Tíminn - 02.03.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.03.1961, Blaðsíða 9
* „Verst, enginn tekur við Innarlega við Njálsgötu stendur !íHð og snyrtilegt hús, há og beinvaxin tré lykja um matjurtagarS aS húsabaki og þar er veSursældin farin aS biekkja rabarbarann svo, aS rauSir vaxtarsprotarnir gægj- ast upp úr dökkri moidinni. í þessu húsi býr kona á níræðis- aldri einsömul, kona sem margir heimsækja, ekki aðeins til þess að eiga við hana skemmtilegar sam- ræður, heldur til að sækja sér heilsubót. Þurfðar Sigmundsdóttir heitir [ hún, grannholda kona, beinvaxin ‘ og ótrúlega létt í spori. f — Það er Ijótt að bjóða ókunn- ugri manneskju inn í þennan sóða- skap, segir Þuríður, er mig ber að garðL Ég svipast um í eldhúsi með vinalegum, Ijósbláum panel- þiljum og þremur Iitlum stofum og sé hvergi annað en snyrti- mennsku og vott um vinnusemi get ekki stillt mig om að hafa hönd á svarta rokknum með látúns sr.ælduumbúnaðinum aldrei áður séð. — Já, hann þótti dýr þessi þegar ég keypti hann fyrir röskum f:mmtíu árum, segir Þuríður, kost- aði hundrað krónur, en ég varð að fá mér rokk og enn dugar hann mér. Sko, þetta er ofanaftekin vor- ull í sauðalitunum, sem ég spinnj og hekla svo úr teppi. Þetta hálfnað hjá mér, segir breiðir úr langröndóttu, lega hýrlegu teppi. — En bú fæst við fleira en hann- yrðirnar, sem finna má á ilmnum hjá þér. Hvað er það sem sýður í þessum myndarlegu pottum eidavélinni? — Það er litunarmosi, sem ég , ; sýð úr lyf, sem mörgum reynast vel við magaveiki. Hann Jónas Krist- jánsson, lænnir, vildi fá mig til þess að láta sig hafa allt, sem ég gæti soðiS, en því neitaði ég, þá hefði ég ekki getað hjálpað nein- um, sem *il mín leitar. Jónas kom oft hérna i eldhúsið til mín, einu s;nni vildi nann fá mosavatn handa fjörgamalli konu. — Viltu fá nýtt eða gamalt? spurði ég. — Það veit ég ekki, sagði hann Hvað myndir þú álíta? — Hvernig sýrar hefur hún? spurði ég, það hefði ég sagt að læknirinn ætti að vita. — Hvernig myndir þú brúka mosavatnið eftir sýrunum? spurði hann. — Hafi hún • of miklar sýrur, hefði ég sagt hún þyrfti að fá nýtt vatn, en hafi hún of litlar, þá ætti þsð að vera gamalt. — Ertu nokkuð læknismenntuð? spurði hann þá. Þetta er alveg rétt bjá þér. — Ég hef enga menntun aðra en lifsreynsluna, sagði ég og þá sagði Jónas, að hfyi væri stundum ekki verrí en bókáramenntin. — Hvenær byrjaðir þú að leggja þig eftir því að nota mosa- vatn til lækninga? — Það var árið 1936, ég var mikið veik — hafðj magasár óiafur sonur minn, sem er læknir, var þá að fara til Danmerkur til framhaldsnáms og sagði að ég ætti að fara jg finna Guðmund Tnor- oddsen. Eg fór aldeilis ekki að f;nna hana, ég fór upp í sveit og fór að reyna fyrir mér með grösin, clrakk svo vei af mosavatninu og batnaði. af mér að sjóða mosann“ Sigríður Thorlacius ræðir yið Þuríði Sig- mundsdóttur, sem knýr enn rokkinn sinn og sýður mosalyf hérna á Njálsgötunni. |\ar þrítug. Jóhann minn var sjó- ir.aður, við eignuðumst fimm börn ineðan við bjuggum suðurfrá. F>’rst bjuggum við í lélegum kofa, já það var allt jafn lélegt, koppur sem kanm, en ég hafði nóga krafta og djörfung, var heilsuhraust og taldj ekki