Tíminn - 06.05.1961, Qupperneq 3

Tíminn - 06.05.1961, Qupperneq 3
augardaginn 6. maí 1961. 3 Mikið um dýrðir við komu Noregskonungs Bræðurnir Kengja upp. Benidikt Gunnarsson opnar málverkasýningu í dag klukkan fjögur opnar Benedikt Gunnarsson mál- verkasýningu í Listamanna- skálanum. Hann sýnir sextíu myndir, allt olíumálverk, flest gerS 1960—1961. Benedikt hefur einu sinni áður haldið sérsýningu í skálanum. Það var árið 1954. Síðan hefur hann tekið þátt í nokkrum sam- sýningum. Einnig sýndi hann gler- myndir í salnum á horni Ingólfs- strætis og Hverfisgötu, ‘ en hefur yfirleitt haft heldur hægt um sig á þessu árabili. Aðdragandi þessarar sýningar Benedikts er orðinn alllangur, þótt málverkin séu flest endanlega gerð á hálfu öðru ári, enda kemur hann nú fram umskapaður í nýrri mynd. Fréttamaður og ljósmyndari blaðsins litu inn í skálann í gær meðan Benedikt var að hengja upp. Myndin sýnir Benedikt til vinstri og Veturliða bróður hans í stiganum og eitt málverkið. Gera má ráð fyiir, að þessi sýning eigi eftir að koma mörgum á ó- vart, enda hefur Benedikt farið dult með, hvað hann hefði á prjónunum. Samúðarverkfall kvenna á Suðurnesjum á miðnætti Á miðnætti í nótt hefst sam úðarverkfall kvenna á Suður- nesjum gagnvart Vinnuveit- endafélagi Suðurnesja. Verk- fallið beinist eingöngu gagn- vart Vinnuveitendafélagi Suð- urnesja, en eins og kunnugt er var verkfall kvenna í Kefla vík gagnvart jaeim atvinnu- rekstri dæmt ólöglegt, en verkfall kvenna í vinnu hjá Út vegsbændafélagi Suðurnesja dæmt löglegt og stendur það verkfall enn. Verkfallið, sem hefst á mið- nætti í nótt, er eins og fyrr segir samúðarverkfall kvenna í vinnu hjá atvinnurekendum f Vinnuveit endafélagi Suðurnesja til styrkt- ar vertefalli kvenna í vinnu hjá , atvinurekendum í Útvegsbænda- j félagi Suðurnesja. j Blaðið átti tal við Hannibal j Valdimarsson, forseta ASÍ, í gær, ! og innti hann eftir fréttum af j deilunni. — Sagði hann að at- j vinurekendur væru að smáhækka ! sig í tilboðum sínum til kvenn- ' anna, en sí^gsta tilboð mun þó ekki vera formlegt. Samninga- nefnd kvenna álítur þessi tilboð ekki fullnægjandi. — Sagði Hanni bal, að senn liði að því að sátta- semjari boðaði til samningafunda með deiluaðilum í Keflavíkur- deilunni að nýju. Lokað á hádegi í dag verður sölubúðum lokað kl. 12 á hádegi og verður svo framvegis í sumar, en hins vegar verða búðir opnar til kl. 7 síðd. á föstudögum. Svo sem áður er kunnugt af fréttum, kemur Ólafur Nor- egskonungur í opinbera heim- sókn til íslands í lok þessa mánaðar eða 31. maí og mun dveljast hér þar til að kvöldi 3. júní. Kemur konungur hing að á skipi sínu, Norge, en í fylgd með því verður stærsta herskip Norðmanna, Bergen. íslenzkt varðskip mun fylgja konungsskipunum síðasta spöl inn að landi. Með konungi verða í förinni Halvard Lange, utanrikisráðherra Noregs, Odd Grönvold, stallari, E.T. Lundesgaard, yfiradjudant, Arne Haugh, adjudant konungs, og skipherrann á Norge, V.G. Thoresen. Blómsveigur að styttu Jóns Sigurðssonar Bátur konungs mun leggjast að Loftsbryggju um ellefu leytið