Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 14
TÍMINN, miðvikudaginn 7. júní 196L — Hvað eigið þér við, eitt- hvað einkennilegt í fasi henn ar? — Ef til vill er það einber ímyndun mín, en hún bauð mér te og líkjör og hringdi meira að segja eftir þjónin- um til að biðja um það. En hún hafði sýnilega stein- gleymt því þegar hann birt- ist. Hún kunni ekki alls kost ar við starandi augnaráð hans og fannst hann gruna að hún segði ekki allan sann leikann. En hún kærði sig kollótta. Þau sátu og fylgdust með umferðinni fyrir utan hótel- ið. Verkamenn voru á heim- leið eftir önn dagsins, börn- in léku knattspyrnu á göt- unni og húsfreyjur, næstum allar dökk-klæddar, skund- uðu hjá með innkaupatöskur. Bílstjóri langferðabilsins þeytti hornið þrisvar. — Nú, þetta merkir aftur- hvarf til hinnar glæstu ver- aldar fyrir handan fjöllin, glæsilegra gistihúsa. Þegar þér borðið kvöldmatinn á hótelinu yðar í kvöld, verð- ur Trione alveg horfin úr huga yðar. Þér verðið meira að segja búnar að stein- gleyma því að til sé maður sem heitir John Brown .... komið þér nú, við skulum fara að bílnum, sagði hann. 3. KAPLI Þegar hún stóð fyrir fram- an Trione-höllina hafði hún ekki átt aðra ósk heitari enj komast lengst burt frá þeim stað, en þegar hún sat í biln-! um og beið þess að hann legði af stað og virti Brown fyrir sér þar sem hann stóð ber- höfðaður á götunni, langaði hana helzt til að stökkva út úr bílnum og ganga við hlið hans yfir bogadregna stein- brúna. En langferðabíllinn fór af stað með snöggum rykk, þessi hávaxni myndarlegi John Brown veifaði í kveðjuskyni og var horfin sjónum fyrr en varði. Hún var aftur á leið til Nice, til ljósanna og skrejrt inganna og kjötkveðjuhátíð- arinnar, allra þessara hluta, sem Cleo frænka hennar hafði verið sannfærð um að mundu gleðja hennar dapra hjarta. Bíllinn brunaði niður eftir veginum á heimleið. Henni leið illa eftir ferðalagið þeg- ar bíllinn loksins nam stað- ar og hún hálf skjögraði heim á Hótel Ruhl. Jennifer Ames: Grímuklædd hjðrtu Þegar hún bað dyravörð- inn um lyklana, sagði hann: — Það bíður maður eftir yður frammi í salnum. Hann hefur beðið nokkuð lengi. Hún gekk inn í salinn. Hún var þreytt en það gæti verið fjörgandi að rabba stundar- korn við Paul Hurd. — Loksins komið þér, sagði hann, — ég þoli ekki meira af þessari Debussy-tónlist. Hann kinkaði kolli í áttina að hljómsveitinni. — Við skulum fara inn á barinn og fá okkur kokkteil, sagð'i hann, — þér virðist þarfnast þess. — Þessi gamli bílskrjóður var næstum búin að hrista mig í sundur. — Eg varaði yður við því að fara til Trione, sagði hann, — hafði ég ekki rétt fyrir mér? — Nú, þetta var nokkuð fróðlegt, sagði hún. — Fróðlegt! Það segir mað ur alltaf þegar ekkert annað er hægt að segja, sagði hann hlæjandi og bað um kampa- vínskokkteil handa Shirley og mjög þurran Martini handa sjálfum sér. — Hér eyðileggja þeir martinið með of miklu Ver- mudi, sagði hann, — ég vil sjálfur segja til um hvað á að vera mikið af gini. Hún gerði ráð fyrir að hann sneri talinu að drykkj- arföngum til að gefa henni ráðrúm^til að átta sig á því sem orðið var. Við og við skotraði hann augunum til hennar og að lokum sagði hann: — Nú líð ur yður skár. Þér eruð búin að fá roða í vangana. Það var engu likara en þér hefð- uð orðið fyrir áfalli. Er það rétt? — Á vissan hátt, sagði hún og var honum þakklát fyrir að vilja ekki halda samræðu- efninu til streitu. — Eg varð líka fyrir áfalli síðdegis í dag, sagði hann. — Einn vina minna fór í þriggja vikna ferðalag til Englands og lánaði mér Renault-bílinn sinn á meðan, Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef ekið bíl hér á meginland inu og mér var að detta í hug hvort við ættum að skreppa til Cannes, fá okkur miðdegis verð og líta inn i spilavítið. Eg vona þér séuð orðin 21 árs. — Eg er rétt nýlega 21 árs, sagði hún. — Þá getið þér komið inn í spilavítið. Eg spila allt- af þá sjaldan ég kem í spilavítið og legg venjulega tíeyring undir. Kampavínið hlaut að valda því að hana langaði nú allt í einu niður i bæinn. Hún hafði að minnsta kosti enga löngun til að hírast uppi á herbergi sínu og brjóta heil ann um Walter og Trione- höllina. Þegar hún hafði tæmt glasið, var Walter horf inn úr huga hennar. Hún fór upp á herbergi sitt og klæddist dökkum kjól. Svo greiddi hún sér og málaði varirnar. Nú leið henni vel og það hlaut að vera kampavin- inu að þakka. Þegar öllu er á botninn hvolft ,hefur Cleo