Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, miðvikudaginn 7. júni.lgðlv Aimennur áhugi um málefnum Hr. d'Alamo Lousada, ambassador Brazilíu á íslandi. Meðal hinna fjölmörgu sendiherra sem fylgdu Noregs konungi til íslands, var amb- assador Brasilíu á íslandi, hr. d'Alamo Lousada og kona hans. Ambassadorinn gaf sér tíma til aS svara nokkrum spurningum blaðamanns Tím- ans á Hótel Borg í gær. Þetta er önnur heimsókn sendi- herrans til íslands, hingað kom hann árið 1959 er hann afhenti forseta íslands embættisskilríki sín. Við spurðum sendiherra d’Al- amo Lousada um viðskipti Brasilíu og íslands. — Verzlun og viðskipti land- anna hafa verið mikil, svaraði sendiherrann, og áhugi almenn- ings í Brasilíu á íslenzkum mál- efnum er óhikað mikill og vax- Mikill áhugi fyrir ísl. bókmennfum í Argentínu mikinn áhuga fyrir íslenzkum bók- í. . . •,*. . r * i t • miKinn anv Rætt við argentinska ambassadonnn imenntam, héu ambassadorinn á- ---- fram. — Við vitum að íslending- I ar eru mikil menningarþjóð, og Ambassador Argentínu í Noregi og á íslandi, herra Carlos A. Leguizamón og frú hans, voru hér á ferð í vik- unni sem leið. Fréttamaður Tímans hitti ambassadorinn á Hótel Borg á föstudaginn og ræddi við hann stutta stund, en þau hjón voru á förum þá um kvöldið þar eð millilanda- flugið var í þann veg að stöðvast. Ambassadorinn er mjög spænsk ur í útliti, dökkur yfirlitum, í meðallagi hár, þunnhærður með stuttklippt yfirskegg, mjög aðgæt- inn maður að sjá. Hann baðst und- an að Ijósmyndari blaðsins tæki mynd af honum og kvaðst hafa neitað öllum blaðamönnum um slíkt. — Mér er ilia við „auto- propaganda", sagði ambassador- inn. — Það eina sem ég get sagt yður er að mér er mikið ánægju- efni að koma hingað til íslands, sagði hann. — Þetta er í annað sinn að ég kem hingað til Reykja- víkur. Hér hef ég átt vinfengi að mæta. Ef ekki hefði staðið þannig á, um flugferðir í þetta sinn hefði ég dvalizt hér í hálfan niánuð til þrjár vikur til að ferðast og kynn- ast landinu og þjóðinni. Og með þetta áform í huga kom ég hingað í þetta sinn. Mér þykir fyrir því að verða að fara héðan svo fljótt en vonast til að koma hér aftur þegar ástæður leyfa. — Hvenær komuð þér til íslands í fyrra sinn? — . í júli 1960 þegar mér veitt- ist sá heiður að afhenda forseta yðar, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, trúnaðarbréf mitt. Og þá var mér einnig tekið af afarmikilli vin- semd. Það hefur talsvert borið á því, að aflögð nælonnet hafa verið lát- in á hauga á afviknum stöðum í nágrenni margra sjávarþorpa. Sumir hressa jafnvel upp á lasnar girðingar með þeim. Afleiðingin hefur orðið sú hér í Vestmannaeyjum, að nokkrar kind- jur hafa fundizt mjög illa komnar, j fiæktar í þessar netadræsur. Á síð- — Hvað dvölduð þér lengi á ís- j ast liðnu ári urðu þær tveimur landi í það sinn? ; kindum að aldurtila, sýnilega eftir — Aðeins fimm daga. Þá varð langvinnt dauðastríð. ég að fara til Noregs að afhenda I Hér er ekki verið að deila á trúnaðarbréf mitt þar. ; að bókaútgáfa er hér mikil. — — Hve lengi hafið þér verið Sjálfur hef ég lesið bækur Lax- ambassador? jness og nokkuð af fornsögunum. — Fimm ár, en sem starfsmað- j — Mér hefur verið sagt að allir ur utanríkisþjónustunnar hef ég; íslendingar væru skáldlega sinn- unnið í þrjátíu ár. Ég hef starfað aðir. í mörgum löndum: Sýrlandi, Tyrk- landi, Englandi, Portúgal, Svíþjóð, Frakklandi, Indlandi, Pakistan. — Svo þér þekkið heiminn all- vel. — Eitthvað af honum, ekki all- an — því miður. — Samskipti Argentínu og fs- lands? i ^ — Samskipti okkar við ísland hafa í rauninni verið mjög lítil