miðvikudaginn 31. maí. Að lok- inni móttökuathöfn þar verður ekið um Geirsgötu, Pósthússtræti, Hafnarstræti, Lækjartorg, Lækjar götu og Vonarstræti, að ráðherra bústaðnum að Tjarnargötu 32, en þar mun konungur búa, á meðan hann dvelst hér. Fylgdarlið kon- ungs mun hins vegar búa að Hót el Borg. m m Klukkan 12 á hádegi þennan sama dag mun koriungur leggja blómsveig að styttu Jóns Sigurðs sonar á Austurvelli. Er þetta í fyrsta sinn, sem erlendur þjóð- höfðingi leggur blómsveig að stytt unni. — Síðar um daginn verður athöfn í Fossvogskirkjugarði við minnisvarða Norðmaijna þar. Um kvöldið efna forsetahjónin siðan til veizlu til heiðurs konungi að Hótel Borg. Konungi flutt kvæði Fimmtudaginn 1. júní mun kon ungur heimsækja Háskóla íslands. Þar mun háskólarektor ávarpa konung, dómkirkjukórinn syngur nokkur lög og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi mun flytja kon- ungi kvæði. Að þeirra athöfn lote inni mun konungur skoða þjóð- j minjasafnið, en síðan verður hald j ið til Bessastaða, en þar fer fram ! guðsþjónusta í Bessastaðakirkju. | Þar þjónar séra Garðar Þorsteins- j son fyrir altari, en biskflp fslands i flytur prédikun. Síðar sama dag | verður konungur gestur Reykja- | vikurbæjar^ í Melaskólanum. Um I kvöldið vérður hátíðasýhing i þjóðleikhúsinu, og fluttur leik- þáttur, sem dr. Sigurður Nordal, j prófessor, hefur samið, og nefnj ist „Á Þingvöllum 984“, auk þess j karlakórinn Fóstbræður munu; syngja. Þess má geta, a% þátturinn „Á Þingvöllum 984“ verður sýndur fyrir almenning dagana 2. og 5. júní í þjóðleikhúsinu. Æfingar á leikþættinum eru hafnar, og er Lárus Pálsson leikstjóri. Til Þingvalla og Reykholts Föstudaginn 2. júní er gert ráð fyrir, að farið verði til Þingvalla um morguninn og gengið á Lög- berg, en um hádegið bvður rikis- stjórn íslands konuns’ til hádegis verðar í Sjálfstæð'ishú ;inu. Síðar um daginn verður gestamóttaka fyrir norska gesti í norska sendi- ráðinu. Að kvöldi þessa dags verð ur kveðjuveizla um borð í kon- ungsskipinu, og er þá hinni opin- Konungur mun leggja blómsveig acS styttu Jóns SigurtJssonar fyrstur erlendra þjó<Shöfftingja — hátí'Sasýning í þjóðleikhúsinu — Davíð Stefáns- son mun flytja konungi kvæ'Si beru heimsókn Ólafs Noregskon- ungs lokið. Á laugardag mun skip konungs sigla upp í Hvalfjörð, og stígur konungur af skipsfjöl við hval- stöðina. Verður síðan ekið það- an til Reykholts. Að kvöldi halda kouungsskipin síðan af stað til Noregs. Kom hér 1947 ' Ólafur konungur hefur áður farið í opinberar heimsóknir til Danmerkur og Svíþjóðar. Til fs- lands kom hann sem krónprins Norðmanna 1947, er Snorrahátíð in var í Reykholti. Er hann jafn framt fyrsti Noregskonungurinn í sögunni, sem heimsækir ísland. Fjögurra manna hátðanefnd hefur skipulagt heimsóknina, og mun annazt frapikvæmd hennar. f nefndinni eiga sæti Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, Agn- ar Klemenz Jónsson, ráðuneytis- stjóri, Hörður Bjarnason, húsa- meistari ríkisins og | Haraldur Kröyer, forsetaritari. Forstjóri Laugarásbíós segir: Ekkert hótunar- bréf komið Sýningum