Tíminn - 02.03.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.03.1961, Blaðsíða 12
! T í MIN N, f rmintu4„í?inn 2. marz 1961. "'i ..........yp* .....•-gy%» _—;------------------------------;~rpy RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Hrafnhildur Guðmundsdóttir setti tvö íslandsmet á Ármannsmótinu Sundmót Ármanns — fyrsta sundmót ársins hér í Reykja- vík — var mjög vel heppnað, og geysispennandi keppni í nokkrum greinum. Hrafnhild- ur Guðmundsdóttir, ÍR, var aðal „stjarna" kvöldsins, setti tvö íslandsmet í bringusundi og sigraði auk þess Ágústu Þorsteinsdóttur í 100 m. skrið- sundi. Þá kom Pétur Krist- jánsson mjög á óvart með að sigra Guðmund Gíslason í 50 m. flugsundi. Hrafnhildur bætti met sín tals- vert í bringusundinu, en hún setti bæði metin í sama sundinu, 100 m bringusundi. Millitími var tek- inn eftir 50 m. og synti Hrafnhildur þá á 38.0 sek., en eldra met henn- ar var 38 7 sek. í 100 m fékk hún tímann 1:22.5 mín., en eldra met hennar var 1:23.6 mín. Þetta er mjög athyglisverður árangur og Hrafnhildur sannaði það enn betur s?ðar um kvóldið, að hún er í mik- illi framför sem sundkona. Einvígi hennar við Ágústu Þor- steinsdóttur í 100 m. skriðsund inu var aðalviðburður kvöldsins, og mátti ekki lengi á milli sjá hvor færi með sigur af hólmi. Undir 'okin tókst Hrafnhildi að tryggja sér nokkra forustu og sigraði á 1:08.0 mín. og stórbætti með því árangur sinn. Ágústa syntj á 1:08.9 mín. — sem reynd- ar er langt frá hennar bezta tíma — en hún hefur lítið sem ekkert æft frá < sumar. Þriðja í sundinu varð Margrét Óskarsdóttir frá fsafirði á 1:14.9 mín. — sem, er mjög athyglisverður árangur hjá 14 ára stúlku. í 200 m. bringusundinu var hörkukeppnj eins og alltaf milli hinna jöfnu bringusundsmanna okkar. Sigurður Sigurðsson frá Akranesi tók í upphafi forustuna, og hélt henni mest_ allt sundið. Einar Kristinsson, Á, fylgdi þó fast eftir, ug á síðustu 25 metron- um renndi hann sér fram úr Sig- urði og sigraði örugglega. 1 og sigrafö Ágústu í 100 m. skriSsundi Hrafnhildur Guðmundsdóttir — tvö ný íslandsmet. Guðmundur Gislason virtist ekkj í eins góðri æfingu nú og oftast áður. Hann sigraði í 100 m. skrið- sundinu og einni mínútu sléttri — eða langt fr& sánum bezta árangri — og í 50 metra flugsundinu beið hann lægri hlut fyrir Pétri Krist- jánssyni, sem reyndar er methafi í þeirri grem, enJPétur hefur að næstu lagt keppnissund niður, og ekki æft, eins og þarf til að standa í keppni. Timi Péturs í sundinu var 30.7 sek. og var sigri hans fagn- ao mjög. Guðmundur synti á 31.5 sek. Þá fór einnig fram sýning í dýf- irgum undir stjórn Valdimars Ömólfssonar og tókst hún ágæt- lega og vakti mikla athygli. Helztu úrslit í mótinu urðu þessi: 100 m. skriðsund: L Guðm. Gíslason, IR 60.0 2 Þorsteinn Ingólfsson, ÍR 63.3 3. Guðm. Sigurðsson, ÍBK, 64.4 4. Erling Georgsson, SH 65.7 100 m. bringusund drengja: 1. Ólafur B. Ólafsson, Á 1:21.0 2. Sig. Ingólfsson, Á 1:23.5 3. Grétar Bjarnason, SA 1:24.6 4. Benedikt Valtýsson, SA 1:27.5 SVISS í kvöld- Annar leikur íslenzka liSs- ins í heimsmeistarakeppninni í handknattleik verður í kvöld og leikur ísland þá gegn Sviss — og veröur það sennilega úr- slitaleikur um það hvort liðið kemst í milliriðil í keppninni. Leikurinn hefst kl. 6.30 eftir íslenzkum tímaog verður í Wiesbaden Blaðinu er ekki kunnugt um það hvernig ís- lenzka liðið verður skipað, en það verður svipað og gegn Dönum í gærkvöldi með þeim breytingum þó, að Hjalti Ein- arsson kemur í markið, og Kristján Stefánsson í framlín- una. Sýndar voru dýfingar af háu bretti, og hér sést ein stúlkan í handstöðu á brettinu. 