Tíminn - 02.03.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.03.1961, Blaðsíða 3
I TBíf'M IN N, fimmtudagiim 2. marz 1961. Móbútóhermerm ganga Lúmúmbasinnum á hönd Belgar þverskallast vitS afi fara frá Kongó án skilyrða Leopoldville 1.3. (NTB) Það var tilkynnt í Leopold ville í dag, að kongóskar her- svejtir, sem voru í Miðbaugs- fylkinu í Kongó albúnar til þess að ráðast gegn Lúmúmba sinnum í Oríentalfyikl, hafi gengið Lúmúmbasinnum á hönd. Einn af talsmönnum' SÞ í Leopoldville skýrði svo frá í dag, að kongóskir her- menn undir stjórn Mobútú í Cocaitville í Miðbaugsfylkinu hafi fylkt liði burt frá borg- inni og hrópað slagorð Lúm- úmbasinna. Er hér bæði um að ræða lögrcglu- og herlið. Móbútú ofursti hefur undan farnar vikur dregið .saman mikið lið í Miðbaugsfylkinu til þess að hefja þaðan árásir á Lúmúmbasinna. Hersveitir Lúmúmbasinna í Stanleyville eru nú hins vegar komnar inn í Miðbaugsfylkið og þrálátur orðrómur hefur verið uppi um það að Móbútú gengi illa að hafa hemil á mönnum sínum. Lúmúmbahermenn, sem tóku Lúlúaborg I Kasai á dög unum ,eru nú famir frá borg inni og er hún nú í höndum hersveita SÞ. Mótj kommúnzstum og SÞ. Jósef íleó, forsætisráðherra Leopoldvillestjórnar sagði frá því í dag, að hann vonaðist til, að Antoine Gízenga, for- ingi Lúmúmbasinna, kæmi til ráðstefnu leiðtoga í Kongó, sem halda skal á Madagaskar innan skamms. Talsmaður stjórnarinnar í Katanga sagði, að herbanda- lag það, sem nú hefði verið myndað milli Tshombe, Kal- onji og íleó, væri ekki stefnt gegn Gísenga, heldur komm- únistahættunni og SÞ. Mikil mótmælaganga var farin í Lúlúaborg í Kasai í dag. Segir talsmaður SÞ, að fólkið hafi krafizt þess, að einn af liðsforingjum Lúm- ú'mbasinna, sem fangelsaður hafðj verið, yrði látinn laus. Hins vegar segir íleó í Leo- poldville, að ganga þessi hafi verið sér til dyrðar. íleó tók undir orð Tshombe um her- bandalág þeirra. Það er gegn kommúnistum, við erum 200% á móti þeim. Við munum leysa málefni Kongó án íhlutunar erlendis frá. Talsmaður SÞ í Leopold- ville skýrði frá því, að enn væru unnin ódæðisvérk af kongóskum hermönnum gegn starfsmönnum SÞ í landinu. Tshombe verndari Belga. Eyskens, forsætisráðherra Belgíu, og Wigny, utanríkisráð herra, hafa sett fram sjón- armið sín varðandi þá ákvörð un Öryggisráðsins, að allir j Belgar verði tafarlaust á brott | frá Kongó. Hammarskjöld hefur snúið sér til belgísku stjórnarinnar með þessar kröfur í nafni SÞ. Svar belgísku stjórnarinnar er í þremur liöum: 1) Heitið er að kalla þegar heim einstaka hernaðarráðu- nauta, sem kunna að vera í Kongó. 2) Belgíska stjórnin mun semja við Tshombe um að hann verndi eignir belgískra borgara í Katanga, eftir að belgískir hremenn, sem nú eru í Katanga, verða á brott. 3) Belgíustjórn er reiðubúin að ræða við Hammarskjöld um hugsanlega heimköllun belgískra ráðgjafa og tækni- fræðinga, sem eru i Kangó á vegum stjórnarinnar í Leo- poldville. Hins vegar er það skoðun belgísku stjórnarinn- ar, að stjórnin í Leopoldville eigi að ákveða þetta atriði ein. Danir sigruðu íslend- inga-11 marka munur Fjórða heimsmeistarakeppn- inin í handknattleik hófsi í Vestur-Þy7kalandi í gær- kvöldi. Setning keppninnar fór fram í Vestur Berlín og var mjög hátíðleg. Síðan hófst leikur Þjóðverja og Hollend- inga og sigruðu Þjóðverjar með 33 mörkum gegn sjö. Þrír aðrir leikir voru háðir í