Tíminn - 09.05.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.05.1961, Blaðsíða 9
9. maí 1961. 9 Þeir voru aS aflúsa hest sna sína ( lónunum framan viS bakkana á Eyrarbakka é sunnudaginn var. Ærnar eru flestar bornar og ver- KSin, sem var svo sem ekk- ert í vetur, er búin. — Bara emn bátur rær, Björn heit- Ir hann, og þó eru ekki komin lok ennþá. Eyrarbakki er um margt sér- stök verstöð, því það er engin Ihafn þar, þótt undarlegt sé, fbara djúpt lón innanvið skerja- garð, og farið inn eftir merkj- um um mjó sund og ála. Staðurinn er því um margt sérkennilegður. Farskip komu tíL Eyrarbakka, en svo gekk til um aldir, að Eyrarbakki var þelzti verzlunarstaður á Suður landi, þrátt fyrir bágborna Ihöfn. Þangað sóttu menn verzl- un frá Ölvesi til Skaftafells- sýslna og hefur það verið æði löng leið og erfið með áburðar- Ihesta í taumi. í gömlum tryggingarskilmál- um fyrir skútur, er sigla áttu til Eyrarbakka, var ákvæði um 11 feta djúpristu og 100 feta kjöllengd, svo ekki hafa þau verið stór kaupskip þeirra tíma, eða eins og stærri netjabátar, sem núna róa frá verstöðvum Sunnanlands. Atvinna er næg á sumrum: Það er £ fljótu bragði ekki margt, sem augað sér, er vitnar um mikið athafnalíf hér á Bakk anum, og á Stokkseyri, sem er steinsnar frá Eyrarbakka. Þó hefur þarna þróazt atvinnulíf, sem komið Tiefur í staðinn fyrir verzlunina, sem að mestu hefur’ nú flutzt til Selfoss og Þorláks- hafnar. Að vísu er hér enn nokkur HraðfrystihúslS á Eyrarbakka. Þarna verka þeir humar og annan sjávarafla. í þessu húsi er fyrlr tilstllli hum- arveiðibáta unnið á sumrin. — Ljósm.: Brynjólfur Brýnjólfsson. Vantar hafnarbætur. Þó hér séu gerðir út bátar með góðum ár’angri, eru þó skil yrðin afleit, með þeim kröfum, sem nú eru gerðar til útgerðar- aðstöðu. Þegar hann gerir sunnanátt- rís hafaldan og skellur af heljarafli á skerin. Óvíða á ís- landi mun vera verra brim, eða tilkomumeira. Þó vissulega brotni á skerjunum, þá er ó- hægt að hemja báta á grunnum lónum í múrningum, innanvið brimgarðinn. Óvitlausir menn telja, 'að í framtíðinni verði hugsað meira um þennan skerjagarð, þegar hafnleysi suð- urlandsins ber á góma. Hver veit nema stærri skip en með 11 feta ristu og 100 feta kjöl- lengd, eigi eftir að sigla þar að bryggju, þar sem fiskibátar verða nú vart hamdir í sver- ustu múrningum? Vorið er komið á Eyrarbakka verzlun, er vörurnar eru ekki lengur fluttar á skútum með 11 feta djúpristu, eða 100 feta kjöllengd, og borpar upp úr uppskipunarbátum, í verzlunar- hús Eyrarbakkaverzlunar. — Vörurnar koma með bílum beint frá Reykjavík. Þó er hér atvinna næg. Það gerir humarinn, sem er eins konar sérgrein Eyrbekkinga — ný atvinnugrein. Að vísu eru humarveiðamar ekki beinlínis uppfundnar hér á Eyrarbakka, heldur hafa þær síðustu árin verið aðaltekjulind og atvinnu- grein þeirra Eyrbekkinga. Það mun hafa verið árið 1953, sem Sveinbjörn Finnsson, útgérðar- maður, hóf humarveiðar frá* Höfnum. Gáfu veiðarnar góða Noklcrir stoltir útgeröarmenn vlð skip sitt á Eyrarbakka. raun, en einhverra orsaka vegna var þeim þó ekki haldið áfram. Skömmu siðar hófu Eyr- bekkingar tilraunir með humar- veiðar og hafa stundað þær Síð- an með góðum árangri. í slippnum, uppi á kambi, standa bátar þeirra, tilbúnir undir humarveiðina, og von bráðar láta þeir úr höfn. Hum- arveiðar hafa þann kost — eða ókost, að það þarf mikið vinnu- afl í landi, til að gera hann að útflutningsvöru. Sést það bezt af því, að bát- arnir fá 7.25 krónur fyrir kíló- ið, en hins vegar er verðið rétt 'innanvið 100 