Tíminn - 02.03.1961, Síða 5

Tíminn - 02.03.1961, Síða 5
TÍMINJtf, fiöMiitudaginn 2. marz 1961. s Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. FramJívœmciastjóri: Tómas Arnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb ), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjómar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: EgiU Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Eru þetta ekki svik? Stjórnarblöðin fárast mjög yfir því í gær, að Tímmn skuli leyfa sér að kalla samningstillögu stjórnarinnar við Breta svik eða þjóðsvik. Satt er það, orðið er Ijótt og því ástæða til að athuga gerla, hvort réttmætt er að nota það. í landhelgisályktun Alþingis, sem var einróma gerð, 5. maí 1959 segir svo: „Þar sem þvílíkar aðgerðir (herhloup Breta) eru aug- lióslega ætlaðar til að knýja íslendmga til undanhaids, lýsir Alþingi yfir, að það telur íslaad eiga ótvíræðan rétt til 12 mílna fiskveiðilandhelgi, að afla beri viðurkenn- ingar á rétti þess til landgrunnsino alls, svo sem stefnt var að með lögunum um vísindaiega vemdun fiskimiða frá 1948, og að ekki komi til má'a minni fiskveiðiland- helgi en 12 mílur frá grunnlínum umhverfis Iandið“. Nú hafa sömu flokkar og sóru þ^ð á Alþingi 1959 að víkja í engu frá 12 mílum „umhverfis landið“ boðið Bret- um inn að sex mílum og vilja afhenda þeim næstu þrjú ár stór veiðisvæði innan 12 mílna. Hvað kallast slíkt annað en svik’ Er annað nafn til yfir það? í stað þess að „afla viðurkenningar á rétti íslands til landgrunnsins alls“, eins og þeir hétu að vinna að, vilja þeir afsala rétti íslendinga til lanugrunnsins alls og fá Bretum og alþjóðadómstóli úrskurðarvald um frekari út- færslu, meira að segja tilkynna Bretum það með góðum fyrirvara. Þessir sömu menn vissu það 1958, að herhlaup Breta var gert til ,,að knýja íslendinga til undanhalds11, og þótt þeir hétu að standa fast gegn slíku. hafa þeir nú lotið ofbeldi Breta. Það er meira en svik — það er þjóðhættu- legur lydduskapur. ,MikíIvægt fyrir Breta‘ Það er helzta haldreipi stjórnarblaðanna í gær til gyll- ingar á þjóðsvikum sínum, að Bretar telji samningstillög- una sér mjög óhagstæða, og birta þau fyrirsagnir úr brezkum blöðum því til staðfestu. Þ?tta er alrangt, Bretar eru hinir gleiðustu, þótt þeir láti sem þetta sé mikill hnekkir miðað við gullöld þriggja mílnanna Dagblaðið Vísir hefur eftirfarandi orð í gær eftir fyrirlesara brezka útvarpsins: „Hann kvað það hins tegar mikilvægt fyrir Breta, að íslendingar fallist á að færa ekki landhelgina út frekar nema tilkynna Bretum með missiris fyrirvara". Brezkir útgerðarmenn og Soames ráðherra lýstu og sameiginlega yfir samkvæmt Reuiers-fregn sem Mbl. hefur ekki birt, að þeir styddu þetta einkum vegna þess, að með þessu atriði „væri staðfest trygg regla um þessi mál í framtíðinni“. Þetta er það, sem Bretar meta mest, enda er það ís- lendingum langhættulegast og felur í sér slíkt afsal sjálfs- forræðis, að ríkisstjórn fullvalda þjoðar getur ekki fallizt á það, nema setja á sjálfa sig þjóðsv’kastimpil. ^Handbendi heimskommúnismans' Mbl. birtir mynd af forsíðu Tímans í^gær og telur sig fá þar skýlausa sönnun fyrir því að verið sé að gera Framsóknarflokkinn að „fullkomnu handbendi heims- kommúnismans". Hvað skyldi þá nafa verið á þessari Tima-síðu, sem var svona skýlaus sönnun? Það var, að Tíminn taldi það svik við þjóðina i landhelgismálinu að hleypa Brétum inn að sex mílum og afsala sjálfsákvörðun- arrétti um frekari útfærslu. Skyldi monnum ekki finnast McCarthy-isminn vera farinn að færast upp í Mbl.