Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 3
j^yffl¥¥fy/~3nflM*u<mgiim flirif 196fe-.5g»t GreinargertS Vinnumálasambands samvinnufélaganna um kjaradeiluna: *1 Lengra verkfall hefði litlu eða engu breytt, en valdið auknu tjóni Tímanum barst í gær eftirfarandi greinargerð frá Vinnu- málasambandi samvinnufélaganna, þar sem rakin eru afskipti þess af kjaradeilu þeirri, sem nú stendur yfir, og sérstaklega er rætt um lausn deilunnar á Akureyri: Á þingi Alþýðusambands fslands á síðastliðnu hausti var gerð sam- þykkt þess efnis, að unnið skyldi að þvi að koma fram verulegum kauphækkunum og öðrum breyt- ingum á kjarasamningum verka- lýðsfélaga við atvinnurekendur. Vinnuveitendasamband íslands boðaði nokkru síðar til fundar með nokkrum stærstu samtökum atvinnurekenda í landinu til þess að ræða þessi nýju viðhorf, og var sá fundur haldinn 28. nóvemb er sl. Á þessum fundi, sem Vinnu málasamband samvinnufélaganna átti fulltrúa á, var kosin nefnd til þess að undirbúa vinnuveit- endafund, sem haldinn var 12. jan úar sl. Þessi nefnd var skipuð formönn um stjórna Vinnuveitendasam- bands íslands, Félags íslenzkra iðnrekenda, Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna og Vinnu- málasambands samvinnufélaganna. Nefnd þessi átti hlut að því, að samin var greinargerg um viðhorf vinnuveitenda til framkominna krafna um breytingar á kjarasamn ingum, sem lögð voru fyrir um- ræddan fund vinnuveitenda 12. janúar sl. ' Vinnumálasambandið var ekki aðili að þessari greinargerð, þar sem það var ekki sammála um ýmiss atriði hennar, þótt það a@ öðru leyti teldi rétt, að tilraunir til lausnar kjaradeilna þeirra, sem fyrirsjáanlega voru framundan, yrðu gerðar undir forystu Vinnu- veitendasambands fslands. Enda Háskólar á Norðurlönd- um andvígir afhendingu Kaupmannahöfn, 4. júní. Umræðurnar um handritin eru stöðugt ofarlega á baugi í dönsku dagblöðunum. Öil morgunblöðin birta mótmæli norskra og sænskra vísinda- manna gegn afhendingu hand- ritanna. Blaðið Aktuelt segir meðal ann ars: „Háskólarnir á hinum Norður löndunum eru nú einnig teknir að leggja orð í belg fyrir alvöru varðandi afhendingu íslenzku hand- ritanna. Áður hafa sænskir vís- indamenn mótmælt afhendingunni og krafizt þess, að handritin verði geymd áfram í Kaupmannahöfn, en nú er um áhrifameiri mótmæli að ræða“. Blaðið Berlingske Tid- ende segir: „Dönskum vísinda- mönnum hafa borizt mörg mót- mæli, þar sem segir meðal ann- ars, að hinni norrænu samvinnu sé ógnað með afhendingunni. Blöð in birta mótmælaskjal, undirritað af sænskum vísindamönnum, þar sem segir, að afhending handrit- anna muni hafa í för með sér al- varlegt áfall fyrir þær vel skipu- lögðu rannsóknir, sem tengdar eru stofnun Árna Magnússonar. Álíta þeir bezt, að málið verði ekki af- greitt, fyrr en fengin er fullnægj- andi vitneskja um aðbúnað hand- ritanna hér á landi, og hvort ís- lendingar hafi þau skilyrði, sem nauðsynleg eru, til þess að tryggja áframhaldandi rannsóknir handrit- anna. f ritdeilu í „Aktuelt" svarar doktor Lis Jacobsen þeim doktor phil. Ole Widdings og prófessor Næstegárd, en þeir höfðu deilt á hana fyrir að skipta um skoðun í handritamálinu. Hafði hún áður verið gegn afhendingu þeirra, en er nú fylgjandi henni. í svargrein sinni farast henni meðal annars orðvá þessa leið: „Afstaða mín til afhendingu handritanna byggist á þeirri staðreynd, að þá vísinda- legu krafta, sem nauðsynlegir eru til rannsókna á r.'