Tíminn - 02.03.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.03.1961, Blaðsíða 16
e <(0Sffis »1. Mat. Fhnmhidaginn 2. marz 1961. Blindur fær sýn - eftir 20 ár í myrkri Fagnaðaróp kvaS viS í dag- stofu sjúkrahúss í Stokkhólmi. ÞaS kom frá manni meS bindi fyrir augum. Hann var( aS kveikja í pípunni sinni, og i gegnum bindiS grillti hann IjósiS á eldspýtunni. ÞaS var fyrsti bjarminn, sem hann sá i tuttugu ár. í tuttugu ár hafSi hann verið steinblindur. Það var því ekki furða, þótf Erik Strand ræki upp fagnaðaróp: — Ég sé, ég sé! — Hvað. er það, sem þú sérð? spurði hjúkrunarkonan um leið og hún losaði bindið gætilega frá rugum mannsins og setti í staðinn á hann gleraugu til hlífðar augun- um. — Yður, og þér eruð falleg. Ég myndi biðja yðar samstundis, ef ég ( væri ekki sextugur og þar að auki kvæntur. \ Ör í auga Erik Strand er nieifa en kvænt- ur. Hann hefur átt þrjár konur, og síðasta konan hans beið í gistihúsi fregna af því, hvernig augnaupp- skurðurinn hefði heppnazt. Hann var átta ára drengur, þegar ör lenti í auganu á honum og stórspillti sjóninni. Smám saman tók sjónin á hinu auganu einnig að daprast. ■ Það er ekki fágætt, og af þessum sökum er skemmt auga oft tekið úr, svo að það spilli ekki hinu. Erik Strand átti auðuga ætt- ingja, og litlu áður en hann missti sjónina alveg fór hann í langt feiðalag. Hann var búinn að ferð- ast um tvær heimsálfur, þegar hann varð steinblindur. Þá sneri hann heirn til Svíþjóðar og tók að fást við smábúskap. Hrakfallabálkur Eitt sinn brá hann sér til Stokk- hólms, en þegar hann kom heim, var býli hans brunnið til kaldra kola. Kona hans hafði ætlað að bjarga finnskum fóstursyni þeirra hjóna úr eldinum, en fórst við það. Strand kvæntist í annað sinn og hóf búskap á ný. En, nú tapaði hann aleigunni, og um svipað leyti fékk kona hans heiftúðuga liða- gigt og dó eftir mörg erfið sjúk- dómsár. Og svo birti Árið 1956 tók Slrand sér það fyrir hendur að smíða kassa. Hann vann við sög sína á nóttunni, því að þá var hljótt í kringum hann. Hann efnaðist á kassagerð- inni, og nú kynntist hann ekkju, sem hann kvongaðist litlu síðar. Fyrir foitölur hennar féllst hann á að láta skera upp augun. Fögnuður mannsins var að sjálf- sögðu mikill, þegar hann fékk sjónina aftur. Hann faðmaðj konu sína fast að sér, þegar hún kom til hans í sjúkrahúsið. — Þú ert fallegri en mig óraði fyrir, sagði hann við hana. Kampavín Og svo kom þar, að konan fór með hann út í borgina. Sfrand varð undrandi — svo mjög hafði Síokkhólmur breytzt á tuttugu á’iim. Honum varð starsýnt á vagnana, því að þeir voru stærri og litskrúðugri én hann hafði grunað. Föt stúlknanna og hár/ greiðsla — ijýju byggingarnar — allt var þetta' sem ævintýr. Loks fór Strand með konu sína í veitingástofu, þar sem hann hafði verið orðinn svo kunnugur, að hann gat fálmað sig áfram. Nú gat hann gengið rakleitt fil stúlkunnar, sc-m gekk um beina. Og hann bað um kampavín handa sér og konu sinni. Þýzkur SS-foringi velur stúlkur til undaneldis í kynbótastöð SS-sveitanna. Mannakynbætur nazísta iCvikmynd , um hugmyndir Himmlers Ein af hugmyndum SS-for- sprakkans