Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 5
ylMIN N, miSvikudaginn 7. júní 196L 9 Útgefandi: FRAMSÖKNARFLOKKURINN FramKvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit stjórar: Þórarinn Þórarmsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrút rit- stjómar: Tómas Karlsson Auglýsinga stjóii: Egili Bjarnason - Sbrifstofur í Eddubúsinu — Simar' L83U0—18305 Auglýsingasimi: 19523 Aigreiðslusinu 12323 — Prentsmiðjan Edda b.f. Kjaradeiluna verður að leysa Það er nú liðin hálf önnur vika síðan verkfall hófst hjá verkamannafélögunum í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri. Síðan hafa mörg félög hafið verkfall og verða félög, sem eiga í verkfalli, orðin 28 um næstu helgi, ef ekki hefur verið samið áður. Meðal þeirra eru flest fjöl- mennustu vérkalýðsfélög landsins. Það sjá allir hvílíkur þjóðarvoði það er, ef þessi verk- föll eiga að standa lengi. M. a. hlýtur það að draga mjög verulega úr síldveiðunum, jafnvel stöðva þær að mestu. Það veldur því eðlilega mikilli furðu, hve lítið er gert til þess að leysa þessa deilu með því að láta deilu- aðila ræðast við. Viðræðufundir hafa verið fáir og stuttir síðan sáttasemjari hóf afskipti af deilunni fyrir meira en hálfum mánuði. Þetta er alveg ólíkt fyrri viðbrögð- um sáttasemjara, sem hafa verið þau að halda marga og langa fundi með deiluaðilum. Ótrúlegt er því, að hann ráði þessum vinnubrögðum. Frumskilyrði þess, að deila leysist, er vitanlega það, að deiluaðilar ræðist við. Þetta var gert í Vestmanna- eyjum, á Húsavík og Akureyri. Þess vegna náðist sam- komulag þar. Mesta furðu hlýtur þó það að vekja, að ríkisstjórnin skuli ekkert gera til að greiða fyrir lausn deilunnar. Ríkisstjórnin á þó auðvelt með að gera ráðstafanir, er mjög myndu auðvelda samkomulag, eins og t.d. lækkun vaxta, rýmkun lánsfjárhafta og aðrar slíkar ráðstafanir. Meðan ríkisstjórnin aðhefst ekkert slíkt, er það fyrst og fremst hún, sem ber ábyrgð á verkföllunum og tjón- inu, sem af því hlýzt. Það er tvímælalaust krafa þjóðarinnar, að ekkert verði látið ógert til að leysa þessa miklu kjaradeilu á sanngjarnan hátt. Það er andstætt slíkum kröfum, að stífni og tortryggni sé aukin með því, að deiluaðilar séu ekki látnir ræðast við. Það er andstætt þessum vilja þjóðarinnar, að ríkisstjórnin dragi að gera ráðstafanir, er mjög myndu auðvelda samkomulag. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar verður því meiri, sem deil- an stendur lengur og tjónið af henni eykst. Verri en íhaldið Það hefur komið greinilega í ljós í þeirri kjaradeilu, sem nú stendur yfir, að núv. foringjar Alþýðuflokksins eru enn andstæðari launþegum en sjálfur flokkur stór- atvinnurekenda, Sjálfstæðisflokkurinn. Þegar Jón Baldvinsson og Héðinn Valdimarsson beittu sér fyrir kjarabótum verkalýðsins, hrópuðu Mbl. o’g Vísir: Þetta hefur í för með sér gengislækkun og verðbólgu. Nú hefur Alþýðublaðið hrópað þessi vígorð and- stæðinga launþega svo hátt, að varla hefur heyrzt í Mbl. og Vísi, er þó hafa reynt að gera sitt bezta. Slíkt er nú orðið hlutskipti Alþýðuflokksins, að hann er orðinn afturhaldssamari í kjaramálum láglaunafólks og millistétta en sjálft íhaldið. Hann gengur enn lengra í þvi en sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn að nota grýlur gegn eðlilegum kjarabótum. Deilan um framlagið í fyrningar- sjóð Áburðarverksmiðjunnar 5/6 1961. í tilefni greinar í Tímanum 1. þessa mán. um fyrningasjóðsgjald Áburðarverksmiðjunnar h.f. óskar verksmiðjustjórnin að taka fram: 1. Áður en ákvörðun var gerð um hækkun fyrningasjóðsgjaldsins, leitaði stjórnin lögfræðilegs á- lits um hana. Einnig var gerð af hálfu landbúnaðarráðuneytis ins lögfræðileg könnun um sama atriði, áður en landbún- aðarráðherra samþykkti áburð- arverðið síðastliðið ár. 2. Verðlag innlenda áburðarins hefur á þessum tíma reynzt mun