Tíminn - 09.05.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.05.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, Imðjudaginn 9. maí 1961. 7 Bresti okkur sjálfstæði í hugsun verður lítið úr öðru sjálfstæði ¥ >* Það er á ýmsan hátt sundur-j leitur Hópur sem hér er saman kominn, þó að eitt sameini okkur, þar se mer það, að okk- ur er skapraun að því að út- lendur her hafi langdvöl í landinu og teljum að nú beri að vinna að heimför hans. Öryggismálin eiu viðkvæm mál og vandasöm. Temjum okkur að hugsa um þau með hófsemi og ein- urð. Bresti okkur sjálfstæði í hugs- un mun lítið verða úr öðrujsjálf- stæði: Hlutleysi og afskipt'aleysi veitir ekkert öryggi. Saklausar og hlutlausar smáþjóðir hafa verið teknar herskildi ef þeim stóru og sterku þykir sér betur borgið með því móti. Fyrr og síðar hefur sag- an sannað slíkan íhlutunarvilja og virðingarleysi fyrir rétti hins veik- ari. Með það í huga sýnist eðlilegt að þjóðir skipi sér saman í stærri heildir og standi hver með ann- arri. > \ Okkur er það ljóst, að við eigum allt undir því að friður megi hald- ast. f kjamorkustyrjöld er ekkert öryggi til. Bkki skulum við óttast dauðann. Þá skuld eiga allir að gjalda. En áhrif kjarnorkuvopna eru mörgurn sinnum verri en dauð inn þar sem ófædd börn þeirra, sem kynnu að lifa, eru gerð van- skapaðir aumingjar auk þess sem allur hemaður þróar þá grimmd og mannskemmdir, sem öllu er verra. Við höfum verið friðarsinn- ar, íslendingar, og við skulum aldrei gleyma því, að allt mann- kyn er af einni rót, — í öllum löndum er fólk, sem finnur til eins og yið. T/m allan heim geta fjölskyldufeður sagt eins og Þor- geir í Vík um sína konu og sitt barn: Ræ<$a Halldórs Kristjánssonar á útifundi um hersetuna, 7. maí. HALLDÓR KRISTJÁNSSON En iþetta var einasta aleigan mín og ailt, sem var dýrmætast mér, jafn dýrmætt mér eins og þér eiga þín — Það er því tvennt, sem okkur ber að setja ofar öðru, þegar við tökum afstöðu til þeirra mála, sem hafa kallað okkur saman í dag: Hvað getum við gert til að efla friðarhorfur í heiminum? Hvað getum við gert til að tryggja sjálf- stæði og tilveru íslenzku þjóðar- innar? Ekki vil ég gera mig svo barna- legan að halda því fram að vopn- leysi og varnarleysi á takmörkuð- um svæðum tryggi heimsfriðinn út af fyrir sig. Við vitum það öll, að heimsstyrjöldin 1939 byrjaði ekki af því, að t.d. Bretar og Frakkar væru of mjög vopnaðir. Hins eru KARLMAN N AFÖT ú R TERYLENE 0 G A L U L L STAKI R JAKKAR STAKAR B U X U R V O R - O G SUMARTÍZKAN Verð frá kr. 1.929.00 dæmi, að hræðslan við mótspyrnu hafi hindrað ofbeldismanninn að gera árás. Þó hlýtur leiðin til frið- ar og þar með þess eina öryggis, sem um er að ræða, að vera sú að eyða tortryggni, slaka á tauga- spennu, afvopnast og fækka her- stöðvum. Þetta vita allir, — jafn- vel herforingjar og hernaðarsér- fræðingar. Slíks væri þá jafnt þörf á báða bóga, þegar tveir aðilar ógna hvorir öðrum. Með þessu vil ég minna á það, að ég tel eðlilegt að menn geti haft skiptar skoðanir í þessum málum, þótt þeir hugsi um þau eingöngu sem heiðarlegir íslend- ingar og friðarsinnar. Gætum við eitthvað gert til að minnka stríðs- hættuna teldi ég að við ættum að gera það, enda þótt því kynni að fylgja einhver persónuleg á- hætta. Ég fyrir mitt leyti trúi því, að Atlantshafsbandalagið og þátt- taka íslendinga í því, hafi átt þátt í því að draga úr stríðshættu. Og að sjálfsögðu stendur hin íslenzka þjóð við alla samninga og skuld- bindingar sem hún hefur gert að réttum lögum um þau mál og önnur, enda samstaða hennar með þjóðum eins og Dönum og Norð- mijnnum mjög eðlileg. Hernaðartæknin breytist ört eins og annað. Við Vestfirðingar höfum það fyrir augum að stöðin á Straumnesfjalli