100 m. brir.gusund kvenna: 1 Hrafnh. Guðmundsd. ÍR 1:22.5 2. Sigrún Sigurðard., SH 1:28.3 200 m. bringusund karla: 11. Einar Kristinsson, Á 2:46.3 2 Sig. Sigarðsson, SA 2:47.4 3 Guðm. jamúelsson, SA 2:48.9 4. Hörður Finnsson, ÍR 2:51.0 50 m. SKi-Öisund drengja: 1. Guðmundur Harðarson, Æ 30.3 2 Davíð Valgarðsson, ÍBK 30.5 S Þröstur Jónsson, Æ 31.3 4. Kári Þórðarson, Á 32.5 50 m. flugsund karla: 1. Pétur Kristjánsson, Á, 30.7 2. Guðm. Gíslason, ÍR, 31.5 3. Guðm. Sigurðsson, ÍBK, 34.0 50 m. skriðsund telpna: 1. Margrét Óskarsdóttir, ÍBÍ, 33.6 2. Inga Geirlaugsdóttir, SA, 39.5 3. Lilja Sveinsdóttir, SA, 41.5 50 m. bringusund telpna: • 1. Sigrún Jóhannsdóttir, SA, 42.4 2. Kalbiún Guðmundsd. ÍR, 45.4 3. Ólöf Bjömsdóttir, UMFR, 56.0 4. Stefanía Guðjónsd., ÍBK, 46.5 50 m. baksund drengja: 1. Davíð Valgarðsson, ÍBK, 37.5 2. Sigurður Ingólfsson, Á, 37.7 3. Guðm. Harðarson, Æ, 39.2 4. Þröstur Jónsson, Æ, 40.2 4x50 m. bringusund karla: 2. Sveit Ármanns 2:23.3 1. Svelt ÍR 2:22.6 3. Sveit KR 2:31.0 Viöbí'agðið í 100 m. skriSsundinu. Ágústa Þorsteinsdóttir er nær myndavélinni, en Hrafnhildur Guðmundsdóttlr fjær. Ljósmyndir Tíminn. Guðjón Einarsson. Landskeppni , i I gær hófst í Moskva lands- keppni í skautahlaupum milli Sovétríkjanna og Noregs og var í gær keppt í tveimur greinum, 500 m. og 5000 m. Eins og við var búizt hafa Sovétríkin forustu í keppninni eftir fyrri daginn, og var það einkum spretthlaupið sem gerði útsláttinn. Heimsmethafinn Grisjin sigraði örugglega í 500 m. hlaupinu, og hinn eini, sem komst eitthvað ná- lægt tíma hans var landi hans, Oleg Sjabarov, sem hljóp í síðastaj riðlinum. Eini Norðmaðurinn, sem| sigraði sovézkan hlaupara í sam- biaupi í riðli var Thorstein Seier-j sten, sem sigraði Nikolaj Stjel- baum. í 500 m. hlaupinu stóðu Norð- menn sig betur og áttu þar meðal annars annan, þriðja og fjórða mann. Sigurvegari var Kositsjkin á 8:14.9 mín. 2. Seiersten á 8:24.9 3 Fred A. Maier á 8:26.2 mín. 4. Knud Johannesen á 8:29.8 mín 5. Stjelbaum á 8:31.7 min. 6. Khabi- bulin á 8:31.8 mín. 7. Merkulov á 8:31.9 mín. 8. Sogge, Noregi, á 8:35.0 mín. 9. Boris Stenin, Sovét, á 8:36.0 mín. og 10. Kotov, Sovét, á 8:36.8 min. i Norskt há- stökksmet Á norska meistaramótinu í at- rennulausum stökkum, sem háð var í Bergen sl. sunnudag, setti Svein Hove öHum á óvænt nýtt, norskt met í hástöMri án atrennu, stökk 1.74 metra, en það er bezti árangur, sem náðst hefur í þessari grein í heiminum. Johann Chr. Evandt, sem átti eldra nor'ska met- ið, varð annar, en hann sigraði í langstökki án atrennu, stökk 3.47 metra. Sæmdur gull merki K.R.R. S.l. mánudag hélt Knattspyrnu- ráð Reykjavíkur 1400. fund sinn, en ráðið hefur nú starfað í nærri 42 ár. Á fundinum sæmdi ráðið Harald Gíslason gullmerki ráðsins fyrir langt, og fórnfúst starf að knattspyrnúmálum höfuðstaðarins. Haraldur Gíslason hefur um langt árabil verið einn af forystu- mönnum K.R., var lengi formaður knattspyrnudeildar félagsins, og átt sæti í K.R.R. síðan 1953 og verið eitt árformaður. Síðustu árin hefur Haraldur átt sæti í landsliðs- nefnd K.S.Í. AUs hafa 11 forystumenn knat'- spyrnumálanna verið sæmdir gull- merki K.R.R.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.