Tíminn - 02.03.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.03.1961, Blaðsíða 2
A r ___________ Enn atómsprengja í Saharaeyðimörk París 1/3. (NTB). — Franski landvarnaráðherrann, Pierre Messmer, skýrSi hernaðar- nefnd franska þingsins frá því í dag, að Frakkar myndu sprengja fjórSu kjarnorku- sprengju sína í SaharaeySi- mörkinni í næsta mánuSi. en áSur en þessi sprenging yrSi, ætla Frakkar aS sprengja nokkrar smærri sprengjur neSanjarSar í Hoggarfjöllun- um í suSurhluta Sahara. Frekari opinberar upplýsingar um þetta mál liggja ekki fyrir en einn af miðlimum hernaðarnefnd- arinnar hefur skýrt blaðamönnum svo frá, að landvarnaráðherrann hafi lýst því yfir, að Frakkar hafi hreint ekki í hyggju að hætta til- raunum sínum með atómvopn í Fáafnotafæfinga- svæðum London 27.2 (NTB) — Harold Watkinsson, land- varnaráðherra Breta, skýrði frá því í neðri málstofu brezka þingsins í dag, að brezka stjómin hefði í hyggju að veita vestur-þýzka flotan- um rétt til æfinga á svæðum þeim, sem brezki flotinn hef ur einn haft afnot af til þessa. Sagði ráðherrann, að Bretar hefðu farið þess á leit við v- þýzku stjórnina, að hún sendi sérfræðinga til Bretlands til þess að athuga, hvort vestur- þýzki flotinn teldi sig geta haft not af þessum æfinga- svæðum. Þá skýrði ráðherr- ann frá því, að hann væri á förum til Washington til þess að ræða landvarnamál við Mc Namara, landvarnaráðherra Bandaríkjanna. Brugg og brennivín (Framhald af 1. síðu.) þvi húsrannsókn á sunnudag inn hjá öðrum aðilanum, sem grunur féll á, og fann í fór- um hans töluvert magn af bruggi og brennivíni. Ekki mun neitt af brugglnu hafa verið komið á flöskur eða kúta, en megnið enn í gerjun. Á staðnum voru einnig gerð upptæk fremur ófullkomin bruggunartæki, sem voru lítið annað en nokkrar vatnspípur. Skömmu síðar var gerð önn ur húsleit á heimili þess, er talinn var eigandi bruggsins, en þar fannst ekkert. Málið er nú í höndum sýslumanns til frekari rannsóknar. Danir sigru'ðu Fram'hald af 3. síðu. leikmönnum Svía sitja yfir, og not aði varamenn í þeirra stað. Norðmenn léku yfirleitt of hæg- fara og virtust ekki vera í góðri æfingu, en báðir markmennirnir vörðu vel. Áhorfendasvæðin voru þéttskipuð, um 3000 manns. Yssen og Sándsten skoruðu þrjú mörk hvor og voru markhæstir Norð- •nanna. Sahara. Til þessa hafa Frakkar sprengt þrjár sprengjur í Sahara og hefur því verið mótmælt harð- lcga af fjölmörgum Afríkuþjóðum. Gasolía hækk- ar um 7 aura f gær barst blaðinu tilkynning frá viðskiptamálaxáðuneytinu: Verðlagsstjóri hefur í dag aug- lýs-t nýtt verð á gasolíu, er felur í sér hækkun um 7 aura á líter. Þessi hækkun stafar af verð- hækkunum, er átt hafa sér sfað á gasoliu erlendis undanfarna mán- uði. Vegna þess að innistæða var til á þeim verðjöfnunarreikningi fyrir olíu, er verðlagsstjóri' heldur, hefur verið hægt að komast hjá því fram að þessu, að hin erlenda hækkun leiddi til hækkunar út- söluverðs hér innanlands. Lungnaormar valda tjóni ~ Fljótsdal í febrúar: í dag er hér sunnan þí&vi'ðri og er svo búið að vera síðastliðna mánuði og veturinn nokkuð góður það sem af er. Þó hefur hann verið umhleypingasam- ur og votur. Snjór hefur ver- ið hér mjög lítill og ekki hægt að segja að nokkurn tíma hafi komið bylur. Skepnuhöld hafa verið mis jöfn hjá bændum, hefur bor- ið sérstaklega á lungnaormi í lömbum og sumir bændur hafa misst þó nokkuð af hans völdum. Hjá einum bónda drápust milli 20 og 30 ær eftir ormalyfsinngjöf og er það mjög sjaldgæft hér um