til þessa. Erindi mitt hingað að þessu sinni er meðal annars að leita frekari samskipta við ísland. Verzl unarviðskiptin eru í mjög smáum stíl, en þó hef ég séð að ávextir frá Argentinu eru seldir hér í Reykjavík. Við flytjum mikið af ávöxtum til Evrópu um þetta leyti því nú er haust og uppskerutími í Argentínu en vor á þessum helm ingi hnattar. fslendingar flytja nokkuð af saltfiski til Argentínu, ég veit ekki nákvæmlega um tölur í því sambandi, en ég er í þann veginn að kynna mér þær. Við vonumst til að geta örvað þessi verzlunarviðskipti eitthvað þótt við gerum ekki ráð fyrir stórfelld- um árangri. Við Argentínumenn . höfum Full mikið sagt um íslend- inga. — Ja, bókmenntaáhugi er hér mikill, það veit ég með vissu. — í Argentínu er mikil bóka- útgáfa? — Já, Argentína er það land í Suður-Ameríku þar sem mest er gefið út af bókum. — íslendingar í Argentínu? — Það eru fslendingar í Arg- entínu en mjög fáir. — Slíkt ber þó fremur að meta eftir ágæti en ekki höfðatölu. íslendingar hafa fremur lagt leið sína til Norður- Ameríku, og mér er ekki kunnugt um neina Argentínumenn hér á íslandi. f Norgi eru om tvö hundr uð Argentínumenn, flest börn Norðmanna, fædd í Argentínu og argentínskir ríkisborgarar sam- kvæmt argentinskum lögum. Við kvöddum ambassadorinn og þökkuðum fyrir að hann varði nokkru af naumum tíma til við- tals við blaðið, og hann lýsti enn einu sinni yfir að koman til fs- lands hefði verið ánægjuleg og kvaðst hrifinn af þeim viðbúnaði sem íslenzk stjórnarvöld hefðu haft við móttöku Noregskonungs. andi. í Brasilíu eru ekki margir íslendingar búsettir en þeir hafa getið sér gott orð og einn þeirra hefur skarað fram úr á sínu sviði. Er það Ingvar Emilsson haffræðingur, sem starfar í Sao Paulo og hefur unnið okkur mikið gagn. Um þessar mundir eru Brasilíumenn að láta smíða fyrir sig fullkomið hafrannsóknaskip í Noregi og hefur Ingvar Emilsson eftirlit með þeirri hlið skipasmíð- arinnar er að vísindarannsóknun- um lýtur. Sýnir það að hann nýt- ur trausts og álits í heimalandi mínu. — Sendiherra íslands í Brasilíu, Thor Thors, kemur aldrei sjaldn- ar en þrisvar á ári til landsins og nýtur trausts og vinsælda hjá okkur. — Og eins og öllum er kunnugt er milliríkjaverzlun okk- ar allmikil, íslendingar kaupa 90% af kaffibirgðum sínum frá Brasilíu. Eg hef orðið var við að kaffi- drykkja er mikil á íslandi, mér hefur verið sagt að kaffi sé nokk- urs konar þjóðardrykkur íslend- inga. Þar sem þetta er allt brasil- ískt kaffi, get ég ekki annað sagt en land mitt sé rækilega kynnt hér. Og við kaupum mikið magn af saltfiski af íslendingum. Annars hef ég notað tækifærið og ætla mér að stuðla að víðtæk- ari kynningu á málefnum Brasilíu, landi og þjóð hér á íslandi. Ræðis- maður okkar á íslandi, Bergur Gíslason stórkaupmaður, mun ein- hverntíma á næstunni sýna kvik- myndir frá Brasilíu og kynna landið á annan hátt. — í heima- landi mínu er vaxandi og almenn- ur áhugi á íslenzkum málefnum eins og ég gat um áðan og væri gaman að koma á nánari menn- ingartengslum milli þjóðanna. Við báðum sendiherrann að segja okkur frá hinni nýju höfuð- borg Brasilíu, sem er samnefnd landinu, byggð á örfáum árum inni á hásléttunni og hefur vakið athygli um heim allan fyrir það hvað hún er nýtízkuleg og sér- stæð að skipulagningu og bygg- ingarstíl. Hr. d’Alamo sagði okkur að íbú- ar borgarinnar væra orðnir um 100 þúsund og enn væri ekki að fullu lokið við smíði borgarinnar. Stjórnaraðsetrið hefur þó verið flutt þangað að undanteknu utan- rikisráðuneytinu sem enh er í hinni fornu höfuðborg. Það var mikið átak og kostaði gífurlegt fé að reisa þessa