Tíminn - 09.05.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.05.1961, Blaðsíða 3
j^ljM&igSgy^þrigjttdaginn 9,~maí 1961. ..1 > \ ' , '■ /.’;•> .!!' ‘v Fiskmóttaka haf- in á ný í Flatey Skáleyjum, maí. Það þykja tíðindi hér um BreiSafjarðareyjar, aS nú er aftur hafin fiskmóttaka f Flat- ey. Fyrir því standa tveir menn úr Reykjavik, Sverrir Finnbogason og Sveinn Sam- úelsson, er stofnaS hafa félag í þessu skyni, Flatey h.f., ásamt fleiri mönnum. Nokkur undanfarin ár hafa bát- ar þeir, sem róið hafa frá Flatey, orðið að fara með fiskinn til Stykkishólms, og hefur að sjálf- sögðu verið að því hinn mesti bagi.' Þiír bátar róa nú úr Flatey með handfæri. Sökum ótíðar ,var ekki ! hægt að hef ja róðra fyrr en seinni jhluta aprílmánaðar, en þá gerði 'stillt veður nokkra daga, og var afli ágætur. Kom hálf fjórða lest á land einn daginn úr tveimur bát- um, sem á voru fimm menn. Mun sá, sem mest dró, hafa getað lagt inn þrettán hundruð kílógrömm af fiski þann dag. Gæftir hafa nú aftur versnað og afli þar af leiðandi minnkað, enda illt fyrir handfærabáta að halda sig á fiski, þegar ónæði er. G.Jóh. Telpa fyrir bíl Laust fyrir klukkan hálfsex á laugardaginn varð það slys á Suðurlandsbraut, við benzínaf- greiðslu BP, að fjögurra ára göm ul telpa, Guðný Lúðvíksdóttir, varg fyrir bíl og meiddist eitt- hvað. Guðný var flutt á slysa- varðstofuna, en meiðsli hennar munu ekki hafa reynzt alvarlegs eðlis. Eggjaferð F.U.F* á Akrafjall Ferðaklúbbur F.U.F. í Reykjavík efnir til ferðar um næstu helgi. Farið verður til eggjatöku í Akrafjall. Frá Reykjavík er haft í hyggju að fara kl. 21.00—21.30 á laugardagskvöld, ganga á Akrafjall um miðnætti og stunda eggjatökuna framundir morg- nn. Lagt mun af stað til Reykjavíkur kl. 5—G á sunnudags- morgun. Ekki er að efa, að margir muni hafa hug á því að taka þátt í ferð þessari, bæði vegna þess að óvenjufagurt er að líta af Akrafjalli með morgunsárinu og svartbaksegg eru mikill og góður matur. Öllum er heimil þátttaka í ferð þessari en þátttöku þarf að tilkynna í súna 15564 og 12942 í Framsóknarhúsinu kl. 5—7 e. h. Danskir bændur hef ja verkfall Skortur á landbúnatSarvörum gerir begar vart vit> sig um gervallt Kaupmannahöfn 8/5 (NTB). — Danskir bændur hafa byrjað verk fall og þegar í dag var búið að loka öllum mjólkurbúum lands- ins vegna þess, að engin mjólk berst til þeirra. Þetta þýðir, að ekki verður mjólk nema á sjúkra Dágóð síldveiði Síldveiðibátarnir fá enn dágóð an afla, og í gær komu Ilöfrung- ur og Heimaskagi að landi með sínar 800 tunnurnar hvor, og nokkrir bátar voru ókomnir að landi í gærdag. Haraldur liggur inni vegna viðgerðar á asdiktækj um. Tólf bátar róa með þorska- net ,en a.m.k. fjórir eru hættir, fyrir utan síldveiðibátana. í fyrradag kom Sigurvon að landi með þrettán og hálfa lest, og Sæfari með 15 lestir. Á sunnudaginn bar svo við í Keflavík, að stórum kranabil var stolið, þar sem hann stóg fyrir utan húsið Norðurbrún' 4. Var bilnum ekið eitthvað um bæinn, en er komið var á Kirkjuveg, námu þjófarnir staðar og