Tíminn - 20.09.1960, Page 5

Tíminn - 20.09.1960, Page 5
TÍMINN, þriðjudaginn 20. september 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKORINN. Framiívæmdastióri: Tómas Arnason Rit- stjórar Þórannn Þórarinsson (áb.i Andrés Kristjánsson Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsmgast] Egill Bjarnason Skrifstofur í Edduhúsinu —. Símar 18300— 18305. Auglýsingasimi: 19523 Afgreiðslusimi: 12323 — Prentsmiðjan Edda b.f. Svíar höfnuðu íhaldsstefnunni Athyglisverðar kosningar fóru fram til neðri deildar sænska þingsins á sunnudaginn var. Aðalátökm urðu þar milli tveggja stærstu flokkanna, Jafnaðarmannaflokksins annars vegar og íhaldsflokksins hins vegar. Segja má, að kosningarnar hafi að verulegu leyti snúizt um það, hvort fylgt skyldi áfram þeirri framfarasteínu, sem mótað hef- ur stjórnarhætti Svíþjóðar undanfarna áratugi undir for- ustu Jafnaðarmanna, eða hvort tekinn skyldi upp hægri sinnuð stjórnarstefna, — líkt og Eisenhower hefur fylgt í áandaríkjunum, — sem yrði að miklu leyti mótuð af íhaldsflokknum. Til þess að gera átökin sem skýrust milli þessara tveggja sjónarmiða, setti íhaldsflokkurinn fram sem ein- dregnasta íhaldsstefnu, ríkisafskipti skyldu höfð sem allra minnst og hinir „sterku“ einstaklingar fá sem mest oln- bogarými. Jafnaðarmenn hömruðu svo á því, að þessi ihalds- stefna myndi móta stjórnarfar Svíþjóðar, ef þeir misstu völdin og íhaldsmenn kæmust í stjórn. Væntanlegir sam- starfsflokkar þeirra yrðu að beygja sig fyrir þessum sjón- armiðum þeirra. Þessi barátta milli Jafnaðarmanna og íhaldsmanna varð til þess, að miðflokkarnir tveir, Miðflokkunnn (áður Bændaflokkurinn) og Þjóðflokkurinn (áður Frjálslyndi flokkurinn), urðu miklu meira í skugganum en eila. og ekki var tekið eins mikið rillit og annars til þeirra yfirlýs- inga þeirra, að þeir myndu ekki beygja sig fyrir aftur- haldssemi íhaldsflokksins, þótt þeir þyrftu að hafa stjórnarsamvinnu við hann. Niðurstaða kosninganna liggur nú fyrir og er alveg ótvíræð. Jafnaðarmenn uku fylgi sitt verulega og er því tryggt, að þeir fara með stjórn áfram. Miðflokkarnir tveir, ernkum þó Miðflokkurinn, unnu nokkuð á. íhaldsflokkurinn beið mjög veruíegan ósigur og er ekki lengur stærsti andsíöðuflokkur Jafnaðarmanna á þmgi, heldur hefur það hlutverk færst til Þjóðflokksins. Kommúnistar stóðu nokkurn veginn í stað. þegar þess er gætt, að þeir buðu ekki fram í öllum kjördæmum sein- ast, og fengu því færri aíkvæði þá en nú. Þessi úrslit tala vissulega skýru máli. Svíar hafa hafn- að íhaldsstefnunni og kosið framfarastefnuna. Svíar hafa eindregið hafnað svipaðri afturhaldsstefnu og þeirri, sem nú er verið að reyna að framkvæma hér á landi undir forustu Siálfstæðisflukksins, bróðurflokks íhaldsflokksins í Svíþjóð. Fyrir fylgismenn Alþýðuflokksins er það athyglisvert, að í Svíþjóð er Jafnaðarmannaflokkurinn aðalandstæð- ingur íhaldsins, en hér á landi er Atþýðuflokkurinn þægt verkfæri íhaldsins og furvígismenn hans fylgja íhalds- stefnunni fram af jafnvel enn meira kappi en íhaldið s]álft. Engin svör enn Stjórnarblöðin hafa enn ekki svarað fvrirspurnum Tímans um, hvað þau myndu telja svik í landhelgis- málin? Hvað dvelur Orminn langa? ERLENT YFIRLíT______ / ? ? / / '/ '/ '/ / '/ / '/ / '/ '/ '/ '/ / '< '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ / / / '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / / '/ '/ '/. '/ '/ ? '/ ;< / / '/ / / Kongódeilan á nýjn stigi Afríku- og Asíujtjóíir vería aíí hafa forystu um lausn hennar ÓVISSAN í málefnum Kong- ós hefur aldrei veiið meiri en hún er um þessar mundir. Eins og nú standa sakir, virðist alveg eins líklegt, að tilraun S. Þ. til að koma þar á röð og reglu. geti misheppnazt. í fyrstu virtist svo, að þessi tilraun S. Þ. myndi heppnast, og vafalítið hefði hún gert það, ef Belgíumenn hefðu orðið við fyrirmælum Öryggisráðsins um að draga her sinn tafar- laust í burtu. f stað þess að gera það, drógu Belgíumenn brottflutninginn á langinn og hófu margvíslegan stuðning við upreisnarstjórn Tshombe í Ka- tangahéraði. Tshombe gat því í fyrstu hindrað aðgerðir S. Þ. í Katanga og síðan tafið þær á margan hátt. Þetta varð til þess að gera Lumumba óþolinmóð- am og erfiðan í sambúð við Sameinuðu Þjóðirnar. Eússar töldu sig líka fá hér leik á borði og æstu Lumumba upp með því að lofa honum marg- víslegum stuðningi. í árekstr- um þeim, sem urðu milli for- vígismanna S. Þ. og Lumumba, stóðu Rússar yfir'leitt rneð þeim síðarnefnda, og létu að lokum undan ádeilum á Hamm- arkjöld, sem hefur reynt að þræða bil beggja í innanlands- átökunum í Kongó. Afleiðingin af þessu öUu hef ur orðið sú, að staða S. Þ. í Kongó er nú mjög í óvissu. Rússar hafa beitt neitunarvaldi til að hindra allar nýjar samþykktir í Öryggisráðinu er framleugi umboð Hammar- skjölds til þess að ráða aðgerð- um S. Þ. í Kongó. Málið er því komið frá Öryggisráðinu til allsherjarþings S. Þ., þar sem neitunarvaldi verður ekki kom- ið við. ATBURÐIR þeir, sem hafa gerzt innanlands í Kongó und- anfarið, hafa svo síður en svo orðið til þess að auðvelda lausn málsins. Þrjár ríkisstjórnir gera nú tilkall tli valda og má vefengja lögmæ-ti þeirra aUra. Um eina þeirra, stjórn Mobutu, gildir það ótvírætt, að hún hef- ur ekkert lagalegt tilkall til valda, en hins vegar virðist hún hafa mest ráð í svipinn. Stjórn Lumumba er sú þessara stjórna, sem mun komast næst því að teljast lögleg, því að samkvæmt upphaflegu samkomulagi flokk anna, má ekki vísa neinni stjórn frá, án samþykkis meiri JOSEF ILEO — forsætisráðherra stjórnar þeirrar, sem Kasavubu forseti skipaðí, þegar hann taldi sig hafa vikið Lumumba frá völdum. Afríkuríkin hafa enn ekki viljað viðurkenna þá ráðstöfun Kasa- vubu. hluta þings. Sarnkvæmt þessu er fr'ávitoning Kasavubu forseta á stjórn Lumumba ekki lögmœt og stjórn Lumumba því sú stjórnin, sem helzt getur gert tilkall til þess að kallast lög- mæt stjórn Kongós. Þessi virðist líka yfirleitt skilningur forráðamanna Afr- íku- og Asíuríkja. Þeir viður- kenna ekki aðra stjórn í Kongó en stjórn Lumumba, enda þótt hún mégi heita Valdalaus, a.m. k. í svipinn. HORFUR eru nú á þvr, að allsherjarþing S. Þ. samþykki tillögur, sem allmörg Afríku- og Asíuríki hafa borið fram á þinginu. Tillaga þessi felur S. Þ. að halda áfram starfi síinu í Kongó, undir forunstu Hamm- arskjölds og felst því í henni ' traustsyfirlýsing til hans. Meg- inandi tillögunnar og rökstuðn- ings tillögunnar er hins vegar sá, að það séu fyrst og fremst Afríku- og Asíuríki innan vé- banda S.