Tíminn - 03.06.1961, Blaðsíða 5
T Í MIN N, laugardaginn 3. júní 1961.
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarmsson (áb ), Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit-
stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga-
stjóri: Egill Bjarnason — Skrifstofur
í Edduhúsmu — Simar: 18300—18305
Auglýsmgasimi: 19523 Afgreiðslusími:
12323 — Prentsmiðjan Edda h.f.
Frystihús ríkis-
stjórnarinnar
Ríkisstjórnin starfrækir frystihús, sem hefur langtum
dýrari yfirstjórn en nokkurt annað frystihús á íslandi.
Þetta frystihús er þó ekki rekið í þágu þess að auka fram-
leiðsluna, eins og er hlutverk annarra frystihúsa. Frysti-
hús ríkisstjórnarinnar er þvert á móti rekið til þess að
draga úr framleiðslunni.
Þetta frystihús, sem ríkisstjórnin rekur, er Seðlabanki
íslands. Með „viðreisninni“ svonefndu var sá háttur tek-
inn upp að skylda banka og sparisjóði til þess að afhenda
Seðlabankanum svo og svo mikið af því sparifé, sem þess-
ir aðilar hafa fengið til varðveizlu frá almenningi. Þetta
fé er svo fryst í Seðlabankanum, eins og það er kallað,
þ. e. að það er ekki látið fara til útlána. Útlánin verða því
minni, er þessari frystingu nemur.
Samkvæmt upplýsingum, er Tíminn hefur aflað sér,
og birtust hér í blaðinu í gær, nemur spariféð, sem þannig
hefur verið fryst í Seðlabankanum, orðið 150 millj. kr.
Eða með öðrum orðum: Möguleikar viðskiptabanka og
sparisjóðs til að lána fé með eðlilegum hætti til fram-
leiðslu og framkvæmda hafa verið skertir, sem þessari
upphæð nemur.
En sagan er hér ekki öll sögð. Til viðbótar þessu, hefur
ríkisstjórnin látið draga verulega úr því, sem lánað er út
á afurðir hlutfallslega við verðmæti, þrátt fyrir miklar
verðhækkanir vegna gengislækkunarinnar og þar af leið-
andi stórum vaxandi rekstrarfjárþörf framleiðslunnar.
Afleiðingar alls þessa hafa í fjölmörgum tilfellum
orðið þær, að framleiðsla hefur dregist saman og ný fram-
leiðslustarfsemi ekki getað byrjað. Lánsfé, sem hefði mátt
nota í þessu skyni, hefur verið fryst í Seðlabankanum —
frystihúsi ríkisstjórnarinnar.
Eitt stjórnarblaðið skýrði nýlega frá því, að þjóðin
hefði orðið fyrir tugmilljóna tjóni vegna þess, að allt
fiskimjölið hefði verið selt áður en verðið hækkaði. Allir
vissu, sem eitthvað þekktu til, að verðhækkunin var á
næstu grösum. Samt var mjölið selt. Vegna lánsfjárhafta
og vaxtaokurs treystu seljendurnir sér ekki til að bíða.
Framleiðslutjónið, sem hlotizt hefur af óhóflegum
lánsfjárhöftum og vaxtaokri, nemur vafalaust orðið mörg-
um hundruðum milljóna kr. og þetta tjón mun halda
áfram að sívaxa vegna þess að framkvæmdir hafa dregizt
og dragast, — framkvæmdir, er geta gefið af sér mikla
framleiðslu.
Með þessari stefnu er beinlínis stefnt að því að skerða
lífskjörin, því að raunhæfar kjarabætur byggjast fyrst og
fremst á því að framleiðslan vaxi.
Ríkisstjórnin verður að hætta að nota Seðlabankann
sem frystihús í þjónustu samdráttar- og kreppustefnunn-
ar. Hið rétta hlutverk hans er að stuðla að framleiðslu og
framförum á allan skynsamlegan hátt.
Utanlandsflugið
Það væri óhappaverk, ef utanlandsflug flugfélaganna
þyrfti að stöðvast vegna verkfallsins, Slíkt myndi stór-
spilla aðstöðu þeirra í samkeppninni við erlendu flug-
félögin.
Vinnuveitendasambandið ætti þvi að gefa flugfélög-
unum leyfi til að gera sérsamninga. Aðstaða þeirra er svo
sérstök, að það skapaði ekki neitt almennt fordæmi.
Vonandi lætur Vinnuveitendasambandið því utan-
landsflugið ekki stöðvast.
Frá vettvangi Sameinnðu þjóðanna:
Helmingur jarðarbúa býr ýmist við
matarskort eða neytir rangrar fæðu
FAO skipuleggur a'ðsto'ð viS vanþróuSu löndin. — Flugvélarými eykst hra'ÍS-
ar en farþegafjöldinn. — Geimflug Bandaríkjanna hyllt. — Fjársöfnun vegna
flóttamanna. — Nýjar aÖferÖir til aíi finna og nýta vatn. — Ýmsar fréttir.
