Tíminn - 02.03.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.03.1961, Blaðsíða 7
Ingólfur lofar lánunum í þessum mán. og næsta Landbúna'ðarráðherra svarar fyrirspurnum um lánveitingar úr ræktunarsjóði og bygghgar sjótii sveitabæja Landbúnaðarráðherra svar- aði f gær fyrirspurn frá þeim Páli Þorsteinssyni, Ágústi Þor valdssyni og Daníel Ágústínus syni um lánveitingar úr rækt unársjóði og byggingarsjóði sveitabæja. Fyrirspurnin var svohljóðandi: 1. Verður ræktunarsjóði og byggingarsjóði sveitabæja útvegað nægilegt fé, til þess að sjóðirnir geti veitt lán samkvæmt þeim umsóknum, sem borizt höfðu fyrir síðast liðin áramót og enn eru ó- afgreiddar? 2. Ef svo er, hvenær geta þær lánveitingar hafizt? Páll Þorsteinsson fylgdi fyr- irspurninni úr hlaði. Sag'ö'i hann að sú venja hefði skap- ast um lánveitingar úr sjóðun um, að aðalúthlutun lána hefði farið fram í desember- mánuði, en þær umsóknir, sem seint á árinu hefðu bor- izt og ekki hefði unnizt tími til að afgreiða fyrir áramót hefðu verið afgreiddar síð- ara hluta vetrar í febr.—marz. Margar umsóknir liggja nú fyrir óafgreiddar og kvaðst Dagskrá Alþingis 'Páll ætla að útvega yrði sjóðn um nokkurt fé til að unnt væri að afgreið?, þær á næst- unni. Ingólfur Jónsson sagðist hafa svarað líkri fyrirspurn í umr. fyrir nokkrum dögum og'kvaðst aðeins vilja endur- taka það, sem hann hefði þá sagt, og kvað víst að umsókn- irnar yrðu afgreiddar í marz eða apríl. Umsóknirnar næmu samtals 9.1 millj. króna. Páll Þorsteinsson sagðist fagna því, að ráðh. lýsti yfir að umsóknirnar myndu af- greiddar í þessum mánuði eða hinum næsta og kvaðst mundu treysta því, að það brygðist ekki. Halldór Ásgrímsson kvaðst aðeins vilja vekja athygli á fyrri ummælum ráðherrans um málið, er hann svaraði ó- formlegri fyrirspurn við um- ræðu í neðri deild. Þá sagði ráðherrann, aö sjóðirnir væru sjálfbjarga og þyrftu ekkert nýtt fjármagn til að afgreiða umsóknirnar. Afborganir og vextir bærust sjóðunum á tímabilinu jan.—marz, og það fjármagn kvað ráðherrann myndu nægja til afgreiðslu þeirra umsókna er fýrir lægju og nema um 9 millj. kr. Sagð Utvarpsumræðan um landhelgis- málið er í kvöld ist Halldór vilja efast um að ráðherranum yrði að von sinni hvað þetta snerti. Bænd ur hefðu sjaldan áður haft svo þröngan fjárhag sem nú og því kynni ýmsum að verða erfitt að standa í skilum. Marz og apríll eru miklir út- gjaldamánuðir fyrir bændur vegna áburðar- og sáðkaupa t.d. Halldór kvaðst hins vegar vilja vona, að ráðh. gerði ráð- stafanir ef nauðsynlegt reynd ist, til að afla sjóðunum nýtt (Framhald ó 2. síðu.) Hermann Jónasson, Ólafur Jóhannesson og Þórarinn Þórarinsson tala af hálfp Framsóknar- flokksins Svarta beltið á uppdrættinum táknar veiðisvæði þau, sem Bret ar eiga að fá tll afnota fyrir tog- ara sína næstu þrjú árin. Þetta svæði er samtals 14.487 ferkíló- metrar. Eins og á kortinu sést er kveðið á um það á hvaða tím- um árs Bretar mega veiða á hinum einstöku miðum og það er þegar fiskigengd er mest á hverjum stað. Togaraflotinn mun því færa sig eftir fiskigöngum landið um kring og væntanlega togarar annarra þjóða einnig, því að ríkisstjórninni mun sjálfsagt ekki þykja sæma að verðlauna ofbeidismennina eina. Ákveðið var í sameinyðu þingi í gær, hvernig ræða skyldi þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um samn- inginn við Breta um landhelg ina. Ríkisstjórnin hafði lagt til að ein umræða yrði höfð um tillöguna. Einar Olgeirs- son kvaddi sér hljóðs og fór fram á að um tillöguna yrðu hafðar tvær umræður. Sagði Einar að þar sem hér væri raunverulega um milliríkja- samning að ræða og með sam þykkt tillögunnar yrðu lögin um vísmdalega verndun fiski- miða landgrunnsins gerð ó- virk, væri málið svo mikilvægt að tilhlíðilegt væri að hafa um það tvær umræður. Forseti frestaði fundi þrí- vegis í samtals um 40 mínútur meðan Ólafur Thors ræddi við þá Hermann Jónasson og Einar Olgeirsson um málið og málið rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Eftir þetta þóf féllst stjórnarliðið á að láta tvær umræður fara fram um málið. Ólafur Thors forsætisráð- herra lýsti því yfir, að hann féllist á þá málsmeðferð skv. umboði síns flokks — gekk úr ræðustóli, tók sig síðan á, hljóp í ræðustól að nýju og bætti við — og með heimild Alþýðuflokksins. Hló þá þing- heimur. Fyrri umræðan um tillög- una verður útvarpsumræða og fer hún fram í kvöld, en síð- an verður tillögunni vísað til nefndar og 2. umr. hennar fer væntanlega fram í sam- einuðu þingi nk. mánudag. f umræðunum í kvöld verða ræðumenn Framsóknarflokks ins þeir Hermann Jónasson, Ólafur Jóhannesson og Þór- arinn Þórarinsson. Dagskrá efri deildar Alþingis fimmtudaginn ,2. marz 1961 kl. 1,30 miðdegis. 1. Kornrækt, frv. — Frh. 2. umr. 2. Listasafn íslands, frv. — 2. umr. 3. Iðnaðarmálastofnun íslands, frv. 1. umr. Dagskrá neðri deildar Alþingis fimmtudaglnn 2. marz 1961 kl. 1,30 miðdegis: 1. Almannatryggingar, frv. — Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 2. Raforkulög, frv. — 1. umr. 3. Löggilding bifreiðaverkstæða, frv. — 2. umr. 4. Stofnlánadeild sjávarútvegsins, frv. — Frh. 2. umr. 5. Seðlabanki íslands, frv. — 3. umræða. 6. Landsbanki íslands, frv. — 2. umr. 7. Útvegsbanki íslands, frv. — 2. umr. 8. Réttindi og skyldur hjóna, frv. 2. umr 9. Sala eyðijarðarinnar Þorsteins- staða í Grýtubakkahreppi, frv. 2. umr. 10. Matreiðslumenn á skipum, frv. 2. umr. r 11. Búnaðarháskóli, frv. — 1. umr. 12. Eyðing svartbaks, frv. — Frh. 1 umr. I Dagskra sameinaðs Alþingis fimmtudaginn 2. marz 1961 kl. 8 síðdegis: Lausn fiskveiðideilunnar við BretaJ þáltill — Fyrri umræða (Útvarpsupv ræóa! I tfltifa. . •© j-si G runnöH;:i\nftir -----.Gr'unrinor. ■n UNOfíNfifí<ÍUSVÆ0 BRern \ I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.