Tíminn - 09.05.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.05.1961, Blaðsíða 14
u TfMINN, þriðjudaginn 9. maí 1961. — Eg geri ráð fyrir að það fyllist allt af lögreglumönn- um innan stundar til að hafa upp á hinum leyndardóms- fulla morð'ingja sem Hastings sá, sagði hann. — Það kann að vera að hann segi satt, sagði Noll Chambers um leið og hann gekk fram að dyrunum. — Eg heyrði bifreið renna héð- an skömmu eftir að bjöllunni var hringt. Heyrðuð þið ekk- ert? — Nei, svaraði Mark á- hyggjufullur. — Nei, ég heyrði ekki nokkurn skapað- an hlut. — En EG heyrði það, hróp aði Antonia. — Eg man það núna, það var einmitt um leið og ég vaknaði. Hún var svo föl og þreytu leg, að Mark var gripinn sam vizkubiti að hafa dregið hana inn I þetta. — Hvers vegna farið þér ekki upp til að hvíla yður. x Hún kinkaði kolli og snerl sér að Sonju, sem sat og starði fram fyrir sig. — Kem ur þú, Sonja? spurði hún. Sonja svaraði án þess að lita á hana: — Nei, muldr- aði hún. >— Eg ætla að bíða eftir Tom. Þegar þeir komu fram í for salinn, stöðvaði ungur lög- reglumaður þá og spurði hvert þeir ætluðu. — Bara upp til að klæða okkur, svaraði Clive og þeir fengu að halda áfram. Mark dokaði eftir Antoniu og fylgdi henni til herbergis hennar, síðan gekk hann inn til sín og rakst þá á Clive þar. — Vertu ekki að hafa fyrir að klæða þig. Farðu bara í frakka og svo skulum við koma. Eg stakk upp á því við Chambers að við leituðum á lóðinni til að athuga hvort nokkuð er hæft í sögu Hast- ings .... Við getum komizt niður stigann úr þakgarðin- um, þá verður lögreglumaður inn okkar ekki var. Hann fór út áður en Mark hafði stöðvað hann og sagt honum frá því að Lora hefði komið þama. Hann flýtti sér í föt og gekk síðan eftir gang inum út í þakgarðinn og hann var að fikra sig niður mjóan stigann þegar Olive og Chambers komu líka. Þeir klifruðu þegjandi nið ur og laumuðust yfir flötina og inn á milli trjánna. Clive dró fram vasaljós. — Bezt við höldum hópinn ef við skyldum verða ein- hvers vísari. í röskan klnkkutíma gengu þeir og skimuðu í kringum sig, en Mark var löngu ljóst að þeir myndu ekki finna neitt. Ef einhver hafði falið sig hér, væri viðkomandi löngu horfinn á braut. Þeir lögðu af stað heim að hús- inu aftur, þeir sáu að fleiri lögreglumenn voru komnir á staðinn og lögreglustjórinn stóð við frönsku gluggana á dagstofunni og talaði við að- stoðarmann sinn. Þegar hann heyrði fótatak þeirra leit hann við. Mark fékk hjartslátt þeg- ar honum varð hugsað til allra þeirra spurninga sem látnar yrðu dynja á þeim, og hann megnaði ekki að svara ítalska húsið og komu rétt i þann mund, sem læknirinn huggðist halda á brott. Mark hjarnaði við og gat skýrt frá því í stuttu máli hvað fyrir hann hefði komið, en læknir- inn bannaði miklar yfirheyrsl ur. — Hann þarfnast hvíldar og algers næðis, lýsti hann yfir. — Þið getið spurt hann eins og þið viljið á morgun. Þá var Mark settur í rúm- ið og hann sofnaði samstund is. Það var albjart þegar hann vaknaði aftur og hann lá kyrr og starði upp í loftið og hugleiddi hvers vegna sér liði svona einkennilega. Þá heyrði hann fótatak fyrir ut- an og atburðir næturinnar rifjuðust upp fyrir honum. Hann skreiddist á fætur og ranglaði að glugganum og — Það virðist sennilegt, svar aði hann. — Mjög auðveld lausn á máiinu. Mark leit á hann. — Hvað eigið þér við? Læknirinn tók fram pillur og rétti honum áður en hann svaraði. — Gleypið þessa og brjótið ekki heilann um þetta fyrst um sinn . . . . ég skal senda einhvern upp með morgunmat handa yður. Mark tók pilluna, og um leið og læknirinn Var að fara, spurði hann: — Hvað áttuð þér við með að segja að það væri auðveld lausn á málinu? Er lögreglan vantrúuð? Læknirinn hristi höfuðið. — Það veit ég ekkert um . . . en það virðist einum of ó- sennilegt. Leyndardómsfullur ókunnur maður kemur hing- KATE WADE: LEYNDARDÓMUR 35 Italska hú.ssins þeim, fyrr en hann hafði, gengið úr skugga um að Loraj væri komin alla leið heim. Hann var nokkrum skrefum aftar en hinir tveir og skyndi lega snerist hanrí á hæli og hvarf inn á milli nokkurra runna. Hann vissi hvar garð yrkjumaðurinn Mathews bjó, hann hlaut að hafa síma svo hann gæti hringt til Loru. — Mark! Hvar ertu .... Mark? Hann heyrði rödd Clives ofan frá húsinu. En hann hélt ótrauður áfram miílii þéttra trjánna. Hann var alveg að komast að húsi garðyrkjumannsins, þegar hann heyrði hljóö að baki sér. Hann snerist snöggt á hæli, en í sömu svifum kast- aði dökk-klædd vera sér yfir hann og hann steyptist um koll og allt varð dimmt fyrir sjónum hans .... 