Tíminn - 09.05.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.05.1961, Blaðsíða 13
TÍMI N'.N, þriðjudaginii 9. maí 1961. 13 IslandsmótitS í badminton: Félagar úr T.B.R. lentu í úrslitum í ðllum leikjum íslandsmótið í badminton var háð í KR-húsinu við Kapla- skjólsveg á laugardag og sunnudag. Mikil þátttaka var í mótinu, 41 keppandi, frá Reykjavík, Hafnárfirði, Akur- eyri, ísafirði og Stykkishólmi, og sýnir það bezt hina miklu grósku, sem er í badminton- íþróttinni hér á landi. Þetta er í fyrsta skipti, sem þátttak- endur frá ísafirði, Hafnarfirði og Akureyri taka þátt í lands- móti. t Þótt utanbæjarmenn fjölmenntu á mótið, varð það þó að þessu sinni meiri sigur fyrir reykyíska badmintonleikara en oftast áður og félagar úr Tennis- og badmin- tonfélagi Reykjavíkur lentu í úr- slitum í öllum leikjunum. Talsvert var um nýja meistara, og aðeins í tveimur flokkum, einliðaleik og tvíliðaleik karla, héldu meistar- arnir frá í fyrra velli. Úrslitaleikirnir , Á sunnudag fóru fram úrslita- leikir mótsins og var fyrsti leikur inn í einliðaleik kvenna. Þar átt- ust við meistarinn frá í. fyrra, Jónína Nieljohníusardóttir og Lovísa Sigurðardótir, sem fyrir nokkrum árum keppti fyrir Snæ- fell í Stykkishólmi. Leikurinn var ekki eins skemmtilegur og búizt var við, því Jónína náði sér aldrei á strik, og tapaði með miklum mun. Fyrri lotu vann Lovísa með 11—5 ,en hina síðari 11—0, og sýndi hún oft ágæt tilþrif, þótt mótstaðan væri ekki mikil. Fyrir Jónínu hlýtur dagurinn að hafa nerið mikil vonbrigði. Hún komst í úrslit í öllum leikj um kvenna, einli'ðaleik, tvíli i leik og tvenndarkeppni, en hlaut hvergi meistarastig, og sýndi ekki þá hæfni, sem hún býr yfir. En þannig vill oft verða hjá í- þróttafólki — einn daginn er það illa upplagt, en slæmt, þeg- ar það kemur fyrir á jafn þýð- ingarmiklum degi. Óskar í sérflokki f einliðaleik karla léku til úr- _ slita Óskar Guðmundsson og Garðar Alfonsson — en hann sigraði í 1. flokki í fyrra. Það var heldur ekki spennandi leikur. Óskar sigraði með yfirburðum 15—6 og 15—4 og er nú í sér- flokki íslenzkra badmintonleik- Hins vegar kom það talsuert á óvart, að Óskar skyldi bíða lægri hlut ásamt Einari Jóns- syni í tvfliðaleik karla. Til úr- slita gegn þeim léku meistar- 1 arnir frá í fyrra, Lárus Guð- j mundsson og Sagnar Thorsteins- son. Fyrri lolk unnu Óskar og Einar með yfirburðum 15—6, en síðan snerist allt á ógæfu- lilið hjá þeim og baráttuvilji var enginn. Lárus og Ragnar unnu aðra Iotu með 15—6 og þurfti því oddagame. Þeir sigruðu þá enn með 15—12 og voru verð- ugir meistarar. Lárus hefur mest keppnisskap keppenda, og LOVISA SIGURÐARDOTTIR — meistari í einliðaleik. — Ljósm.: Tíminn, GE. Ragnar leikur oft mjög áferðar fallegan badminton. Barátfa í klukkutíma tvær síðustu loturnar bera með 11 sér var keppnin óvenjulega jöfn og þurfti að hækka upp í báð- um. Þær Jónía? og Sigríður léku betur, en virtust missa tökin á ; leiknum, þegar taugaspennan var sem mest. Áhorfendur fögnuðu keppendum mjög að þessum ó- venjulega leik loknum. Vagn enn meistari Og enn lenti Jónína í eldlrn- unni, nú ásamt manni sínrnn Lár- usi Guðmundssyni í úrslitaleikn- i um í tvenndarkeppni. Mótherjar þeirra voru ekki af verri endan- um, hinir margföldu íslandsmeist arar Vagn Ottóson og Júlíana Isebarn. f fyrstu leit út fyrir, að hjónin myndu sigra léttilega og mótstaða Júlíönu og Vagns var ekki eins mikil í fyrstu lotu, sem lauk með 15—R fyrir Jónínu og Lárus. En eftir það náðu þau sér ekki á strik og Vagn og Júlí ana sigruðu auðveldlega 15—7 og 15—5. Jónína og Lárus sigruðu meistarana frá í fyrra, Lovísu Sigurðardóttur og Þorvald