Tíminn - 06.12.1960, Page 8
8
Davíð Stqfánsson frá Fagra-
skógi: I dögun. — Helgafell
Reykjavík. MCMLX.
Frá þeim tíma, sem fyrsta ljóða-
fiók Davfðs Stefánssonar frá Fagra
skógi kom út, hafa ljóðabækur
hans verið meir lesnar og keyptar
en nokkurs annars skálds. Og
ajdrei mun hafa verið uppi ljóð-
ykáld hér á landi, sem í samtíð
sanni hefur notið jafnmikilla vin-
sælda sem hann. í kvæðum Davíðs
ei jafnan eitthvað, sem allir geta
notið, hvort sem lesandinn er lærð
w maður eða lítt lærður, vitur
maður eða venjulegur maður,
unglingur eða öldungur, karl eða
kona og hverrar stéttar sem hann
er. Davíð Stefánsson er skáld þjóð
arinnar í heild en ekki neins sér-
staks flokks eða nokkuirar sér-
stakrar stéttar. Hann er þjóð-
skáldið, sem hver einasti andlega
frjáls íslendingur finnur sig
tengdan, er hann les Ijóð hans.
Þessu veldur hinn djúpsæi og
g’öggi skilningur hans á þjóð
sinni í fortíð og nútíð, skilningur
á trú hennar, lífsskoðunum og
lyndiseinkennum, samhyggð hans
með lífsbarátfcu hennar; aðdáun
hans á mikilmennum þjóðarinnar,
sem sýnt hafa hetjudáðir í baráttu
v.ð óblíða náfctúru og baráttu gegn
kúgun erlendra valdhafa, ást hans
og samhyggð með smælingjum
þjóðfélagsins, ást hans á hinum
sígildu bókmenntum þjóðarinnar
og aðdáun á þeim, sem hafa samið
þær við misjöfn lífskjör, oft í
þiöngum húsakynnum „við kol-
una á kveldin", ást hans og aðdá-
un á íslenzkri náttúru, dauðri og
lifandi, léttur hrynjandi kvæð-
anna og óskrúfað mál, laust við til-
gerð og sérvizku en hreint og fag-
urt. Að sjálfsögðu skynja ekki
aliir aðdáendur hans allt. sem í
ljóðum hans býr. Á bak við hina
ytri merkingu orðanna er jafnan
önnur dýpri. Hann er stórskáldið,
rctfastur í því kjarnmesta og
bezta er þróazt hefur í íslenzkri
menningu gegnum aldir. en hefur
jnfnframt andlegt víðfeðmi fjöl-
menntaðs og frjálshuga heimsborg
ara, er lætur sér ekkert mannlegt
óviðkomandi.
Það má segja með sanni. að þjóð
ir hefur beðið með eftirvæntingu
eftir hverri nýrri bók frá Davíð
S efánssyni, hvort sem bókin hef-
u" verið Ijóð, leikrit eða hin mikla
saga hans, Sólon íslandus.
Hin nýja ljóðabók Davíðs, í dög-
un, er níunda ljóðabókin, sem
hann hefur sent frá sér. Hún er
stærst allra ljóðabóka hans. í
lienni eru 61 kvæði. Sum kvæðin
í þessari nýju bók Davíðs Stef-
ái.'ssonar eru meðal beztu kvæða
hans. Líklega hefur hann aidrei
ort betur en nú.
Davíð Stefánsson ttignar lífið
og ljósið og þann kraft, sem er
frumorsök alls.
í fyrsta kvæði bókarinnar, sem
ber sama nafn og bókin sjálf, í
dcgun, túlkar skáldið þessa hrifn-
ir.gu sína:
„Hver getur slíkum
guðakrafti íýst,
e- gleði hiinins út um
myrkrið brýzt
og flæðir yfir fjöll
og byggð og nöf,
sem fengu lífið sjálft
í morgungjöf."
Orðin í kvæði þessu eru venju-
leg og auðskilin, eins og raunar
jafnan er i kvæðum Davíðs, og
mörgum lesendum mun finnast
þeir skilja kvæðið og skynja hug-
sýn skáldsins við fyrsta lestur. Nú
bef ég lesið þetta kvæði nokkrum
sinnum, og þót' mér fyndist ég
skilja það strax er ég las það þá
nýt ég þess meir eftir því sem ég
les það oftar.