þykir úrelt og var yfirgefin áður en búið var að byggja hana til fulls. Eins virðist okkur mörgum að herstöðin í Keflavík sé nú úrelt orðin hernað- arlega. Og við trúum því, að fyrstu sporin í friðarátt ættu að vera þau að yfirgefa úreltar hersitöðvar. Sjálfstæði ísiendinga stafar hætta af fleiru en hernaðarlegu of- beldi. Hersetunni fylgir líka hætta í þeim efnum. Nú er svo komið, að það er opinberlega talið til landráða og blindrar þjónkunar við heimskommúnismann að segja ekki já við öllu, sem herforingja- ráð Atlantshafsbandalagsins mæl- ist til. Hvar erum við staddir á vegi sjálfstæðisins þegar ýmis stærstu blöð landsins leyfa sér slíkan málflutning? Þó vita allir að bæði Danir og Norðmenn hafa svarað tilmælum frá Atlantshafs- bandalaginu neitandi og eru samt góðir og gildir þátttakendur í varnarsamtökum vestrænna þjóða. Ekkert hefur sannað mér hættuna af hersetunni eins ótvírætt og þessi ofstækisfulli málfutningur stjómarblaðanna íslenzku og sú takmarkalausa lotning og skilyrð- islausa undirgefni við erlent vald, sem þar kemur fram. Við skulum virða hvern mann, sem ber fram rök fyrir því, hvað megi tryggja frið í heiminum og halda ofbeldis- öflunum í skefjum, enda þótt við viðurkennum ekki öll þau rök. En við skulum gera okkur og öðrum ljóst, að það er skylda íslenzkra manna meðan þjóð þeirra er sjálf- stæð þjóð, að meta sjálfir eins og Danir og Norðmenn gera, hversu svara skal hverju sinni hverri máleitun erlendra herforingja. Og nú er svo komið að upphátt og feimnislaust er um það talað, að lífskjör íslenzku þjóðarinnar hljóti að versna svo að nemi ein- um fjórða hluta ef herinn hverfi úr landi. Þetta er ekki rökstutt. Þetta er fullyrt. Þessu eiga menn að trúa. Því er treyst að íslenzkir menn trúi því að þjóð þeirra geti ekki unnið fyrir sér sjálf. Herset- an á að verða varanleg og byggjast á vantrú þessarar þjóðar á ís- lenzka náttúru, og íslenzkt fram- tak, íslenzkt land og íslenzka þjóð. Slík vantrú virðist þróast og grafa um sig í skjóli hersetunnar, og er ef til vill mesta hætta, sem her- setunni fylgir. Ef sú trú verður ráðandi, þarf ekki lengur að tala um sjálfstæða tilveru íslenzkrar þjóðar. Jón Sigurðsson lagði grundvöll þeirrar sjálfstæðisbaráttu, sem gerði hann að þjóðhetju íslend- inga, með því að gefa þjóðinni trú á sjálfa sig. Hann sannaði, að ís- lendingar hefðu aldrei verið ómag- ar á Dönum eins og margir trúðu. Hann gaf þjóðinni trú á sjálfa sig, sannaði henni með sögu hennar og fleiru að hún gæti staðið á eigin fótum. Hann vissi það að engin þjóð getur verið sjálfstæð nema hún treysti sér til þess. Þetta frumskilyrði fyrir tilveru íslenzkrar þjóðar grefur hersetan í sundur. Við förum héðan með þá ósk í huga að íslenzak þjóðin megi sýna það á komandi árum að hún getur staðið á eigin fótum og með eigin bróðurlegri samvinnu við aðrar þjóðir búið öllum börnum sínum skilyrði til velmegunar og menn- ingar. Skilyrði þess er ekki sízt hófsemi í hugsun og verki. Hóf- semi er allt annað en stefnuleysi og al,vöruleysi. Hófsemi og bræðra- lag skyldu vera einkunnarorð þeiirar stefnu, sem við berjumst öll fyrir. Einn þátturinn í því starfi, sem leiðir til þess að óskir okkar um framtíð þjóðarinnar geti rætzt, er að losa ísland við er- lendan her. Fögur minningargjöf AUSTURSTRÆTI Við hátíðamessu í Háagerðis- skóla, síðastliðinn páskadag, barst væntanlegri Bústaðakirkju dýr og fögur minningargjöf. Voru það tveir sjö armá kertastjakar úr silfri, gerðir í Svíþjóð eftir sér- stakri teikningu, einfaldri, en mjög smekklegri. Gefendur stjak- anna eru frú Margét Runólfsdóttir á Melavöllum (nú Rauðagerði 23, Rvk.) og börn hennar. Eru þeir gefnir til minningar um eigin- mann Margrétar, Hjört Jónsson, alkunnan