Tíminn - 14.02.1961, Page 2

Tíminn - 14.02.1961, Page 2
2 TÍMINN, þriðjudaginn 14. febrúar 1961. Við blasir borgara- styrjöid í Kongó (Framhald ai 1. slðu.) stiórnin í Katanga yfirlýsingu J.ess efnis, að Lúmúmba hefði tek- irt að flýja úr fangelsi sínu, ásamt með tveimur félögum sínum, þeim Mpóló og Ókító, sem báðir vóru fangar með honum. Sagði Katanga- stjórn, að leit væri hafin að þeim félögum, sem hefðu stolið bifreið og komizt á brott í henni. Þessi bif- rcið á svo að hafa fundizt, en Kat- angastjóm hélt því enn fram, að hún vissi ekkert um afdrif þeirra félaga. Þessar yfirlýsingar Katanga- stjórnar þóttu heldur dularfullar og fór þeim stöðugt fjölgandi, sem töldu, að Tshombe og leppstjóm hans í Katanga hefðu látið myrða Lúmúmba og félaga hans að eigin frumkvæði eða tilhlutan Belga í landinu. Kom þar, að Sþ töldu sér ekki fært annað en senda mann til Katanga til þess að reyna að aíla sér nánari upplýsinga um hvarf Lúmúmba. En sendimaður þessi bafði ckki árangur sem erfiði, því að hinn sjálfskipaði leiðtogi Kat- angafylkis, Moise Tshombe, bann- aði honum að hafa tal af gæzlu- mönnum Lúmúmba og öðrum þeim aðilum, sem líklegastir væru til þess að vita eítthvað til örlaga hans. Varð sendifulltrúi S.þ. að snúa heim við svo búið. Nú eru hins vegar kunn örlög Lúmúmba forsætisráðherra, en mörgum mun enn þykja undar- legar skýringar stjórnar Katanga. Þá talar það nokkuð skýru máli um afstöðu Katangastjórnar tU laga og réttar, að hún heldur hlífiskildi yfir þeim, sem hún segir hafa vegið forsætísráðherr- ann, og bannar mönnum aUa vitneskju um, hvar lík hinna látnn séu. Ágreiningur frá fyrstu tíS Patrice Lúmúmba var aðeins 34 ára að aldri. Hann varð forsætis- ráðherra bjóðar sinnar, er Kongó fékk sjálfstæði á s. 1. sumri. Var Lúmúmba foringi stærsta stjórn- málaflokks iandsins. Gerði hann við stofnun lýðveldisins Kongó samning við foringja stærstu ættar landsins, Josef Kasavúbú. Skyldi sá gegna embætti forseta, hvað hann enn gerir. Hér er ekki rúm til þess að rekja hörmungar þær, scm dunið hafa yfir þetta unga lýðveldi síðasta misseri. Vart hafði það verið stofnað, er alger upp- lausn virtist verða í landinu. Að beiðni Lúmúmba sendu S.þ. herlið fil Kongó til þess að reyna að koma á lögum og reglu í landinu. Eitt af því sem Lúmúmba krafðist, að S.þ. gerðu í Kongó, var, að allir Belgar, hinir fyrrverandi nýlendu- herrar í landinu, yrðu á brott það- an. Þetta gekk seint og illa, eink- um hvað snerti Katangafylki, þar sem kaupsýslumaður einn, Moise Tshombe, hafði tekið sér öll völd, lýst yfir sjálfstæði héraðsins og vJdi enga aðild eiga að hinu ný- síofnaða lýðveldi öðru vísi en þá í sambandsformi, enda þótt tillögur hans í þessu efni væru alla tíð ó- ljósar. Stefna Lúmúmba var hins vegar, að ekkert héraða Kongó mætti skilja sig frá. Þess má geta, að Katanga er auðugasta hérað landsins og án þess mætti Kongó kallasf fátækt land. Frá fyrstu tíð hölluðust menn að þeirri skoðun, að Tshombe væri verkfæri í höndum Belga og hefðu þeir lagt honum kröfurnar um aðskilnað Katanga, svo að hið auðuga félag, Union Miniéré, mætti halda einhvcrju af uámuauði sínum í héraðinu. Ekki friður næstu 20 ár Lúmúmba varð ekki allskostar ánægður með starf S.