Tíminn - 09.05.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.05.1961, Blaðsíða 2
jJmmM, Þriðjudagiim,.9.maí*196 Frá unglingastarfi templara á Jaðri. Unglingareglan á ís- landi 75 ára í dag í dag eru liðin 75 ár síðan unglingareglan hóf starf sitt á íslandi. Unglingareglan er grein af stofni Góðtemplara- reglunnar, sem stofnuð var í Bandaríkjum N.-Ameríku árið 1851. Barnadeildirnar mynda félagsheild, sem nefnd er Unglingaregla. Yfirmaður þeirra deilda í hverju landi er nefndur stórgæzlumaður ung- lingastarfs og á sæti í fram- kvæmdanefnd stórstúku hvers lands, en yfirmaður allra deildanna er nefndur hágæzlu- maður og á sæti í fram- kvæmdanefnd hástúkunnar-, sem hefur á hendi yfirstjórn Góðtemplarareglunnar í.öllum álfum heims. i Markmið XJnglingareglunnar er! að kynna börnunum hugsjónir Góðtemplarareglunnar, sem eru fyrst og fremst bræðralag allra manna, algert bindindi á áfenga drykki, útrýmimg áfengisnautnar og þrotlaust starf að því marki, að andi réttlætis og bræðralag's nái að gegnsýra allt þjóðlífið. Shepare fær heiðursmerki Washington 8/5 (NTB). í dag lenti þyrla á grasflöt- inni framan vi?K Hvíta húsið, bústað Bandaríkjaforseta í Washington. Út úr þyrlunni steig fyrsti bandaríski geim- farinn, Alan Shepard, sjóliðs- foringi, og var fagnað þarna íj hlaðvarpanum af Kennedy forseta og frú hans. Kennedy; sæmdi geimfarann æðsta heiðursmerki bandaríska geim vísindaráðsins, en gleymdi hins vegar að festa það í barm Shepards, en forsetafrúin minnti mann sinn á þetta og bjargaði málinu við. Starf UngliTigareglunnar hefst með stofnun barnast. Æskan nr. 1 í Reykjavík. Stofnandi var Björn Piálsson, Ijósmyndari. Stofnfélag ar voru 30. Fyrsti æðsti templar stúkunnar var séra Friðrik heit- inn Hallgrímsson, þá 13 ára gam all. Æskan er fyrsta barnafélag, sem stofnað var hér á landi. Hún hefur jafnan verið í fremstu röð barnastúkna hér á landi og er svo enn. Hún telur nú á þriðja hundrað félaga. Unglingareglan hefur jafnan haft margbreytta starfsemi ár hvert, bæði vetur og sumar. Fund irnir setja aðalsvipinn á vetrar- starfið, ferðalög og 'námskeið á sumarstarfið. Bömin sjálf eru látin starfa sem mest. Öll störfin miða að auknum þroska þeirra, andlegum og likamlegum. Leið- Keflavíkurgangan (Framhald at 16 sf8u) ferðar. Nú er klukkan byrjuð á fjórða tímanum, og enn er nær hálf leið ófarin. Taka menn nú að tínast upp á þjóðveginn, og okki liður á löngu, unz • fylkingin sígur af stað. Nú eru menn sýnu hressari en fyrir hálfri annarri stundu, og færri renna löngunaraugum eftir bíl Tíma manna, sem rennir sér fram úr. Göngumenn eru orðnir rúmlega 450. Brátt tekur að drifa að langar lestir bila úr Reykjavlk. Eftir að hafa melt góðan sunnudagshádegis- verð, hefur margan bo>rgarann fýst þess að skreppa suður með sjó að skoða lýðinn. Rykskýin leggur upp af veginum, en hægt austankulið víkur þeim af veginum. Lögregl- urnar þeysa gandreið á mótorhjóium sínum og reyna að greiða úr um- ferðahnútunum. Sögur fara af fyrirsát, sem bíði göngumanna í Hafnarfirði, en ekki verður af neinum árekstrum, þegar gengið er gegnum bæinn nema af bílaþvögunni, sem ágerist í sífellu. Nota ýmsir göngumenn tækifærið, er á malbikið kemur, að slcola rykið úr munni og augum. Skáldið er komið á varaskóna. Enn sigur gangan af stað úr Engi- dal, eftir stutta dvöl, og er hún nú sýnu gildari en á$Sur. Ekki gerist neitt sögulegt, fyrr en komið er sunnan meginn í Öskjuhlíðina. Telur hópurinn nú um 900 manns, en nú ber meira á frakkaklæddu fólki á blankskóm. Einhverjir unglingar hafa kveikt í sinu austan vegar og togar barnanna r— gæzlumennirn ir — fórna miklum tíma og kröft um vegna þcss starfs, sumir ára- tugum saman. Margir viðurkenna að verðleikum starf barnastúkn- anna og láta börn sín starfa í þeim, enda eru þær hinn bezti skóli á margan hátt. Bryndísarminning , Svo heitir eini styrktarsjóður- inn, sem Unglingareglan á. Þau hjónin Gissur Pálsson, rafvirkja- meistari, fyrrv. stórgæzlum., > frú Sigþrúður Pétursd. stofnuðu hann til minningar um Bryndísi dóttur sína 1949. Sjóðnum er ætl að að styrkja tónlistarstarfsemi félaga í barnastúkum Reykjavík- ur. Sjóðnum er aflað tekna með mmningagjöfuim, barnaskemmt- unum o.fl. Nokkur styrkur hefur þegar verið veittur úr sjóðnum. Barnablaðið Æskan er nátengd Unglingareglunni, þar sem Stór- stúka íslands stofnaði blaðið 1898 og hefur géfið það út síðan. Nú flytur Æskan íeglulega fréttir og frásagnir