Tíminn - 20.09.1960, Side 2

Tíminn - 20.09.1960, Side 2
2 TÍMINN, þriðjudaginn 20. september 1960. Félag járniðnaðarmanna: B-listinn tapaði Um helgina voru kosnir full tiúar Félags járniðnaðar- manna til Alþýðusambands- þings. Kosið var um tvo lista, A lista bor:nn fram af stjórn og trúnaðarmannaráði og B- lista borinn fram af Sigurjóni Jónssyni i Sindra og fleirum, 295 neyttu atkvæðisréttar. Úr- slit urðu þau að A-listi hlaut 204 atkvæði (69,15%) og alla rnenn kjörna en B-listi 91 at- kvæði (30,85%) og engan mann kjörinn. Stuðningsmenn rikisstjórnarinnar töpuðu all- verulegu fylgi og sýna þessi úrslit gremilega hver er af- f.taða launþega til stefnu ríkis- stjórnarinnar í efnahags- og launamálum. Við siðustu kosningar í félaginu fékk A-listi 212 atkvæði eða 62.17% og B-listi 129 atkvæði eða 37.83%. Þegar síðast var kosið til AI- þýðusambandsþings eða 1958 voru greidd 293 takv. A-listi hlaut þá 193 atkv. eða 63.87% og B-listi 100 atkv. eða 34.13%. FÉKK 200 ÞÚS. KRÓNA SEKT Seyðisfirði í gær. — Dómur í málinu dómsmálaráðherra gegn Percv Allen Bedford skipstjóra á brezka togaranum Wyre Manner var kveðinn upp af bæjarfógetanum á Seyðisfirði Var skipstjórinn dæmdur í 200 þúsund króna sekt til Landhelgissjóðs ís- lands. Bf sekt verður ekki greidd að fjórum vikum liðnum frá birtingu dómsins komi i henn ar stað 7 mánaða varðhald. Skipstjórinn var að auki j dæmdur til að greiða allan sakarkostnað þar af 6 þús- und krónur i málflutnings- laun til skipaðs verjanda Gísla ísleifssonar. Sklpstjór- inn áfrýjaði dóminum. Setti tryogingu Skipstjórinn setti trygg- ingu fyrir sektinni og lét tog- arinn úr höfn á Seyðisfirði kl. 8 á laugardagskvöld. Fór hann sennilega til veiða að nýju þvi mjög litill afli var i skipinu. Unnig er nú að viðgerð á togaranum Lord Lloyd, sem Wyre Mariner dró til Seyðis- fjarðar. í fyrradag fóru 11 af 18 skipsmönnum flugleiðis til Reykjavikur og halda þaðan Frystihúsií óvirkt . ... , (Framh. af 1. síðu), er allt gert sem hægt er til þess að flýta viðgerð svo sem unnt er. Standa vonir til þess, að ef tekst að útvega sveifar- ásinn í Árósum, og fá hann hingag flugleiðis, verði hægt að koma frystivélinni í gang fyrir helgi, en allur dráttur, sem á þvi verður, er að sjálf- sögðu tll tjóns. Og ef svo slysalega skyldi til takast, að ekki reyndist unnt og gera við þessa bilun, er tjón héraðsins óbætan- legt. —s— með flugvél til Englands. Gert verður við togarann til bráðabirgða á Seyðisfirði og honum siðan siglt til Reykj a- vikur þar sem frekari viðgerð fer fram svo togarinn verði sjóklár til Englands. H.G. Sjálfkjöriö hjá Dagsbrún Kosning fulltrúa Verka- mannafélagsins Dagsbrónar í Reykjavík á þing AlþýSusam- bands íslands fór fram á sunnudag. Aðeins einn listi kom fram borinn fram af stjórn og trúnaðarmannaráði, og var hann sjálfkjörinn. Full trúar Dagsbrúnar á Alþýðu- sambandsþingi eru 34 talsins. Eiíaskóíi... (Framh. af 1 síðu). þvi að innrétta efstu hæð nýja heimavistanhússins og gera þar íbúðarherbergi fyrir nemendur. I-Iin nýja álma handavinnuhúss- ins verður höfð undir kemnslu- stofur, en svefn skálar á meðri hæð inni. Brunaspjöll þau, sem urðu á þaki leikfimihússins hafa verið bætt og bráðabirgðaþak sett á ytri enda gamla skólahússins, en hluti hans eyðilagðist i eldsvoðanum í vor. Verður unnt að nota talsverð- an hluta hans í vetur. — Með þessu verður unnt að bæta úr brýnustu þörf og halda nokkurn veginn í horfimu. Ný bygging Hafimn er undirbúningur að byggingu nýs skólahúss að Eiðum og mun það standa á grunni gamla hússims Og verður þá hluti þess, sem enn stendur, brotinn niður. Búizt er við að unnt verði að hefja smíðina strax að vori. ÓvlÓunandi launakior . . . Framhald áf 3. sfðu. Jónsson, Ásmundur Kristjánsson, Þórhallur Guttormsson, Guðbjart- ur Gunnarssoti, Jakobína Guð- mundsdóttir, Ingólfur Þorkelsson, Björn Þorsteinsson, Gunnar Bene- d'ktsson og Magnús Sveinsson. Launakjör óviðunandi LUMUMBA LIFIR Vill fara á þing S. Þ. og gera samning við Kasavubu „8. þing L.S.F.K. telur, að íaunakjör framhahlsskólakennara séu nú með öllu óviðunandi, svo að gagnger endurskoðun þeirra þoli enga bið. Veldur þessu hvort tveggja, að starf kennara hefur \erið vanmetið og minnkandi kaupmáttur launa. T.d. eru byrj- unarlaun gagnfræðaskólakennara nú 4187 kr. á mánuði eða svipuð og laun ófaglærðra verkamanna. Annars staðar á Norðurlöndum eru byrjunarlaun þessara kenn- ara frá 40—178% hærri og há- markslaun 73—222% hærri en hér tíðkast. Við þessar ástæður er augljóst, að menn með háskólamenntun leita annarra og betur launaðra starfa á frjálsum vinnumarkaði. Er ástandið orðið svo alvar- Iegt, að nær engir þeirra, sem nú eru settir í nýjar kennara- stöður, haia að fullu loklð til- skilinni menntun. Telur þingið, að fræðslumáium þjóðarinnar stafi alvarleg hætta af þessari þrðun, og skorar á fræðslumálastjórnina að leysa þetta vandamál með bráðabirgða úrræðum, þar til launalög hafa verið endurskoðuð með tilliti til þessara staðreynda, eða opin- berir starfsmenn hafa fengi® samningsrétt um kjör sín.“ Samningsréttur „8. þing L.S.F.K, telur réttar- stöðu opÍDberra starfsmanna til samninga um kjaramál sín í al- geru ósamræmi við það sem nú tíðkast um önnur stéttasamtök. Þingið skorar því á ríkisstjórn- ina að hraða undirbúningi að nýrri löggjöf um þetta efni, er miði að því að opinberir starfs- mcnn fái samningsrétt til jafns vlð aðrar stéttir.*1 Veiting embætta „8. þing L.S.F.K. haldið í Reykjavík dagana 16.—18. sept. 1960, telur óhjákvæmilegt að settar verði ákveðnar reglur um veltingu skólastjóra- og kennara- cmbætta. Vekur þingið athygli á þelrri staðreynd, að handahóf og hlutdrægni hafa oft og ein- att ráðið úrslitum í þessUm efn- um og mun jafnan hætt við slíku meðan veitingavaldið er alger- Iega í höndum pólitískra ráð- i'.erra, sem freistast til að taka ineira tillit til stjórnmálahags- muna og kunningsskapar en góðu hófi gegnir. Mörg dæmi sanna þetta og er nærtæk ráðstöfun skólastjórastöðunnar við Gagn- fræðaskóla Kópavogs fyrir nokkr um dögum. Þingið samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til að gera tillögu í þessum efnum og skal hún leggja niðurstíöður sínar fyrir stjórn samtakanna sem allra fyrst. Að því sé stefnt, að reglur þessar verði ungum og efnileg- um kennurum hvatning til þess að leggja sig fram í starfi og fala sér staðgóðrar menntunar og þckkingar.“ Vel sótt sýning Sýning þeirra Bat-Yosef og John Ffrench j Bogasaln- nm hefur nú staðið síðan á föstudag, og hafa um 800 gest ír komið á hana. Nær allir leirmunirnir eru seldir, og um 15 klippmyndir. Sýn- ingin er opin daglega frá klukkan tvö til tíu. Þær reyndust harla óáreið- rnlegar fréttirnar um það s.l. laugardag, að Patrice Lum- umba forsæitsráðherra Kongó lýðveldistns hefði safnazt til feðra sinna. Það kom í Ijós strax á laugardagskvöld, að Lumumba var í fullu fjöri og felustaður hans var sendiráð Guineu í Leopoldville. Á sunnudaginn hélt Lim- umba svo aftur til forsætis- ráðherrabústaðarins í Leo- poldville sem hinn eini rétti fórsætisráðherra landsins og boðaði þar til blaðamanna- fundar og hafði frá ýmsu að skýra. Samningur við Kasavubu? Lumumba sagði frá þvf í upphafi, að hann hefði undir- ritað samning við Kasavubu forseta og væri nú aftur sátt og samlyndi á milli þeirra en um hálfur mánuður er nú lið- inn frá því er þeir settu hvorn annan úr embætti og ringul- reiðin í landinu magnaðist um allan helming og lauk með valdatöku Mobutu ofursta. Kasavubu bar það hns vegar samstundis til baka að hann hefði gert nokkurn samning vig Lumumba — slíkt væru helber ósannindi. Lumumba skýrði þá blaða- mönnum frá því, að hann hefði boðað báðar deildir þingsins til fundar á mánu- dag. Þingið hefur fram til þessa lýst trausti sínu á Lum uma. Það hafði einnig verið boðag til fundar á sunnudag en enginn vissi af hverjum og hermenn Mobutu ofursta vömuðu þinp'mönnum inn- göngu í þinf/.