forð- uðu sér á hlaupum .Lögreglan telur, að hér hafi um aðkomu- menn verið að ræða. landíð húsum og barnaheimilum, en reynt verður að sjá um, að þess- ir staðir hafi nægilega mjólk. f dag varð imjólkurlaust í Kaup- mannahöfn og flestum borgum Danmerkur öðrum. Kjötskortur er einnig farinn að gera vart við sig í Kaupmanna- höfn, enda engar landbúnaðaraf- urðir fluttar til borgarinnar. Hef ur mikið verið hamstrað af land búnaðarvörum undanfarna daga. Búizt er við, að allur útflutning- ur iandbúnaðarafurða stöðvist innan tíðar. Bændur krefjast 555 milljóna d. kr. til stuðnings atvinnuvegi sínum, en ríkisstjórnin hefur boðið 300 milljónir d.kr. Þessu hefur verið hafnað af bændum. Segja þeir þetta ekki hugsað sem kauphækkun, heldur sé farið fram á nauðsynlegan styrk til uppbygg ingar atvinnu þeirra eins og áríð andi sé. í einkaskeyti til Tímans frá Kaupmannahöfn í dag, segir m. a.; Að erfitt s éað halda uppi flutningum á landbúnaðarvörum jafnvel til ungbarna og sjúkra. Kaupmannahöfn er mjólkur- og kjötlaús og fyrirsjáanlegur skort- ur á öðrum landbúnaðarvörum innan skamms. RáÖherrafundur NATO í Osló: Nauðsyn á varðstöðu gegn Sovétríkjunum Oslo 8/5 (NTB). Ráðherrafundur Atlants- hafsbandalagsins (NATO) hófst í Osló í dag. Byrjaði fundurinn með almennum um- ræðum um ástandið í heimin- um í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Dean Rusk, var meðal fyrstu ræðumanna og sagði hann m. a., að stefna Sovétríkjanna væri enn að umkringja hinn frjálsa heim og ekki væri með öllu óhugs- andi, að þau réðust á höfuð- stöðvar lýðræðisþjóðanna. Annars kom Rusk víða við í ræðu sinni. Hann sagði, að ef Sovétríkin gerðu sérfriðar- samning við Austur-Þýzka- land, myndu Bandaríkin líta svo á, að fyrri samningar væru allir ógildir og beita öllum hugsanlegum ráðum tjl þess að styrkja aðstöðu sína í Vestur-Berlín. Ráðherrann hvatti NATO-ríkin til þess að efla varnir sínar, enda hefðu nú Sovétríkin uppi ógnanir um allan heim að heita mætti. Sovétríkin eru mikið kjarnorku- veldi, sagði Rusk, því getum við ekki neitað, en Bandaríkin munu þó standast það. Hins vegar verð- um við og að hafa það hugfast, að Sovétríkin eru einnig sterk hvað tekur til venjulegra vopna, og við verðum að reyna að mæta þeim einnig á þessu sviði! Rusk stað- festi, að Bandaríkin myndu reyna að senda upp mannað geimfar um- hverfis jörðu á þessu ári. Hann lýsti því jafnframt yfir, að banda- Hska geimferðaráðið hefði áætl- anir um ferðir til tunglsins, Marz og Venusar. Ráðherrann sagði, ;ð niðurstöður þær, sem fengjust í þessum ferðum, yrðu teknar í þjón- ustu NATO. Samstaða gegn Sovét- ríkjunum Ellefu ráðherrar tóku til máls á fundinum í dag. Von Brentano, Úr ræftum Deans Rusk og von Brentanos utanrikisráðherra vestur-þýzku stjórnarinnar, sagði um Berlínar- málið, að NATO-ríkin yrðu að standa einhuga saman gegn yfir- gangi Sovétríkjanna. Hann sagði, að þegar menn berðust fyrir til- veru sinni, yrðu menn að vera við því búnir að fórna ýmsum venjum og kenningum. Þá sagði von Brent- ano, að það væri