lægra en innflutts, sam- bærilegs áburðar, þrátt fyrir hækkun fyrningasjóðsgjalds- ins. 3. Á síðasta ári — hinn 24. októ- ber — sendi stjórnin ýmsum blöðum til birtingar greinar- gerð þá, er hér fer á eftir, um gjöld til fyrningasjóðs verk- smiðjunnar: í lögum nr. 40 frá 23. maí 1949 um áburðarverksmiðj u er svo á- kveðið í 10. grein ,að framlag á- burðarverksmiðjunnar til fastra sjóða hennar skuli árlega vera: a. Til fyrningasjóðs 2V2 % af kostnaðarverði húsa, lóðar og annarra mannvirkja og IVz % af kostnaðarverði véla og ann- arra áhalda. b. Til varasjóðs allt að 3% af kostnaðarverði framleiðslunn- ar. I 8. gr. verksmiðjulaganna er ennfremur ákveðið, að í- áætluðu kostnaðarverði áburðarins skuli „reikna með nauðsynlegum og lög- ákveðnum tillögum í fyrningasjóð og varasjóð verksmiðjunnar“. Öll árin sem verksmiðjan hefur verið rekin, fram til ársins 1959 hefur fyr'ningasjóðsgjaldið verið reiknað með þeim hundraðstölum, sem í lögunum standa þ.e. 2%% og 7Vz % og þá miðað við það verð í krónum, sem verksmiðjan kost- aði fullgerð, en hún var reist á ár- unum 1952—1954. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn og þó miðað sé við árið 1959, hefur verðgildi krónunnar, þ.e. kaupmáttur henn- ar, stórkostlega breytzt til lækk- unar eins og öllum má vera kunn- ugt. Kostnaðarverð hvers hlutar og alls, er nú orðið allt annað ogl miklu hærra, mælt í krónum síð-| asta árs, heldur en var í krónum áranna 1952—1954. Krónufjöldinn sem miðað verður við á síðasta ári, er miklu meiri en fimm til sjö árum áður. Þannig er það álit sérfróðra manna, að kostnaður við slíka framkvæmd og áburðarverk- smiðjuna, hafi frá 1954 hækkað um 80 af hundraði og að kostnað- arver'ð verksmiðjunnar hefði þann ig á síðasta ári numið um 245; millj. króna. Svo stórfelldar hafa verðbreytingarnar orðið á þessum, tíma, mældar í íslenzkum krónum. Væri miðað við kaupmátt krón- unnar á þessu ári þ.e. 1960, mundi kostnaðarverð verksmiðjunnar reynast mun hærra. I Fyrningar mannvirkja eða ann- arra eigna eru jafnan miðaðar við áætlaða endingu þeirra, þ.e. þann| tíma sem talið er að af þeim séu full not, þó með eðlilegu viðhaldi, | en án endurnýjunar. Fyrninga-I tími húsa úr vdranlegu efni er jafnan talinn lengri en véla og á- halda og annarra lausra muna og fyrningagjald af slíkum bygging- um því mun lægra en af hinu. Greinargerð frá stjórn verksmiðjunnar. Frá því fyrst að áburðarverk- smiðjan var1 undirbúin hefur verið ætlazt til að hún endurnýjaði eða endurbyggði sjálfa sig er til kæmi að þess þyrfti. Með það sjónarmið voru ákvæðin um fyrningagjald og fyrningasjóð sett í verksmiðju- lögin og áskilið í þeim, að þau framlög séu reiknuð í verði áburð- arins árlega. Allt annað verður upp á ten- ingnum er til fyrningagjalds af verði fasteigna og annarra eigna verksmiðjunnar kemur, ef það gjald ætti nú og um ókominn tíma að miðast við verðlag, sem gilti árið 1954 eða fyrr. Því veldur hið breytilega og síminnkandi gildi verðmælisins, þ.e. krónunnar. Þegar gjaldið til fyrningasjóðs var ákveðið fyrir meira en ellefu árum, er það sett tvenns konar þ.e. 2Vz% og 7V2%. Lægri taxtinn miðaður við hús, lóðir og mann- virki og þá reiknað með 40 ára endingu þ.e. að endurnýja mætti þær eignir að þeim tíma liðnum með eigin fé. Hærri taxtinn fyrir aðrar eign- ir 7%% og þá miðaður við miklu skemmri endingu en fasteignanna og að endurnýja þyrfti þær að 13 —14 árum liðnum. Á þeim tíma, sem hér er greint, átti sem sé að myndast sjóður, er nægði til að standa straum af endurbyggingu verksmiðjunnar ef þyrfti, án þess að lánsfé væri til þess fengið. En vegna hins stórlækkaða kaupmátt- ar krónunnar, sem orðin var þeg- ar á síðasta ári, mundi sá sjóður við lok hins áætlaða tímabils hafa aðeins svarað til rúmlega helm- ings þeirrar fjárhæðar, sem verð- lag ársins 1959 krefst til endur- nýjunar. Við