Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 12
12 TIMINK, v. jimi 5 ■ RITSTJORI HALLUR SIMONARSON Sí(Sasti leikur St. Mirren: Val ísl. úrvalsliðs- ins kemnr á óvart ~ Helgi Daníelsson í marki, og Helgi Jónsson, KR, reyndur sem vinstri bakvöríur Skozka liðið St. Mirren leik- ur sinn síðasta leik hér í kvöld á Laugardalsvellinum og mætir þá úrvalsliði Suð- vesturlands, sem landsliðs- nefnd Knattspyrnusambands íslands hefur valið, og má því segja, að úrvalsliðið sé nokk- urs konar tilraunalandslið nefndarinnar. Leikurinn í kvöld ætti að geta orðið skemmtilegur, og vonandi tekst íslenzka liðinu vel upp gegn skozku atvinnumönnun- um. í landsliðsnefnd KSÍ eiga nú sæti Sæmundur Gíslason, Fram, formaður, Helgi Eysteinsson, Vík- ing og Jakob Sigurðsson, Akranesi, og fer vart á milli mála, að þeir koma knattspyrnuáhugamönnum á óvart með vali úrvalsliðs suðvest- urlands. Sumir leikmenn eru verð- launaðir fyrir frámunalélega leiki og valdir í liðið — en aðrir, sem staðið hafa sig með sóma, komast þar ékki að. Én við skulum nú líía á liðið, sem er þannig skipað talið frá markmanni að vinstri útherja: Helgi Daníelsson, Akranesi, Árni Njálsson, Val, Helgi Jóns son, KR, Garðar Árnason, KR, Rúnar Guðmannsson, Fram, Sveinn Teitsson, Akranesi, Ingvar Elísson, Akranesi, Gunnar Felixson, KR, Þórólf- ur Beck, KR, Ellert Schram, KR, og Þórður Jónsson, Akra- nesi. Þetta er úrvalsliðið einhver að brosa!! en var HELGI DANÍELSSON nú kom val hans á óvairt Varamenn eru Heimir Guðjóns- son, KR, Hreiðar Ársælsson, KR, Hörður Felixson, KR, Ragnar Jó- hannsson, Fram, Guðmundur Ósk- arsson. Fram, og Gunnar Guð- mannsson, KR. Tiiraun með Helga Jónsson ! Það, sem menn reka fyrst augun í, er að Helgi Jónsson, KR, er val- inn sem vinstri bakvörður, stöðu, sem hann hefur aldrei leikið áður. Ef til vill heppnast þessi tilraun, en litlar líkur til þess. Helgi er góður leikmaður, en hann átti að vera framvörður. Bjarni Felixson I var bezti maður varnar KR í leikn- um gegn St. Mirren í fyrrakvöld — að Heimir markmanni undan- skildum, og því var honum ekki gefið tækifærið? Eða þá, að hafa vörnina eins og gegn írnm í fyrra og reyndist vel. Arna og Rúnar sem bakverði og Hörð sem mið- vörð. Þannig er vörnin áreiðanlega sterkust. Helgi Daníelsson átti sennilega sinn lélegasta leik í marki um árabil gegn St. Mirren á föstudagskvöldið, en samt er hann valinn í úrvalsliðið nú. Þetta kemur á óvart — og Helgi hefði haft gott af að' hvíla sig í þessum leik. Ekki þar fyrir, að ég álíti Helga ekki okkar bezta markmann, þegar honum tekst upp, en það á ekki að verðlauna menn, þegar- þeir gera illa. Það er mikið vandaverk að velja innherja í liðið, og nefndin tók þann kost að hafa Gunnar Felix- son og Ellert Schram í stöðunum — þrátt fyrir það, að þeir voru slakastir í framlínu KR í fyrra- kvöld, en Gunnar var þá reyndar útherji. Um þetta val er þó lítið að segja, og erfitt að benda á menn, sem eru afgerandi betri í þessum stöðum. Þórður Jónsson meiddist í leiknum á Akranesi á sunnudaginn, og því mjög/varhuga- vert að láta hann Ieika erfiðan leik