misskilriingur hjá Sovétstjórninni, ef hún héldi, að vestur-þýzkir jafnaðarmenn íværu tilleiðanlegir til eftirgjafar í | Berlínarmálinu. | Utanríkisráðherra Portúgals ræddi almennt um málefni Afriku og baráttu nýlendnanna þar fyrir sjálfstæði. Ráðherrann fjallaði ekki um neitt land eða nýlendu sérstaklega og ekki heldur Angóla. Home, utanríkisráðherra Breta, sagði, að vestrænar þjóðir hefðu nú góð spil á hendi og þau skyldu vel notuð þegar í stað. Hann lagði áherzlu á það, að staða Sovétrikj- anna væri hvergi nærri eins sterk og msnn kynnu að ætla. Home ræddi um málefni Afríku og sagði, að hin nýju ríki þar mættu öll þakka vestrænum ríkjum sjálf- stæði sitt. Hann sagði, að efna- hagsaðstoð vestrænna þjóða til vanþróaðra ríkja væri tuttugu sinn- um meiri en aðstoð Sovétríkjanna. Hinni almennu umræðu um al- þjóðaviðhorfið lýkur á morgun. Við upphaf fundarins í morgun flutti hinn nýi framkvæmdastjóri NATO, dr. Stikker, ávarp. Sagði hann, að á þessari ráðstefnu yrði fjallað um alþjóðaviðhorfin í dag, gerðar áætlanir til langs tíma fyrir bandalagið og fjallað um efnahags- aðstoð til þeirra ríkja, sem skammt eru á veg komin innan bandalags- ins. Af hálfu íslands sitja þennan fund auk utanríkisráðheiTa, Agn- ar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjófi, Hans G. Andersen, fastafulltrúi hjá NATO, og Haraldur Guðmunds- son, ambossador í Osló. Morðbréfamálið var dómtekið í gær - ákærði kom of seint til að tala Morðbréfamálið kom enn fyrir hæstarétt í gærdag. Fór málflutn ingur fram, oig var málið dóm- tekið í gær. Ragnar Ólafsson, skipaður verj andi Magnúsar Guðmundssonar. eftir að hæstiréttur leysti Guðlaug Einarsson frá þeim starfa, krafð- izt þess, að Magnús yrði syknað- ur, og til vara, að refsing yrði eins væg og lög frekast leyfðu, og dómur skilorðsbundinn. Sækjandinn, Páll S. Pálsson, krafðizt þess, að Magnús yrði dæmdur sekur um ö(l þau brot, er ákæruskjalið tilgreinir. Málið var síðan tekið til dóms, og er dómur væntanlegur í lok vikunnar. , Skömmu eftir að sækjandi í morðbréfamálinu svonefnda hafði ávarpað liæstarétt eftir setningu í gærmorgun (kl. 10) og ætlaði að hefja ræðu sína, tilkynnti forseti að rétturinn hefði að gefnu tilefni ákvcðið, að þegar sækjandi og verjandi hefðu lokið máli sínu, skyldi á- kærða gefast kostur á að taka til máls í réttinum. Ákærði og Guðlaugur Einarsson, áður verj andi hans, voru mættir í réttin- inum oig heyrðu þessa tilkynn- ingu. Sækjandi lauk máli sínu kl. 3 um daginn og tók þá til máls verjandinn, Ragnar Ólafs- son. Hann talaði til klukkan að ganga fimm og var málið þá lagt í dóm, þar eð ákærði uar ekki mættur og ekki heldur Guðlaug ur Einarsson. Þegar réttarsalur inn hafði tæmzt komu þeir á- kærði og Guðlaugur og snéru sér þá til dómara, en var tilkynnt, að málið væri þegar dómtekið og þar við sæti. Þeir ákærði og Gu'ðlaugur munu fyrir skömmu hafa ritað bréf til birtingar í dagblöðum, þar sem þess er krafizt ,að allur hæstirétíur víki sæti í málinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.