Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 11
.g-ÍMJt-NN, mi'ðvikudagiim 7. jnní 1961, 11 Hinn glæsnegi setusalur Austurevropulestannnar. EStt rúllandi hótel...” 99' Skömmu eftir að Orientexpressen tók til starfa, var henni lýst á þennan hátt: „Eitt rúllandi hótel væri hægt að kalla þá vagnatrossu, sem innlim- ast í hi3 nýstofnaða tog „Express-Orient“ af Hinu Alþjöðlega Svefnvagnafé- lagi undir forystu hins vinnusama forseta Nag- elmacker. „Express Ori- ent“ undirleggur sig veg- inn frá Parísarborg til hins núverandi endastað- ar- Giurgewo í Vallach- iet (Rúmeníu) á 80 stund um, og á þessu hálfa fjórða dægri krefjast ferðamennirnir fullnæg- inga þæginda sinna af ýmsum nauðsynjum, sem millistöðvarnar kunnu ekki skaffa af veginum utan stórs tímaspillis. Hér keöiur svo Hið Al- þjóðlega Svefnvagnafélag til með hjálpandi hönd af sínu materiale, sem með notum af öllum síð- eru fabrikaðir eftir hin- um rómuðu Púllmans- vögnum, í hverjum Am- eríkumenn fara um sitt endalausa land frá New York til San Fransisco á fimm dægrum. Á daginn halda ferða- langarnir sig í Salonvagn inum, sem er haglega gjör með dívönum og hægindum, lestrar, vinnu ellegar spilaborðum og stórum glerþiljum, í gegn um hver hægt er að skoða hið framhjáþjót- andi land utanfyrir. Um nætur breytist saloninn í svefnklefa; dívanar deil- ást í tvennt, þeirra bak- stykki upp lyftjst og er af sterkum reimum hald- ið svífandi í loftinu, svo að þar í hvérjum klefa myndast fjögur, með tjöldum aðskilin hvert frá hinu, svefnpláss. f snyrtiklefanum finnst servantur með heitu og köldu vatni, niðurskolun- arpípu og öðru,“ Ungverska ríkið enn við makt með Vín sem höfuðborg, og það- an vora ýmis menningarleg og stjórnmálaleg sambönd út um alla Austurevrópu. Þegar ríkið klofnaði árið 1918 og efnahags- málin og stjórnmálin tóku að beinast á aðrar brautir, varð Or- ientexpressen einnig fyrir áfalli. En leiðin hélt áfram að hafa mikla þýðingu, ekki hvað sízt fyrir Rúmeníu, en samband henn- ar við Frakkland var þá af hvað mestri þýðingu fyrir stjórnmála- grundvöll Evrópu. Fer'ðir lögftust nifiur f heimsstyrjöldinni síðari kom það af sjálfu sér, að Orientex- pressen leggði niður ferðir sínar, en þegar fór að greiðast úr að stríði loknu, hófust þær að nýju eins og ekkert hefði í skorizt. Járntjaldfö fast fyrir Eða við því var búizt. Reyndin varð þó önnur. Eftirköst stríðs- ins og ekki sízt stofnun komrn- únistískra herbúða í Austurevr- (Framhald á 15, síðu). — og sá síðasti. sögur sínar gerast í vögnum þess arar lestar, hinum „glæsilegu" vögnum, sem hægt var að ganga í gegnum og inn í næsta vagn, prýddum mahóníviði og plussi, því margt gæti gerzt á 5000 kíló- metra ferð hennar gegnum breyti legt landslag Evrópu. Þar var oft hægt að finna krýnda þjóð- höfðingja, eðalborna og forríka herragarðseigendur, liðsforingja í litríkum klæðum, fræga lista- menn, áhrifamikla verzlunar- menn og þar að auki virðulegar dömur með stór nöfn — svo ekki sé minnzt á þær dömur, sem ekki má minnast á. Og þegar skrifa skal sögur, er hægt að lauma inn við hliðina á þessu fólki ágætu úrvali af smyglurum, njósnurum, morðingjum og svika hröppum. Blómatími Orientexpressen var fram til 1914. Þá var Austurrísk- IFædd 5. júní 1883 I Dáin 27. maí 1961 | 27. maí fór „Orient-ex- pressen" — Austur-Evrópu- hraðlestin — í síðasta sinn frá París, og að þessu sinni ekki lengra en til Búkarest. Áður fyrr var þessi lest í förum milli Parísar og Miklagarðs, og lék þá um hana mikill Ijómi frægðar og ævintýra, því með henni ferðaðist alls konar fólk, allt frá þjóðhöfðingjum nið- ur í smyglara og morðingja. — 27. maí var í síðasta sinn hengt upp skilti á brautar- stöðinni Gare de l'Est, sem á stóð: EXPRESS PARIS— BUKAREST via Strassburg, Karlsruhe, Stuttgart, Munch- en, Wien, Budapest. Það var 2. júní 1883, að „Chemins de fer de l’Est“ kunn- gerði á fínni skrifstofufrönsku, að hinn 5. júní sama ár yrðu hafnar tvær járnbrautarferðir vikulega milli Parísar, Rúmen- íu og Konstantínópel og til baka. í tilkynningunni var sagt, að „Orient-expressen væri sérstök lest, samansett úr svefnvögnum og öðrum þeim fínheitum, sem einkenna Hið alþjóðlega svefn- vagnafélag. Leið þessi væri tekin upp samkvæmt ákvörðun nefnds félags í því skyni að koma til móts við þarfir ferðalanga, sem safnað væri saman af félaginu og hjá því fengju þeir venjuíega fyrsta-farrýmis farmiða, sem giltu á þessari leið, og hvers far- angur yrði innskrifaður í farang ursvagna annað tveggja af félag- inu, eða af sérlegum fulltrúum þess á brottfarar og viðkomu- stöðum lestarinnar.“ í 78 ár Fyrsta lestin á þessari leið fór frá París hinn 5. júní og kom aftur hinn 10. sama mánaðar, og í 78 ár hefur nafnið Orient- express verið notað á þessa lest, sem hefur verið í föram milli Parísar og suðausturhluta Evr- ópu, — og þá ekki hvað sízt til Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu, og hafa íbúar Búkarest oft og einatt kallað hana „París Aust- urevrópu“. 1919 var starfssvið lestarinnar aukið, þannig að farið var frá París til Milanó og Bel- grad, og þaðan til Aþenu og Sal- oniki—Istanbul eða Sofia—Istan- bul. Járnbrautarrómantík Þegar Orientexpressen kom inn á járnbrautarkerfi Evrópu, olli það þáttaskilum í samgöngu- sögu álfunnar. Um nafn hennar átti eftir að myndast mikil járn- brautarrómantík. Skáldsagna- og smásagnahöfundar hafa oft látið AUSTUREVRÖPUHRAÐLESTIN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.