Tíminn - 20.09.1960, Qupperneq 3

Tíminn - 20.09.1960, Qupperneq 3
TÍMINN, þriðjudaginn 20. september 1960. 3 Sænsku kosningarnar: Fylgið hrynur af íhaldsmönnum Vinstri menn juku fylgi sitt S. I. sunnudag fóru fram kosningar til neðri deildar aænska bingsins.. Kosninga- þátttakan var rúmlega 80%, sem er meira en var við kosn- ingarnar 1958. Kosnir voru 232 þingmenn en það er ein- um fleiri en við kosningarnar 1958. Var þingsæti þessu bætt við í Síokkhólmskjördæmi vegna fólksfjölgunar þar. Aðfaranótt mánudags var lokið talningu allra atkvæða að undan- skildum þeim, er greidd voru utan kjörstaða en þau voru með mesta móti að þessu sinni og getur enn- þá breytzt lítillega þingmannatala flakikanna. Afhroð hægri manna Það er hins vegar Ijóst, að vinstri flakkarnir hafa unnið mik- inin kosningasigur en hægri menn beðið afhroð. Leiðtogar allra flokka komu fram í sjónvarpi að TAGE ERLANDER — sigurvegari lokinni talningu atkvæða, og voru allir ánægðir að undanskildum Jarl Hjalmarssyni foringja hægri manina, sem sagði þó, að flokkur sinn myndi halda fast við stefnu sína, enda þótt úrslit kosninganna sýndu svo ekki yrði um villzt, að straumurinn Iægi til vinstri. Úrslit kosninganna urðu annars þessi: Jafnaðarmenn 1.968.423 atkvæði og 116 þingsæti. Bættu við sig 278.929 atkvæðum og 5 þingsæt- um miðað við kosningarnar 1958. Þjóðflokkurinn: 699.584 atkvæði og 39 þingsæti. Hefur bætt við sig 29.361 atkvæði og einu þing- sæti miðað við kosningamar 1958. Miðflokkurinn: 567.447 atkvæði og 36 þingsæti. Hefur bætt við sig 86.488 atkvæðum og 4 þingsætum miðað við kosningarnar 1958. Hægri flokkurinn: 638.576 at- kvæði og 36 þingsæti. Hefur tapað 55.182 atkvæðum og 9 þingsætum miðað við kosningarnar 1958. Kommúnistar: 186.771 atkvæði og 6 þingsæti. Hafa bætt við sig 58 atkvæðum og einu þingsæti miðað við kosningarnar 1958. Við stjórn í 25 ár Jafnaðarmenn undir forystu Tage Erlanders fonsætisráðherra, hafa nú réttan helming þingmanna í neðri deildinni. Hins vegar getur farið svo við talningu utankjör- staðaatkvæða að þeir tapi tveim þingsætum til hægri manna og verði þá í minni hluta í deildinni. Jafnaðarmenn hafa nú farið með völd í Svíþjóð í aldarfjórðung. Kosningarnar að þessu sinni sner- ust mest megnis um fyrirkomulag greiðslu eftirlauna í landinu, og er sýnt að stefna stjórnarinnar hefur hlotið traust fólksins. Foringi hægri manna er verst koma út úr kosningunum er Jarl Hjálmarsen. Brotizt inn á þremur stöðum 50 Iengjum af vindlingum stolií úr Grandaveri Þrjú innbrot voru framin í Reykjavík um helgina, litlu stolið á tveimur stöðum en á þeim þriðia mun andvirði þýf isins vera um 9 þúsund krón- ur, en þaðan hafði þjófurinn á brott með sér mikið magn af vindlingum. Aðfaranótt sunnudags var brotizt inn í KR húsið við Kaplaskjólsveg. Komst þjóf- urinn inn um glugga sem var ókræktur qg hafði eitthvað af sælgæti á brott með sér. Þá sömu nótt var einnig brot- ist inn í Járnsteypuna við Ánanaust. Þar braut þjófur- inn rúðu og komst inn um glugga. Stolið var um 300 krónum í peningum úr litlum peningakassa sem þar var í| skrifborðsskúffu. Sprengdi | þj ófurinn upp bæði skrif-! borðið og kassann. j 50 lengjum af vindlingum stolið | i I fyrrinótt var brotizt inn í! í Grandaver, sem er verzlun j í verbúðunum á Grandagarði j gegnt frystihúsinu þar. Komst þjófurinn inn um glugga og hafði á brott með sér rúmlega 50 lengjur af vindlingum, eitthvað af skiptimynt og e. t. v. fleira. Verðmæti þýfisins mun vera nálega níu þúsund krónur. —h Þetta er Norðmaðurinn Svein Johannesson, sem teflir sem gestur á minn- ingarmótinu um Eggert Gilfer í Sjómannaskólanum þessa dagana, Jo- hannessen er nú verandi skákmeistari Norðurianda. Myndina gerði Halldór Ólafsson. Frá Gilfers-móti Biðskákin úr 3. umferð, sem tefld var í gærkvöldi, fór þannig, að Ingi R. vann Ólaf Magnússon. Biðskákir