þ. í Kongó, og ekki er því að neita, að mörg- um þótfi hann beiðast eins í dag og hins gagnstæða á morgun. Upp- j Lusnin fór vaxandi og hungurvof- an barði að dyrum þessa stjórn-, lausa lýðveldis. Kasavúbú forseti setti Lúmúmba frá völdum, en Lúmúmba srvaraði með því að víkja Kasavúbú frá. Hann kallaði þá saman þing og fékk traust þess scm forsætisráðherra landsins. Þá kom fram á sjónarsviðið Móbútú ofursti, sem setti þá báða af, Kasa- vúbú og Lúmúmba, og sfjórnaði nieð aðstoð hersins. Lúmúmba dvaldist nú lengi í forsætisráðherrabústaðnum í Leo- poldville og var gætt af hesrmönn- um S.þ., sem neituðu að framselja hann í hendur Móbútú. Ekki tókst Móbútú að koma á skipulagi í Kongó. Hann náði hins vegar samkomulagi við Kasavúbú og þeir síðar við Tshombe, sem ekki er þó Ijóst, í hverju er fólgið, nema því að vei'a í andstöðu við Lúmúmba. í september strauk svo Lúm- úmba úr forsætisráðherrabústaðn- um í Leopoldville. Féll hann þá í hendur Móbútú, sem tafarlaust lét setja hann í fangelsi, og skömmu eftir áramótin var svo for'sætisráð- herrann sendur Tshombe. Ber öll- um saman um, að Lúmúmba hafi hlotið hina hrottalegustu meðferð af hálfu þessara herra. Fylgismenn Lúmúmba hafa mikinn hluta landsins á valdi sínu, og loft er allt lævl blandið enn í landinu. Mörg ríkl liafa mótmælt témlæti S. Þ. í Kongó og kvatt herlið sitt heim. Hvað þessi síðasti atburður kann að draga á eftlr sér, er ekkl vitað, en því mtður er nokkur hætta á því, að rætist orð eins sáttanefnd armanna S. Þ.: Verði Lúmúmba drepinn, verður ekki friður í Kongó næstu 20 árin. Hammarskjöld og Sþ ábyrg Öryggisráð S. Þ- kom saman á fund í dag og hóf að ræða hvarf Lúmúmba og skýrslur, sem Hamm arskjöld höfðu borizt þar að lút- andi. Tíðindin um morðið á Lúm- úmba bárust fundinum. Fulltrúi Bandaríkjanna, Adlai Stevenson, kvað þessar fréttir þær hörmulegustu, sem borizt hefðu frá Kongó. Hann hvatti hins vegar til þess, að menn einbeittu sér nú meir en nokkru sinni fyrr til þess að finna lausn og ná samkomulagi um Kongó, í stað þess að hyggja á hefndir og blóðsuthellingar — slíkt fengi engu um þokað og myndi aðeins leiða af sér enn meixi hörmungar. Zorin, fulltrúi Sovétríkjanna, sagði, að morðið á Lúmúmba væri sorglegasti glæpurinn, sem ný- lendukúgararnir hefðu staðið að lengi, og Lúmúmba myndi verða dýiðlingur þjóðar sinnar. Zorin sagði, að Hammarskjöld og her- stjórn S. Þ. í Kongó bæru fulla ábyrgð á afdrifum Lúmúmba. Eftir það, sem nú hefur skeð, bera Sovét ríkin ekki lengur snefil af trausti til Hammarskjölds og fylgjenda hans. Zorin lýsti sök á hendur Belgíu- mönnum og leppum þeirra í Kongó, Kasavúbú, Móbútú, Tshombe og Kalonji- Þessum mönnum ber að refsa. Þeim má ekki leyfast að fremja glæpi, án þess að hreyft sé hár á þeirra höfði. Fulltrúi Br'eta lýsti yfir hryggð sinni vegna morðsins á Lúmúmba ogkvað nauðsynlegt að S. Þ. tækju málin fastari tökum í Kongó. Umræðum jim Kongó var síðan frestað til miðvikudags, svo að fulltrúunum gefist færi á að átta sig á þeim viðhorfum, sem mynd- azt hafa við morðið á Lúmúmba. V Nehrú, forsætisr'áðherra Indlands hefur látið £rá sér heyra um morð ið á Lúmúmba. Krefst hann þess, að hinum eeku verði harðlega refs að. Þetta er moið, sagði Nehrú, og það eru háttsettir menn, sem standa á bak við það. f Bretlandi eru menn slegnir ótta vegna atburðarins. Utanríkis- ráðuneytig segist vera áhyggju- fullt vegna viðbragða Sovétiíkj- anna og sumra Afriku- og Asíu- ríkja- Þá eru menn hræddir um örlög hvítra manna í Kívú