merkis- og atorkumann, sem lézt 12. des. 1957, aðeins 48 ára að aldri. Hjörtur Jónsson var í safnaðar- nefnd hins nýja Bústaðasafnaðar minningu hans skuli í framtíðinni berta birtu um þann helgidóm, sem hann hafði áhuga á að risi sem fyrst af grunni innan sóknar- innar. Þótt honum entist ekki ald- ur til að vinna nema að fyrsta und irbúningi þess máls, standa nú vonir til, að skriður komist á fram kvæmdir þess innan skamms. Slík gjöf, sem hér er getið, herðir m.a. á því. Undirritaður prestur safnaðar- ins og Axel L. Sveins, formaður safnaðarnefndar, færðu gefendun- um innilegar þakkir fyrir örlæti þeirra og hlýhug. Og vöktu stjak- arnir óskipta aðdáun kirkjugesta. Gunnar Árnason. A víðavangi „AtS drepa útgerðina" Þaulkunnugur maður útgetrð sagði á dögunum við þann, er þetta ritar: „Ég held þeim ætli að takast að drepa útgerðina með vaxtaokri og lánsfjársam- drætti ofan á léleg aflabrögð.“ Lánasamdrátturinn gengur svo langt, að ekki er einu sinni hægt að nýta þann afla, sem fæst, á hagkvæmasta hátt fyrir lánsfjár- skorti. — Furðulegt er að nokkr um manui skuli detta það „bjarg ráð“ í hug að reikna atvinnuveg- unum hér á landi hærri vexti en þekkjast í nokkru öðru landi. Svo eiga þessir atvinnuvegir okkar að keppa við framleiðslu annarra þjóða. Kreppubúskapurinn Ríkisstjórnin hnýtti heila keðju af þvingunar- og dýrtíðar- aukandi ráðstöfunum til að skerða lífskjörin og með því minnka neyzlu og framkvæmdir. Þetta átti að auka sparnað innan lands og grynnka á skuldum út á við — að því er þeir sögðu. Framsóknarmenn sögðu strax, að þessar ráðstafanir væru svo stórfelldar að þær myndu draga úr framleiðslunni og þjóðartekj- unum og verka öfugt. — Hvað varð svo þegar fyrsta árið? Sparnaður minnkpði, en jókst ekki og skuldir jukust við út- lönd meira cn dæmi eru tU áður á einu ári. Aft draga saman Ríkisstjórnin er önnum kafin við að setja fótinn fyrir fram- kvæmdir einstaklinganna í land- inu. Lánsféð er lokað inni heldur en að eiga það á hættu að það stuðli að framkvæmdum. Okur- vöxtum er haldið á því Iánsfé, sem af náð er í umferð látið. Ekbi aðeins framkvæmdír minnka og uppbygging, sem þarf til að stækkandi þjóð geti Iifað batnandi lífi, heldur er einnig með þessum þvingunum bein- línis dregið úr framleiðslunni frá því sem var. — Allir tapa nema þeir, sem hafa of fjár eða eru í sérstakri náð hjá bönkun- um og geta liirt cignir þeirra einstaklinga, sem þvingaðir verða til að gefast upp. Þetta er látið koma í staðinn fyrir þá stefnu, sem fylgt liefur verið undanfarið og byggzt hefur á því að styðja með margvíslegu móti einstaklingana til þess að cignast framleiðslutæki og eigin heimili. Því lengur sem kreppumenn ráða, því erfiðara verður að bæta úr því tjóni, sem samdráttur þeírra veldur. „Úrræbi“ Bjarna. Ekki gat Bjarni Benediktsson svarað því í eldhúsumræðunum, hvernig fjölskylda ætti að lifa mannsæmandi lífi af verkamanna kaupi, 4000 kr. á mánuði, eins og komið er verðlagi eftir aðfarir ríkisstjórnarinnar. Hann sagði bara, að menn yrðu að verða sér úti um yfirvinnu. Ósvífnari útúr- snúning var tæpast hægt að bera sér í munn. þegar þess er gætt, að samdráttarstefna Bjarna Benediktssonar er beinlínis mið- uð við að skapa „jafnvægi" með því að draga úr atvinnunni, og þá fyrst að eftirvinnan hverfi og síðan að „hæfilegt" atvinnuleysi skapist og þar með „jafnvægi fátæktarinnar" í ‘efnahagsmálun- uin. Hvar er yfirvinnan, Bjarni, sem verkafólk og aðrir launa- menn eiga að bjarga sér á undan dýrtíðarflóði ríkisstjórnarinnar? Þannig spyrja menn þúsundum saman um þessar mundir. Menn lifa ekki á ábyrgðarlausu skrafi þeirra mauna, sem fremst standa í fylkingu þeirra kreppumanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.