Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 6
TÍMÍNN, ,lna 7. Júnf'T96® Metframleiðsla hjá áburðarverksmiðjunni Aðalfundur Áburðarverk- smiðjunnar var haldinn í Gufu nesi á þriðjudaginn. Fundinn sátu hluthafar eða umboðs- menn hluthafa fyrir 97% hlutafjárins. Stjórnarformað- ur, Vilhjálmur Þór, flutti ýt- arlega skýrslu fyrir hönd stjórnarinnar um rekstur og afkomu fyrirtækisins árið 1960. Framleiddar voru á árinu 22.- 601 smálestir aS kjarnaáburði. Frá upphafi reksturs verksmiðj- unnar til ársloka 1960 hefur hún | framleitt alls um 130.000 smálest j ir áburðar, að söluverðmæti 234’ í milljónir króna. Framleiðslan 1960 varð 4284 smálestum meiri en 1959. Meðal- ; framleiðsla á mánuði 1960 var| 1883 smálestir, og er það mesta ársframleiðsla sem fengizt hefur. Mestu afköst, sem náðzt hafa í; verksmiðjunni á einum mánuði; voru í maí 1960, en þann mánuð voru framleiddar 2255 smálestirJ i Höfðu þessi auknu afköst að sjálf j sögðu hagstæð áhrif á reksturs- afkomu fyrirtækisins. Árið 1960 var kjarnaáburður seldur á 2.500 krónur smálestin, 70 ára: Björgvin Einarsson Ég ætlaði að segja fáein orð á sjötugasta afmælisdaginn þinn, en það fórst fyrir. Sá dagur 17. maí, hefur verið mörgum, og er stór og góður dagur. Hann er stærsti dagur heillar þjóðar, hennar þjóðhátíðar- og frelsisdag- ur. Þess má einnig geta að eitt ljóðrænasta skáldið okkar orti eitt sítt fegursta kvæði sinnar teg undar, sem heitir „17. maí“. Manstu, Björgvin, þegar við vor iun gestkomandi báðir, fram á Einarsstöðum. Það er langt síð- an. Þá var vorið fyrir nokkru gengið í garð með góðviðrum og gróðri. Veðrið var svo gott að við gátum ekki setið lengi inni, en gengum út á hlað, og þegar við sáum sólrákirnar í Bustarfjall inu andspænis, og heyrðum klið sunnangolunnar blandast niði lækjanna í Einarsstaðafjallinu, urðum við svo hrifnir af dýrð dagsins og dásemdum. Við fórum að tala um trúmál, þú sagðir að það væri þér fögnuður að megaj á hverju vori heilsa því öllu aft-j ur á ný endurbornu, til nýs lífs, j öllu því, sem hafði dáið síðast- liðið haust, bæði lömbunum, blóm j unum og mörgu fleiru sem féll þá til foldar og dauðinn innsigl-j aði í bráð, að enduðu fyrra sumri. Þetta allt sagðir þú, bentir á ann- að líf, mpnnirnir, dýrin, jurtirnar; þetta stutta jarðlíf hvers einstakl- ings er aðeins áfangí, aðeins lítið brot af þróuninni. Við finnum svo þetta allt, lifandi hinum megin, og mér kom í hug er þú hafðir talað, það sem skáldið kvað: Týsfjóla krjúp þú með krónuna fríða, og kysstu þá mold, sem þú blómgast á, þó heimti hún blöðin þín himinblá úr hisminu aftur skal rísa þinn kraftur. Þarna kynntist ég þinni lífs- skoðun og trú, sem féllu báðar i sama farveg. Þetta sagðirðu 17. maí 1944, og það sama segir þú sjötugur vorið 1961. í skjólríkum hvammi í miðjum: Hofsárdalnum austan megin Hofs ár, stendur bærinn Þorbrandsstað; ur, varla steinsnar frá ánni. Bær- inn er kringdur all bröttum mel- hjöllum sem mynda skeifulaga umgjörð, er liggur sólarsinnis frá norðaustri til suðvesturs. Þessir melhjallar hlífa bænum og tún- inu fyrir næðinni hafátt og einn- ig fyrir suðaustlægum veðrum, sem verða ærið hvöss á flestumj öðrum