svo fljótt aftur, en hins vegar verður gaman að fylgjast með hvernig Ingvari tekst upp á kant- inum. Þó val liðsins sé hér gagnrýnt nokkuð, sem erfitt er að komast hjá, skulum við vona, að það standi sig með miklum ágætum í kvöld, og að þær tilraunir, sem gerðar eru heppnist, og þó einkum að Helgi Dáníelsson standi sig vel í mark- nu. Ábyrgð hans er mikil núna. St. Mirren skipar sínu bezta liði ;am í kvöld og er það þannig: Jimmy Brown Campell, Wilson, Stiewart, Clunie, MeTavish, Hend- erson, Bryceland, Kerrigan, Gemm- Heimir Guðjónsson varði mark KR með miklum glæsibrag í leiknum í fyrrakvöld, og einkum vöktu góð grip hans mikla athygli. Hvað eftir annað kastaði hann sér á knöttinn, greip hann og héit honum, jafnvel í föstustu skotum. Og myndin sýnir eitt þessara atvika, og auk Heimis sjást sex aðrir KR-lngar i vítateignum. Ljósmyndir Tíminn, G.E. íslenzkir glímumenn verða í Að undanförnu hefur dval- ist hér á landi sjónvarpsmað- ur, Svend Á. Wilquinn að nafni, á vegum einnar kunn- ustu fréttastofu heims, United Press. Wilquinn hefur tekið hér mikið af myndum fyrir sjónvarpsstöðvar, sem munu sýndar víða um heim. í fyrradag náði hann í Lárus Salómonsson, og fékk hann til að hóa saman nokkrum glímumönn- um, til þess að sýna íslenzka glímu. Varð Lárus strax við þeirri beiðni, og fékk á skömmum tíma 11 glímumenn til þess að taka að sér hlutverkið. Sýndu þessir gUmumenn ýms brögð íslenzku glímunnar, æfing- ar og fleira undir stjórn Lárusar, en Wilquinn myndaði af miklu kappi. Hann var mjög ánægður með árangurinn á eftir, og veltist um af hlátri þegar smástrákar, sem staðið höfðu álengdar, fóru strax að glima, að myndatöku lok- inni. Eins óg áður segir er Wilquinn frá einni kunnustu fréttastofu heims, og munu þessar sjónvarþs- tökur hans hér því berast víða, og verður þetta því hin bézta kynning fyrir íslenzku glímuna. Þar munu margir erlendir sjá hana fyrst í sjónvarpstæki sínu. Innanfélagsalíma Vetrarstarfsemi glímudeildar Ungmennafélags Reykjavíkur lauk með innanfélagsglímu og var keppt í mörgum aldursflokkum drengja. Æfingar voru sóttar af miklu kappi í vetur, og sjaldan eða aldrei fleiri ungir drengir mætt á glímu- æfingum. Úrslit í emstökum flokkum urðu þessi: Drengir 16—19 ára: 1. Garðar Erlendsson 2. Elías Árnason 3 Þórh. Aðalsteinsson 3 v. 2 v. 1 v. Unglingaflokkur: 1. Sigtryggur Sigurðsson 5 v. 2. Birgir Sigurjónsson 4 v. 3. Helgi Árnason 3 v. Drengir 15 ára og yngri: 1. Tryggvi Hermannsson 3 v. 2. Helgi Ámason 1+2 3. Sturl. Stefánsson 1+1 Drengir 12 ára og yngri: 1. Guðm. Sigurðsson 4 v. 2. Halldór Kristinsson 3 v. 3. Sigmar Ólafsson 2 ell og Miller. Dómari verður Haukur Óskars- son, Víkingi, en línuverðir Karl Bergmann. Fram, og Ólafur Ilann- esson, KR. Leikurinn hefst kl. 8.30. Knötturinn lenti einu sinni í markl í fyrrakvöld, og þá var þaö vinstri út. herji Skotanna (nr. 11) sem sló knöttinn í markið meö hendinnl. KR ingar mótmæltu, en dómannn benti á miðjuna, en línuvörðurinn Þorlákur Þórð- arson, sá hverju fra^fór og dæmdi markið af.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.