borg við óhægar aðstæður inni á reginöræfum, en þarna hafa frábærir listamenn og skipulagssnillingar verið að verki og mun borgin lengi srtanda sem minnisvarði um dug og þor brasil- ísku þjóðarinnar. — Hvað getið þér sagt okkur um efnahagsástandið í landinu? — Á tveimur árum hefur tekizt að koma á því jafnvægi í efna- hagsmálum sem æskilegt var, svaraði sendiherrann, þó má bú- ast við að önnur tvö ár líði þang- að til við höfum að fullu náð tak- markinu. Hinn nýi forseti lands- ins, Janos Qadros hefur unnið ó- trúlegt þrekvirki og lagt sig allan fram til að koma öllu á réttan kjöl. Hann hefur lika fylgi alls þorra fólksins, var kosinn með 72% af atkvæðamagni og má af því marka að mikils var vænzt af hon- um. Hann hefur líka staðið við öll sín loforð. Hann er ákveðinn lýðræðissinni og fylgir hlutleysis- stefnu í utanríkismálum. d’Alamo Lousada er maður á miðjum aldri, hefur þó starfað í utanríkisþjónustu lands síns i 32 ár og gegnt hvorki. meira né minna en 40 embættum á allt að því jafnmörgum stöðum. Embætt- istími hans skiptist nokkurn veg- inn jafnt milli Suður-Ameríku og Evrópu. Hann sagði okkur að undirbúning undir störf í utan- ríkisþjónustunni, fengju menn í sérstökum deildum háskólanna og yrðu að ljúka prófi í þeirri grein. Sendiherrann sagði enn fremur að á næstunni mætti búast við fjörugri samskiptum íslands og Brasilíu, því hann hefði boðið fyrir hönd stjórnar sinnar Guðmundi í. Guðmundssyni utanríkisráðherra að heimsækja Brasilíu. Ennfrem- ur er von á heimsókn skólaskips frá Brasilíu á næsta ári, er það skip frá flotaskóla Brasilíu. Að lokum lét sendiherratnn í Ijós ánægju sína yfir heimsókn- inni til Islands, kvað hina opin- beru heimsókn Noregskonungs hafa tekizt giftusamlega í alla staði, einkum rómaði hann alla skipulagningu móttökunnar og vék einnig að hinum fögru konum er hann hefði hitt hér í landi mið- nætursólarinnar. Verið smælingjum miskunnsamir neinn, heldur til þess mælzt, að menn gangi svo frá þessum ónýtu netum, að þau valdi ekki kvölum og tjóni. Þeir ættu að minnsta kosti að láta bæjarfélag sitt vita, hvar þeir fleygja netunum. Því göfugri er maðurinn, sem hann beitir meir viti sínu og manndómi til þess að hlynna að smælingjum og forða þeim frá illu. Hið sama gildir, hvort um er að ræða menn eða málleysingja. Stefán Jónsson, frá Steinaborg. Áðalfundur Bandalags íslenzkra leikfélaga hélt aðalfund sinn fyrir leik- árið 1960—1961 í Reykjavík s.l. laugardag. Formaður bandalags- ins, Páll Þór Kristinsson frá Húsa vík, flutti skýrslu yfir störf stjórn arinnar, en framkvæmdastjórinn, Sveinbjörn Jónsson, las og skýrði reikninga bandalagsins og gaf yfirlit um viðfangsefni bandalags félaganna. Tvö nýstofnuð leikfé- lög gengu í bandalagið á árinu: Leikfélag Ólafsfjarðar og Leik- félag Þingeyrar. Bandalagsfélög- in eru nú um sextíu. Leikstarfsemi var mikil á leik árinu, nema hvað félögin í Árnes og Rangárvallasýslum störfuðu minna en oft áður. Samtals munu hafa verig sýnd um fimmtíu leik-i rit, en auk þess útvegaði banda- lagið hátt á annað hundrað leik- þætti til skóla og félaga til notk- unar við ýms tækifæri. Auk þess annast bandalagið margvíslega þjónustu fyrir leikfélögin og aðra aðila, sem vinna að þvi að koma upp leiksýningum í byggðum landsins. í stjórn Bandalags ísl. leikfélaga eru: Páll Þór Kristins- son frá Húsavík, formaður, og meðstjórnendur Emil Ásgeirsson frá Gröf i Hrunamannahreppi og Björn Einarsson úr ’Kópavogi. í varastjórn eru Guðjón Kjartarson, Mosfellssveit og Baldur Sveinsson frá Flateyri. Framkvæmdastjóri er Sveinbjörn Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.