Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 16
Miðvikudaginn 7. júní 1961. Vaðandi þorsktorfur inni í Reyðarfirði aigappg! : PKi f 126; blaff. Grænlenzkt barn deyr af hundsbiti Það gerðist fyrir skömmu í byggðinni Vonarhöfða á Norðaust- ur-Graenlandi, að fimm mánaða gamall hvolpur réðst á þriggja ára telpu og beit hana svo, að hún lézt á skurðarborði í sjúkrahúsi í Scoresbysundi. Það er nær árlegur viðburður, að hundar verði börnum að bana á Grænlandi. Landsráðið græn- lenzka samþykkti í fyrra að víg- tennur skyldu klipptar úr öllum sleðahundum, svo að þeir væru ekki jafnhættulegir og ella. Þessu hefur þó ekki verið fullkomlega hlýtt, og auk þess eru hálfvaxnir hvolpar, sem ekki er búið að tann- klippa, stundúm mjög viðsjár- verðir. Reyðarfirði, 6. júní. Nú er mjög mikill fiskur hér inni í Reyðarfirði, og hefur slíkt ekki komið fyrir áratug- um saman. Þorskurinn er hér rétt út af bryggjunni og í fjarðarbotninum og veður í torfum upp í yfirborðið eftir átu og síli. Þetta er auðvitað ágætur báta- fiskur, og smábátarnir eru allir á sjó dag hvern. Þeir hafa fengið 6—7 hundruð kíló, tveir menn, á báti yfir nóttina. Fiskurinn er varla steinsnar frá landi, svo að1 soknin er lett, hins vegar er hann vandfýsinn og tekur ekki ncmv stundum, því að hann hefur nóg æti. Mikið magn í firðinum Þeir, sem róa á árabátum, verða að fara varlega, þegar þeir ætla sér að komast yfir torfurnar, og trillurnar verða að slá rækilega af til þess að fæla ekki fiskinn niður. En það er ekki amalegt að draga fiskinn, ef hann tekur við þessar aðstæður. Þá bítur næstum því um leið og krókur kemur í sjó, á 1—2 faðma dýpi. Bátamir hafa lóðað á óhemju fiskmagni hér í firðinum. Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld reiður um öxl". í aðalhlutverkunum í „Horfðu Leikför Þjóð- leikhússins Á föstudaginn kemur sendir þjóðleikhúsið leikflokk út á land og verður fyrsta sýningin í Borgarnesi þann dag, en næstu sýningar á Logalandi í Reykholtsdal á laugardal og Breiðabliki á Snæfellsnesi á sunnudag. Leikritið, sem þjóð- leikhúsið sendir í leikferð að þessu sinni er Horfðu reiður um öxl, eftir John Osborne. Fá Ieikrit hafa vakið jafnmikla at- hygli á leiksviði þjóðleikhúss- ins hin síðari ár, og urðu sýn- ingar um 30 á sama leikárinu og alltaf við góða aðsókn. Leikurinn var sýndur hér vet- urinn 1958—1959 og voru aðal- hlutverkin leikin af Gunnari Eyj-| ólfssyni og Kristbjörgu Kjeld, en| þau fara einnig með sömu hlut- verkin að þessu sinni. Auk þeirra leika Baldvin Halldórsson, Bryn-| dis Pétursdóttir og Klemenz Jóns ^ son í leiknum. Leikstjóri er Baldvin Haldórs- son, en hann hlaut mjög góða dóma fyrir sviðsetningu sína á þessu leikriti og er það af mörg- um talið hans bezta verk, hvað leikstjóm snertir. Þýðandi er; Thor Vilhjálmsson. „Horfðu reiður um öxl“ er fyrsta leikritið, sem John Osbome skrifaði og varð hann heimsfræg ur fyrir þetta leikrit. Það hefur mú verið sýnt í flestum löndum heims, þar sem leiklist er iðkuð. Þekktur leiklistargagnrýnandi komst þannig að orði um leikrit ið, „að það væri kyngi magna? verk, er héldi leikhúsgestum 1 spennu frá upphafi til enda.‘ JahjuOsborne hefur síðan skrif að^Mmí- leikrit. Sem einnig eru, hin ágætustu verk, og er síðasta leikrit hans sýnt í leikhúsi þjóð- anna í París um þessar mundir. Það hefur verið fastur liður í starfsemi þjóðleikhússins frá stofnun þess að senda einhverja af beztu sýningum sínum út á (Framhaid á 2. síðu). Aðsúgur aö gamalmenni Síðan skólarnir hættu í vor, hef- ur allmikið borið á því, að ung- lingar á fermingaraldri geri aðsúg að öldraðu fólki á götum bæjarins með hrópum og hrindingum. Tíðar kvartanir berast um þessar mundir lögreglunni vegna þessa. í gærdag var til dæmis rúmlega hálfníræður maður fyrir aðkasti unglinga á Vesturgötunni og var hart leikinn. Yfirleitt ber talsvert á óknytt- um unglinga og alls konar skemmd arverkum þessa daga. Þeir brjóta Ijósker og lúður, hrekkja önnur börn, gamalmenni og skepnur. Vinnuvélasýning á skeiðvellinum Um síðustu helgi efndu Dráttarvélar h.f. til sýningar á ýmis konar vinnuvélum á skeiðvellinum við Elliðaár. Voru tæki þessi sýnd bæði á laugardaginn og sunnudaginn, og kom fjöldi manna til þess að horfa á vinnubrögðin. Þrír enskir sérfræðingar frá Fergu- son-verksmiðjunum voru þarna viðstaddir og sýndu tækin. Þarna voru dráttarvélar búnar ýmsum tækjum, svo sem jarðbor, steypuhrærivél, lyftu og vindu, og var sýnt, hvernig þau vinna, en það, sem setti þó mestan svip á sýninguna, var ný vinnuvél frá Ferguson-verksmiðjunum, sem er raunar samstæða þriggja mikil- virkra tækja — dráttarvél með skurðgröfu að aftan og ámoksturs- tækjum að framan. Þessi nýja /samstæða kostar 249 þúsund krónur með vökvastýri og tveimur graftarskóflum, og er þetta fyrsta tæki þessarar tegund- ar, er til landsins kemur, þegar selt. Menn stóðu í hópum umhverfis þessa vélasamstæðu, þegar hún tók til starfa, og það fór viðurkenn- ingarkliður um hópinn, þegar þeir höfðu horft á hana um stund. Lotn- ingin og aðdáun í svip manna, sem vanir eru vinnu með vélum, leyndi sér ekki. „Þetta er verkfæri, sem á eftir að verða mörgum að gagni,“ sagði einn. „Þetta eru góð afköst miðað við stærð,“ sagði annar. Og þessir vélfróðu rnenn kinkuðu kolli, hver framan í annan með svo ábúðar- miklum svip, að vesalings blaða- maðurinn fann átakanlegar til þess en áður, hve gersneyddur hann var allri þekkingu á vélum. Dráttarvélina er hægt að nota með hvoru ámoksturstækinu sem vill eða án þeirra, og fljótlegt er að taka þau af og tengja þau við. Auk. þess má nefna, að flutningur milli vinnustaða er auðveldur og kostn- aðarlítill, og þessum tækjum má víða koma við, þar sem ógerlegt er (Framhald á 2. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.