krónur á erlend- um markaði, kílóið. Iiefur því hækkað í verði um 92 krónur, tæpar. Þetta fer mest í vinnulaun, svo af því geta menn séð, að humarinn er nokkuð skrítin skepna. Plastgerð og heymjöl: í þorpinu er annað atvinnu- líf, en við útflutningsfram- leiðslu, ekki mjög fjölbreytt. Þó hafa verið gerðar hér mjög merkilegar tilraunir til þang- mjölsframleiðslu. Hefur ðskar Sveinbjörnsson, eigandi Kork- iðjunnar í Reykjavík, gert þar tilraunir með að vinna þangið af skerjunum til fóðurbætis- framleiðslu. Mun þangvinnslan hafa gefið nokkuð góða raun í fyrra, og mun verða haldið áfram næsta sumar. Þá er og rekin á Eyrar- bakka plastgerð (einangrunar- plast) af sömu aðilum. Bátarnir á kambi. Það er verið að búa þá undir humarveiðina j sumar. Vonandi verður hún be'trl en vertíðin í vetur. — Ljósm.: Br. Br. Söngsnillingur á ferð Það er erfitt að hugsa sér, að nokkur listamaður geti verið svo fullkominn, að ekki sé hægt að benda á sitt hvað í flutningi hans, sem betur mætti gera, ekki sízt, þegar menn koma með þeim ásetn- ingi að hafa allt á homum sér, en hverfa aftur sanfærðir um, að hér verði engu við bætt til hins betra. Þeir listamenn eru áreiðanlega fáir, sem hafa viðfangsefni sín svo fullkomlega á valid sínu, sem franski söngvarinn Gérard Sousay. Allt er fágað og óaðfinnanlegt, röddiri, söngtæknin, látbragðið og persónan. Látleysið er sterkasti þátturinn í túlkuninni. Ég efast um, að á því sviði sé nokkur söngv ari honum fremri. Röddin er skín- andi fögur og henni er beitt með slíku öryggi, að þ^ð gengur galdri næst. Á þessum tónleikum, sem Sou- say hefur haldið, þegar þetta er ritað, hefur hann sýnt hæfileika sína í flutningi hinna ólíkustu við- fangsefna allt frá Em. Bach til Stravinskís, en það er næstum ó- gerningur að segja að eitt hafi vei’- ið öðru betra. Annað mál er það, að verk eins og An die ferne Ge- liebte eftir Beethovén og Dichter- liebe eftir R. Schumann eða lag eins og Nácht und Traume eftir Schubert grípa hlustandann sterk- ari tökum en önnur viðfangsefni söngvarans, án þess að þar sé um betii flutning að ræða en á öðrum verkum efnisskrárinnar. En Sou- say er ekki einn á ferð. Undirleik- ari hans Dalím Baldvin skilaði hallaðist Gérard Sousay sínum hluta með álíka glæsibrag og söngvarinn sjálfur, svo að ekki á um ágæti þótt hljóðfærið hafi ágætis nema nafnið. þeirra, enda fátt sér til A. l Óperustjarna frá Vín Söngkonan Christini von Widmann frá Vínaiborg er ráð- in til að syngja aðalkvenhlut- verkið í söngleiknum Sígauna- baróninum eftir Johan Strauss, sem Þjóðleikhúsið sýnir á næstunni. Söngkonan kemur til landsins í þessari viku frá Vín, en þar hefur hún sungið að undanförnu aðalhlutverkið í sönglekinum „Die Kaiserin“ eftir Leo Fall í Raimundleik- húsinu. Á s.l. ári söng hún titil hlutverkið í Kátu ekkjunni og hlaut mikið lof fyrir leik og söng í því vandasama hlutverki Hún söng sem gestur þetta sama hlutverk í London fyrir nokkru við ágætar viðtökur. Christine von Widmann er mjög glæsileg á leiksviði og hefur fagra sópranrödd. Hún hefur sungið í mörgum óperum og óperettum, auk þeirra, sem fyrr eru greindar, t. d. „Fig- aro“, „Madame Butterfly", „La Boheme“, „Vínarblóð" og margt fleira. Ekki er að efa aö hún á eftir áð hrífa leikhúsgesti á sviði Þjóðleikhússins með leik sínum og söng. Æfingar hafa staðið yfir í langan tíma á Sígaunabarónin- um og standa vonir til að hægt verði að frumsýna óperettuna um 25. b. m. Myndin er af söngkonunni í titilhlutverkinu í Kátu ekkj- unni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.