býlum austan Hofsár. — Skeifan er opin móti vestri. Þarj rís Bustarfjallig yfir dalinn norð an ár, gegnt Þorbrandsstöðum. j Segja má að fjallið dragi úr i stærstu áhlaupum þegar norðvest an veðrin fara hamförum norðan frá heimkynnum Hungs og Dimma fjallgarðs. í þessari vin á bakkan um við Hofsá er Björgvin borinn og barnfæddur og hefur átt þar heima lengst ævi, að fráteknum nokkrum árum, sem hann dvaldi í vistum í Vopnafjarðarsveit. — Hann hefur aldrei dvalizt dag- langt utan síns heimahéraðs. — Björgvin hefur aldrei konu bund izt, en traustum böndum hefur hann bundizt heimabyggð sinni, ættfólki sínu og ekki minnst kirkju og kristindómi. Þessar fornu dyggðir hafa átt traust og friðað vé í viðhorfum Björgvins, bæði í örðum og athöfnum. Mörgum systrabörnum sínum veitti hann fóstur um árabil í uppvexti þeirra og ól þannig upp kynslóð, þótt engin ætti hann börnin sjálfur. Þá hefur hann og lagt drjúgar fjárhæðir til Hofs- kirkju, auk þess sem hann hefur starfað fyrir kirkjuna á ýmsa lund án endurgjalds. Björgvin er kominn af greind um og gegnum presta og bænda- ættum austanlands. Hann er hávaðalaus og hljóðlátur maður, sem aldrei hefur eða mun skipta um s.koðun frá vöggu til grafar. Björgvin er sannur og lifandi dýravinur og á bezt fóðrað og fall egast sauðfé hér um slóðir. Það er gott að vera sauðkind hjá hon- um. Á haustin, þegar safnið úr fyrstu göngu Tunguheiðar og Hraunfellsparts sigur áfram út Þorbrandsstaðaeyrar áleiðis til réttar, bíður Björgvin þar eftir því, rjóður í vöngum af réttar- gleði; heils hugar heimtir hann þá fallegu kindurnar sínar af fjalli. Þær hlakka víst ekki minna til að sjá hann. Ég óska Björgvin þess til handa þegar hann nú hefur fyllt sjöunda áratuginn, að hann megi mörg ókomin ár lifa heill og hraustur og gleðjast við sína sauðkindafegurð. Þess má geta, að fyrir skemmstu sá ég hann j hlaupa upp snarbrattan melhjall-1 an ofan við Þorbrandsstaðatúnið: að sækja fé sitt, til hýsingar, enda; er Björgvin teinréttur og létturj í spori, eins og hann væri enn i ungur maður Við heimsóttum Björgvin nokkr ir kunningjar hans 17. maí. Veð ur var hið fegursta. Loft og jörð ilmaði af nýgræðingi. Mildur vest anblærinn mætti okkur þegar við héldum inn í Hofsárdalinn. Það var eins og vorþyturinn í tónum og lögum Griegs og Sindings flytti kveðjur með vorblænum v.^tan frá Noregsströndum. Þeg- ar við héldum í hlað á Þorbrands en af þessu verði voru 100 krón- ur notaðar til niðurgreiðslu á er- lendum innfluttum áburði. í sam- anburði við verð á innfluttum köfnunarefnisáburði 1960, hefur verksmiðjan með tilveru sinni sparað íslenzkum bændum á ann- an milljónatug króna 1960. f ár hefur verið ákveðið sama áburðarverð og í fyrra, enda þótt erlendar vörur, sem verksmiðju- reksturinn þarfnast, hafi hækkað vegna gengisbreytingarinnar á síð astliðnu ári. Þá skýrði formaður frá því að mikið undirbúnings- starf hefði verið unnið til korna- stækkunar á kjarna. Væri þess vænzt, að innan mjög skamms tíma yrði unnt að ganga frá vali og gera samninga um kaup á tækjum í þessum tilgangi. Fyrningifsjóður fyrirtækisins nemur nú orðið 65 milljónum kr. og varasjóður 7 milljónum króna. Þessir