af starfi barnastúkn- | anna, en hún hefur alltaf verið i ötull málsvari bindindismálsins í og flutt skemmtilegt og fræðandi j lesefni við barna hæfi. Bókaút- ! gáfa á vegum Æskunnar hófst 11930 og hefur aukizt jafnt og þétt j síðan. Hefur hún gefið út fjölda • góðra barna -og unglingabóka. Tshombe ákærður Leopoldville 8/5. — Bomboko, utanrikisráðherra stjórnarinnar í Leopoldville, hefur tilkynnt, að Nælonnet (Framhald ai 16. síðu) syni til Vestmannaeyja, Akraness og Keflavíkur, pg kvaðst ætla til Norðurlands, þegar hann kæmi hér næst. Hann sagði netasölu mikla í ár og kvaðst þurfa að fylgj ast með, hvernig þau reyndust. Aðspurður um nýjungar í neta- gerð sagði hann, að ný efni væru sífellt að koma fram — og hverfa, reynslan ein skæri úr, hvað væri nothæft. Miye Seimo-verksmiðjurnar voru stofnsettar um aldamótin síðustu og )tær voru fyrstar til þess að flytja út net frá Japan og með, þeim fyrstu sem seldu japönsk nælonnet til íslands. Hnýtivélar verksmiðjanna eru nú notaðar í verksmiðjum í Evrópu og vestan hafs, með þeirra leyfi. Ófærð Allir vegir í Eyjafirði eru nú ófærir eða hálfófærir og hefur annað eins ástand í vegamálum ekki skapast þar síðastliðin 15 ár. Meira að segja á götunum á Ak- ureyri er viða ófært og bílar fest ast. Frá Silfrastöðum til Akureyr ar er aðeins jeppum leyfður akst ur. Vaðlaheiði er opin, en vegur- inn fyrir Dalsmynni er lokaður öðrum bílum en jeppum. Vegirn ir til Dalvíkur og á Svalbarðs- strönd eru ófærir og sömuleiðis Laugalandsvegur. Tshombe, sjáLfskipaður forseti í Katangahéraði í Kongó, verði leiddur fyrir rétt í Leopoldville innan skamms. Tshombe hefur verið fangi um nokkurt skeið, en hann var tekinn höndum af her- mönnum stjómarinnar í Leoppld ville, er hann hugðist fara af ráð stefnu Kongóleiðtoga í Coquilhat ville í Miðbaugshéraði í Kongó. Bomboko sagði, að þungar á- kærur yrðu bomar á Tshombe. Honum yrði gefið það að sök, að hafa myrt fjölda Balúba- manna og sömuleiðis það, að hafa tekið Lúmúmba, forsætisráðherra af lífi, án > dóms og laga. Bom- boko sagði, að stjórnin í Leopold ville myndi brjóta alla mótstöðu Katangahéraðs á bak aftur. Sumarbústað- ir skemmdir Að undanförnu hafa rannsókn- arlögreglunni borizt allmargar kærur vegna spellvirkja, sem unn in hafa perið á sumarbústöðum í grennd við Rauðavatn. Svo sem kunnugt er, eru marg ir sumarbústaðir í hnapp þarna við vatnið, ög hafa spellvirkjarnir gengið á röðina, brotið rúður og hurðir og stolið verðmætum á nokkrum stöðum. Sums staðar nemur tjónið þúsundm króna. Eru það eindregin tilmæli, að þeir, sem kynnu að hafa orðið varir við mannaferðir við Rauðavatn að undanfömu, geri rannsóknar- lögreglunni þegar viðvart. Sigurður Jónsson sýnir í Mokka Sigurður Jónsson Loftferðaeftirlitsmaður, handhafi flugmannaskírtein- is númer 1, hefur síðastliðin 32 ár verið þekktur flugmaður og flug- áhugamaður. Sigurður hefur þó margt fleira í pokahorninu en flugið, j hann teiknar í frístundum. Sigurður er lítt skólagenginn í málara- listinni, var eitt ár á teikniskóla Marteins og Björns Björnssona. Það var 1935. Sigurður byrjaði samt ekki að teikna af alvöru fyrr en 1940. Hann hefur aðeins einu sinni áður sýnt teikningar sínar opinberLega. Teikningarnar, sem Sigurður sýnir nú í Mokkakaffi, eru allt tússteikn- ingar, og eru þær velflestar' nýlega gerðar. Myndirnar verða til sýnis og sölu í Mokkakaffi á næstunni. reykinn leggur yfir göngumenn. Taka menn nú að greikka sporið og margir nýir lauma sér í raðirnar. Með öllum götum standa forvitnir bæjarbúar í þéttum hópum. Nokkrir gera hróp að göngumönnum, aðrir kinka örvandi koll'i til kunningja, sem þeir koma auga á. Enn lauma menn sér í hópinn. Á Laugaveginum taka nokkur börn að veifa spjöldum og gera spott að vegmóðum. Um níuleytið rennur fylkingin suður Lækjargötuna, og útifundur er hafinn. Ragnar Arnalds setur fund í snarheitum. Fyrstur talar Bergur Sigurbjörnsson, þá Halldór á Kirkjubóli, næst Stefán prentari Ögmundsson, sfðan Örlygur Hálfdán arson og loks Eina.r Bragi rithöf- undur. Yfir eina unga stúlku leið, þegar í Lækjargötuna kom, en annars eru okkur ekki kunn nein slys á göng- unni. Margir hafa sjólfsagt sofið fast og vel um nóttina, eftir erfiðan dag, og sjálfsagt hafa einhverjir, vaknað með strengjum i gærmorgun.1 Sigurður Jónsson við eina teikningu sína, sem er af tröllunum f Trölla- fjalli í Glerárdal. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.