Tíminn - 02.03.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.03.1961, Blaðsíða 1
Áskriffarsíminn er 1-23-23 51. tbL — 45. árgangur. LandbúnaSarmál — bis. 4. Finuntudagur 2. marz 1961. Framsóknarflokkurinn mun bera fram tillögu um að fram fari um samnmga Kjarval var á ferð í bænum meS tvo til reiðar í gær, sendi- ferSabíl, fullan af málverkum og leigubil frá BSR. Staðnæmzt var við íþróttahús Jóns Þorsteinssonar og eitt málverk skilið eftir þar. Síðan hélt meistarinn með fríðu föruneyti heim tii Hafliða Helgasonar, Hverfisgötu 39 og skildl þar eftir annað málverk, og loks hélt hersingin að vinnustofu meistarans Túnunum, og þar var stærri myndin tekin.. Hin er tekin við íþróttahús Jóns Þorsteinssonar. (Ljósm.: TÍMtNN, GE.). Eysteinn Jónsson segir um landhelgismálið: Uppgjafarsamningurinn verri en nokkurn hafði órað fyrir - þá er ríkisstjórnin hyggst gera við Breta um landhelgismálið Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur ákveðið að bera fram tillögu um, að fram verði látin fara þjóðaratkvæða- greiðsla um samninga þá, sem ríkisstiórn íslands hyggst gera við Breta um landhelgismálið, í svo miklu hagsmuna máli og afdrifaríku er tvímælalaust rétt og skylt, að þjóðin fái að kveða upp sinn dóm og afl atkvæða kósningabærra manna ráði úrslitum þess. Ætla má, að þjóðarviljinn fari ekki saman við vilja núver- andi ríkisstjórnar í þessu máli, ef marka má þjóðarviljann af hinum f jölmörgu fundarsamþykktum, undirskriftum og áskor- unum, sem borizt hafa um málið. Réttur þjóðarinnar til að kveða upp dóm sinn í þessu máli, hlýtur þó fyrst og fremst að grundvallast á því, að þeir flokkar, sem nú fara með völd í landinu, lýstu því yfir fyrir síðustu kosningar, að slíkir samningar sem nú standa fyrir dyrum, myndu aldrei gerðir, og áform þeirra í málinu væru þveröfug við það, sem nú á að gera. Ætla má og, að þjóðin hefði ekki veitt þessum flokk- (Framhald á 2. síðu.) Brugg og brennivín tekið í Borgarnesi Lögreglaa gerÖi húsrannsókn hjá tveimur mönnum og fanntöluvert magn í fórum ^eirra Blaðamaður frá Tímanuml heimsótti Eystein Jónsson al- þingismann í sjúkrahúsið í gær, og barst þá talið eðlilega j að seinustu stórviðbur'ðunum í landhelgismálinu. Pór þlaða maðurinn fram á, að Eysteinn segði álit sitt á málinu og fórust honum orð á þessa leið: — Þessi uppgjafasamningur er jafnvel ennþá verri en við, sem verst trdystum ríkisstjórn inni, höfðum óttazt. Hér er gert tvennt í senn: Bretum hleypt inn í landhelg- ina að nýju og hendur þjóðar innar bundnar í landhelgis- málinu framvegis. Engum hef ur dottið í hug, aö annað eins kæmi til mála. Á móti kemur ekkert, því að óhugsandi var, að Bretar hefðu getað fiskað í land- helginni áfram við herskipa- vernd, og grunnlínuraa'r gát- um við rétt sjálfir. Örðugt er að sjá, hvað rek- ið getur íslenzka menn til að gera svona samninga. Eg læt í ljós það traust á þjóðinni, að hún bregðist við nú þegar og reisi slíka öldu gegn málinu, að ekki verði tal ið fært að halda því til streitu. Þetta er hægt, ef menn liggja ekki á liði sínu en láta í þess stað skoðanir sínar óhikað í ljós. Fyrir komandi kynslóðir í landinu veltur meira á því en nokkru öðru, hvernig ræðst um fiskveiðilandhelgina. Það er mögulfegt að bjarga frá því stórkogtlega áfalli, sem landhelgissamningurinn við Breta hlyti að verða, en það er aðeins með því móti að almenningur um land allt rói gegn málinu nú þegar svo kröftuglega að málið verði lagt til hliðar. En menn verða að bregðast skjótt og skörulega við með fundahöldum og ýmsu öðru móti, því að tíminn er naum- ur — en sigurinn líka vís, ef allir fara af stað, sem sam- stöðu eiga gegn þessum samn ingi. Á sunnudag var gerð hús- rannsókn hjá tveimur mönn- um í Borgarnesi, sem grunaðir voru um bruggun áfengis og sölu brennivíns. Við leitina i fannst töluvert magn af öli, ! sem enn var í gerjun og sömu- Jleiðis eitthvað af brennivíni. Var allt gert upptækt, og er j málið í rannsókn. ’ i Nánari tildrög urðu þau, að á laugardagskvöldið voru róst ur meö drukknum mönnum í bænum, og var lögreglan köll uð á vettvang. Deiluefni mann anna var brennivínsflaska, sem haldið var fram, að keypt hefði verið eftir ólöglegum leiðum. Af þessu hjali mannanna fékk lögreglan pata af því, að ekki væri allt með felldu og grunaði, að óleyfileg sala hefði farið fram á bruggi og brennivíni. Gerði lögreglan (Framhald á 2. srtSu.l Skógarþröstur á hestbaki í gærdag sá Krlstján Magnús- son á Ferjubakka í BorgarfirSi óvanalega sjón. Var það skógar- þröstur, sem gerSi sér það aS leik að flögra milli hesta, sem voru á beit, og setjast á bakið á þeim til skiptis. Var þrösturinn á vappi þarna í Haganum, en er honum fannst búpeningur gerast helzt til nærgöngull við sig, brá hann á leik og settist á bakið á skepnunum og sat þar sem fast ast, þótt þær hlypu um og hristu sig. Hafði Kristján góða skemmt- un af og taldi þetta ánægjulegan vorboða. Líklega er hér þó frek ar um að ræða eftirlegukind, sem ekki hefur fyigt félögum sínum til hinna heitari landa, er syrla tók í álinn hér á okkar kalda Fróni. Mun það oftar hafa komið fyrir, að skógarþrestir hafa sézt á þessum tíma árs uppi í Borgar- firði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.