sjóðir hafa orðið til þó áburðurinn hafi aldrei verið seld ur hærra verði en innfluttur á- burður hefði kostað. Þessir sjóð- ir eru nauðsynlegir til uppbygg ingar fyrirtækisins og stækkunar þess Þá lagði framkvæmdastjórinn, í Hjálmar Finnsson, fram ársreikn1 inga félagsins fyrir árið 1960 og gerði grein fyrir niðurstöðum þeirra. Hagnaðurinn árið 1960 nam 2.299.709 krónum — en af þeirri upphæð var lagt í varasjóð sam- kvæmt lagaákvæðum 1.520.000 krónur. Reikningar verksmiffijunnar voru samþykktir samhljóða og var ákveðið að úthluta arði 4%, svo sem gert hafði verig árið þar á undan. Við stjórnarkjör voru endur- J kjörnir aðalmenn í stjórn þeiri Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráð-1 herra, og Jón Ingvarsson, forstjóri, i og varamenn einnig endurkjörnir þeir Halldór H. Jónsson, arkitekt, og Hjörtur Hjartar, forstjóri. Fyrir voru í stjórninni Vil- hjálmur Þór, Kjartan Ólafsson og Pétur Gunnarsson. stöðum stóð Björgvin fyrir dyr- um úti brosandi og beinn í baki, og bauð okkur velkomin að ganga; í bæinn. Þar sátuim við svo í i veizlu, í söng og gleði fram yfirj miðnætti. Hofsáin, þessi aldna ódæða, skaðvaldur túnsins á Þor-j brandsstöðum, var í essinu sínu þennan dag. Hún er síung á hverju vori og söng nú engan harma- j söng, þar sem hún féll með ofur- þunga að túnbakkanum ölvuð af vorleysingu og urði túnið með hverju æðaslagi sínu — Klukk- an sló tólf. Milt vorhúmu seitl-; aði inn um opna gluggana inn íj stofurnar á Þorbrandsstöðum og-| minntist á leiðinni vi.ð tónana fráj slaghörpunni sem liðu út í vor- nóttina. Þá bað Björgvin okkur hæversklega að spila og syngja lagið „Vopnafjörður“. Það var hans lag í lokin á þessum degi. Þar birtist átthagaástin úr kvæð- inu „Ekkjan við ána“, ásamt inn særri lotningu þegar „sál vor í lágnættis logni lyftir sér hæst, þá kemst og hugur vor himnun- um næst“. Þeir sem eiga endur- fæðingarkraftinn í sjálfum sér á- samt þeirri iifandi trú að vera í allan veturinn að hlakka til að finna vini sína aftur með vorinu þurfa engrar elli að kvíða, því þeim sem elska allan heiminn, finnst enginn dauði vera til. Sigurjón á Rútsstöðum er sjö- tíu ára í dag, eða svo köllum við Svínhreppingar hann og vitum vel við hvern er átt. Ungur að árum fluttist Sigurjón hingað í sveitina að Grund í Svína- dal og ólst þar að einhverju leyti upp, en fæddur er hann í Reykjavík, albróðir Guðmundar Oddssonar forstjóra Alþýðubrauð- gerðarinnar, og þeirra mætu systk ina; Árið 1917 byrjar svo Sigurjón búskap á Rútsstöðum, og kvæntist heimasætunni þar Guðrúnu Jó- hannsdóttur, Þorsteinssonar bónda | á Rútsstöðum og konu hans Sigur- bjargar Ólafsdóttur frá Guðrúnar- stöðum í Vatnsdal, alsystur Guðm. Ólafssonar alþm. í Ási. Bærinn á Rútsstöðum var gam- all og hrörlegur, túnið lítið og Hjónin á Rútcstööum, Sigu-jón Odds engjaheyskapur mjög rýr, en son og Guðrún Jóhannsdóttir 70 ára: Sigurjón Oddsson Rútsstöðum í Svínadal beitarsæld og landgott. Ungu hjónin höfðu því nóg að starfa, því meðal annars hlóðst á þau ómegðin. Alls urðu börnin 13, þar af 12 enn á lífi, en eitt dó ungt. Auk þess átti Sigurjón 4 börn áður en hann kvæntist. Þá var öldin önnur en nú er, engin