slóðir. Hínn 14. þessa mánaðar átti elzti borgari sveitarinnar Pétur Halldórsson, Glúms- staðaséli, niræðisafmæli. Er hann bara hress og hefur fóta vist og sagði mér maður er heimsótti hann á afmælinu, að hann hefði spilað við sig gömlu vist gleraugnalaust. A.J. Adenauer heim- sækir Kennedy Bonn 1.3. (NTB) Konrad Adenauer, kanzlari Vestur-Þýzkalands, hefur þeg ið boð Kennedys, um að heim sækja hann og eiga við hann viðræður vestan hafs 12. og 13. apríl nk. Frá þessu var skýrt opinbprlega i Bonn I dag, og Kennedy staðfesti þetta á fundi með blaðamönn um í dag. Talsmaður vestur-þýzku stjórnarinnar lýsti þvl yfir, að almenn ánægja ríkti með al vestur-þýzkra stjórnmála- manna yfir því, að þeir Kenn edy og Adenauer skyldu hitt- azt. Ráðizt á telpu Tókst að flýja inn í Landakatsspítala Laust fyrir klukkan sjö í fyrrakvöld var ráðizt á 12 ára oamla telpu á Túngötunni, skammt frá Landakotsspítala. Telpan var á leiS í heimsókn í spítalann, þar sem móðir hennar er sjúklingur, er maS- ur nokkur veittist aS henni og áreitti hana. Tókst telpunni aS siíta sig lausa frá manninum og hlaupa í spítalann. Lögregl- unni var gert aSvart og kom hún á staSinn aS vörmu spori, en árásarmaSurinn var þá á bak og burt. Dayal flæmd- ur frá Kongó Leopoldville 1. 3. (NTB). — HÍnn sérlegl fulltrúi Dag Hammarskjölds i Kongó, Indverjlnrt' Dayal, mun Innan skamms láta af embætti f Kongó og við taka ítallnn Pier Pasquale Spinelli, sem verlð hefur sérlegur fulltrúi Hammarskjölds f Mið-Austurlöndum. Stjórnvöldln i Leopoldvllle hafa hvað eftir annað krafizt brottvikningar Dayal og sakað hann um hllðhollustu við Lúmúmbasinna. Fyrlr nokkrum dögum neifaði Kasavúbu forseti að taka á móti Dayal. Sex sækja um skóla- j stjórn á Hólum Kristján Karlsson, sem verið hefur skólastjóri bænda- skólans á Hólum í Hjaltadal síðan 1934, lætur nú af því slarfi í vor. Hefur hann ráð- izt í þjónustu Stéttarsambands bænda. Umsóknarfrestur um skólastjóra stöðuna er nú útrunninn, og hafa sex menn sótt um starfið. Þeir eru: Árnj G. Pétursson, kennari á Hól- um, Gunnar Bjarnason, kennari á Hvanneyri, Haukur Jörundsson, fyr verandi kennari á Hvanneyri, Stef- án Þorláksson, búfræðikandidat, Vigfús Helgason, kennari á Hólum og Örnólfur Örnólfsson, fyrrver- andi kennari á Hvanneyri. Komi í ljós, sem óliklegt er, að einhverjar umsóknir hafi verið póst lagðar áður en umsóknarfrestur var útrunninn, án þess að hafa þó ennþá borizt ráðuneytinu, verða þær að sjálfsögðu teknar til greina. Kom strax fram Um það Jeyti, sem dagskrg út- varpsins xauk í gærkvöldi, var lýst eftir 9 ára t'elpu, sem ekki hafði komið heim síðan kl. 7 um kvöldið. Svo að sejja strax — en ekki nógu fljótt til að róa útvarpshlusíendur, bárust boð um það, að telpan væri heil á húfi í húsi skammt frá heimili sínu TÍMINN. Alsírsamningar á !nýju stigi: Sameiginlegur fund- ur Maghrebs-leiðtoga Rabat 1 /3 (NTB). — Það var tilkynnt í Rabat í dag, að Bourgíba, Túnisforseti, hefði ákveðið að fresta för sinni til Parísar til framhaldsviðræðna við de Gaulle, Frakklandsfor- seta, um einn sólarhring til þess að sitja fund með Ferhat Abbas, lorsætisráðherra út- lagastjórnar Serkja í Alsír, og hinum nýja konungi í Mar- okkó, Hassan. Þessi toppfund- ur er talinn munu verða til þess að greiða fyrir samning- um um :ausn Alsírdeilunnar. Fundurinn verður haldinn í sendiráði Túnis í Marokkó. Þessir þrír þjóðaleiðtogar munu ræða einingu Maghrebs, en það orð er samnefni land- anna Marokkó, Alsír og Túnis. Bour'gíba hóf viðræður