írnum, er fyrst og fremst að finna a íslandi". Tel- ur hún, að sá þjóðarvilji, sem stanfl að baki frumvarpinu um afhendinguna, eigi sér fyrst og fremst rætur í sterkri þjóðlegri réttlætistilfinningu. — Aðils. Friðrik efstur eftir 6 umferðir í Moskvu þótt það kæmi fljótt í ljós, að Vinnumálasambandið hefði aðra skoðun á því en Vinnuveitenda- sambandið, hvag gera þyrfti til að forða verkfalli og því stórtjóni, sem því er jafnan samfara, kaus það að þrautreynt yrði, hvort stöðvun yrði forðað með þeirri tilhögun, sem Vinnuveitendasam- bandi taldi rétta. 24. febrúar sl. var fyrsti við- ræðufundur haldinn með fulltrú- um Dagsbrúnar og Hlífar annars vegar og Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna hins vegar til þess að ræða nýja samninga, en Dagsbrún hafði sagt upp samn- ingi við atvinnurekendur þann 14 sept. 1959 og með bréfi dags. 31. desember sl., sent tillögur að breytingunni á samningi og óskað eftir því, að viðræður yrðu upp teknar um tillögurnar. Margir viðræðufundir voru haldnir, en samningar náðust ekki. Verkalýðsfélögin boðuðu til vinnu stöðvunar, 'sem kom til fram- kvæmda 29. maí sl. Sáttanefnd fékk deilu þessa til meðferðar, en ekki tókst að leysa hana, áður en til verkfalls kæmi, og sáttatillaga nefndarinnar var almennt felld af verkalýðsfélög- um og félagsmönnum Vinnuveit- endasambands íslands, en hins vegar samþykkt af Vinnumálasam- bandi samvinnufélaganna. Eftir að verkfall var hafið og þegar sáttatillaga hafði þar að auki verið felld, blasti við sú stað reynd, að stöðvun alls athafnalífs gat orðið langvarandi, til stór- tjóns bæði fyrir atvinnurekendur og Launþega. Vinnumálasambandinu er ljós sú staðreynd, sem komið hefur fram í mörgum kjaradeilum hér á landi á undanförnum árum, að eftir langt verkfall og mikið tjón 1 hafa oft — og líklega oftast — verið gerðir samningar, sem tald- ir hafa verið Iiggja nærri því, sem hægt hefði verið að semja um án langrar stöðvunar. Þar sem Vinnumálasambandið hafði samþykkt tillögu sáttanefnd- arinnar og viðhorf Vinnuveitenda sambandsins var slíkt, að óvíst var, hvenær aftur yrðu teknar upp viðræður af þess hálfu, taldi Vinnumálasambandið rétt og skylt að kynna verkalýðsfélögunum sjónarmið sín og freista þess að ná samningum, til þess að koma málunum úr alvarlegri sjálfheldu. Þetta hefur nú tckizt á Akur- eyri. Þar var gengið nokkru lengra en gert var í tillögu sátta- nefndar til móts við kröfur verka- lýðssamtakanna. Það er að vísu Ijóst, að míðað við óbreyttar að- stæður er atvinnurekstur almennt illa fær um að taka á sig aukin útgjöld, en hins vegar er viður- kennt, að löng verkföll lama fjár hagsafkomuna oig geta heinlínis leitt til stórvandræða fyrir þjóð félagið í heild. Þa@ er staðrcynd, að langvarandi stöðvun er mjög alvarlegt áfall fyrir rekstur at- vinnufyrirtækjanna ekki síður en afkomu launþega. Að loknu löngu verkfalli hefur þörf Iaunþega fyrir kjarabætur enn aukizt, en að sama skapi minnkað getu vinnu veitenda til a® láta þær í té. Vinnumálasambandið álítur, að tekizt hafi að ná samkomulagi til lausnar deilu þessari, sem ekki er óhagstæðara en ætla mætti, að tekizt hefði að fá eftir langvar- andi verkföll. Áframhaldandi verk fall hefði því litlu eða engu breytt nema því, að tjónið fyrir þjóðfé- lagið í heild hefði orðið enn al- varlegra en það þegar er. Reykjavík, 6. júní 1961. Frá Vinnumálasambandi samvinnufélaganna. Lausn