og Orien tale í Kongó, en þessi héruð eru á valdi stuðningsmanna Lúmúmba. Omar Loufti, sem er fulltrúi Arabiska sambandslýðveldisins hjá S. Þ., sagði, að morðið á Lúmúmba myndi hafa alvarlegar aHeiðingar fyrir allt ástandið í heiminum. Hammarskjöld hefur borizt skýrsla frá Dayal, fulltrúa sínum í Kongú. Segir hann borgarastyrj- öld á næsta leiti í landinu. Segir Dayal, að stjórnin í Katanga komi nú upp sínum eigin her og kaupi mikið af vopnum. Segir Dayal, að Katangastjórn hafi nú 5000 vel vopnaða útlendinga til reiðu og Katangastjóm líti á S. Þ. sem höf uðandstæðing sinn í Kongó og krefjist þess, að herlið S. Þ. fari á brott frá Katanga. Dayal segir, að S. Þ. þafi reynt að koma á sætt- um milli Tshombe og Balúba- manna í Norður-Katanga, en slikt sé ógerningur vegna afstöðu Tshombe, sem haldi uppi stöðug- um árásum á Balúbamenn. Segir Dayal, að hermannaskríll Tshombe eyði heilum héruðum í Katanga norðanverðu. Lungnaskuríur (Framh. af 16. slðu). var sem Poulsen dýralæknir. Annað lungað var skorið úr honum fyrir tveimur árum. Hann hefur náð þeirri heilsu að hann er aftur vinnufær, en röddin bilaði vegna þess að taugar skemmdust við upp skurðinn. í þessum þætti kom fram fólk, sem ekki sagðist vilja draga úr reykingum, þrátt fyr ir hættuna, er þeim fylgir. Þá spurði sá, sem stjórnaði út- sendingunni: — Hvað segið þér, Poulsen dýralæknir, sem hafið verið skorinn upp og eruð aðeins með annað lungað? — Eg reyki ekki framar, svaraði hann með sinni bjög- uðu rödd. Eg hef komizt að raun um, hve fávíslega ég hef hagað mér. Það var svo þægi legt fyrir mig að reykja eina sígarettu á milli viðtalanna, og dýralæknar þurfa oft að tala við marga á degi hverj- um. En ég reyki ekki framar. Eg hef sagt við son minn, eins segi ég við alla unga menn: Reykið ekki! Og við þá, sem fullorðnir eru, segi ég: Ef þið endilega þurfið að reykja, þá veljið heldur pípu eða vindla. Loks var flutt lofkvæði um sígarettur, en tóbakshósti hafður að undirleik. Það er sagt, að margur Dan inn hafi drepið í hálfreyktri sígarettu þetta kvöld. Margt af starfsfólki útvarpsstöðvar- innar, er vann að undirbún- ingi dagskrár þessarar hef- ur dregið úr reykingum sín- um, segja dönsku blöðin. Sígarettureykingunum hefur aldrei verið greitt annað eins högg í Danmörku. Fjársöfnun Rauða krossins á morgun Sölubörn, munið að klæða ykkur vel fyrir merkjasöluna Rauði kross íslands boðaði fréttamenn á sinn fund í Naustinu í gær í tilefni af hin- um árlega f jársöfnunardegi sínum, sem er á morgun, ösku- dag. Börn munu ganga með merki R.K.Í. í hús, og eru Reykvíkingar hvattir til að bregðast vel við að vanda, þegar börnin koma. Söfnunin nefst hér í P.eykjavík ki. 9.30 og era sölubörn beðin að koma þá á útsölustaðina, vel búin. Eru foreldrar hvattir til að láta börnin klæða sig vel, áður en þau hefja merkjasöluna. Sjálfboðastarf Eins og mönnum er kunnugt er Rauða kross-starfið sjálfboðastarf, og verða þess vegna engin sölulaun greidd. En öllum sölubörnum er boðið á kvikmyndasýningu, sem eigendur kvikmyndahúsanna láta R.K. í té endurgjaldslaust. Bókaverðlaun fá þau börn, sem flest merki selja. Margir safna Hundruð ungra stúlkna úr Kvennaskóla íslands, Húsmæðra- skóla Rvk og Hjúkrunarkvenna- skóla fslands annast afhendingu merkjanna víðs vegar um bæmn, en 2 þúsund börn hafa árlega selt nærki Rauða krossin á síðustu ár- um. Kl. 