Heinrichs Himml- ers á velmektardögum nazist- anna var stofnun kynbóta- stöðvar, þar sem klekja átti út fólki til yfjrdrottnunar í þús- und ára ríki nazismans — fólki sem átti að stjórna heim- inum, þegar Hitler hefði lagt hann að fótum sér. í þessum stöðvum áttu verð launamenn úr SS-sveitunum að geta börn við sterklegar, ljóshærðar stúlkur með nor- rænu svipmóti. Börnin skyldu tekin frá mæðrunum, jafn- óðum og þau fæddust, og alin upp í sérstökum borgum við harðræði og strangan aga að hætti Spartverja. Með þess- um hætti bjóst hann við að fá að tuttugu árum liðnum harðfeng, ljóshærð foringja- efni, sem væru laus við alla viðkvæmni, er umhyggjusemi og ástúð fjölskyldulífsins elur af sér, reiðubúin til þess að stjórna heimsríkinu án misk unnar að dæmi Hitlers og hans sjálfs. Nokkur efi þykir leika á því hvort hafizt hafi verið handa íum að stofna þessar ■ eðlunar- | stöðvunar í Þýzkalandi. Gaml j ir SS-menn hafa orðið til þess að mótmæla því, að svo hafi verið. Þetta hafi aðeins verið ráðagerð eða áætlun, er ekki hafi komizt lengra en á papp- írinn. Tilvonandi mæður forlngjaefnanna. í ... . • , GeÖveikisórar um þýzkar hetjur og Ijós- hærtiar, norrænar stúlkur. sem áttu átS ala af sér foringjaefni í kynbótastöfrvum -,*^waM^”^^^^rrirriilllirn-iiTTir,Ttlni Trwrrnrwi"'ii»>iiiii i’i< En hvort sem þaö er rétt eða ekki hefur nú verið gerð kvikmynd af þessum óska- draumi Himmlers og SS-for- ingjanna og það í sjálfu V- Þýzkalandi. Var við gerð mynd arinnar farið eftir skjölum frá sjálfum höfuðstöðvum Himmlers, svo að í megindrátt um ætti þarna að birtast nokk uð sannsöguleg mynd af því; hvernig nazistaforingjarnir hugsuðu sér að koma upp fólki, sem hæfilegt væri til þess að stjórna heiminum. Myndin fær samt ekki góða dóma, því að lausatök þykja á ýmsu í útfærslunni, líkt og þeir, sem létu gera myndina, hafi kveinkað sér við að sýna villimennsku nazistanna í allri sinni nekt. Því hefur verð svo að orði komizt, að Himmler muni ekki snúa sér við í gröf- inni, þegar tekið verður aö sýna myndina, heldur brosa háðslega að linkunni og væmninni. r\ s. ^ - Strekkingur í dag, segir oss veðurstof- an, á að vera sunnan- og suðvestan kaldi eða stinn- ingskaldi með éljagangi og heldur kaldara en var í gær. Erik Strand sér konu sína í fyrsta skipti. Ríkíð beri allan löggæzhikostnað Meðal ályktana, sem síðasti fulltrúaráðsfundur Samb ís- lenzkra syeitarfélaga sam- þykkti er eftirfarandi: „Fulltrúaráðsfundurinn í- trekar fyrri ályktanir sveitar stjórnarmanna um nauðsyn endurskoðunar á lögum um löggæzlumenn og lítur svo á, að ríkissjóði beri aö greiða allan kostnað við löggæzlu í landinii. Þá verði og athugað hvort f^ert sé aö sameina toll gæzlu og almenna löggæzlu. En meðan lögreglumálum er skipað á þann veg, sem nú er, beinir fundurinn þeirri eindregnu ósk til ríkisstjórn- arinnar, .að nú þegar verði staðfestar þær lögreglusam- þykktir héraðanna, sem enn eru óstaðfestar, og grci.t verði fyrir því, að þau sýslu- félög, sem þess óska, igeti fengið fullkomna lögreglu- bíla til afnota við starf lög- gæzlumanna.“ i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.