eftir mér að fara í sveit á sumrin með krakkana með mér, svo þau gætu fengið mjólk og rógan mat. Systir mín tók Guð- mund eitt sumar og mágkona mín tók Steinunni af mér til fósturs þó mig langað; ekki að missa hana frá mér. Þegar ég var telpa, var ég ; mathákur, en oft lítið að borða Þá sótti ég mér skel í fjöruna og fleytti ofan af lýsistunnunum og dvakk svo scm tvær skeljar og þá ví<t sulturinn horfinn. Við eignuðumst alls sjö börn, en tvo drengi misstum við unga. Árið 1936 dó Jóhann minn. Elzta barnið c.kkar var Steinunn, sem giftist Sigurjóni Mýrdal, skipstjóra. Hann drukknaði og Steinunn dó fimm árum síðar. Fjóra syni á ég á lífi, ; Sigmundur var elztur, Pétur næst- ur. þá Guðmundur og Ólafur Ángstur. Guðmundur var skipstjóri í Boston, býr enn þar. Ég fór til Ameríku og var þar í 10 mánuði Kann slasaðist mikið og missti fót- inn. En í sumar kom hann að heim- sækja mig og'með honum kom kona hans og fjórar uppkomnar dætur. Það var mér mikil skemmt- un. Áður, en hann fór til Ameríku eignaðist hann dreng, sem hann bað mig fyrir og hann var hjá mér þangað til hann var 25 ára og var búinn að menntast á Sjómanna- skólanum. Já, þeir eru mér góðir, drengirnír mínir og allir eiga þeir myndarlegar konur. Þeir eru líka allir vel gefnii1, þó að þeir hafi það ckki af mér, segir Þuríður og hlær. Með góðra manna hjálp fengu þeir að menntast, þó að efnin væru smá heima. Ég held annars að það sé erfiðara að ala upp börn í allsnægt- um en fátækt. Ég man hvað við glöddumst á jólunum í mmni bemsku yfir hálfu, hvítu kerti, sem við fengum í jólagjöf og ekki voru drengirnir mínar að kvarta þó að þeir fengju ekki aura nema fyrir einni bíóferð á vetri eftir að það kom til sögunnar. Má ekki bjóða þer kaffi? — Svo þú telur kaffið ekkert ó- hollt í magann? — Nei, nei, aldrei hef ég fundið’ til þess, er mesta kaffikerling. Kannske j>ú hefðir gaman af að bragða mosavatnið? Og ég renni úr fullu glasi af mosavatninu hennar Þuríðar, dökk- brúnu með svipuðum keim og fjallagrasate og býst ekki til ferðar fyrr en ég heyri að viðskiptamenn krýja dyra. — Já hingað kemur margt fólk, segir Þuríður, og allir eru mér svo góðir. Mér þykir slæmt ef enginn tekur við af mér að sjóða mosann, en unga fóikið gefur sér ekki tíma ti1 þess. — Unir bú því vel að búa ein í húsi? — Já, bá kem ég meiru í verk og ég vil ekki fara í kör, segir Þuríður og fylgir mér til dyra með Iéttleika í sporí, sem hver kona væri fullsæmd af, sem ' væri tuttugu árum yngri. Fróölegt erindi flutt á Búnaðarþingi — Hvaða mosi er það sem þú notar — og hefurðu ekki einhver fleiri grös saman við? — Það er aðallega litunarmosi, sem tekinn er af steinum, svolítið sf grösum sam^in við og stundum nota ég líkd hvannarfræ. — Hvert sækirðu mosann? — Hann hef ég í fjöldamörg ár tint á Illugastöðum á Vatnsnesi, þar er gott grasaland og hjónin hafa lengi verið vinafólk mitt. Ég bauð Jónasi lækni að ég skyldi út- j vega honum mosapláss, svo gæti hann farið með fólk og tínt sjálfur og látið sjóða, en hann sagðist ekki ' hafa trú á ; ð aðrir gætu búið til þetta vatn en ég, hann fyndi það | á sér hérna ínni, þáð væri svo nota- i legt andrúmsloftið. En nú hef ég ekki farið