Tíminn - 09.05.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.05.1961, Blaðsíða 5
1 TfMINN, þriffjudaginn 9. mai 196L 5 ..— -.— -.........> Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), André's Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjómar: Tómas Karlsson Auglýsinga stjóri: Egili Bjarnason — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusimi 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. - --------------------------------------------------/ Lán til íbúðabygginga Snemma á þinginu fluttu Einar Ágústsson, Jón Skaftason og fleiri þingmenn Framsóknarflokksins til- lögu þess efnis, að Byggingarsjóði ríkisins yrði séð fyrir nægu lánsfé á þessu ári til að fullnægja þörfum þeirra íbúðabyggjenda, sem verst væru staddir. Á árunum 1956—59 námu lán úr Byggingarsjóði rík- isins sem hér segir: l'gðö ............. 63,6 milljónir króna 1957 ............. 45,6 milljónir króna 1958 .............. 48,7 milljónir króna 1959 ............. 34,5 milljónir króna Eins og þetta yfirlit ber með sér, hafa lán úr sjóðn- um numið langlægstri upphæð samanlagt á þessum tíma á árinu 1959, fyrsta stjórnarári núv. stjórnarsamsteypu. Af þeim ástæðum hófu Framsóknarmenn harða baráttu fyrir því, bæði á sumarþinginu 1959 og vetrarþinginu 1960, að fjárráð Byggingarsjóðs ríkisins yrðu stóraukin. Þórarinn Þórarinsson flutti tillögu um þetta á sumar- þingi 1959, og Þórarinn, Jón Skaftason og fleiri þing- menn Framsóknarflokksins fluttu hliðstæða tillögu á vetrarþinginu 1960. Urðu þá allmiklar umræður um málið í sameinuðu þingi. Þessi barátta Framsóknarmanna bar þann árang- ur, að ríkisstjórnin rumskaði við sér og jók svo fjár- ráð Byggingarsjóðs á árinu 1960, að samtals námu útlán hans 71,8 millj. kr. á því ári, þar af 12 millj. gömul víxillán húsbyggjenda, er breytt var í föst lán. Þessi viðbrögð stjórnarinnar sýndu vel, að skelegg stjórnarandstaða getur haft mikil áhrif. Þetta nægði þó engan veginn til þess, að fullur árang- ur næðist. Um síðastl. áramót lágu fyrir lánabeiðnir hjá'sjóðnum, sem námu 130 millj. króna. Lánveitingar sjóðsins þurfa því að vera verulega meiri 1961 en 1960, ef vel á að vera. í samræmi við þá staðreynd, var áðurnefnd tillaga þeirra Einars Ágústssonar, Jóns Skaptasonar og fleiri Framsóknarmanna flutt í byrjun seinasta þings. Sú tillaga; fékkst ekki afgreidd á þinginu vegna tregðu stjórnarsinna. Ríkisstjórnin getur ekki haldið því fram með nein- um rétti, að hún hafi ekki möguleika til að auka fjár- ráð sjóðsins til viðbótar hinum föstu tekjum hans, sem eru ekki áætlaðar nema 32 millj. kr. á þessu ári. í því efni er skemmst að vitna til nefndarálits minnihluta fjár- veitingarnefndar (Ingvars Gíslasonar, Karls Guðjónsson- ar, Halldórs E. Sigurðssonar og Halldórs Ásgrímssonar) um áðurnefnda tillögu þeirra Einars og Jóns. Þar sagði efnislega á þéssa leið: í sambandi við fjármagnsþörf byggingarsjóðsins má minna á, að ríkissjóði hefur nýlega áskotnazt álitleg upphæð, 6 milljónir dollara, eða um 230 millj. kr., sem er óafturkræft framlag Bandarikjastjórnar vegna tekju- rhissis, er leiddi af gengislækkuninni. Virðist ekki ó- eðlilegt, að hluti þessarar upphæðar verði látinn ganga til byggingarsjóðsins til eflingar starfsemi hans. Engin svör enn Tíminn hefur nú nokkrum sinnum beint þeim spurn- ingum til stjórnarblaðanna, hvort stefna flokka þeirra í utanríkis- og varnarmálum sé enn hin sama og 1949, þ. e. að íslendingar séu aðilar að Nato, hafni hersetu á friðartímum og meti það og ákveði einir, hvort og hve- nær her sé á íslandi. Enn liafa engin svör fengizt við þessum spurningum. ,,New York Times“ um Kúbumálið: Bandarísk vopn leysa ekki vandann At$eins bandarískar hugsjónir geta gert þaÓ HIN misheppaða innrás á Kúbu, hefur reynzt Bandaríkja- mönnum