Við ris dagsins verður sál
skáldsins altekin af fögnuði nátt-
ú’unnar:
„Af grasi hrynur draumsins
daggarglit,
og dögun breytir kyrrð í
morgunþyt,
TÍMINN, þriðjudaginn 6. desember 1960.
„Líklega hefur hann
aldrei ort betur en nú“
en loftin verða heið og höfin blá,
og himni sínum fagnar tré
og strá.“
Það er ljósið, fegurðin og auð-
mýktin fyrir almættinu, er getur
gert menn hamingjusama:
Þorsteinn M. Jónsson, fyrrv. skólastjóri,
ritar um síðustu ljóðabókDavíðs Stefáns-
sonar „í dögun“
„En hverri sál, sem eitt sinn
ljósið leit,
-er líknsema veitt og gefið
fyrirheit.
Því mun hún aldrei myrkri
ofurseld,
að minningin er tengd við
dagsins eld.
Sá einn er sæll, sem á sinn
morgunþeim,
Sá einn er tign, sem iýtur
mætti þeim,
er getur björgum likt og
Iaufi feykt
og lífsins eld á jöið og himni
kveikt.“
Annað kvæði bókarinnar, sem
siáldið nefnir Um páskaleytið, er
stórbrotið og rismikið. í því birt
i.-t skilningui skáldsns á „kross-
urum þremur“, jafnframt því, sem
það er magnað ádeilukvæði:
„Til er að heiglai
hendi sér í fossinn,
hyggi það minni raun
en nálgast krossinn.
En þó eru hinir
þúsund sinnum fleiri,
sem þjáningin gerir
vitrari og meiri.“
Seinna í sama kvæði segir
skáldið: -
Sjá, spekingar og spámenn
ganga hjá
með spjótasár og naglaför
í höndum
En það er eins og flestir
forðist þá,
og fáir vilji heyra þá né sjá,
sem boða frið til bjargar
öllum löndum.
Hvort eru slíkir menn til
sigra sendir,
er sjálfir voru krossfestir
og brenndir?
DAVÍÐ STEFÁNSSON — (Mynd af kápu bókarinnar „í dögun“)
Þótt þriðjung allra þjóða
skorti brauð,
og þegna sína allir furstar
svíki,
og jörðin sé af banablóði rauð
og bresti mannkyn frið og
sálarauð
og helja nísti heimsins mestu
ríki —
sjá fáir skin hins fyrsta
morgunroða
og flýja dagsins miklu
sendiboða".
Og enn seinna í kvæðinu segir
skáldið þessar spöku setningar:
„Ef kjarninn hættir stofnsins
afl að erfa,
þá eyðist jörð og skógar
hennar hverfa.'
En þrátt fyrir ugg skáldsins um
frnmtíð mannkynsins bá sigrar
samt trú þess á mátt kærleikans:
„Hin innri Dylting, blessur.
dauðlegs manns,
mun brautir ryðja stækka
veröld hans,
unz kynslóð frjáls í lífdögg
ljóssins skirð,
að lokum fagnar — upp-
risunnar dýrð.
Skáldið trúir á fortilveru
rnanna. í kvæðinu, Óður til lífs-
ins, segir hann:
„Eilífð var öllum sköpuð
áður en til voru jarðnesk
spor.“
Samkvæmt skoðun skáldsins eru
þrjár aðaluppspiettulindir manns-
sálarinnar:
„í sálir vorar streymir
óðsins andi
frá æðri heimum, þjóð og
föðuriandi.“
Þannig endar hann kvæðið
„Þagnarljóð“.
Ættjörðin og það líf, sem þró-
azt hefur á henni, er mjög oft í
huga skáldsins. Davíð unni mjög
móður sinni. Hann var henni
góður sonur og; oit: til hennar
fagurt og innilegt ljóð. sem allir
ísiendingar þekkja Hann ann
einnig móður ættjörð af heilum
hug. Minnstu smælingjar hennar
eru vinir hans. í kvæðinu Blóma
saga, segir hann-
„Milt er sunnan við moldar
barðið
og melinn giáa.
Þar fagnar mér ennþé
fífillinn guli
og fjólan bláa“.