Þ.. sem eigi að láta sig mál Kongó varða, og önnur ríki eigi að forðast þar íhlutun eða milligöngu. Það er m. ö oö stefnt að því að útiloka bæði Rússa og vesturveldin frá íhlut- un um þessi mál. Fyrir Rússa er þetta verulegt áfall vegna þess, hve i mjög þeir hafa haft sig í frammi í Kongómálinu, en hin-s vegar getur þeim þótt það nokkur bót í máli, ef úti- lokunin verður látin ná jafnttil vesturveldanna. Hitt getur verið Rússum eigi að síður nokkurt áhyggjuefni, að þessi útilokun nær etoki til Kínverja, sem eru Asíuþjóð. Það mun styrkja Kínverja til þess að ná forustuhlutverkinu af Rússum í Afríku og Asíu. VAFALAUST er það rétt þróun í þessum málum, að S. Þ. reyni að leysa Kongómálið sem mest í samráði við Afríku- og Asíuþjóðirnar. Sennilega er það líka eina leiðin, sem er fær til lausnar á málinu. Jafnt fyrir gömlu nýienduveldin og Rússar er bezt að sætta sig við þá hugs un, að allri yfirdrottnun hvíta kynstofnsins er að verða lokið r Asíu og Afríku. Einn fremsti stjórnmálamað- ur Bandaríkjanna, Mansfield öldungadeildarmaður, hefur í þessu sambandi varpað fram þeirri atnyglisverðu tillögu, að Bandaríkin og Sovétríkin semdu um það að hvorugt þess ara ríkja hefðu herbækistöðv- ar í Afritou. Hann taldi það spor í þá átt að halda Afríku utan kalda stríðsins, því að nóg- ir verða erfiðleikar Afríku- ríkjanna, þótt þau dragist ekki inn í hnngiðu kalda stríðsins. Það myndi sýna góðan skilning af hálfu Bandaríkjanna, ef þau byðust til að gera slíkan samn- ing við Rússa, og myndi sýna annað hugarfar en það, sem komið hefur fram hjá Rússum að undanförnu og einkennzt hefur af því að auka ólguna í Afríku. Vafalítigð myndi slíkt tilboð styrkja Bandaríkin mun meira meðal íbúa Afríku, en þótt þau fengju þar margar nýjar herstöðvar. Þ.Þ. Laugardaginn 3. og 4. september s.l. var haldinn á Akureyri aðal- fundur Landssambands íslenzkra raf virto j ameistara. Fundinn sóttu um 40 rafvirkja- mesitarar úr öllum landsfjórðung- um. Var hann haldinn í Húsmæðra stoólanum. Formaður sambandsins Gísli Jó- hann Sigurðsson, setti fundinn og gat þess, að nú væri svo komði að nær allir starfandi rafvirkajmeist- arar á landinu væru félagsmenn samband-sins og væri félagatalan um 120. Fundarstjórar voru kjörnir Viktor Kristjánsson og Finnur B.| Kr’istjánsson. Fundarritari var kjörinn Sigur- oddur Magnússon. Á fundiinum voru rædd ýmis mál, er stéttina varðar meðal ann- ars um löggildingu, menntun efniskaup, álagnin-gu, þjónustu og fleira. Á fundinn kom Guðmunduri Landsfundur raf- vírkjameistara Marteins-son eftirlitsstjóri raf-1 magnseftirlits ríkisi-ns og ræddi hann meðál annars um löggilding- ar, staðarlöggildingu og landslög- gildingu og hvaða -skilyrði skyldu sett fyr’ir þeim. Tveir erlendir gestir fluttu er- indi á fundi-num. Voru það þeir Johan Johansen, framkvæmda- stójri norska rafvirkjaimeistara- sambandsins og Thor'kild Band forstjóri N.E.S. verksmiðjanna dönsku, en þær verksmiðjur fram- ieiða ýmiss konar rafbúnað. Erindi Johansens fjallaði um þróun félagssamtaka norskra raf- virkjameistara og aðstöðu þeirra nú, en erindi Bangs um fram- leiðslu, sölu og dreifiingu rafbún- aðar í Danmörteu. Vom erindi þessi fráðleg og kom þar skýrt fram, að aðstaða raf- virkjaim-eistara á hinum norður- löndunujn er mun betri en hinna íslenzku stéttarbræðra þeirra. Á fundiinum voru gerðar ýmsar samþybktir og voru þessar helztar: 1. Aðalfundur L.Í.R. haldinn á Akureyri dagana 3. og 4. septem- (Framhald á 13. si&u).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.