þægindi á heimilunum og enginn barnalífeyrir, foreldrarnir urðu að sjá fyrir börnunum sínum sjálf. Það gerðu þau líka Rútsstaða- hjón. Þau komu algerlega hjálpar- laust upp hópnum sínum, að öðru leyti en því, sem þau nutu hjálpar Sigurbjargar móður Guðrúnar, á meðan henni entust ícraftar og heilsa. Fljótlega byggði Sigurjón upp, bæ sinn, að þeirra tíma hætti úr torfi og timbri og leggur i hannj miðstöð, með þeim fyrstu, sem' komu hér í sveit. Var bærinn allur J stór og reisulegur. Nú fyrir nokkrum árum hefur! hann enn endurbyggt. Þá byggir hann stórt og vandað íbúðarhús úr steinsteypu, eitt hið stærsta hér um slóðír, raflýsir það og býrj að nútíma hætti. Túnið, sem áðurj var lítið og rýrt, hefur verið1 stækkað og breiðir nú ræktarlegt faðminn á móti manni þegar mað- ur fer eftir dalnum. Engjahey- skapnum er hætt. Alls fóðurs er aflað á ræktuðu landi. Fjárhúsin gömlu eru horfin en i þeirra stað komin steypt hús yfir allan fénað, | ásamt heyhlöðum yfir allan hey-j feng. Rútsstaðir er nú fremsti bær í: byggð í Svínadal, þar hefur land-J auðnin orðið að nema staðar, fyrir sístarfandi hönd bóndans, sem nú notar efri árin til þess að bæta jörð sína, áður en hann skilar henni til næstu kynslóðar. Nú búa á Rútsstöðum auk Sigur- jóns, tveir synir hans Guðmuridur og Sigvaldi, og þar er rekið eitt af stærstu fjárbúum héraðsins. Ég hef þekkt Sigurjón á Rúts- stöðum lengi, kannske aldrei nán- ar en þegar börnin voru _í ómegð og erfiðleikarnir mestir. Ég dáðist oft að kjarkinum, áræðinu og þrekinu, enda hefur hann þegar unnið stærra dagsverk en allur fjöldinn. Sigurjón fékk í vöggugjöf létta lund. Hann hefur verið og er enn hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann er og því eftirsóttur félagi. Nú þegar hann stendur á sjötugu, eru hárin að vísu farin að grána, en léttlyndið, áræðið og karl- mennskan, setja þó enn á hann mesta svipinn. Heimili Rútsstaðahjónanna hef ur ætíð staðið opið hverjum gesti sem að garði ber. Þar hefur oft verið margt um manninn og glatt á hjalla. Ég er þess því fullviss, að í dag berast margar hlýjar kveðjur heim að Rútsstöðum, því margs er að minnast þegar rifjuð er upp löng kynning. Starf Rútsstaðahjónanna er mik- ið og merkt. Hver sem sér Rúts- staðasystkinin og -kynnist þeim, og hver sem kemur að Rútsstöðum og sér allar þær framkvæmdir, sem þar hafa verið gerðar, fyllist undrun og aðdáun yfir því hve mikið starf getur legið eftir eina fjölskyldu á tiltölulega skömmum tíma og er það þó ekki allt séð þarna. Ég vil á þessum merku tíma- mótum í ævi Sigurjóns á Rútsstöð- um votta honum þakklæti mitt fyrir öll okkar kynni. Ég vona að við eigum oft eftir að hittast og gleðjast, og ég óska þess að lífs- gleðin, áræðið og karlmennskan megi vera aðalsmerki hans til hinztu stundar. Lárus Sigurðsson. ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir sendi ég ykkur öllum, sem sýnd- uð mér vináttu á 75 ára afmæli mínu, 30. maí. Jón Ormsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu og veitta að- stoð við andlát og-Tarðarför Valdimars Ólafssonar frá Leysingjastöðum. Þurfður Einarsdóttlr \ og börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.