frænka kannski á réttu að standa, hugsaði hún með sér. Þau óku til Cannes og höfn uðu f litilli fiskréttarkrá á hafnarbakkanum. Kvöldið var svo milt að þau gátu set ið úti og virt fyrir sér iðandi lífið á bryggjunum. Nokkrir fiskimenn sátu og riðu net og voru furðanlega miðalda- legir þegar lúxusbílarnir þutu hjá. Paul bað um snigla og síð- an fengu þau humar. Snigl- amir voru gómsætir og fall- egir, svo hún trúði því vart að hún væri að éta snigla. — Eg kæri mig ekkert um mat- inn sem ég fékk á hótelinu í dag, hugsaði hún, en hvaða konu finnst máltíð góð, sem hún boröar ein? Nú hafði hún ágæta matar lyst. — Fenguð þér fréttirnar, sem yður vantaði? spurði hún. Hann hristi höfuð'ið: — Nei, bara að þér gætuð leitt mig á sporið, sagði hann. Hún greip andann á lofti. — Eg . . . . leitt yður . ... á sporið? Hann muldi sundur humar kló og krafsaði út kjötið. — Þér voruð í Trione í dag. Eg hélt kannski þér hefðuð frétt ir að færa mér. Hvar voruð þér á að gizka? í stað þess að svara spurðL hún: — Fjallar greinin yðar kannski um Trione? — Sagði ég það ekki? — Nei, — hvað skrifið þér um Trione? Hann svaraði henni ekki strax: — Blaðamanni er ekk ert um það gefið að segja frá stórfréttunum áður en þær birtast á prenti. — Nei, en ég er ekki keppi nautur yðar, sagði hún, — og ég vildi gjarnan vita um hvað grein yðar fjallar. Skyndilega fann hún knýj andi þörf hjá sér til að kom ast að því. — Nú, jæja þá. En þér verð ið að lofa mér því að láta það ekki uppi við nokkurn mann, fyrr en mér hefur gefv ist tóm til að komast til botns i málinu. Hann sýndi þó ekki neinn lit á því að hann ætlaði aö segja henni frá því. — Það er ekki skemmtileg saga, því fer fjarri. Það er nánast harmsaga. Maðurinn, sem ég sagði yður frá í morg un, leiddi mig á sporið og eftirmiðdeginum hef ég varið til að grúska í gömlum dag- blöðum til að átta mig á smá atriðum. Hann virtist þagnaður að fullu og öllu og því sagði hún: — Er það í sambandi við dularfull slys sem orðið hafa í Trione-höll? Hann kinkaði kolli furðu lostinn: — Einmitt. Eg sagði yður að þetta væri ekki skemmtilegt efni. Hún stjakaði vínglasinu til hliðar, studdi olnboganum á borðið og sagði: — Mig lang- ar að vita allt um þetta. Hann talaði hægt: — Eftir því sem ég hef grúskað í dag blöðum staðarins, hef ég kom izt að raun um að lítið hefur verið um þetta skrifað, — furðulega lítið. Það lítur út fyíir að sagan hafi verið þögg uð niður, — því hér var efni í stórfréttir. Gamla greif- ynj an Reveneau hefur tekið á móti dvalargestum og kennt þeim frönsku. Það voru eink- um Ameríkanar, enda eru ekki aðrir sem hafa efni á að búa hér. Fyrir hálfu ári bjó ungur maður og ung stúlka í höllinni hjá greifynjunni. Eg veit ekki hvort þau hafa kynnst þar eða þekkst áður, en svo mikið er víst að stuttu fyrir slysið, þá birtist í blöð- um staðarins fregn um trúlof un þeirra. Áður en vika var liðin fannst ungi maðurinn dauður. Hann hafði reynt að Miðvikudagur 7. júní: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 18.30 Tónleikar: Óperettulög. 18.55 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 íslenzk tónlist: Verk eftir Jón Þórarinsson. 20.20 „Fjölskylda Orra“, framhalds- þættir eftir Jónas Jónasson. Sjöundi þáttur: „Tröppukoss". Höfundurinn stjórnar flutn- ingi. 20.45 Frönsk tónlist. 21.20 Útvarp frá íþróttal'eikvangin- um í Laugardal: Sigurður Sig- urðsson lýsir síðari hálfleik knattspyrnukappleiks milli skozka liðsins St. Mirren og úrvalsliðs af Suðvesturlandi. 22.15 Fréttir og veðurfregnir. 22.25 Djassþáttur (Jón Múli Áma- son). 23.00 Dagskrárlok. EIRÍRUR VÍÐFFÖRLI Hvíti h r a f n i n n 106 Þögulir hlustuðu hermennirnir á Morkar hella úr skálum reiði sinn- ar. — Hann hlýtur að vera hér, leitið hans! Hermennirnir lögðu aftur út á þakið, og Morkar, sem ella var langt frá því að vera hug- aður maður, fylgdi þeim eftir. Á meðan hafði Eiríkur fundið undan komuleið,j reykháfinn. Þótt það væri hættulegt, því hermönnunum gat hvenær sem var dottið sú leið í hug, gat Eiríkur ekki á sér setið að reyna þá leið. Oft og einatt var hann að falli kominn vegna lausra steina, en að lokum sá hann skímu og taldi líklegt, að hann væri þá kominn alla leið niður. Þegar hann kom að eldstónni, heyrði hann í gömlu kerlingunni, og um leið losnaði steinninn, sem hann stóð á, og hann hrapaði það sem eftir var leiðar. — Eiríkur, öskr- aði kerlingin, — fljótir, eltið hann!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.