Ás- geirsson. á laugardag. Keppni í 1. flokki j Óskar Guðmundsson, TBR, sigurvegari í einliSaleik karla — og í sérflokki Mjög efnilegur badmintonleik-1íslenzkra badmintonleikara. Ljósm.: Ingim. Magnússon. ari kom fram í 1. flokki, Jón Árna i_________________________________________________________________ son, sem áður fyrr var kunnur j sundmaður. Jón varð sigurvegari í j öllum greinum 1. flokks. í einliða; leiknum sigraði hann Viðar Guð- jónsson með 15—2 og 15—12. í tvíliðaleik ' lék hann til úrslita með Viðari geg'n þeim Inga Þór Stefánssyni og Leifi Muller. Sá leikur var nokkuð jafn, en Jon og Viðar sigruðu þó örugglega með 15—10 og 15—12. í tvenndarkeppni lék Jón til úr- ' slita með Gerðu Jónsdóttur, hinni Skagamenn líklegir til afreka í sumar 8—15, 17—14 og 17—14. Eins og I margir á úrslitaleikjunum. Á sunnudag fór fram á Úrslitaleikurinn í tvíliðaleik kunnu handknattleikskonu KR. Akranesi fyrsti leikur í bikar- kvenna var mjög tvísýn, og úr- Gegn þeim léku Ingibjörg Þor- keppni í knattspyrnu milli slit óvænt. Eftir nær klukkutíma steinsdóttir og Ingi Þór. Gerða og T-TafnarfiorSor TCefln- baráttu sigruðu Rannveig Magnús Jón sigruðu með 15—9 og 15—7. , Dæjanna nainarijaroar, A.e a dóttir og Hulda Guðmunds meist Mótið fór hið bezta fram og víkur Og Akraness. Léku þár arana frá í fyrra, Jónínu og var þeim til sóma, sem um þa,ð Akranes,—Keflavík Og fóru Sigríði Guðmundsdóttur með, sáu. Áhorfendur voru nokkuð Skagamenn meS sigur af ihólmi 6—0. Ekki var hægt að segja að leik urinn væri spennandi. Til þess voru yfirburðir heimamanna of miklir, en gaman var að sjá, að íslandsmeistararnir voru frískir og í góðri þjálfun. Sveinn Teits- son réði lögum og lofum á miðju vallarins og var bezti maðurinn í leiknum. Þórður Jónsson v—' einnig vel með og var beztur í framlínunni. Mörkin gerðu Þórður, Helgi, Skúli og Ingvar, eitt hvor, og Jó- hannes tvö. Heldur reyndi lítið á vörn liðsins en hún virtist vera sæmileg, með Helga Dan sem bezta mann. Virtist hann örugg- ur í markinu og þau fáu skot er á markið kom, varði hann af ör- yggi- Keflavíkurliðið var heldur lé- legt, enda var völlurinn þungur og laus, sem auðvitað kemur þyngra niður á aðkomuliðinu. — Beztir hjá Keflvíkingum voru Högni og Guðmundur. Domari var hinn gamalkunni knattspyrnu maður Guðjón Finnbogason og dæmdi vel. Þessi leikur sýndi það ljóslega að Skagamenn ætla sér að halda íslandsbikarnum á Akra nesi, og ef þeir leika af svona miklum krafti og hraða í sumar, þá er víst að Reykjavíkurfélögin sækja ekki gull í greipar þeirra. Ó.K. Eftir tveggja ára fjarveru kom Vagn Ottósson en fram á sjónarsviðið og nældi sér enn í íslandsmeistaratitil, sigraði i tvenndarkeppni ásamt Júlíönu Isebarn, hinni margreyndu badmintonkonu. Myndin hér að ofan er frá úrslitaleiknum og sýnir Júlíönu og Vagn. Keppnisskapið gneistar af and- litum þeirra. Sundkona slasast Bezta sundkona landsins, Hrafnhildur Guðmúndsdóttir, ÍR, varð fyrir slysi á laugar- daginn, sem mun gera það að. verkum, að hún mun ekki geta keppt í liokkurn tíma. Hrafn- hildur hefur mikla ánægju af hestum, og er snjöll á því sviði. Á laugardaginn var hún með hesta sína og hafði tvo til relð- ar. Þurfti Hrafnhildur að fara gegnum hlið, en hestur sá, sem hún hafði í taumi snarstanzaði í hliðinu og rykkti í tauminn. Hrafnhildur hafði vafið taurnu- um um fingur sér, en átak hcstsins var það mikið að tók framan af fingrinum. Á þessu stigi málsins er ekki gott að segja hve lengi Hrafnhildur á í þessum meiðslum, en þau munu hindra þátttöku hennar í sund- mótum fyrst um sinn að minnsta kosti. V. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.