Tíminn - 06.05.1961, Síða 16
>»
Ástúðleg faðmlög
sem eru orðnir um það bil
ársgamlir. Ljónshvolparnir
voru teknir frá móður sinni,
þegar þeir voru átta mánaða
gamlir, en tígrismóðirin, sem
er orðin gömul og hefur fætt
af sér fimmtíu afkvæmi,
stálmaði ekki. Þegar svo stend
I dýragarðinum í Kaup-
mannahöfn eru tveir Ijóns-
hvolpar og tveir tígrishvolpar,
Helgihljómleikar
í Selfosskirkju
Þrestirnir í görðunum
og hættan af köttunum
ASferS Akureyringa
bjöllu um háls
kettir meí
í öllum kaupstöðum og kauptúnum, þar
sem gerðir hafa verið garðar með nokkrum
trjágróðri, er talsvert um skógarþresti, sem
gera sér hreiður og unga þar út, svo fremi
þeir hafi frið. Flestum mun yndisauki að
þessum fuglum, sem engum eru til meins á
nokkurn hátt. En þeir eiga skæða óvini —
kettina, sem sitja um líf fullorðinna fugla,
þegar þeir eru að tína strá í hreiður sitt og
afla matar handa ungunum, og ungana
hremma þeir hvern af öðrum, þegar þeir
fara úr hreiðrinu, lítt og ekki fleygir.
Oft er átakanlegt að sjá og heyra, þegar for-
eldrarnir eru að freista þess að ginna hinn skæða
óvin frá runnum, þar sem ófleygur ungi kúrir, og
aðdáanlegt hugrekki þeirra, þegar þeir hætta sér
svo að segja í klær kattarins.
Nú er það svo, að margir haía líka yndi af
köttum, og ekki skulum við amast við því. En það
er vafalaust hægt að fara bil beggja.
í fyrra birti Dýraverndunarfélagið á Akureyii
tilmæli og áskorun til bæjarbúa um að loka ketti
sína’ inni eða hafa á annan hátt hemil á þeim um
það leyti, er þrestirnir liggja á ungum sínum og
ungarnir fara úr hreiðri. Jafnframt munu bæjar-
yfirvöldin hafa veitt vilyrði fyrir því, að fyrir-
mæli á þessa lund skyldu sett í lögreglusamþykkt
Akureyrar, þegar hún verður endurskoðuð næst.
Væri þetta almennt tekið upp, myndi það áreiðan-
lega koma í veg fyrir. mikinn fugladauða, en ætti
ekki að vera til stórfellds baga fyfir þá, sem kett-
ina eiga. Þetta mál er vert að ræða nú, þegar að
því dregur, að þrestjrnir fnrj að gera sér hreiður.
Annað ráð er líka til, er gæti1
komið að talsverðum notum. í,
Bandaríkjunum og Kanada hvað i
vera alsiða, að eigendur katta
hengi litlar bjöllur um hálsinn á
þeim. Þetta varnar því, að kett-
inir geti læðzt að fuglum, og
kemur því að mjög góðum notum,
nema hvað ófleygir ungar eru að
sjálfsögðu ekki óhultir, þrátt fyrir
slíka varúðarráðstöfun.
Þröstur með maðk í nefi á leið í hreiður sitt. Komust
ungar hans upp eða lentu þeir í kattakjöftum eftir alla
umhyggjuna? (Ljósmynd: Björn Björnsson).
Páll Sigurðsson að
hætta í Varmahlíð
- ekki einu sinni rispað hann
smávegis með klónum. Og hér á
myndinni sjáum við Poul Andre-
sen í faðmlögunum við eitt fóst-
urbarnanna. Faðmlögin eru svo
áköf, að hatturinn hefur fokið af
honum.
Varmahlíð, 4. maí. — Páll
Sigurðsson, sem verið hefur
um nokkurt skeið veitinga-
maður í Varmahlíð, eftir að
hann fór frá Fornahvammi,
er nú að hætta veitinga-
mennsku sinni. Hann ætlar að
flytja sig til Hóla í Hjaltadal
og starfa við hestamennsku á
búinu þar. Við rekstrinum í
Varmahlíð tekur sennilega
Sigurður Haraldsson í Braut-
arholti.
Ekkert gengur né rekur með
framkvæmdir í skólabyggingu í
(Framhald á 2. síðu)..
Næst komandi sunnudags-
kvöld, 7. þ. m., efnir kirkju-
kór Selfosskirkju til helgi-
hljómleika í Selfosskirkju kl.
8,30 s. m.
Þar flytur Bragi Friðriksson
ávarp. Kirkjukór Selfosskirkju
syngur sígild, andleg lög, eftir inn
lenda og erlenda höfunda undir
stjióm Guðmundar Gíslasonar,
organleikara, sem einnig leikur
einleik á orgel.
Kirkjukór Selfosskirkju hefur
nú starfað af miklum þrótti rúm
lega 15 ár. Fyrstu árin undir
stjórn Ingimundar Guðjónssonar,
en organleikari var frú Anna
Eiríksdóttir. Haustið 1954 tók Guð
mundur Gíslason, skólastjóri tón
listarskólans á Selfossi við stjórn
kórsins og organlcikarastarfi í Sel
fosskirkju. Hefur hann rækt þau
störf með cniklum ágætum svo
óhætt er ag fullyrða að Selfoss-
kirkjukór er nú meðal alLra beztu
kirkjukóra landsins. Hefur hann
sungið mjög víða við ýmiskonar
tækifæri, meðal annars við
,,Grallaramessu“ að Bessastöðum
og í Ríkisútvarpið.
HelgiWjómleikar þessir eru
ur á, skeyta þessi dýr ekki
um afkvæmi sín, og þess
vegna var tík fengin þeim að
fóstru. En tígrishvolpar eru
gráðugir, og þess vegna var
þeim gefin mjólk úr flösku til
viðbótar.
Fram á þennan dag gengur
gæzlumaðurinn inn í girðinguna
til þes-s að gefa þeim mjólk úr
flösku. Þegar hvolparnir hafa
tæmt flöskuna, stökkva þeir upp
um hálsinn á honum, og hann
leikur sér við/ þá stundarkorn.
Ljónshvolparnir eru öllu styggari
og ekki eins alúðlegir og tígris-
hvolparnir, en aldrei hefur borið
við, að þetta ungviði hafi gert
gæzlumannijium hið minnsta mein
að nokkru fluttir í tilefni af 15
ára starfsemi Selfosskirkjukórs.
Aðgangur er ókeypis. Er þess að
vænta að Selfyssingar og aðrir
Árnesingar fjölmenni í Selfoss-
kirkju á sunnudagskvöldið kemur
og votti með því kórnum þakklæti
og virðingu fyrir ómetanlegt starf
í þágu kirkju og kristindóms svo
og menningar Selfossbyggðar.
Leikfélag Hafnarfjarðar hefur í kvöld miðnætursýninguá afmæiisleikritinu „Hringekjan" eftir úAlex Brinch-
mann. Sýningin verður í Bæjarbíó og hefst klukkan hálftóif. Sýningar verða ekki fleiri í vor, svo að þetta er
síðasta tækifæri fyrir fólk að sjá þessa skemmtiiegu sýningu. — Á myndlnn eru: Katrín Þorláksdóttir, Inga
Blandon og (Friðleifur Guðmundsson.