slíkt varð ekki unað lengur. Fyrningasjóðinn — endur- byggingarféð varð að auka í sam- ræmi við uphaflegan tilgang hans og tilætlun löggjafarvaldsins með honum. Þetta mátti gera með tveimur aðferðum. Þeirri, að breyta hinu bókfærða verði, kostnaðarverðinu frá 1954 — til hækkunar, og láta það samsvara því sem slík verk- smiðja kostaði nú, ef reist væri og halda þá hundraðsgjaldinu til fyrn ingasjóðs óbr'eyttu. þ.e. 2VÍ>% og 7%%. Eða þá hinni að láta hið bókfærða verð standa óbreytt, en hækka hundraðsgjaldið til fyrn- ingasjóðs verulega og sem næst því, að endurbyggingarfé safnaðist á hinum áður áætlaða endingar- tíma. Hin síðarnefnda leið var fárin, sem kunnugt er, eftir að hafa leitað álits bæði lögfræðinga og annarra aðila, sem kynntu sér málið eða báru kennsl á það. Hér- lendis munu ýmsar aðferðir hafð- ar um bókfærða fyrningu eigna og verður ekki rætt um það hér, en aðeins minnt á, að í framtölum til skatts er gert ráð fyrir að til- tekin fyrning eigna sé talin með rekstrarkostnaði stofnunar eða fyrirtækis, eða í frádrætti tekna. Nú fyrir skemmstu hefur verið skýrt frá, að á þessu ári verði fyrn ing á íbúðarhúsum úr steinsteypu hækkað úr 1% í 4% og á timbur- húsum úr 2% í 6% o.s.frv. miðað við fasteignamatsverð, og er með því viðurkennd þörfin á að fyrn- ingagjald breytist frá því sem ver- ið hefur. Erlendis mun vera talið og látið gilda, að efnaverksmiðjur ýmsar, þar með áburðarverksmiðjur, þurfi að endurnýjast að því er kemur til vélbúnaðar og þess kon- ar, á ekki lengri tíma en einum tug ára og eru fyrningar og fyrn- ingagjöld þeirra eigna miðað við þann tíma. Það verður að teljast, ekki að- eins forsvaranlegt, að miða fyrn- ingatíma vélbúnaðar áburðarverk- smiðjunnar hér við 13—14 ár, heldur væri það skortur á ábyrgð- artilfinningu hjá sjórnendum hennar að taka ekki til greina þær staðreyndir, sem orðnar eru um verðlag og skilyrði til endurbygg- ingar verksmiðjunnar þegar nauð- syn kallar. Framarlega í þessari greinar- gerð eru tilfærð ákvæði verk- smiðjulaganna um árleg gjöld til fyrningasjóðs í hundraðstölum, en einnig bent á, að í 8. gr. þeirra sé ákveðið að reikna skuli með í kostnaðarverði áburðarins „náuð- synlegum og lögálcveðnum" tillög- um til fyrningasjóðs. Með því á- kvæði er greinilega bent á, að auk þess lágmarks, sem lögákveð- ið er, sé jafnframt ástæða til at- hugunar þess hvort hið lögá- kveðna hundraðsgjald fullnægi því sem nauðsyn krefur og að þeir, sem málin hafa á hendi geri sér einnig grein fyrir því. Þess vegna, meðal annars hafa stjórn- endur verksmiðjunnar talið rétt að fara inn á þá braut að binda sig ekki við lágmarks hundraðs- tölur sem verksmiðjulögin til- greina, heldur gert tillögu til aðal- 'F-amhaLd á 13 siðu. Uppeldismálaþing Dagana 3.—4. júní var hald- ið uppeldismálaþing í Haga- skólanum í Reykjavík. Stóðu að því sameiginlega Samband íslenzkra barnakennara og Landssamband framhalds- skólakennara. Tvö aðalmál þingsins voru launamál kenn- ara og skólavist tornæmra barna og unglinga. Þingið setti Skúli Þorsteinsson, formaður S.Í.B., og Gylfi Þ. Gísla- son, menntamálaráðherra, flutti ávarp.. Aðalræðurnar á þinginu fluttu þeir Jónas Pálsson sálfræð- ingur og Jónas B. Jónsson, fræðslu stjóri. Jónas Pálsson ræddi eink- um um nám og afstöðu tornæmra nemenda í skólúm, en fræðslu- stjóri um kennaraskortinn og kjör og aðbúð kennara. Bæði þessi er- indj þóttu mjög athyglisverð og kemu fram með þeim fjölmörg at- riði, sem forráðamenn fræðslumál- anna munu taka til rækilegrar at- hugunar. Nefndir fjölluðu um bæði þessi höfuðmál þingsins og skiluðu ályktunum. Forseti þings- ins var Árni Þórðarson skólastjóri. Á þinginu ríkti einhugur um nauðsyn þess að bæta launakjör kennara, er þingið taldi með öllu óviðunandi. Þinginu var slitið síðla kvölds 4. júní.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.