Tíminn - 15.10.1960, Qupperneq 8

Tíminn - 15.10.1960, Qupperneq 8
8 TÍMINN, laugardaginn m. ☆ Samkvæmt tímatali raun- Heimsins er Jóhannes Kjarval 75 ára í dag, En andi Kjarvals er þúsund ára eins og íslenzka þjóðin og þó fæðist hann nýr dag hvern. Kjarval þekkja ali- ir og þó veit enginr hver hann er, spekingar og spámenn hafa varið löngum dáfkum til að skilgreina list hans án þess að snerta hana. List Kjarvals er af þeim toga, sem menn skynja án þess að skilja Þess vegna verður í stuttri blaða grein rétt drepið á nokkur ævi- atriði meistarans en list hans látin óáreitt. Jóhannes Sveinsson innritaðist í þetta tilverustig þann 15. október 1885 að YtriEy í Meðallandi, ní- unda barn foreldra sinna. En alls urðu systkinin þrettán. Faðir hans var Sveinn Ingimundar'son, hæg- Iátur greindarmaður, þjóðhaga- smiður, góð skytta og vatnamaður frábær. Hann ritaði skínandi fallega rithönd, þótt ólærður væri. Móðir Jóhannesair var Karitas Þorsteinsdóttir Sverrisen, atgerviskona, sem óf sjálf allar voðir til heimilis og hlífði sér hvor'ki við önn né erfiði. En fá- tækt var mikil á heimilinu, tekjur smáar og erfitt um aðdrætti. Hús- bóndinn reri 30 vertíðir frá Suð- urlandsverstöðvum, flutti heim Kjarval og eitt af nýrri málverkum hans. (Ljósm.: G. Þ.). Kjarval 75 ára lýsi, söl og korn og allt varð nóg, segir systir málarans. Síglaður drengur og sfilltur Á fimmta ári leggur Jóhannes land undir fót, flyzt til móður- bróður síns og nafna austur að Geitavík í Borgarfirði eystra. Hann var reiddur í söðli alla leið. Þar ólst Jóhannes upp hjá fr'ænda sínum. Kjarval er lýst svo, að hann hafi verið síglaður drengur en þó stilltur. Hann tekur sérstöku ástfóstri við Jóhönnu frænku sína. Þarna gerast þau undur og stór1- merki, að drengurinn fer að fitla við blýant og pappír, teikna. Kraftaverk í eyðimörkinni. Þau fáu ár sem drengurinn hafði lifað, hafði hann varla séð mynd. Raun- ar var engin mynd til á íslandi í þá daga, ekki svo heitið gæti. En sveinninn kemur auga á skútu úti á firði, leggst upp að þúfu og teiknar skútuna á blað. Þessi nafnlausa skúta hefur verið eitt mesta happaskip fslendinga, hún siglir' um alla eilífð. Gott kvöld á dönsku Jóhanna frænka drengsins út- vegár honum pakkalit, sem notað- ur var til að lita ullarband. Það eru fyrstu litirnir sem Kjarval eignast. Hann notar þá óspart og notar hver'ja stund til að teikna og mála. — Skömmu eftir alda- mótin kemur Kjarval suður til Reykjavíkur, í fyrstu réðst hann sem vikadrengur en síðan fer hann á skútu. Hann heldur áfram að teikna en nýtur ekki tilsagnar og hefur engin tök á að kynnast list- inni. Það er ekki auðvelt fyrir þá sem nú alast upp við málverk á veggjum, Handíðaskólann og Björn Th í útvarpinu, að gera sér í hugarlund hversu framandi myndlistin var íslendingnum um þessar mundir. Þjóðin var að rétta úr kútnum eftir alda áþján og eymd, þekkti einvÖTðungu orðsins list en vissi lítil skil á lit- um og tónum. Sumarið 1905 var ungur piltur á gangi í nágrenni Akui'eyrar á yndisfögru kvöldi. Þá ber fyrir hann sjón er hann hafði ekki áður augum litið. Mað- ur stendur við málaratrönur og festir á léreftið fegurð kvöldsins. Andartak dokar drengurinn við, heldur síðan áfram för sinni, tek- ur ofan þegar hann gengur fram hjá málaranum og býður hógvær- lega gott kvöld — á dönsku! Þetta litla dæmi er kapítuli í listasögu íslands. En þess má geta að málarinn sem um ræðir' var Þórarinn B. Þor- láksson, áhorfandinn Guðbrandur Magnússon. Nú orðið er íslenzka þjóðin dús við listina og býður henni góðan dag á móðurmáli sínu. Spádómur skáldsins rættist Það var gæfa Jóhannesar Kjar- val að góðir menn og göfugir komu fljótt auga á hann eftir að suður' kom. Þeir sáu hvað í honum bjó og gerðu margt til að greiða götu hans. Hann hélt litla mál- verkasýningu í Iðnskólahúsinu árið 1913. Einar Benediktsson skáld ritar um þessa sýningu í ísafold 9. ágúst þ. á. Þar segir hann m.a.: „Jóhanjies Kjarval er enn ófullger listamaður í teikn- ing. En það sem hann hefur gert nú þegar með litunum sýnir, að hann á óalgenga gáfu til þess, sem hann hefur lagt fyrir sig .... Jó- hannes Kjarval á efalaust þá frum- legustu gáfu og beztu hæfileika til að verða listmálari, sem komið hefur fram hér síðan Sigurður Guðmundsson var uppi . . En nú sýna þessar smámyndir, sem Jóhannes Kjarval sýnir oss, að hann hefur sterka trú á sjálfum sér og mikla þrá eftir því að vinna hlutverk sitt sem smiður íslenzkra mynda, ekki einungis hinnar ytri náttúru, heldur einnig og öðru fremur hins innra eðlis og anda íslendiriga sjálfra. Og myndirnar sýna, að þessi trú hans og starfsþrá er á góðum rök- um byggð.“ Spádómur skáldsins rættist. En Kjarval eignaðist fleiri vini sem studdu hann á ýmsan hátt. Þar á meðal má nefna Bjarna frá Vógi, Einar Jónsson myndhöggvara, Jó- hann Sigurjónsson skáld. Sá sem fyrstur' allra stakk niður penna og skrifaði um Kjarval var Guðbrand- ur Magnússon forstjóri. Ung- mennafélag Reykjavíkur efndi til lotterís um mynd eftir Kjaival, til farareyr'is fyrir hinn unga lista- mann er hann lagði í sína fyrstu námsför í önnur lönd.. Þar söfn- uðust saman 800 krónur í pen- ingum. Varla hefur orðið meiri ágóði af nokkru lotteríi á fslandi, — við erum enn ekki búin að hirða allan gróðann. Jóhannes Kjarval kaus að sigla til Englands og dvaldi vetrar- langt í Lundúnum, heimsótti söfn og viðaði að sér þekkingu. Þar komst hann í kynni við málverk Turners og fjölda annarra snill- inga. Fyrir áeggjan Einars Jónssonar lagði Kjarval síðan leið sína til Kaupmannahafnar og lagði stund á málaralist við fjöllistaskólann. Þar kvæntist hann danskri konu, Tove og eignuðust þau tvö börn, Ásu og Svein. Kjarval fór víða að loknu háskólanámi, dvaldi m.a. í París og Rómaborg. Setur alla á sama bekk Árið 1920 flyzt hann síðan heim til íslands með fjölskyldu sína og tekur land í Borgarfirði, bernsku- stöðvum sínum. Þar dvelst hann sumarlangt og vinnur af kappi. Síðar fer hann til Reykjavíkur og (Framhald á 13. sí&u) Kjarval les í bolla.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.