á hinni umdeildu mynd „Ökunnur gestur“ hætt í Laugarásbíó Laugarásbíó hefur nú hætt sýningum á myndinni „Ókunn ur gestur", sem sýnd hefur verið við mikla aðsókn tvær undanfarnar vikur. myndarinnar „Frihedens Pris“ 5. maí, en þann dag var Danmörk frelsuð undan oki nazismans. Þessar óskir hefðu hins vegar borizt það seint, að ekki hefði verið unnt að hefja sýningu mynd arinnar í gær, 5. maí, en sýningar á henni hefjast í dag. — Við ætlum að senda „Ókunna gestinn“ til sýninga út á landi, en munum hefja sýningar á mynd- inni í Laugarásbíói að nýju síðar. Blaðinu barst sú saga í gær, að Laugarásbíó hefði ákveðið að hætta sýningum á kvikmyndinni végna hótunarbréfa, sem forstöðu mönnum kvikmyndahússins hefðu borizt. Mynd þessi hefur verið mjög umdeild, hvaxvetna sem, hún hefur verið sýnd. Þetta er j MffcríSllf- verðlaunamynd og af ýmsum tal-j J 1 ðlíl iwlUUl in listaverk, en víða hefur sýn-j j J £ *• ingu myndarinnar verið mótmæltj l3nU3lCrÖlfl á þeirri forsendu, að hún væri j hið grófasta klám og þá einkum! Fyrsta hópferð sumarsins til vitnað til eins atriðis myndarinn- Norðurlanda verður á vegum ar, sem leikstjórinn hefur látið j ferðaskrifstofunnar Sunnu, og hafa eftir sér, að myndin standi j verður flogið með Flugfélagi ís- og falli með. jlands til Kaupmannahafnar 13. Af tilefni þessa söguburðar umjmaí og komið aftur til Reykja- hótunarbréf sneri blaðið sér tilivíkur að kvöldi 1. júní. forstjóra Laugarásbíós, Valdimars' Er hér um að ræða ferð, þar Jónssonar, og innti hann eftir sem fólk getur valið um dvalar- sannleiksgildi sögunnar. Sagði staði, þegar út er komið. Dvalið hann hana tilhæfulausa. — Að verður á gistihúsi í Kaupmanna- vísu hefði hann fengið upphring-; höfn og timinn að mestu til ingu frá einni konu, sem farið frjálsrar ráðstöfunar fyrir fólk. hafði á myndina með dóttur sinni Hægt er að fara í stuttar ferðir 15 ára gamalli, og mótmælti kona frá Kaupmannahöfn, meðal ann- þessi harðlega sýningu myndar- ars til Svíþjóðar. innar, sem hún taldi vera hið Gert er ráð fyrir því að flestir versta klám. i þátttakendur í þessari ferð vilji Sagðist Valdimar reyndar hafa frétt, að ýmsir teldu myndina ó- siðlega. Kvikmyndaeftirlitið hefði hins vegar ekki haft neitt við myndina að athuga, annað en banna hana börnum yngri en 16 ára. Það var Guðjón Á. Guðjóns- son, skólastjóri, sem yfirfór mynd ina fyrir kvikmyndaeftirlitið. — Ástæðuna til þess að sýn- ingu myndarinnar er nú hætt, einnig fara til Hamborgar, og munu þeir, sem þangað ætla, fljúga þangað beint, áður en komið er til Kaupmannahafnar. Þaðan er hægt að komast í lengri og styttri ferðir suður um Þýzka- land, eða dveljast aðeins fáa daga og fljúga svo aftur til Kaupmanna hafnar og dveljast þar þangað til farið er heim. Einnig geta þeir, sem taka þátt þrátt fyrir góða aðsókn, sagði í þessari fyrstu hópferð ársins til Valdimar vera þá, að honum hefðu borizt óskir frá samtökum Dana hér á landi um að hefja sýningu Norðurlanda farið áfram í ferða- lög til meginlandsins með dönsk- (Framhald á 2. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.