gærkveldi í keppninni. í Karlsruhe léku fslendingar við Dani og fóru leikar svo, að Danir sigruðu með 24 mörkum gegn 13. í hálf-leik stóð 9—6 íyrir Dani, og þeir juku jafnt og þétt markatöluna. Um tíma Árás á stúlku á Nesveginum Árásarmaðurinn forðað! sér á hlaupum, er leigubíl bar að ! Um sexleytið á þriðjudags-1 Leigubíl bar að morguninn var ráðizt á norskaj Stúlkan reynúi að þiópa á hjálp stúlku á Nesvegi, þar sem hún í síðari hálfleik stóð 20—10 fyrir Dani. Einn danski leikmaðurinn skoraði fjögur mörk, en þrír skor- uðu þrjú mörk hver. Danska út- varpið gat ekki um það í gærkveldi hverjir skoruðu fyrir ísland. Á undan leik íslands og Dan- merkur fór fram leikur milli Tékka og Japana í sömu borg. Tékkar unnu mikinn yfirburðasi-gur, skor uðu 38 mörk gegn 10. Stuttgart 1. 3. NTB. — Norð- menn töpuðu fyrir sænsku heims- meisturunum með 15 mörkum gegn 11 í heimsmeistarakeppninni í handknattleik, sem hófst í Vestur- Þýzkalandi í gærkveldi. í hálfleik höfðu Svíar skorað 11 mörk gegn 5. Svíar sýndu miklu betri leik all- an tímann, jafnt hvað tækni sem hraða snerti. Sig-urinn var verð- skuldaður, en minni en búizt var við m-est vegna þess, að leiðtogi sænska liðsins lét nokkra af beztu (Framhald á 2. síðu.) Kennedy stofnar friðardeild Vænti góírar sambúftar vií Sovétríkin og batnandi hags heima fyrir Washington 1.3. (NTB) Kennedy, Bandaríkjaforseti hélt fund með blaðamönnum í dag. í upphafi skýrði for- setinn frá því, að hann hefðj ákveðið að stofna eins konar friðarherdeiid ungra manna og kvenna í Bandaríkjunum, sem kaupiaust skyldi vinna í þágu vanþróaðra landa. Eg vona, sagði forsetinn, að a.m. k. fjmm hundruð manns verði í þessari herdeild áður en þetta ár er á enda. Forsetinn skýrði frá heim- sókn Adenauers, kanzlara V- Þýzkalands, vestur um haf 12. apríl nk. og kvaðst fagna komu hans og að fá tækifæri til þess að ræða við hann. Gat forsetinn þess, að hann myndi nýbúinn að eiga viðræður við MacMillan forsætisráðherra Breta, er Adenauer kæmi vestur. Vill stuðla að betri sambúð. Kennedy ræddi um ástand- ið í landvarnarmálum og sagði m.a., að landvarnar- ráðuneytið hefði farið þess á leit við sig, að hann styrkti þær herdeildir, sem búnar ei-u eldri gerðum af vopnum. Forsetinn sagðist hins vegar vilj'a leggj a áherzlu á það, að þetta breytti í engu afstöðu Bandaríkjastjórnar til þeirra. Þetta breytir í engu stefnu Bandaríkjarina í landvarnar- málum, sagði forsetinn. Þetta miðar aðeins að því að styrkja aðstöðu okkar. Forsetinn var að því spurð ur, hvort hann héldi, að á- greiningur Sovétrikjanna og Kína gæti orðið til þess að bæta sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Forsetinn vildi ekki svara þessu beint, en sagði, að hann vonaði að svo góð sambúð ríkti með Bandaríkjunum og Sovétríkj- unum að þjóðir heims gætu lifað í 'friði og öryggi. Sagði Kennedy að hann athugaði nú leiðir til þess að bæta sam búð ríkjanna til þess aö draga úr spennu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði og, að stjórn sín undirbyggi nú nýjar til- lögur um afvopnun og hann kvaðst vona að áfram yrði lagt bann við notkun kjarn- orkuvopna. Horfir til hins betra heima fyrir. Kennedy sagðist vona, að allar meðlimaþjóðir Atlants- hafsbandalagsins legðu sitt fram til þess að standa undir kostnaði við hinar sameigin- legu varnir og hjálp til van- þróaör^ ríkja. Kennedy sagði, að