Tíminn - 02.03.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.03.1961, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, flmmhidagiim 2. man lðfflL.] VETTVANGUR ÆSKUNNAR RITSTJÓRI: JÓN ÓSKARSSON ÚTGEFANDi: SAMBAND UNGRA FRAMSOKNARMANNA Reisum mótmælaöldu gegn svlkum ríkisstjórnarinnar Fundur haldinn í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna, þriðjudaginn 28. febr- úar 1961, mótmælir eindregið svikum rík- isstjórnarinnar í landhelgismálinu. Fundurinn bendir á, að með þessu at- ferli hefur ríkisstjórnin þverbrotið ein- róma samþykkt Alþingis um landhelgis- málið frá 5. maí 1959 og hunzað yfirlýstan vilja meirihluta þjóðarinnar um, að aldrei yrði vikið frá 12 míina fiskveiðilögsögu umhverfis allt landið, og að samningar við Stjórn Sambainds ungra Framsóknarmanna andmælir svikum í landhelgis- málinu og landsréttindaafsali ríkisstjórnarinnar í hendur Bretum. Breta um fiskveiðilandhelgina kæmu ekki til greina. Sérstaklega Vill fundurinn mótmæla því gerræði ríkisstjórnarinnar að afsala rétti Islands til útfærsiu fiskveiðilögsögunnar með einhliða aðgerðum og fá Bretum í hendur íhlutunarrétt um þetta lífshags- Austur fyrir tjald? Nú er hið opinbera hætt að veita þeim, er stunda nám erlendis, stú- dentum og öðrum, styrki til náms- ins. f þess stað hafa námslán verið hækkuð nokkuð. Þetta hlýtur að leiða til þess, að færri en ella sjái sér fært að fara utan til náms. Það eru fáir, sem hafa tök á að taka á sig skulda- bagga, sem gæti numið meiru en 200 þúsundum að námi loknu. Menn hafa það í flimtingum að auðvaldsstjórnin sé að hrekja náms menn austur fyrir járntjald, þar sem námsmenn eru launaðir af þjóðfélginu. Það góða, sem ég vil ....!! munamál þjóðarinnar. Þola ekki vinnu- klætt fólk Fundurinn skorar á öll félagssamtök og einstaklinga hvarvetna á landinu, að reisa mótmælaöldu gegn svikum ríkisstjórnar- innar og afsali fornra landsréttinda. Stjórn S. U. F. Fyrir skömmu kom út blað, sem nefnist Stúdentablað jafnaðar- l manna. M. a. er í blaðinu pistill eftir einn ung-topp-krata um ófar- ir Guðmundar í. Guðmundssonar, utanríkisráðherra á hátíðahöldum stúdenta 1. desember s.l., en þá flutti hann undansláttaráróður í landhelgismálinu yfir auðum sal í Há'skólanum. I Ungkratinn er að sjálfsögðu sár vegna hneisu ráðherrans, og brizl- ar þeim, sem gengu út úr salnum til að mótmæla afstöðu og athöfn- um Guðmundar í., um alls kyns ósóma, og revnir að gera þá tor-1 tryggilega á ýmsan máta. En það, sem ungkratann svíður mest und- an, er að nokkrir hafi „komið vinnuklæddir" á hátíðina. Eru kratarnir orðnir svo heillum horfnir, að þeir játa þetta opin- berlega, að þeir þoli ekki lengur að sjá vinnuklætt fólk, þessir „jafn aðarmenn og málsvarar alþýðunn- ar“? Er „viðreisnin“ kannske farin að verka svona óþyrmilega á lífs- kjör almennings, að sumir þurfi að ganga í vinnufötum á mann- fundum. Já, það er von, að ung- kratinn sé hneykslaður. Hvílík ó- svífni að sýna sig í vinnufötum innanum „ fínt fólk“!! Lífskjörin í Sovét? S. I. haust birtist í Þjóðviljanum pistill eftir Árna Bergmann, þar sem hann greinir fr'á 1399 svörúm ýmissa Sovétborgara um, hvort lífskjörin hafi ekki batnað undan farin ár. Flestir voru þess sinnis, en Á. B. er þó svo heiðarlegur, að hann sýnir svörtu hliðina líka. T. d. svaraði einn stúdent: „Áður bjó ég í einu herbergi með for- eldrum og systkinum, nú er ég kvæntur og á eitt barn. Nú búum við öll í herbergiskytrunni!! AÐALFUNDUR Aíalfundur sambandsstjórnar Sambands ungra Framsóknarmanna veríur haídinn í Reykjavík um miðan apríl n. k. Sambandsstjórnarmenn, sem eigi geta sótt fund- inn eru beínir aí hlutast til um, atJ varafulltrúar mæti í þeirra sta<S. Formenn allra F.U.F. félaganna eru sömulei'ðis boftatiir á acialfundinn. Mörg árítiandi mál vería rædd á fundinum, m. a. fjár- og skipulagsmál S.U.F. Sí'ðar vertSur skýrt nánar frá aftalfundinum hér í blatiinu og í bréflegu fundarbo'ði. Sfjórn S.U.F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.