mikill siðferðilegur hnekkir bæði heima fyrir og út á við. Fyrir stóiveldi er jafnvel erfiðara að taka slíkum ósigri en smáþjóð. Margir Bandaríkja- menn hafa líka vafalaust viljað láta strax til skarar skríða gegn Castró. Það sýnir hins vegar styrk bandarlsks lýðræðis, að hinir ábyrgari aðilar risu gegn því með ýmis stórblöðin í farar- broddi. Því til sönnunar þykir rétt að birta hér tvær forustu- greinar úr „New York Times“ Sú fyrri birtist 27. apríl og hljóðaði á þessa leið: „HVAÐ er þá framundan gagn vart Kúbu eftir að kúbönsku útlagarnir hafa beðið hernaðar- legan ósigur og Bandar., sem studdu þá, hlotið stjórnmála- Iegan álitshnekk? Hvað sem öllu líður heldur saga mann- kyns áfram að líða fram sem fljót. Hún ræðst ekki eins og hnefaleikaeinvígi eða knattleik- ur. Bandaríkin og Kúba verða ekki skilin að skiptum. Til þess eru ríkin of samtengd, ekki að- eins sögulega og landfræðilega, heldur og efnahags- og hernað- arlega. Kúba hefur lent í stór- vindum kalda stríðsins, og allur sá herstyrkur, er ekki var fjötr- aður í kúbönsku uppreisninni, heldur áfram starfi sínu. Það er af þessari ástæðu, sem eitthvað verður að gerast, og ósjálfrátt verður mönnum á að segja: Eitthvað verður að hafast handa. Fyrst af öllu verð- ur að viðurkenna þá staðreyrid, að verði eitthvað gert, verð- ur það að ske án alls flausturs- háttar. Það má ekki eiga sér stað, að endurtekinn verði hinn ótrúlega, óraunhæfi dómur um ástandið á Kúbu, er varð und- anfari hinna hræðilegu afglapa í síðustu viku. í augum allra þeirra, sem í raun þekktu á- standið á Kúbu og vissu um hinn óviðjafnanlega styrk leið- toganna þar og stjórnarinnar í heild, hlaut slik innrásartilraun að fara þann veg, sem á daginn kom. En hefði nú innrásin e.t.v. tekizt, hefði það reynzt hrapa- lega misráðið að fylgja upp- skrift leyniþjónustunnar (C.I. A.) um stofnun hægrisinnaðrar stjórnar á eynni, sem ekki hefði komizt undan því að vera brennimei'kt sem bandarísk skikkan. Það er augljóst mál, að fyrsta skr'efið nú verður að vera endurskipulagning innan þess hóps opinberra aðila, er fara með Kúhumálið, ásamt gagngerðri endurskoðun á starfsaðferðum þeirra. Hver sú stefna, sem ríkir í framtíðinni, og hverjar þær aðgerðir, sem kann að verða gripið til, yerða hvorttveggja að grundvallast á raunhæfu mati á ástandinu. ÞAÐ GÆTI orðið viss þróun á Kúbu, er beinlínis neyddi Bandaríkin til þess að hefjast handa, og þá án þess, að slíkar aðgerðir hlytu atyrði meiri- hluta þjóða heimsins, en mættu þvert á móti skilningi. Þaðj sem myndi kalla á bandarísk af- skipti, væri t.d., ef Rússar reyndu að koma upp eldflauga- stöð á eynni eða flytja þangað háskalega mikið herlið. Sama gildir og, ef Bandaríkjamenn væru myrtir á Kúbu eða lífi þeiri’a alvarlega ógnað. Til af- iX>X'V*V*V"-V' -V v .-v -% • v *-v*-v *-v *-v DEAN RUSK — varfærni hans í Kúbumállnu hefur s'tyrkt aðstöSu hans og álit. skipta hlyti einnig að koma, ef Castró, forsætisráðherra, reyndi að ráðast á bandarísku flotastöðina í Guantanmoflóa á Kúbu eða gerði tilraun til hern aðarlegrar landgöngu á öðrum eyjum í Karíbahafi. Ef eitthvað af þessu yrði uppi á teningun- um, myndu Bandaríkin að sjálf- sögðu verða að hefja beina í- hlutun, og vafalaust yrði um hið sama að ræða af hálfu ann- arra meðlima í samtö*kum Ame- ríkuríkjanna. ÞEGAR UNDAN eru skilin þessi ólíklegu en stórhættulegu atriði, ættu Bandaríkin ekki að hlutast til um málefni Kúbu. Hvers vegna? Einfaldlega vegna hinna alvarlegu stjóru- málalegu afleiðinga. Þetta væri hnefi í andlit siðferðiskenninga okkar og þeirra grundvallar- atriða, er við lifum eftir og sækjum okkur styrk til í kalda stríðinu. Hemaðaríhlutun án nægilegs tilefnis myndi færa stefnu okkar niður á stig villi- mannlegrar baráttu valdstreit- unnar. Við