9.30 verðuf byrjað að af- henda börnum merkin á þessum stöðum. Vesturbær: Skrifstofa Rauða kross íslands, Thorvaldsenstrætt 6 Skóbúð Reykjavíkur, Aðalstræti 8. Efnalaug Vesturbæjar, Vestur- götu 53, Kjötbúð Vesturbæjar, Bræðraborgarstíg 43, Sunnubúðin Sörlaskjóli 42, Síld og Fiskur, Hjarðarhaga 47. Austurbær A: Fatabúðin, Skóla- vcrðustíg 21A, Axelsbúð, Barma- hlíð 8, Silli & Valdi, Háteigsvegi 2, Austurver, Söluturn, Skaftahlíð 24, Sveinn Guðlaugsson, Borgargerði 12. Austurbær B: Elías Jónsson, Kirkjuteig 3, Skúlaskeið, Skúla- götu 54, íþróttahús iBR, Háloga- Lmdi, Garðabúðin, Ásgarður 20— 24, U.M.F.R., við Holtaveg, K.F.U. M., við Kirkjuteig 33, Laugarásbíó, Laugarási. Fimm slasast (Framhald af 1. síðu.) Skipverjum tókst að ná mannin- um, sem tekið hafði út, en í ljós kom, að fimm menn böfðu slasazt, þar á meðal báðir stýrimenn skips- ins- Fjórir í sjúkrahús Sjúkrahúslæknirinn á Patreks- firði, Sigursteinn Guðmundsson, sagði í gær, að enginn mannanna væri að vísu í lífshættu, en einn hefði hlotið slæman áverka á höf- uð og tveir hefðu marizt mjög og tognað í liðum. Verða fjórir að liggja í sjúkrahúsi um hríð, þar á meðal stýrimennirnir, en einn getur farið aftur á skip nú þegar. Sjómenn frá Þýzkalandi Nýlega hafði veikur maður verið fluttur af þessu sama skipi í þýzkt sjúkrahús á miðum úti, og vantar því fimm menn á togarann. Var gripið tii þess ráðs að biðja um fjóra menn frá Þýzkalandi á skip- ið. Eiga þeir að koma til Reykja- vikur með flugvél í dag, og mun skipið bíða komu þeirra á Patreks- fiiði. Það hafði verið sex daga á veið- um, þegar það varð fyrir þessu áfalli, og lítið aflað. — Svavar. Thomson áfram hár í gær barst Thompson, sendl- herra Bandaríkjanna hér, skeytl frá Kennedy forseta þess efnls, aS Kennedy æskti þess, a3 Thomp son yrSI áfram sendiherra á ís- landl. Sendiherrann sendi forsetanum svarskeyti, og kvaS þaS vera sér ánægia aS gegna stöSunni áfram. Eins og kunnugt er skýrSl NeW York Times frá því. á dögunum, aS Thompson mundi verSa skip- aSur sendiherra í Marokkó. Þessi frétt blaSsins er því röng. ErfitS för (Framhald af 1. síðu.) kiukkustundarferð á hestum frá Eyri í Trékyllisvík. Og í lofti Ekki tókst að fá flugvél eftir dregnum á laugardaginn. Daginn eftir var þess svo freistað á ný. og mun vél frá Reykjavík hafa gert tvær tilraunir til þess að fljúga norður, en orðið frá að hverfa vegna dimmviðris á Holtavörðu- heiði og hálendinu þar norður af. Að loknum kom flugvél frá Ak- ureyri og tókst henni að fljúga með drenginn til Reykjavíkur á sunnudagskvöldið. — Þannig náðj hinn ungi Stranda- n/aður loks iæknisfundi með sinn ' brotna handlegg, hálfum öðrum | sólarhring eftir að hann varð fyrir siysinu, og mun honum nú líða I eftir öllum vonum. GPV. AUSTUR-HÚNVETNINGAR Framsóknarfélögin í A-Húnavatnssýslu halda kvöldskemmtun laugar- daginn 18. febrúar n. k. ki. 9 sí3d. — Skemmtiatriði: Kórsöngur (Karlakórinn Vökumenn). Ræður. Spiluð framsóknarvist. Dans. HÁDEGISFLOKKURINN kemur saman á morgun (miðvikudag) á venjulegum stað og tíma, stundvislega. FÉLAG FRAMSÓKNARKVENNA í Reykjavík heldur skemmtun miðvikudaginn 15. febrúar kl. 8,30 í Framsóknarhúsinu. — Kvikmyndasýning, ræða, dans o. fl. Félags- konur, fjölmennið og takið nieð ykkur gesti. — Tilkynnið þátttöku í síma 18244, 12560 eða 14668.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.