Tíminn - 09.05.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.05.1961, Blaðsíða 12
12 TÍMINN, þriðjudaginn 9. maí 1961J Tryggvagötu 4, sími 16676 utan skrifstofutíma sími 35341. Hlaut Grettisbeltiö í sjöunda sinn í röð FLUTTIR BÍLALEIGAN FALUR H.F. FLUTTIR Viusamlega minuist þess að við höfum flutt skrifstofu og bílageymslu okkar í TRYGGVAGÖTU '4, SÍMI 16676. Utan skrifstofutíma má panta bfla í síma 35341. fleiri nýir bílar, betra húsnæ'ði, aukin þjónusta, fullkomnar tryggingar Bílaleigan FALUR H/F Utanbæjarmenn. Munið að pantan nýjan og öruggan bíl hjá okkur, áður en þér komið í bæinn. Íslandsglíman, sem fram fór á sunnudaginn, var aS þessu j sinni ekki rismikil. Aðeins sex keppendur af tólf skráðúm mættu til leiks, en nokkrir skráðir keppendur höfðu lög-, leg forföll. Ármann J. Lárus- son, Ungmennafél. Breiðablik,1 sigraði með miklum yfirburð- um, lagði alla mótherja sína án fyrirhafnar. Björgvin Árnason skorar siðara mark Fram f leiknum gegn KR. — Ljósmynd: Timinn, G.E. ReykjavíkurmótitS í knattspyrnu: KR vann Fram og öll liðin í mótinu hafa nú tapað stigi Reykjavíkurmeistaramótið í meistaraflokki hélt áfram á sunnudagskvöld með leik milli KR og Fram. Áhorfendur voru margir á leiknum og skemmtu sér vel, því þótt KR næði ör- uggri forustu í leiknum, 3—0, var hann þó skemmtilegur fram á síðustu stund og ekki munaði miklu, að Fram næði jafntefli, því Fram skoraði tvö síðustu mörkin í leiknum, og lokatalan því 3—2 fyrir KR. Öll félögin í mótinu hafa nú tapað stigi og gerir það mótið tvísýnna og skemmtilegra. KR-ingar léku prýðilega fram- an af og tókst fljótlega að ná tveggja marka forustu. Fyrsta markið slcoraði Ellert Schram á 7. mrn. og nokkru síðar Þórólfur Beck úr vítaspyrnu, sem mörg- um áhorfenda þótti strangur dóm ur, en dómarinn, Baldur Þórðar- son, var á annari skoðun. Eflir þennan leikkafla KR var almennt búizt við því, að KR myndi fara með öruggau sigur af hólmi. En það var öðru nær. Fram lét mót ganginn ekki á sig fá og leikuriun varð jafnari. Bæði liðin áttu sæmi leg tækifæri fyrir hlé, en ekki voru fleiri mörk skoruð í hálfleikn um. KR skorar — Fram sækir Þrátt fyrir það, að Fram sótti meira í byrjun síðari hálfleiks, var það þó KR, sem fyrst jók við markatöluna. Á 17. mín. lék Þór- ólfur Beck í gegnum Fram-vörn- ina og skoraði þriðja mark KR. Staðan virtist vonlaus, en leik- menn Fram voru á annárri skoð- un og eftir að Baldur Scheving skoraði fyrsta mark Fram á 25. mín. varg sóknarþunginn mikill. Björgvin Árnason skoraði annað mark Fram á 37. mín. (sjá mynd) eftir fyrirgjöf frá Dagbjarti Gríms syni og var Björgvin merkilega frír í vítateig KR. Fleiri urðu mörkin ekki, og var sigur KR í leiknum að mörgu leyti réttmæt- ur. Ein breyting hjá KR KR gerði eina breytingu á liði sínu frá leiknum við Víking. Hinn margreyndi fyrirliði KR í mörg ár, Gunnar Guðmannsson, lék nú aft ur á kantinum, en Gunnar Felix- (Framhald á 10. síðu). Þetta er í sjöunda sinn í röð, sem Ármann sigrar í Íslandsglím unni og hlýtur Grettisbeltið að launum, en alls hefur hann sigrað níu sinnum í fslandsglímunni, eða oftar en nokkur annar glímumað- ur. Ármann lagði alla keppinauta sína léttilega og hlaut því fimm vinninga. í öðru sæti var bróðir hans, Kristján Heimir Lárusson, með fjóra vinninga, féll aðeins Ármanni. f 3.—5. sæti urðu es Þorkelsson, UMFR, Sveinn Guð mundsson, Á og Trausti Ólafsson, Á, með tvo vinninga hver. Þurftu þeir því að glíma til úrslita um þriðja sætið og hlaut Sv>nn þá tvo vínninga, og Trausti einn. í sjötta sæti varð Hreinn Bjarna- son með engan vinning. Glímustjóri var Þorsteinn Ein- arsson, en Benedikt Waage, for- seti ÍSÍ, afhenti verðlaun að glím unni lokinni. Kristleífur G. varð meistari Á sunnudaginn fór fram a Akranesi víðavangshlaup meistara móts íslands. Þátttakendur voru aðeins fjórir, þrír úr KR, og einn frá Selfossi. Úrslit urðu þau, að Kristleifur Guðbjörnsson KR, vann mikinn yfirburðasigur, hljóp vegalengdina, sem voru tæpir fimm kflómetrar, á 14:56,1 mín. ÁRMANN J. LÁRUSSON — níu sinnum meistari. — Ljósm.: Tíminn, GE. Annar varð Agnar Leví, KR, á 15:43,8 mín. Þriðji Reynir Þor- steinsson KR á 16:04,2 mín, og fjórði Hafsteinn Sveinsson, Sei- fossi, á 16:17,7 mín. Þetta hlaup þótti talsverður viðburður á Akranfesi og fylgdist þó nokkur fjöldi áhorfenda með hlaupurun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.