14. kafli. Hálfri klukkustund siðar fundu Clive og lögreglumaður hann. Þeir báru hann heim í i leit út. Þrír menn gengu fram j og aftur um flötina. Hann kveið að hitta lögreglustjór- ann, því að hann hafði dynj- andi höfuðverk og treysti sér ekki fyrir neinn mun að svara mörgum spurningum enn. Hann stóð enn á gólfinu þegar læknirinn, dr. White kom inn. — Hvað á það að þýða að liggja ekki í rúminu, hróp- aði hann. — Ef hef streitzt við að halda lögreglumönnum burtu frá yður. Hann þukl- i aði varlega á höfði Marks. — Þér hafið fengið vægan snert af heilahristingi, sagði hann — og það er bezt að þér séuð kyrr í rúminu fram að hádegi að minnsta kosti. Eg býst ekki við að þeir geti beðiö lengur. — Er búið að ná í mann- inn? spurði Mark. — Ekki enn . . . Haldið þér að það hafi verið þessi leynd ardómsfulli gestur, sem sló yður niður. Mark yppti öxlum og fékk um leið sáran verk í höfuðið. að, ræðst á gömlu konuna og hverfur aftur. Hljómax mjög vel og hæfir sjálfsagt öllum sem hér eru . . . en ekki beint trúleg saga, eða hvað? Hann gekk út án þess að bíða svars. Og auðvitað hafði hann á réttu að standa, hugs aði Mark. Þetta var mjöf ó- trúlegt . . . . en ef ekki, hver hafði þá drepið frú Charles? Og hver hafði ráðizt á hann sjálfan? Þjónustustúlka kom inn með morgunverð hans. Hann fékk sér brauðsneið og te- sopa, svo lá hann í móki og vaknaði ekki fyrr en klukkan sló tólf einhvers staöar í hús inu. Honum leið betur í höfð- inu og hann gat staðið á fót unum án þess að finna til svima. Hann klæddi sig hægt og dró stól út að glugganum. Þar settist hann og horfði niður þar sem bláklæddar verur gengu fram og aftur. Hann skildi nú að lögreglan myndi reyna að grafast fyrir allt viðkomandi frú Charles og allt það sem hún hafði tek ið sér fyrir hendur síðustu tvo dagana. Þeir myndu komast að því hvers vegna þau væru hér saman og það var harla vonlítið að ætla sér að leyna einhverju fyrir lögreglunni. Væri ekki betra að segja frá öllu þegar í stað? En hann gat ekki gert það án þess að draga Loru inn í mál ið. Hann reis upp og gekk eirðarlaus um herbergið. Þeg ar hann settist aftur við gluggann sá hann sér til undr unar að lögreglumennirnir voru horfnir. Hann gerði ráð fyrir að þeir hefðu farið inn 'kð snæða. Þá veitti hann allt í einu athygli að einhver var á ferli í þakgarðinum. Hann greindi að þar var kvenmað- ur, sem skreið um og kíkti í allar áttir. Mark lék hugur á að vita hver þetta væri og hvað sú hin sama væri að gera þarna og hann hraðaði sér eftir ganginum. Hann kom að gler dyrunum, sem lágu út á þak- ið, þær voru lokaðar og hann nam staðar og starði forviða gegnum rúðuna. Sonja lá á hnjánum við pappirskörfu og rótaði í Þriðjudagur 9. maí: 8.00 Morgunútva.rp. 8.30 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 1^.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Tónleikgr: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18.55 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: Úr sögu íslenzkra bankamála; III. (Haraldur Hannesson hagfræðingur). 20.25 „Andrea Chenier": Lög úr óperu Giordanos (Renata Te- baldi og José Solar syngja með sinfóníuhljómsveit út- varpsins í Torino; Arturo Bas- lie stjórnar). 21.00 Raddir skálda: Smá saga eftir Ástu Sigurðardóttur og Jakob ínu Sigurðardóttur. — Flytj- endur: Ásta Sigurðardóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorsteinn Ö. Stephensen. 21.40 Tékknesk tónlist, leikin af tékknesku fílharmoníusveit- innl Stjórnendur Vaclav Tal- ich og Karel Sejna. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag.). 22.30 Lög unga fólksins (Guðrún Ás- mundsdóttir). 23.20 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLI Hvíti hrafninn 84 Althan sneri sér að sínum mönn- um og spurði: — Hvers vegna börð uzt þið við sjóræningjana? Þið vissuð, að kóngurinn hafði gefið þeim drengskaparorð sitt upp á, að það yrði ekki gert. — Þeir byrj- uðu, herra , sagði einn mannanna önugur. — nei, ekki aldeilis, gripu nokkrlr af mönnum Ragnars fram í, og við munum aldrei hlýða þessum kóngi framar. Uss! Hann spýtti fyrirlitléga um tönn. — Hvar er Ragnar rauði? spurði Ei- rikur og bætti við. — Þetta er ekki mér að kenna, og ég harma atburöinn af heilum hug. Nokkrir manna Ragnars færðu Eirík af- síðis. og sögðu — Hann hefur svar- ið að hefna sín grimmilega á þér. Fyrst stalst þú fanga okkar, og svo scndir þú menn Glenndann- ons til þess að drepa okkur. Eirík- ur og nokkrir mannanna héldu á- fram að leita Ragnars, en án á- rangurs. — Það er gagnslaust að leita, hann er horfinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.