Tíminn - 09.05.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.05.1961, Blaðsíða 16
mwas. ÞriSjudagínn 9. niaí 1961. Fjölmenn Keflavíkur- ganga í góðu veðri Það er miit og gott veður, léttskýjað, ofurlítið kul. Innan við hliðið að Keflavíkurflug- velli hefur safnazt mannf jöldi, sem stendur í þéttum hóp í grasi gróinni brekku undir gríðarstóru skilti, þar sem seg- ir á tveimur tungum að Kefla- víkurflugvöllur sé bækistöð varnarherja NATO. Lausleg talning leiðir í Ijós, að hér muni um 400 manns saman komin í brekkunni. Páll Bergþórsson veðurfræöinigur á- varpar mannfjöldann, röddin kafnar í flugvélargný. Bandarísk þyrla sveimar í hringjuim yfir mannskapn- um, lækkar flugiö, stanzar í loftinu yfir fundarmönnum, það eru mynda vélar á lofti um borð. Fjögurra laufa smári Ein göngukonan, sem stendur og hiýðir á tal ræðtimanns við undir- spil þyrlunnar þennan milda vor- morgun, Jýtur niður til að binda skó- þveng sinn. Hún réttir sig upp með, eitöivað í hendinni, snýr sér í liring og eýnir félögum sinum: „Sjáiði bara, hvað ég fann! Fjögurra laufa, emára!" Dáh'tai hópur af flugvallarstarfs- mönnum stendur meðfram veginum og horfir á fóHrið Ieggja af stað. Fréttaritari Morgunblaðsins í Kefla- vik, Helgi S. Jónsson, stendur gal- vastour með myndavél að vopni, hann beygir sig niður í vegarskurð- inn og týndr hermannahúfu upp úr svaðinu, fleygir henni til fundar- manna og kallar: „Látið þið hana á ræðumanninn!" Eftir ávarpið býst fólk til brott- íerðar, 50 Jdlómetra gangan tifc, Reykjavíkur er hafin. Sumir göngumanna eru búnir senij á lcvöldgöngu í miðbænum, á blank-i skóm með hálsbindi, en aðrir eruj vel f jaBgöngufærir. Margir eru held-; ur illa skóaðir, en ungskáld eitt hef-! ur varaskó í snæri um hálsinn, Flest er þetta ungt fólk, en innan um menn á góðum aldri og aldrað fólk á j, stangli. Sjötugur vistmaður af, Reykjalundi gengur eitilharður við staurfót og göngustaf. Hitnar í skóm göngumanna ! Yfir Stapann eru menn léttir á fæti, cnda kul og sólin bak skýja, Áð er stutta stund austan Stapa, áð-, ur en þrammað er austur hraunin. Brátt teygist úr fyikingunni, sumir þurfa að spjaJla við náungann og dragast aítur úr, aðrir hafa fengið nagla í skó. Sólin irennir sér nú fram úr skýjum og brát tekur að hitna í lofti. Það er heitt í skóm sumra. Um tvöleytið taka menn að greikka sporið, er þeir eygja Kúa- gerði, hvar gert skal þriggja kortéra hlé, meðan menn snæða. Sumir 1 hlakka þó mest til fótabaðsins í fjör- unni, en aðra langar til að bregða | sér út í hraunið í næði. Ung stúlka ! minnist rauðkálsins, sem nú er rjúk-! andi á borðum foreldranna í Reykja vík, og það kennir saknaðar í rödd- inni. Viðbúnaöur í Kúagerði í Kúagerði er viðbúnaður mikill Þangað er von á göngunni kl. þriú.1 og er ætlunin að hressa göngumóða á súpu. Það er ekki út i bláinn að Kúagerði hefur verið valinn sem að- aláningarstaður göngufólksins. Stað- urinn hefur frá fornu fari verið án- ingarstaður, sá eini á langri leið, í þann tíð er menn ferðuðust á hest- um og gangandi. Þar er vatn og gras. Göngumenn hafa reist sér tjald, og innan úr tjaldínu herst potta- glamur og kvennaskvaldur. Úti fyr- ir tjaJddyrum flatmaga hofmeistar- arnir og Iláta sólina baka sig. í fyrra urðu þeir tveir að sjá um matseldina með eigin höndum. Nú hafa þeir fjöimennt þjónustulið á snærum sínum. Innan skamms ber íslenzka fán- ann yfir hraunkambinn í vestri og fylkingarbrjóstið birtist á veginum áður en varir, Kvenfóllkið þyrpist úti til að sjá, og það er almenn hrifn ing er lestin þokast út af veginum og stefnir að tjaldinu. Sýnilega hafa margir bætzt við frá því lagt var af stað. Það er ærið sundurleitur hópur, sem dreifir sér um móana og teygir úr sér. Það er rótað í nestisskrinum og rjúkandi súpan borin að þurrum munni. Ndkkrir hlaupa niður ífjöru, drífa sig úr sökkum og skóm og fá sér fótabað í sjónum. Vegurinn or harður undir fót. Lisfcmálari lemur með hraunmola á nagla, sem kom upp úr skósólanum. • Bandarískur stúdent, sem er með í ferðinni, tek- ur í nefið. Ekki eru affir búnir að láta líða úr fótum sér, er áköfustu göngu- mennimir taka að eggja til brott- (Framhald á 2. síðu). ú Þýzkt skólaskip væntanlegt 17. maí kl. 9 fyrir hádegi kemur þýzka segl-skólaskipið „GORCH FOCK' til Reykjavíkur. ÞaS mun liggja við norðausturhafnargarS- inn um hvítasunnuna, ef veður leyfir. Þetta er í annað skipti, sem skólaskip frá þýzka Sambandslýð- veldinu heimsækir Reykjavík. í fyrra sumar var skólaskipið „HIPP- ER" hér. Sólarsynir selja net Útflutningsframkvæmdastjóri netaverksmiðjanna Miye Seimo í Japan, T. Yamada, var hér á ferð fyrir skömmu. Fréttamað- ur hitti hann í skrifstofu Bárð- ar Guðmundssonar, sem hefur einkaumboð fyrir verksmiðj- urnar hér, á föstudaginn í síð- ustu viku, en Yamada var þá á förum vestur um haf eftir tíu j daga viðdvöl á íslandi. Yamada kvaðst hafa verið mán-! uð á ferðalagi, fór fyrst til Afríku, og þaðan til Norðurlandanna. Héð- j an kvaðst hann fara til New York og síðan Kanada, þá aftur til j Bandaríkjanna og heim. Hann hef- ur ekki áður komið til íslands, en fslendingar era einir beztu við- skiptavinir verksmiðjanna að hans sögn. Viðskiptin við ísland hófust fyrir sex árum, og voru þá seld hingað fimsntm nælonnet. Nú nem ur salan árlega fleiri þúsund net um. Yamada kvaðst gjarnan vilja T. YAMADA dveljast hér lengur, en annir leyfðu það ekki að þessu sinni. Hann fór með Bárði Guðmunds- (Framhald á 2. síðu). Frá Kefla- víkurgöngu cfst til vinstri siast gongurrtenn- irnir i Keflavikurgöngunni vera að koma úr Kúagerði, nýbúnir að hressasig á súpu og mjólkursýru. Hér að ofan sjást menn í áning- nrstað í Engidal. Tll hliðar sést svo, þegar fylkingin er komin á Lækjargötuna og útifundurinn er að hefjast, en mikill mannfjöldi, meðhaldsmenn og andstæðingar, hafa tekið sér stöðu báðum meg- n götunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.