úr 4. urnferð: Kári Sól- mundsson vann Jónas Þorvaldsson, en biðskák Ólafs Magnússonar og Ingvars Ásmundssonar var frest- að, þar sem Imgvar tefldi skákina við Friðrik, sem þeir áttu að tefla í 3. umferð, og var henni ekki lokið. Er blaðið fór í prentun, var staðan þannig, að Ingi R. Jóhanns- son var efstur með 3% viiming, Norðurlandameistarinn Svein Jo- hannesen og Arinbjörn Guðmunds- son í 2. og 3. sæti með 3 vinninga hvor, Friðrik með 2V2 vinni-ng og skákina við In-gvar, og In-gvar með 2 vinninga, 1 biðs-kák og skákina við Friðrik. í kvöld, þriðjudagskvöld, tefla þeir Svein Johannsen og Jónas Þor valdsson, Arinbj. Guðmundss. og Fviðrik, Benóný Benediktsson og Ólafur Magnúss., Guðm. Ágústss. og Guðmundur Lárusson, Ingvar Ásmundsson og Ingi R. Jóhanns- son, og Kári Sólmundsson og Gunn ar Gunnars-son. Umf-erðin hefst kl. 19.30 í Sjómannaskólanum að. vanda. Vopnin mesta hættan Sovétríkin hafa beint útvarps- sendingum til íbúa Norður-Amer- íku, þar sem lögð er á það áherzla, að Sovétríkm séu ekki óvinur fólksins í Ameríku. Hinn sameig- iniegi óvinur alls mannkynsins er vigbúnaðarkapphlaupið og einasía leiðin til bess að koma á eðlilegri sambúð milli Sovétríkjanna og Ameríku sé að finna leið til þess a'ð vfkja af braut vígbúnaðar Launakjör kennara með öllu óviðunandi 8. þinq Landssambands framhaldsskólakennara var haldið í Reykjavík dagana 16. —18. þ.m. Helgi Þorláksson, formaður samtakanna setti þingið og bauS fulltrúa og gesti velkomna til þings. Um 60 fulltrúar víðs vegar að af landinu sátu þingið. Þingforseti. var kjörinin Krist- ján Benediktsson úr Reykjavík og til vara Hólmfríður Jónsdóttir, Ak- ureyri og Gunnar Benediktsson, Hveragerði. Ritarar þingsins voru Ásmundur Kristjánsson og Gutt- ormur Sigbjarnarson. Gestir þingsins voru: Magnús j Gislason, námsstjóri, Runólfur j I*órarinsson, fulltrúi fræðslumála-: stjóra, Skúli Þorsteinsson, form. I Landssambands barnaskólakenn- j sra, Jón Emil Guðjónsson, for- i stjóri Ríkisútgáfu námsbóka og j Guðjón B. Baldvinsson, deildar-j s'fjóri. Höfuðviðfangsefni þingsins voru j launa- og kjaramál kennara og | rikti mikil óánægja á þinginu um kjör stéttarinnar og versnandi af- komu. Gerði þingið margar sam- þykktir, sem við koma kjörum og starfsskilyrðum kennara, og í ýmsum þeim málum, sem við koma störf þeirra. Helgi Þorláksson, formaður og Sigurður Ingimundarson, varafor- naður, báðust báðir eindregið und an endurkosningu, enda hafa þeir láðir setið í stjórn sanrbandsins frá stofnun þess 1948. Formaður var kjörinn Friðbjörn 8. þingi Landssambands framhaldsskóla- kennara lauk í fyrradag Benónýsson. Aðrir í stjórn: Krist- ján Benediktsson, Kristinn Gísla- son, Halldóra Eggertsdóttir, Þór- liallur Guttormsson, Ingólfur Þor- kelsson og Jónas Eysteinsson. Varastjórn: Jakobína Guðmunds- dóttir, Vilborg Björnsdóttir, Har- aldur Magnússon, Hörður Berg- rnann og Sigurður Richardsson. Fulltrúar á þing B.S.R.B. voru kjörnir: Kristján Benediktsson, Kristinn Gísiason, Friðbjörn Ben- ónýsson, Ólafur Ólafsson, Harald- nr Steinþórsron, Þráinn Löve, Vil- bcrg Björusdóttir, Þórður Jörunds son og Þorbjörg Halldórs. Varafulltrúar: Stefán Ólafur (Framhald á 2. síðu) Flutti hægindastól- ana út í kirkjugarð Övenjulegur endir kvöldfagnaöar S. I. laugardagskvöld fór maður einn hér í bæ í veit- ingahúsið i.ído til að skemmta sér. Um þær mundir að dans- leik lauk var maðurinn orðinn allvel við skál og hitti hann þá fólk, sem bauð honum heim í samkvæmi. Maðurinn þáði boðið og var síðan haldið í bíl vestur i bæ og í hús skammt frá gamla kirkjugarðinum. Þar var drukkið um stund og fór vel á með mönnum. 1-annst of heitt En þar kom að gestinum fannst of heitt inni og tók hann sig þvl til ásamt félaga sínum og flutti tvo stóra arm- stóra úr stofunni og út fyrir (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.