sjálf í tvö sramur að tína 'mosann, en hjón sem ég þekki, ! hsfa sótt nar.n fyrir mig. — Þurrkarðu hann fyrst? — Nei, ég hengi pokana bara 1 upp í kjaikranum og þar geymist i hann vel. — Hvar ólst þú upp, Þuríður? - Ég er fædd að Nefsholti í llloltum, en fluttist þaðan með for-| eldrum mínum á sjöunda ári suður* í Leiru. Foreldrar mínír voru fá- tæk og ekki var nú mikil skóla- gangan, ég var níu vikur í skóla. Við vorum fvær systurnar og pabbi hafði ekki efni á að borga skóla- giald fyrir okkur báðar, svo að við fórum sína viku hvor í skólann. Ég vax svo heimsk, að ég var fegin þegar ég þurfti ekki að fara í skólann, en Þorbjörg systir mín er greind og hún var alltaf sárreið yfir að pá ekki að vera alltaf í skólanum. Það voru séra Jens á Útskálum og Ögmundur kennari, sem sáu ura kennsluna. En mikii myndarkona var hún n.oðir mín. Einn mánuð fékk hún ai læra úcsaum og vefnað og kon- ?.n sem kenndi henni, sagði að hún hefði lært meira á þeim mánuði en margar stúlkur gerðu á heilu ári, Svo baldéraði hún og skatteraði, óf salónsvef og glitvefnað og brá aliar rósirnar í glitið með fingrun- um, já hún kunni til verka, þó að lítil væru eiri og smá húsakynni. — Giftist þú ekki suður í Leiru? — Jú, og bjó þar þangað til ég Á fund: Búnaðarþings í fyrradag fluttu þeir erindi William E Dinusson, prófess- or, sem talaði um fóðrun jórt- urdýra og Agnar Guðnason, ráðunautur, er ræddi um leið- beiningastarfsemi fyrir land- búnaðinr.. Erindi prófessors Dinussons, um fóðrun jói'turdýra, var stórfróðlegt en ekki er rúm til að rekja það hér. Jafnframt sýndi hann kvik- myndir til skýringar efninu. Agnar Guðnason taldi, að leið- beiningastarfsemin fyrir landbún- aðinn væri engan veginn í svo ákjósanlegu lagi, sem vera þyrfti. Kæmi hvort tveggja til, að hún væri of lítil og ekki nógu vel skpiu lögð. Eðlilegt væri, að búnaðar- þing hefði samstarf við Félag ís- lenzkra búfræðikandidata um málið og þyrftu þessir aðilar að koma sér saman um skipun nefnd- ar, er tæki fyrirkomulag og fram- kvæmd leiðbeiningastarfseminnar til nánari athugunar og skilaði áliti fyrir næsta búnaðanþing. Fjögur mál voru lögð fram: 1. Frumvarp til laga um inn- flutning, sölu og meðferð jurta- lyfja, sem þeir hafa samið Agnar Guðnason, Ingólfur Davíðsson, Jó- hann Jónasson, Magnús Óskarsson og Páll Marteinsson. 2. Tillaga til þingsályktunar um afurðalán handa Grænmetisverzlun Iandbúnaðarins_ o. fl., frá stjórn Búnaðarfélags fslands. 3. Nefndarálit milliþinganefnd- ar, sem skipuð var til að endur'- skoða lög um jarðræktar- og húsa- gerðarsamiþykktir í sveitum, rann- saka fjárþörf ræktunar'samband- anna o. fl. og gera tillögur um framtíðarstarfsemi þeirra. í milli- þinganefndinni áttu sæti: Jónas Pétursson, Pétur Pétursson og Haraldur Árnason. 4. Tillaga frá Búnaðarsambandi Vestfjarða um rannsókn á fóðri, »— Þar sem miklar líkur benda til þess, að ýmis óhreysti í búpen- ingi stafi af rangri efnasamsetn- ingu fóðurs“, eins og segir í til- lögunni. Innbrot í Grandaver í fyrrinótt var brotizt inn í Gúmmibjörgunarverkstæðið í Grandaveri. Engu var stolið, en hurðarkarmur varð fyrir spjöllum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.