-bekk- inn, þegar hörð íslenzk afstaða í landhelgismálmu er talin jafngilda því að ganga heimskommúnismanum á hönd’ Andstaða bindindismanna hið eina, sem að gagni kemur í Morgunblaðinu 16. þ.m. eru tvær greinar um áfengismál. Sú fyrri greinir' frá frétt í sænslka stór- blaðinu Dagens Nyheter og hefur að yfirskrift: „Álit Svía: Ölsölu á að auðvelda". Hin er eftir Kar'l Halldórsson og heitir: „Vandræða löggjöf á vegamótum." Ég vil leyfa mér að gera smá- vægilegar athugasemdir við þessar greinar, einkuro þá síðari. Fyrri greinm „Álit Evía: Ölsölu á að auðvelda" er frösgn af frum- varpi, sem lagt er- fram í sænska þinginu, og eru fyrir sagnir þessar: „Skaðleg áhrif öls' lítil. Sala öls gerð einfaldari. Héraðsbönn af- numin.“ Síðar í gr'eininni stend- ur: „Áhætta af áfengisneyzlu sem ávana, ofdrykkju, alkóhólisma og króniskum áhrifum er lítil þegar um öldrykkjú er að rœða.“ Allt ber þetta að sama brunni, að áfengi sé aldrei skaðlaust, aðeins mis- munandi mikið, enda fráleitt að öl sé að nokkru leyti hollar'a þótt blandað sé alkoholi, eins og sumir hafa viljað halda fram. Efni hins sænska frumvarps virðist túlka á mjög skýran og á- kveðinn hátt viðhorf áfengisunn- enda til áfengismála yfirleitt bæði hér á landi og annars staðar. Og er Karl Halldórsson ágætur fulltrúi þeirra manna. Hann segir í upphafi greinar s'innai’: „Mér finnst þeim hljóti að förl- ast, sem halda að íslendingum hæfi ekki fullt -frelsi.“ í fyrstu var mér ekki alveg ljóst við hyers. Jfpiyar . frelsi hann átti, en er ég hafði lesið greinina til enda, komst ég. að því, að það var aukið frelsi í áfengismálum. Það er að segja bruggun „sterka bjórs- ins“ og fleiri útsölustaðir, og þá vitanlega bæði með bjór og brenni- vín. Þessi rökvilla viiðist nokkuð ailgeng, og má merkilegt heita eins og hún stangast á við alda gamla reynslu. Það er talið að aldrei hafi verið meiri drykkju- skapur hér á landi, en þegar allir hinir dönsku kaupmenn höfðu brennivínstunnu á stofckum í búð sinni og seldu hverjum sem hafa vildi. Ég man nú orðið aftur í tímann meir en hálfa öld.. Og allan þann tíma hefur drykkjuskapur farið vaxandi með þjóðinni. Áfengisunn-| endur hafa sýknt og heilagt klifað á, að aukið frelsi í áfengismálum, meira vín og fleiri útsölustaðir,; leystu allan vanda, því fleii'i semi drykkju, því betra, þá skapaðist hér drykkujmenning eins og með öðrum siðmenntuðum þjóðum. ! Ég er svo glámskyggn, að ég hef enn þá ekfci komið auga á þessa „drykkjumenningu". En ég hef séð drykkjuskap aukast jafnt og þétt, séð unga og ágætlega gefna menn verða að áfengissjúkum auðnuleys- ingjum. Karl Haildórsson fuiðar sig á því, að 'hin svokölluðu félagsheim- ili skuli ekki hafa fengið vínsölu- leyfi og segir: „Þar skal áfengi 'aldrei haft um hönd. — Maður skyldi nú ætla ao þetta væru fyrirmynd- arhús vaiðandi siðgæði og ann an menningarblæ, þegar þar væru haldnar samkomur. —| — Þar sem ég þekki til, flæðir; úr flestum vösum rótsterkt á- fengi. Ungir og aldrað.ir eru þarna samferða." Þessi lýsing er í flestum atriðum alveg rétt, og ég vil bæta því við að nú þykir tæplega forsvaranlegt að halda opinbera skemmtisam- komu nema að hafa á staðnum þrjá eða fjóra einkennisklædda lögreglumenn. Og talar það vissu- ! lega sínu máli hvernig ástandið er. , En ég hefði viljað spyrja? Dettur' | nokkrum manni í hug að hér yrði j breyting á, þó viðkomandi félags- heimili hefði vínsöluleyfi? Hvernig maetti það ske? Ég var vel kunnugur skemmtana lífi fólks upp til sveita eins og það gerðist á öðrum og þriðja tug þess- arar' aldar, og þá var það alveg við- burður ef maður sást undir áhrif- um áfengis, og skemmti fálk sér þá ekkert síður en nú. Ungmenna- félögin sbóðu fyrir flestum skemmt unum á þessum árum, eins og þau gera að nokkru leyti enn. En þau höfðu bindindi á stefnuskrá sinni og mun margur unglingur hafa j búið að því alla ævi, því máltækið segir: „Hvað ungur nemur, það gamall temur.