Tíminn - 02.03.1961, Qupperneq 4

Tíminn - 02.03.1961, Qupperneq 4
p* t / i,il ivv TÍ'MTN-N; fhnmhidaginn 2. nraa? 1061. T: :T 'iik 3j,''0:é Skroppið í Skógarhlíð Eins og á5ur hefur verið sagt frá hér [ blaðinu hiufu hjónin í Skógarhlíð f Reykjahverfi sérsfök verðlaun Bændafélags Þingeyinga og Kaupfélags Þingeyinga fyrir sérstaka snyrtimennsku í um- gengni á býli sínu. Fréttaritari Tímans á Húsavík skrapp þangað á dögunum og sendi blaðinu eft- Irfarandi pisti!: Svo var það laugardagssíð- degi á Þorra þessa milda vetr- ar, að ég skrapp í Skógarhlíð í skyndiheimsókn til Sigurðar bónda og Aðalheiðar konu hans. Ég fékk með mér minn ágæta fermingarbróður, Skarp- héðinn Jónasson. Skarphéðinn er frægur bifreiðastjóri, sem þykir fátt skemmtilegr’a, en að fara á bifreið þær torleiðir, sem erfiðastar eru og gjarnan á ör- æfum. , ■• Nú ei' 'snjór yfir, en vegir allir færir í byggð. Okkur varð því skjót leiðin upp í Reykja- •hverfi. Þá var rökkvað kvölds og var ijós kveikt á öllum bæj- um í sveitinni. Við fengum hinar hjtartanlegustu móttökur í SkógarMíð, kaffi og glaðlegt viðmót. Sigurður bóndi gekk síðan með okkur út og umhverf- is býlið í mánaskininu. Hann sýndi okkur einnig vélarhús', fjós og fjárhús. Vel er þar' al-ls staðar um gengið og hver hlut- ur á sinum stað. í fjárhúsinu er hátt til lofts og vítt til veggja og salur bjartur. Krónum er skipt í tvennt með steinþróm eftir endilöngu húsinu. Þegar skrúfað er frá krana, seytlar vatnið með lækjarniði eftir þrónum. Sigurður bendir mér á æmar og reynir að sýna mér, leikmanninum, muninn á þeim. Kind er nefnilega ekki kind nema, að hún sé kind.“ í einni krónni eru nokkrir hrútar með ánum. Ég sé, að það eru ungir torútar, þeitm aru lítt vaxiin horn. „Þetta eru skuddar", seg- ir Sigurður og bendir mér' á hrút, föngulegan. Hann er einn í krój vandlega stíaður frá án- um. Skömmu, eftir að við komum inn frá því að ganga um húsin, var matiir á borðum hjá hús- freyju, og meðan vlð borðuð- um, röbbuðum við inn félags- lífið í sveitinni. Nú er sá tírni árs, sem annir eru einna minnst ar í sveitum, og í Reykjahverfi er skammt á milli bæja. Hús- fi'eýjur hafa með sér sauma- 'klúbb og koma saman nokkuð reglulega á hálfsmánaðar fresti, á bæjunum á víxl. Bændur heimsækja hvorir aðra, ræða sín mál og spila. Það er mikið spilað á spil í sveitinni á vetr- arkvöldum. Ungu stúlkurnar í sveitinni hafa einnig með sér saumaklúbb og koma saman noklmim sinnum á vetr.i. Tveir af ungu piltunum í sveitinni hafa á einhvern furðulegan hátt öðlazt þau réttindi, að fá að vera með í saumaklúbbi stúlkn- anna. í staðinn bjóða þeir stúlkunum í leikhúsið eitthvert kvöld vetraiins, þégár Ihfeið' er á Húsavík. í ráði er að hefja byggingu félagsheimilis í Reykjahverfi mjög bráðlega, en Reykhverf- (Framhald á 13. síðu.) j Fjárhúsið í Skógarhlíð. Krónuni er sklpt í tvennt með steinþró. Eftir þeirrl þró rennur vatn, svo að féð B jjj getur svalað sér hvenær sem það þyrstir. — Myndina tók Ævar Jóhannesson. 10 bækur — ca. 2000 blaðsíður í— á aðeins 137 krónur! Lágt bókaverð: Klefi 2455 í dauðaðeild áður 60 kr. — nú 30 kr. Denver og Helga áður 40 kr. — nú 20 kr. Dætur frumskógarins áður 30 kr. — nú 20 kr. Rauða akurliljan áður 30 kr, — nú 20 kr. f örlagafjötrum áður 30 kr. — nú 20 kr. Svarta leðurblakan áður 12 kr. — nú 7 kr. í tómstundum I—IV bráðskem nuilecrar smásögur eftir ýmsa höfunda. Votnr köttnr — I'rír draumar — Óliapp i eyðiniörkinni — Meö kveöýu írá vin- konu — f zreipum dauöans — Játning Iöfffræðingsíns — Astin er nppflnninsra- söm — SisnrreKarinn — Hvíta strikiö ■— Lannráö — Ee hefni ... — GripiÖ þjófinn — Hvcr var Jóhann? — Maðurinn við gröfina — Kvenkostur — Lif £ baöklefn. — Þessar smásögnr ern í 1.—4. hefti „í TÓMSTUNDUM". Þetta er álíka verð og ein meðalstór bók kostar í bókabúðum. Athugið, að vegna mikillar sölu er orðið lítið eftir af sumum bókunum. ★ Bækurnar sendast gegn eftirkröfu. Sögusafnið Pósthólf 1221. — Sími 10080. Reykjavík. Þeir sem panta 5 eintök eða meira af hverri bók, fá 20% afslátt. í Reykjavík fást bækumar í Bókhlöðunni, taugav. 47 •‘V«-V*X*"V*X*V*,V*V*V*V*X»X*V»V«Xi%*V»* Rögnvaldur Sigurjónsson. Píanótónleikar í Þióðleikhúsinu á morgun, föstud. kl. 8.30. Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu. •VV*VV*VVVVV«V»VV«V*V*V*V*V*V*V*V*‘ Sendisvelnn óskast fyrir hádegi á afgreiðslu Tímans. Upplýsingar 1 síma 12323, 840 hls« fyrir aðeins 65 kr. er kostaboð okkar þegbr þér gerizt áskrifandi að heimilisblaðinu SAMTÍÐIN sem flytur: ★ Bráðfyndnar skopsogur. ★ Spennandi smásögur og framhaidssögur. ★ Hina fjölbreyttu kvennaþætti Freyju. ★ Skákþætti Guðmundar Arnlaugssonar. ★ Bridgeþátt Árna M. Jónssonar. ★ Afmælisspádóma og draumaráðningar. ★ Úrvalsgreinar frumsamdar og þýddar. Svo að fátt eitt sé nefnt af hinu vinsæla efni blaðsins. 10 blöð á ári fyrir aðeins 65 kr. og nýir áskrifendur t'á einn árgane i kaupbæti ef ár- gjaldið 1961 fylgir pöntun, Póstsendið í dag eftirfarandi pöntunarseðil: Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐ- INNl og sendj hér með árgjaldið 1901 65 kr. (Vinsam- legasl sendiðTað > ábvrgðarbréÞ ^ða póstávísun) Nafn ............................................... Heimili ................................. .*........ Utanáskrift okkar er SAMTÍÐIN Pósthólt 472. Rvík. J

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.