Davíð Stefánsson er ekki tízku
skáld. Vegna þess, meðal annars,
verða Ijóð hans sígild. í kvæðinu
Stjörnudraumur biður hann:
„Tak frá mér tízku og 'hjóm,
gef mér trú, gef mér anda,
sem fagnar í faðmi sólar."
Davíð skáld hefur sterka
samúð með öllum þeim mönnum,
sem eru þrælkaðir og fá ekki að
njóta lifsins, þótt þeir eigi heima
í fjarlægum löndum: í kvæðinu
Sykur, segir hann:
„Sykurrófna ræktun
gaf ríkum mikið fé.
Að henni unnu þrælar,
sem óðu moldina í kné.
Þetta er hungraður hópur,
• sem heimskur og derrinn glópur
barði með bambustré."
Kvæðið Ómar Kajani er töfrum
slungið:
„Sjá allt er fágað, fægt af storms
ins.væng,
öll foldin eins og heilög brúðar
sæng,
og döggvað skín hvert dúnmjúkt
liljublað,
því drottinn sjálfur hefur vökvað
það.“ ,
í sarna kvæði segir skáldið:
„Hví ætti ég að breyta um brag
og hátt?
Hvort breyta menn um sál og
hjartaslátt?
Öll tilgerð er mér tákn um helgl
brot,
allt tilfinningale'ysi andlegt
þrot.“
•
Skáldinu finnst eins og raunar
mörgum öðrum, að skipting þjóðar
innar í harðsnúna stjórnmála
flokka, sem gæta eftir mætti, að
enginn sleppi úr flokksgirðingunni,
sem einu sinni hefur lent í henni,
sé orðið þjóðarmein:
„Nú er öllu í dilka deilt,
dreift í flokka, ekkert heilt“.
Þannig kemst hann að orði í
kvæðinu Blysför. í sarna kvæði
segir hann:
„Trúarvana tvístruð þjóð,
tekur sínum þegnum blóð.“
í hinu mikla bókasafni Davíðs
skálds skipa fornritin breiðan sess
og veglegan. í þau hefur þjóð hans
um aldir sótt kraft og kynngi. í
kvæðinu íslcnzku handritin, segir
hann:
„Vor forna saga er fólksins
heilsulind,
frelsandi kraftur, ættanna helg:
runnur,
traustasta vígið gegn tízku
og lýgi,
tungunnar óskabrunnur“.
Davíð Stefánsson dáir drengilega
karlmennsku. Og svo víðfeðmur er
andi hans, að hann vill sprengja
öll bönd rúms og tíma. í kvæðinu
Díógenes segir hann:
„En líklega væri það heimsins
mesta mein,
ef mennirnir hefðu ekkert við
að glíma.
Svo mikið er lífið, að -mér finn-st
heimska ein
að miða við rúm og tíma.“
Stórskáld eru spámenn og sjá
endur ,enda er Davíð Stefánsson
hvort tveggja. f kvæðinu Atlantis
sér skáldið sýnir af-tur í þann tíma,
er hið mikla meginland Atlantis
var ofansjávar. Þetta minnir á hið
gullfagra kvæði hans Arítu, er kom
í Ijóðabókinni í byggðum, þar sem
hann sér sýnir langt aftur í aldir.
í kvæðinu Atlantis segir hann:
„Ég er ómur Ijúfra laga.
Ég er ljóð um horfna daga.
Ég -er svipur. Ég -er saga.“
Stórbrotið og magnþi'ungið er
kvæðið Klakastfflur. Það er í senn
herhvöt og lof um karlmennsku og
þrek og ádeila á þróttleysi og lítil
-mennsku. Það hefst með þessum
braglínum:
„Svipum loftsins særð og lamin
sveipast jörð í vetrar'ham.
Klakabrynja köld og þröng
kæfir fljótsins gleðisöng.“
Seinna í kvæðinu:
„Ópnið dyrnar út í bylinn“
Skáldið endar kvæðið með þessu
hugnæma erindi:
„Myrkur frost og fjötrar víkja
fyrir þeim, sem aldrei svíkja.
Svo má beita bróðurhug,
. að bráðni ísar — milli ríkja.
Inn í bæ og borgarflauminn
bera þræðir logastrauminn. .
Þjóðir heimsins eiga allar
einn og sama — ljósadrauminn."
Þótt skáldið sé oft harðort í á
(Framhald af 12. síðu).