“ Nú eru margar þær skemmtisamkomur, sem ungmenna félögin standa að, hreinar og bein- ar drykkjumanna samkomur, þar sem ýmislegt ófagurt ber fyiir ; augu. Karl Halldórs’son og ýmsir fleiri kvarta undan hversu áfengi sé dýrt og telja að það auki heima- brugg og áfengissmygl. Vissulega er áfengi dýrt og hvergi jafn okur dýrt sem í veitingahúsum, jafnvel öl er þar tvofalt til þrefalt dýr- ara en í venjulegum búðum. Og hvað heimabruggi og smygluðu áfengi viðvíkur, þá hefur hvort tveggja, sennilega, alltaf átt sér’ stað hvaða verð sem var á vínum. Og þó verð á áfengi yrði lækkað og útsölustöðum fjölgað, myndi hvorutveggja halda áfram að lifa í landinu. Svo er áfengi ekki eina smyglið, því að ýmsum öðr- um vörum er reynt að koma fi'am hjá tollgæzlunni, og er það kunn- ugra en frá þurfi að segja. Og þó að lög séu brotin, geta þaU átt fullan rétt á sér, þrátt fyr'ir það. Það er talið að engin lög séu brot- in jafn almennt og skattalögin, og þó dettur engum í hug að afnema þau með öllu. Hinn mikli áhugi áfengisunn- enda fyrir áfengu öli, er vart skilj- anlegur, þegar það er haft í huga hversu margir unglingar eru ákaf- lega veikir fyrir, þegar áfengi er annars vegar. Engin rök virðast duga til að sannfæra þessa menn, enda þótt hvarvetna blasi við ó- hugnaður áfengisneyzlunnar'. Jafn rökföst og athyglisverð grein eins og: „Bjór og áfengi“ eftir Helga Ingvarsson, yfirlækni, sem birtist í Morgunblaðinu 25. jan. síðast- liðinn, virðist harla lítil áhrif hafa. Þó er andstaða allra bindindissinn- aðra manna það eina, sem að gagni mætti koma. Áfengisunnendur heimta áfeng- an bjór og meira frjálsræði í á- fengismálum. Þeir heimta meiri völd Bakkusi konungi til handa, svo öllu réttlæit sé fullnægt! 22.2. ’61 Jón Böðvarsson. frá Grafardal. „Semjum við um 12 mí lur við Grænland? Þannig spyr blað ut-a-iríkis málaráðherrans okkar með risastórri fyrirsögn þ. 9. febr. síöastliöinn. v Sízt skyldu menn þó ætla, að þar gengju menn í vafa og villu um það, hvernig víkj ast skuli við í þessum efn- um. Þar skyldu mienn 6'ízt vænta vanþekkingar á þjóða réttinum, og hver myndi ekki þekkja þar söguna af því, hvemig Esau seldi Jakob frumburðarrétt sinn fyrir baunaskál. Þar vita menn ofur vel, að með því að gera samning vlð Dani um landhelgi við Græn land, mundum vér afneita um aldur og ævi eignar- og yfirráðarétti vorum yfir Grænlandi, en viðurkenna eignar- og yfirráðarétt Dana yfir því — allt óafturkallan- leg glópskustrik. Margsinnis benti hinn á- gæti látni íslandsvinur, dr. jur. Ragnar Lundborg, er bezt studdi okkur í sjálfstæð isbaráttunni — íslenzku þjóð inni á það, að hún (þ.e. ísl. ríkisstjórnin), mætti ekki taka upp nokkra samninga við Dani um Grænland eða um rétt ísl. þegna þar eða við Grænland, nema með greini- legum fyrirvara um það, að yfirráðaréttur íslendinga yfir Grænlandi héldist óbreyttur þrátt fyrir þá samninga. Hið rétta svar íslands við dönskum tilmælum um samn ' ing um landhelgi viö Græn- land, væri að gefa dönsku stjóminni kurteislega, en ótvírætt til kynna, að ísland eigi yfirráðaréttinn yfir Græn landi, þótt Danmörk fari þar nú með stjóm. Enn fremur, að allt sameignarbú íslands og Danmerkur sé enn óupp- gert og óskift, og að um skil Danmerkur til íslands á öll- um þessum málum vilji ís- land semja, og það sem fyrst. , Hvers vegna vill Danmörk | nú semja við erlend ríki um útfærslu landhelgi við Græn land? Ekki af því, að það «é venja, að semja um það yiS erlend riki, ef land breytir breidd landhelgi sinnar. KSa. , myndi íslendingum hugur A, að slík venja kæmizt á? — Hvers vegna er ekki getsð um, að Danmörk ætli sfi I semja við Bretland, Banda- ríkin og Svíþjóð um landhelg ' ina við Grænland? Þetta eru lönd, sem hafa viðurkennl yfirráðarétt Danmerkur yílt Grænlandi eftir fullveldterfí' ! urkenningu felands 1918. En það á að gera samninga 7iS Noreg, fsland, Portúgal, Þýzbr, land. FYakkland og ef W vííi | ítsúiu, og iála þessi lönd, r^.eo | iandheisii.síf&rrmtogurD, ySðtdr kenna vfirráðanBtt TianKie-rk- ur einnar yfir GrtHniainiJ oy innlimun þess í D*mrd5vkv. með dön«ku stjómarskránni 6. júní 1953, sbr btr*a 'efttr- (FraaiiuOd i U. mtoi j

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.