við de Gaulle um síðustu helgi í París til lausnar Alsírdeilunni. Hann hélt hins vegar til Rabat s. 1. mánudag til þess að vera viðstaddur útför Múhameðs Marokkókonungs og hitta Ferrhat Abbas í leiðinni. Tal ið er, að Bourgíba hafi ekýrt þeim Abbas og Hassan frá öllu því, sem þegar hefur farið á milli hans og de Gaulle. Þess má geta, að þeir Bourgíba, Hékk 1 öskubfl Úm hálffjögurleytið í gær fannst fimm ára gamall dreng- ur liggjandi á Bústaðaveginum gegnt Ásgarði. Talið er, að drengurinn hafi hangið aftan í öskubíl, mísst takið og dottið á götuna. Kvartaði hann um eymsli í fæti og var fluttur á slysavarðstofuna. Ekki er ó- sennilegt, að um fótbrot sé að ræða, en meiðsli drengsins voru ekki að fullu könnuð, er blaðið vissi síðast til. — Þetta slys sýnir Ijóslega þá hættu, sem því er samfara að hanga aftan í bílum. Abbas og hinn látni konungur í Marokkó hittust árið 1956 á stutt- um fundi. Hins vegar var hætt við frekari viðræður, er Frakkar hand tóku fjóra meðlimi uppreisnar- stjórnar Serkja, er þeir voru á leið til fundarins. Hassan konungur í Marokkó sagði, að þessi fundur yrði til þess að bæta sambúð Túnis og Marokkó en hún hefur verið nokkuð slæm eftir að Túnis viður kenndi sjálfstæði Mauritaníu, sem Mar'okkó telur hluta af sínu landi. Frá Alþingi (Framhald af 7. síðu). fjármagn svo þeim yrði unnt að afgreiða allar umsóknirn- ar. Ingólfur Jónsson sagði að það myndi standa, sem hann hefði sagt, úthlutun lánanna myndi fara fram í þessum mánuði og hinum næsta. Hitt skipti ekki máli, hvort þar væri um nýtt fjármagn að ræða eða afborganir og vexti, sem sjóðunum bærust. Sagði ráðh. að þingm. gæti sparað sér ráðleggingar sér til handa um hvernig bregðast skyldi við vandamálum fjárfesting- arsjóða landbúnaðarins. Róírar hafnír (Framhald af 3. síðu). vinnulífi í Vestmannaeyjuim, og er ®em nýtt líf leysisf úr læðingi. Bát ar eru sem óðast að baú sig undir róðr'a, og fóru a. m. k. tuttugu bát ar á sjó í jfær. Róa þeir flestir með net, en nokkrir fara þó á línu, því að beitning var þegar hafin snemma í gærdag, áður en fundum lauk. Segja má, að línuvertíð sé nú að mestu lokið, og mun því aðal- áherzla verða lögð á netaveiðina. Nógur fiskur virðist vera á mið unum, því að í gærdag komu tveir Austfjarðabátar til Eyja og lögðu upp tuttugu tonn hvor. Eins og áður segir, er nú á nýjan leik Iíf og fjör í Eyjum, cins og vant er yfir vertíðartímann, bílar á fleygiferð um allar götur, fólk á þönum og ys og þys á bryggjum. Fréttaritari Tímans í Vestmanna- eyjum sagði í símtali við frétta- stofuna í gærkveldi, að nú væri eng-u líkara en bærinn væri að leysast úr slæmum álögum. Þjóðaratkvæðagreiðsla ... (Framhald af 1. síðu.) um brautargengi í síðustu kosningum, ef hún hefði mátt ætla, aS slíkir samningar við Breta um landhelgina væru fyrirhug- aðir af þessum flokkum. Með nokkrum rökum má því segja, að meirihlutavald það, sem núverandi stjórnarflokkar hafa til slíkrar sámningsgerð- ar, sé ekki reist á lýðræðislegum grunni, og því hefur Fram- sóknarflokkurinn ákveðið að krefjast þess, að þjóðin fái að láta vilja sinn í Ijós í svo mikilsverðo hagsmunamáli öldum sem óbornum. Ef ekki verður orðið við svo sjálfsagðri kröfu, er það aðeins sönnun þess, að núverandi stjórnarflokkar eru vísvitandi að traðka á lýðræðishugsjóninni. FÉLAGSMÁLASKÓLINN Fundur fellur niður i kvöld vegna útvarpsumræðna. KÓPAVOGUR Munlð framsóknarvistlna á föstudagskvöldlð kl. 9. G6ð varVtawi. Nefndin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.