þegar hefði verið samið um aðstoð Vestur-Þýzkalands við vanþróuð lönd og gilti sá samningur 1 eitt ár. Forsetinn var að því spurður, hvort þessi aðstoð væri þá alveg úr sögunnj og svaraði hann því til, að ekkert frekara væri á- kveðið. Forsetinn sagði, að efna- hagskerfi Bandaríkjanna hefði verið illa komið, en hánn vonaðist til að betri dagar væru framundan. Sagði hann að í þessum mánuði hefði hætt gullflóttinn frá Banda- ríkjunum og væri þess að vænta, að vegur dollarans færi nú vaxandi að nýju. Forsetinn vék að ástandinu í Kongó og kvað það uggvæn legt. Hann sagði, að Banda- ríkin myndu h’alda fast við framkvæmdir Öryggisráðsins í Kongó. Um Alsírmálið sagði forsetinn, að hann vonaðist til, að viðræður þeirra de Gaulle, Frakklandsforseta, og Bourgiba, Túnisforseta, bæru árangur. Mélmæla svikum Fundur í stúdcntafélaginu hald- ir.n í gærkvöldi, mótmælir ákveðið svikum ríkinstjórnarinnar í land- Iielgismálínu. var á leið til vinnu á Seltjarn- arnesi. Svo vel vildi til, að leigubíl bar að í þeim svifum, er árásarmaðurinn veittíst að stúlkunni, og stökkti honum á flótta. Svo sem fyr'r segir var stúlkan á leið til vinnu. Einhvers staðar á Nesveginum v-eitti hún því eftir- tekt, að maSur hélt í humáttina á eftir henni. Greikkaði maðurinn brátt sporið, náði stúlkunni og þreif til -hennar. Stúlkan sa-gði hon um að hafa sig á brott, en maður- inn svaraði einhverju tuldri, sem hún ekki skildi, hárreytti hana ogj greip fyrir kverkar henni. en kom ekki upp hljóði vegna kverkataksins. í þessum svifum bar að leigubíl, og er árásarmaður- inn varð bílsins var, forðaði hann sér hlaupum og hvarf sýnu-m. Bílstjórinn bauð , stúlkunni að aka h-enni heim, hvao hún þáði með þökkum. Óku þau síðan um ná- grennið, en ekki sást tangur né tet- ur af árásarmanninum. Stúlkan lýsir manni þessum svo, að hann hafi verið ungur, klæddur ljósum regnfrakka, og einn fingur annarrar h.andar var reifaður. Þeir, sem upplýsingar gæhr gefið varðandi málið, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til lögreglunnar. Róðrar hafnir í Vestmannaeyium \ Verkfalli-nu aflýst í gær, eftir aí samkomulag hafíi náfist vií verkamannafélagiíi Snót Frá fréttaritara TÍMANS í Vestmannaeyjum. Verkfallinu í Vestmanna- eyjum hefur nú verið aflýsf og fóru margir báfar á sjó í gær, þrátt fyrir heldur slæmt veð- ur. Klukkan fjögur í fyrrinótt lauk samningafundi, sem Torfi Hjartarson, sáttasemjari ríkis- ins hélt með deiluaðilum og náðist þar samkomúlag milli verkakvennafélagsins Snótar og atvinnurekenda. Þetta sam- komulag var svo borið undir fundi vsrkalýðsfélaganna í gærdag, og var þar fallizt á samkomul&g Snótar og at- vinnurekenda og verkfallinu þar með aflýst. Samkomula-gið var á þá leið, að verk-akonur fá 19% hæk-kun, miðað við dagvinnu, og þær, sem vinna við fiskpökkun og í þurrkhúsvinnu fá 32% hækkun miðað við dag- kaup. Aðalbr'eytingin er sú, að verkakonur fá greiddan matartíma, og verður dagkaup- við fiskvinnu því nú 157,54 í stað 129,12 áður, þótt tímakaupið teljist aðeins hæk-ka úr 16,14 í 17,06. Þetta samkomulag var samþykkt á Snótarfundi í gær, og á fundum verkamanna-félagsin-s og sjómanna félagsins var’ samþykkt að aflétta samúðarverkföllum og^hefja vinnu á sjó og landi. Hv-erfur nú sem óðast hinn mikli drungi, sem hvílt hefur á öllu at- (Framhald á 2. síðu.) /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.