stjórnmálamenn gera.
Auk þessa kynnu þeir að koma
þar eftirgrennslunum sínum og
umtölum á feiðum sínum, að
í tal bæri um Sléttuhrepp, sem
hafði verksmiðju, þorp og sveit
ir á meðan landhélgin var 3
sjómílur, en nú ekki lifandi líf
með heitu blóði, nema bjarg-
fugl og melraikk'a. Eitthvað af
þeim gestum kynnu meira að
segja að hafa stundað land-
belgisrán þar upp við land-
steina og séð reyklaus býli og
mannlaus eða lónað í sólskini
austur frá Gjögrum og séð það
sama og Látra-Björg, að:
„Fagurt er á Fjörðum
þá frelsarinn gefur veðrið
blítt.“
Þeim kynni að koma til hugar
að efast um að við nýttum til
hlítar það, sem við erum vissu-
lega einir um að geta nýtt og
það kynni að draga úr misk-
unn'seminni brezku, sem við
vitum að ekkert má missa og
þekkjum dálítið frá kjöldrætti
Hannesar Hafsteins og eltinga
leiknum við ásiglingar, bæði
fyrr og nú.
Hitt mun sannast, að þegar
Bretar sömdu við Dani um
þriggja mílna landhelgi, þótt-
ust þeir ekki hafa rétt til að
fara svo nær'ri íslandi án samn-
inga um það, og eiga þann
rétt ekki enn. Þeir samningar
tókust og voru gerðir til ákveð-
ins tíma. Sá tími rann ú.
Það kann að vera brezk rétt-
arvitund að útinxnnmn samn-
ingur sé að sjálfsögðu endur-
nýj'unarskyldui' ef bann er
þeim haigstæður, en alviður-
kennd mun sú skoðunargerð
ekki vera, og hana mun ráð-
legra að rengja en að biðjast
miskunnar til að draga fram
lífið á ölmusum, einkanlega af
því að lifnaðarhættir íslend-
inga sumra er'lendis minna
ekki mikið á fátækt, og fyrir-
gangur og tilkostnaður við
ýmsa útlenda gestrisni, þar á
meðal umg'etinn hraunaleiðang
ur gerður í stíl við annað þess
konar, áður framkvæmt af
sömu mönnum eða svipaðrar
gerðar, myndi ósennilega birta
annað fremur en íburð og
mannalæti, sem kalla meir á
að hlátur en vorkunnsemi.
Stöndum á réttinum, en biðj
um engan um meira e'n rétt-
læti og hreinskilni.
Reynum að vinna heldur til
virðingar en vorkunnlætis. Lif-
um á því ef það dugir. Deyjum
á þeim grundvelli með dreng-
skap ef ekki verður annars
auðið.
Sigurður Jónsson frá Brún
.WAVJV.VJ
I I
!■■■■■■!
Svfnafell — bœjargilið.