Frá upplýsingaskrifstofu S. Þ.
í Kaupmannahöfn.
„Sulturinn er elzti og harð-
svíraðasti fjandi mannsins",
sagði Charles H. Weitz, sá er
samræmir aðgerðir FAO (Mat-
;væla- og landbúnaðarstofnun-
ar S.Þ.) í baráttunni fyrir
|„frelsi frá hungri", þegar
hann hitti blaðamenn í Kaup-
mannahöfn ekki alls fyrir
löngu. „Það er erfitt að trúa
því, þegar við lítum á vísinda-
lega og tæknilega sigra sam-
tímans, að rúmur helmingur
allra íbúa jarðarinnar (1500
milljónir) svelti enn, sé van-
nærður eða neyti rangrar
fæðu."
FAO hefur hafið baráttu sína til
að finna lausn á þessu geigvæn-
lega vandamáli. Stofnunin hvetur
ekki fólk til að gefa þeim, sem
svelta, mat, því að það er engin
lausn á vandanum, en hún biður
ríki, einkasamtök, kir'kjur, verzl-
unar- og iðnaðarfyrirtæki, skóla
og klúbba, verkalýðsfélög — í
stuttu máli borgara í öllum stétt-
um — um að taka höndum saman
og lijálpa íbúum hinna vanþróuðu
landa til sjálfhjálpar. Til að koma
öllum þessum sundurleitu hópum
saman og hefja raunhæft starf er
fyrsta skrefið að setja upp fram-
kvæmdanefndir í öllum löndum.
Aukning flugferða.
Á áratugnum, sem lauk 1960,
höfðu flugfélögin í þeim 84 ríkj-
um, sem eru meðlimir ICAO, kom
izt að raun um að flugferðum
hafði fjölgað þrefalt, segir í
skýrslu, sem stjórn ICAO sendi
frá sér nýlega.
En þrátt fyrir hina miklu aukn
ingu á flugferðum, minnkaði með-
altal álagsins á flugvélar (þ. e.
hlutfallið milli farþegafjölda og
rúmsins, sem hann tekur) frá 56,9
af hundraði árið 1959 niður í 55,5
af hundraði árið 1960. Meðaltal
álagsins á flugvélar var mest árið
1951 eða 62,6 af hundraði. Hlut-
fallstalan á alþjóðlegum flugleið-
um árið 1960 var 58,4 af hundraði,
en álagið er alltaf meira á slíkum
leiðum en í innanlandsflugi.
Bandaríkin hyllt vegna
geimflugsins
stökum samtökum, sem voru aðil-
ar að Alþjóðanefnd flóttamanna-
ársins.
Stærstu framlögin koma frá
eftirtöldum löndum (talið í doll-
urum):
Dag Hammarskjöld fram-
kvæmdastjóri og margar sendi-
nefndir hjá Sameinuðu þjóðunum
hafa óskað Bandaríkjamönnum til
hamingju með hið giftusamlega
geimflug bandarísks geimfara. í
orðsendingu til bandaríska fasta-
fulltrúans, Adlai E. Stevensons,
sagði Hammarskjöld, að hin vel-
heppnaða tilraun með að senda
mann út í geiminn væri enn eitt
dæmi um vísindalegt samstarf,
sem mundi færa mannkynið nær
því marki að ná tökum á geimn-
um öllum jarðarbúum til gagns.
Svipaðar hamingjuóskir komu
frá fulltrúum Hollands, Sovétríkj-
anna og Arabiska sambandslýð-
veldinu.
í þakkarræðu sinni sagði banda-
ríski fulltrúinn, John M. Ray-
mond, að Bandaríkjamenn væru
sérlega ánægðir með að hafa fund
ið raunhæfa aðferð til að fram-
kvæma geimflug, sem sé undir
stjórn sjálfs geimfarans. Hann
kvaðst líka vera ánægður yfir því,
að öll sú vitneskja, sem fengist
með þessari tilraun, yrði Iögð fyr-
ir vísindamenn heimsins, og myndi
það án efa efla friðsamlega sam-
vinnu.
Bretland 24.995.399
Bandaríkin 19.725.996
Austurríki 10.367.307
Vestur-Þýzkaland 5.248.333
Kanada 4.208.254
Svíþjóð 2.747.296
Noregur 2.693.544
Frakkland 2.530.612
Holland 1.933.156
Ástralía 1.931.138
Sviss 1.879.717
Danmörk 1.751.846
Nýja Sjáland 1.220.946
Ítalía 905.030
Belgía 862.225
Túnis 700.000
Arabiska sambandslýðv. 465.000
Formósa (Kína) 231.000
írland 196.531
Júgóslavía 183.900
Nýting vatns.