myndum glata nauð synlegum bandamönnum og skapa hættulegar flækjur á al- þjóðavettvangi. Þetta yrðu í stuttu máli afleiðingar banda- rískrar hernaðaríhlutunar á Kúbu. Það er mikill grundvallar- munur á efnahagskerfi okkar og kommúnista, en munurinn er enn meiri, hvað tekur til mannlegra samskipta. Við trú- um á frelsi og rétt laganna í viðskiptum einstaklinga og þjóða. Þetta er sá lífskjarni, er við mælum fyrir meðal þjóð- anna, og þetta er uppspretta mesta styrkleika ókkar. Þetta verðum við að vernda og heiðra. í FYRSTA SINN á heilli öld er ógnað forystu Bandaríkj- anna á vesturhveli jarðar. Þess- ari ógn verður aðein-s varizt með jákvæðri uppbyggjandi stefnu. Við höfum auðvitað nægilegt bolmagn til þess að fleygja Castró og stjórn hans fyrir björg, en ef við beittum svo mætti okkar, myndum við tapa meim en sem ávinningn- um næmi. Það ér erfitt að glata ekki þolgæðinu nú eftir það n:ðurlag, er við höfum orðið að sæta Þið er engu að síður • po,*' -iunverulegan styrk >ð r jk:ð jöfnu sigri sem ósign. Aðalhætta Bandaríkjanna og hinnar rómönsku Ameríku er ekki Kúba sjálf, heldur Kúba sem tákn annarra byltingasinna og Kúba sem áróðursmiðstöð óamerískra og jafnvel kommún- istískra kenninga. Hvernig hins vegar hinni hrollvekjandi bylt- ingu einræðismanna verður snúið við, er mikið vandamál fyrir allan hinn frjálsa heim, eins óg Kennedy, forseti, hefur réttilega viðurkennt. Það dugar ekki að samþykkja aðferðir þeirrra. Það væri sama sem að gefast upp. Sem þátt í vörnum Banadríkj anna verðum við að halda á- fram að styðja kúbanska útlaga, sem hvorki fylgja Castró né heldur Batista, en hafa það eitt að markmiði, að stofna frjálst lýðræðisríki á Kúbu með félags legt r’éttlæti. Þessa menn meg- um við ekki fjötra. Umfram allt — og ekki að- eins með orðum heldur einnig gerðum — verðum við að sanna, að við séum ákveðin í að styðja kröfurnar um félagsleg- ar endurbætur um gervalla róm önsku Ameríku. Við verðum að sanna, að við séum ekki aðeins andvígir' kommúnismanum, að við berjumst ekki aðeins gágn kommúnistísku einræði, heldur einnig gegn hernaðareinræði hægrisinnaðra öfgamanna. Við verðum að sýna það svart á hvítu, að við viljum samkomu- lag og samvinnu en ekki ein- hliða hagnað. Þetta er einasta ,,íhlutunin“, sem stöðugt mun bera hinn góða ávöxt í viðskipt- um okkar við rómönsku Ame- ríku.“ ÞANN 3. þ.m. birtist svo önn ur forustugrein í „The New York Times“ um Kúbumálið í tilefni af því, að Castré hafði þá lýst yfir því í fyrsta sinn, að sósíalistiskt skipulag hefði verið tekið upp á Kúbu. Þessi grein hljóðaði svo: „TÆPLEGA GETUR skil- greining Fidels Castró, forsæt- isráðherra Kúbu, komið mönn- um á óvart, er ráðherrann og félagar hans lýsa yfir því, að sósíalistisk bylting hafi verið gerð á Kúbu. Byltingin hefur þróazt í þessa átt allt frá upp- hafi. Þetta var að vísu hægfara þróun fyrsta árið — 1959 — en hún hefur siglt hraðbyri hið síðasta ár og fram til þessa dags. Hið sósíalíska ríki, sem stofnað hefur verið á Kúbu, er frábrugðið sósíalísku ríkjunum í Evrópu. Það er ekki hægt að segja, að Kúba sé kommúnista- ríki, enda þótt eyjan verði nú fyrir miklum áhrifum frá kommúnistaríkjunum. Það var snemma skoðun Castrós og byltingafélaga hans að hafa yrði einn sterkan leið- toga og öfluga miðstjórn hvað viðkæmi efnahagsmálum og framkvæmdum. Á þennan hátt yrði fljótvirkast að ná því mar'ki, sem kúbönsku þjóðinni var talin nauðsyn á. En fyrir u. þ.b. einu ári hófust deilur með- al kúbanskra leiðtoga um það, hvort þetta einræðisskipulag væri heppilegast til þess að koma fram þeim félagslegu og efnahagslegu umbótum, er leyst gætu vanadmál Kúbubúa. Ferðalög til Sovétríkjanna og Kína, viðskiptasamningar við (Framhald á 6. siðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.