úsið. Vill fara vestur Þá sagðist Lumumba ætla sér að reyna að komast á alls- herjarþing S.þ. og verða for- maður fulltrúanefndar Kongó þar. Lumumba sagðist hafa skrifað Dag Hammarskjöld aðalritara bréf, þar sem hann fer þess á leit að Sþ verði sér út um far vestur um haf. Lumumba sagðist mundu kalla sendiherra Sovétríkj - anna og Tékkóslóvakíu að nýju til Leopoldville en Mo- butu ofursti hafði vísað þeim úr landi fyrir hádegi á laag- ardag. Lýsti Lúmumba allar aðgerðir Mobntu ólöglegar og kvað sig og Kasavubu nú brátt fara ag vinna að því að ráða niðurlögum Mobutu. Mobutu sýnt banatilræði Mobutu ofursta var sýnt taanatilræði s.l. sunnpdag. Liðsforingi úr kongóska hern um réðst að Mobutu þar sem hann sat á skrifstofu sinni, dró marghleypu úr belti sínu og hugðist skjóta ofurstann þar á staðnum en sá varð fyrri tii og afvopnaði tilræð- is manninn, sem Marokko- hermenn í liði Sþ tóku svo í sína vörzlu. Svo virðist sem enn hafi Mobutu ofursti öll völdin í sínum höndom enda nýtur hann stuðnings hersins að mestu leyti. Ekkert virðist og benda til þess að ágreiningur sé uppi milli Kasavubu og Mobutu. Enn sækja kongóskir her- menn fram í Katangafylki þar sem Tshomþe ræður ríkj- um. Vill sá reka in>»rásaTher- inn af höndum sér og segist bæði hafa til þess menn og hergögn en S.þ. hafa haldið flugvellinum í Elisabethville höfuðborg Katanga lokuðum og á því Tshombe erfitt með liðsflutninga. Allsherjarþing S.þ. hélt á- fram í gærkveldi aukafundi sínum um Kongómálin og var afnvel búizt við, aö Krústjoff kæmi á þann fund. Fyrir ligg- ur nú málamiðlun frá Ghana þess efnis, að Sþ styðji stjórn Lumumba en að öðru leyti er tíllagan svipuð þeirri, er Sovétfulltrúinn beitti neit- unarvald við fýrir helgi í Öryggisráðin^ þar sem skor- að var á öll meðlimaríki Sþ. að skerast ekki f leikinn í Kongó nema með samþykki Sþ. Afríkuríki reyna nú að bera sáttarorð á ipilli Lum- umba og Kasavubu og er ekki talið útilokag að sættir takist milli þeirra. Sýning Sigfúsar Málvcrkasýning Sigiusar Hall- dórssonar. sem Ijúka átti á sunnudagskvöld, hefur nú verið framlengd um 2 daga, þ. e. sýningunni lýkur i kvöld. Sýn- ingin hefur verið afbragðsvel sótt og 50 myndir hafa selzt. Sýningin hefur hloti'ö góða ðóma. Kveikti í benzíni. . . (Framh. af 1 Síðu). Slökkti með mjólk Á Lambastöðum var húsfreyjan heima, ein fullorðins fólks, og var hún að koma börnum í svefn. Hafði hún um hríð heyrt nokkra háreysti í drengjunum, en alit í eimu fannst henni hún heyra ein- •hver grunsamleg hljóð og hljóp út á tröppur. Mætti hún þá Grétari, alelda að framan. Greip hún þeg- ar mjólkurílát, sem stóð þar á tröppunum og tókst að slökkva eldihn með mjólkinni og síðan fötum. Fluttur suður Því næst hringdi hún i sjúkra- bíl og iækni frá Selfossi, og kom hjálpin fljótlega á vettvang. Var Grétar síðan fluttur í sjúkrahúsið á Seifossi, og þaðan suður á Lands spitala. Illa brenndur Blaðið aflaði sér fregma af líðam Grétars i gærkvöldi, og var húm þá talin sæmileg. Hann.er brennd- ur á höndum, brjósti framanverðu og niður á fætur. Talið er, að um 40% af húðimni hafi brennzt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.