deilunnar nyðra vakti .fögnuð Það er vandséð, hvernig þjóðin fengi undir því risið, ef tjón af langvinnum verkföllum þyrfti nú að bætast ofan á þann skaða, sem þjóðarbúið hefur nú þegar beðið af samdráttarstefnu þeirra kreppumanna. Þetta er mönnum ljóst. Það vakti því mikinn almennan fögn- uð, þegar það fréttist, að samvinnumönnum og verkalýðsfélög- um á Norðurlandi hefði tekizt að leysa kjaramálin um síðustu helgi. Er það áreiðanlega von manna úr öllum stjórnmálaflokk- um, að verkföllin verði nú leyst og því þjóðartjóni afstýrt, sem verða hlýtur af langvinnum verkföllum. Hjáróma eru raddir þeirra, sem æpa að samvinnumönnum fyrir að eiga þátt í þeirri lausn kjaramálanna, sem náðst hefur nyrðra. Út yfir tekur þó, að þeir, sem nú æpa, eru í þjónustu ríkis- stjórnar, sem hangir úrræðalaus eftir að hafa valdið atvinnu- rekstri landsmanna gífurlegum búsifjum, sem hægt á að vera að létta af og Ieysa með því kjaramálin og vanda atvinnurek- enda. Slík ríkisstjórn á að fara frá og það strax. Sex umferðir hafa nú verið tefldar á skákmótinu í Moskvu og eftir þær er Friðrik Ólafs- son í efsta sæeí með fjóra vinninga. Friðrik hefur unnið tvær skákir, en gert fjögur jafntefli. 11 umferðir verða tefldar á mótinu. í öðru sæti eru Bisguier, Banda- ríkjunum, og Aronin, Sovétríkj- unum með 3V2 vinning. Smyslov, | Sovétr., og Portisch, Ungverja'1.,1 hafa þrjá vinninga og biðskák! hvor úr sjöttu umferð. Ef þeirj vinna þær skákir geta þeir orðið l jafnir Friðriki. f 6.—8. sæti eru Packmann, Tékkóslóvakíu, Bronstein og Vasjú koff, Sovétr., með 2% vinning hver og biðskák, Bronstein gegn Portisch og Vasjúkoff gegn Smysl ov. f 9.—10. sæti eru Rabar, Júgó slafíu, og Gufeld, Sovétr., með 2V2 vinning hvor. Ellefti er Tol- ush, Sovétr. með tvo vinninga og 12 .Bakúlín, Sovétr. með IV2 v. og biðskák . Einstakar skákir Friðriks hing að til hafp farið þannig, að í fyrstu umferðunum gerði hann (Framhald á 2. síðu). Bráðabirgðalög um millilandaflug Bann gegn stöðvun eða hindrun þess Forseti íslands gaf í gær, þá staddur á Akureyri, út bráða- birgðalög, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar, um bann gegn stöðvun og hindrun milli- landaflugs íslenzkra flugvéla. Bráðabirgðalögin eru rökstudd með því, að afkomu flugfélaganna sé stefnt í beinan voða, e£ flugferð ir stöðvuðust, og myndi það verða þeinj óbætanlegur álitshnekkir, ef þúsundir erlendra ferðamanna, som heitið hefur verið fari með flugvélum félaganna á erlendum flugleiðum, gætu ekki komizt leið ar sinnar samkvæmt áætlun. Lögin eru svolátandi: 1. grein. Óheimilt skal að stöðva eða hindra á nokkurn hátt afgreiðslu eldsneytis til þeirra flugvéla ís- lenzku flugfélaganna, sem eru í áætlunar- eða leiguflugi milli landa, svo skal og óheimilt að stöðva eða torvelda aðra starfsemi viðkomandi millilandaflugi, á ís- lenzkum flugvöllum éða á annan hátt. 2. grein. f Fara skal með mál út af brotum gegn lögum þessum að hætti opin- berra mála og varða brot sektum, enda liggi ekki þyngri refsing við, samkvæmt öðrum lögum. 3. grein. Lög þessi öðlast þegar gildi. Blaðamannafundur hjá Loftleiðum í tilefni þessara bráðabirgðalaga kallaði stjórn Loftleiða h.f. blaða- menn á sinn fund til að skýra sjón armið félagsins í þessu sambandi. Var efnislegt inntak þeirra svipað því, sem fram kemur í rökstuðn- ingi ríkisstjórnarinnar við bráða- birgðalögin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.