Miðstöð S. Þ. fyrir nýtingu
vatns hefur sent á markaðinn
handbók upp á 84 blaðsíður —
„Large Scale Ground Water
Development“ — þar sem vikið
er að ýmsum tæknilegum, efna-
hagslegum og skipulagslegum hlið
um á nýtingu grunnvatnsins. í
upphafi bókarinnar segir, að á síð-
ari árum hafi grunnvatnið fengið
æ meiri þýðingu í sambandi við
Hjálpin til flóttamanna.
Norðurlönd hafa fulla ástæðu
til að vera ánægð með framlag
sitt til hins alþjóðlega flótta-
mannaárs. Viðbótarskýrsla, nýlega
útgefin, um sérstök framlög á
tímabilinu fram til 28. febrúar
1961, sýnir, að af 67 löndum og
landsvæðum eru Svíþjóð, Noregur
og Danmörk í hópi þeinra 12
ríkja, sém mest hafa lagt af mörk-
um. (Hér er ekkert tillit tekið til
þess að þessi lönd hafa hlutfalls-
lega miklu færri íbúa). Alls söfn-
uðust 85,845.137 dollarar — bæði
í peningum og vamingi — frá rík-
isstjórnum og söfnunarnefndum,
sem nutu stuðnings ýmissa sam-
taka og tugþúsunda einstaklinga
á öllum aldri. Þar við bætast svo
fimm milljónir dollara fr'á sér-
öflun vatns, m. a. vegna nýrra að-
ferða, sem gera mönnum kleift að
nýta grunnvatn, er liggur mjög
djúpt í jörðu. Með nýtízku borum
er hægt að komast einn kílómetra
niður í jörðina, og dæla þaðan
upp vatn með sérstökum dælum,
sem nu eru á markaðnum. Meðal
hinna nýju aðferða við að finna
grunnvatnssvæði, er ljósmyndun
og tæki, sem taka við _ áhrifum
frá geislavirkum efnum. í bókinni
er lögð rík áherzla á þá miklu
þýðingu, sem þessi þróun mun
hafa á ræktun eyðimarka og ann-
arra þurrsvæða.
í stuttu máli.
AlþjóðaheEbrigðismálastofnunin
(WHO) hefur nú 105 aðildarríki,
eftir að Máritanía, Rúanda-Úrundi
(FramhaJd á 15 síðu)
Fundur bænda á Egilsstöoum
Föstudaginn 12. maí 1961 var
fundur haldimi í bændafélagi
Fljótsdalshéraðs í Egilsstaðakaup-
túni.
Aðal umræðuefni fundarins voru
verðlagsmál landbúnaðarins. Bænd-
ur úr Hlíðarhreppi undirbjuggu
þennan fund, en fundarstjóri var
Þorsteinn Sigfússon bóndi í
Sandbrekku.
Sverrir Gíslason bóndi í Hvammi
mætti á þessum fundi, og flutti
hann allangt erindi um verðlags-
mál og svaraði fyrirspurnum sem
fram komu á fundinum.
Fundinn sátu nokkuð á annað
hundrað manns og yfir 20 manns
tóku þátt í umræðum Aðal ályktun
fundarins fylgir hér með:
Fundur í Bændafél. Fljótsdals-
héraðs haldinn að Egilsstöðum 12.
maí 1961 lýsir stuðningi sínum við
till. um verðl.mál samþ. á síðasta
aðalfundi Stéttarsambands bænda,
þar sem segir svo m. a.: „að verð-
lágsgrundvöllur sá sem nú gildir
sé algerlega óviðunandi og þurfi
því bráðrar og gagngerðrar endur-
skoðunar við.“
Leiðir þær, sem tillagan bendir á
til úrbóta telur fundurinn athyglis-
verðar og með hliðsjón af þeim
vill hann leggja áherzlu á, að verð-
lagsgrundvöllinn beri að byggja
upp sem rekstrarreikning raun-
verulegs bús, þar sem aukatekjum
og hlunnindum sé ekki blandað
inn í, en öll vinna, sem og aðrir
kostnaðarliðir full talið.
1 Fundurinn telur æskilegt að
rekstrarreikningur þessi hafi að
baki sér nákvæma og endurskoð-
aða búreikninga frá 20—30 búum
með misjöfnum framleiðsluhlutföll
um af aðalframleiðsluvörum land-
búnaðarins og séu þau staðsett
víðs vegar um landið.
Verð afurðanna verði síðan
ákveðið þannig að afrakstur bú-
anna verði sambærilegur, hver
sem aðalbúgreinin er. Stærð bú-
anna verði ákveðin með hliðsjón
af landsmeðaltali.
Sýni reynslan að þrátt fyrir
gagngerðar umbætur á verðlags-
grundvellinum verði hlutur bænda
lítt eða ekki viðunandi, þá beri að
vinna ákveðið að því, að fram-
leiðsluráðslögin verði afnumin og
bændur taki í sínar eigin hendur
1 verðskráningu búvara
k