Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 1
Furöulegar og ástæðulausar hdtanir stjórnarblaðanna um gengislækkun Einn rússnesku gullpeninganna. Þessi er á stærð við fimmeyring, en er samt um 500 króna virði. (Ljósm.: GE). Tugþúsunda virði af gullrúblum í boði Fúrtséva komin í gær kom til íslands í opinbera heimsókn frú Ekaterina Fuitséva, menntamálaráðherra Sovétríkj- anna og meðlimur æðsta ráðsins. Hún kom með rússneskri einka- flugvél, sem lenti á Keflavíkur- flugvelli um hálf sjö leytið í gær- kveldi. í fylgd með Furtsévu er formaður Norðurlandadeildar íússneska utanríkisráðuneytisins, Nikolai Lunkov, dóttir hennar, Svetlana, og einkaritari frú Furt- sévu. Frúin mun dvelja hér í eina viku, en liéðan fer hún til London. Dularfullt flóð rússneskra gull- peninga frá aldamótum Gullsmiðir og skartgripa- verzlanir bæjarins fengu í fyrradag ákaflega undarlegar heimsóknir, er þeim voru boðnir til sölu gullpeningar rússneskir frá því um aldamót. Fólkið, sem bauð peninga þessa til sölu, virtist hafa yfir miklum birgðum þessara penihga að ráða, því að hjá einum gullsmiðnum voru boðnir 150 slíkir og hjá öðr- um 200. Þessir peningar vega 8 grömm og eru 22 karöt, en í hreinu gulli eru 24 karöt. Er því hver peningur yfir 500 króna virði. Ef um 200 peninga slíka er að ræða, er þetta allt saman um 100 þúsund króna virði. Stjórninni er skylt að hafa kosn- ingar, áður en hún grípar til slíks glæfrabragSs Sjaldan hafa sézt furðulegri æsingaskrif á prenti en þau, sem stjórnarblöðin birtu í gær í tilefni af því, að samkomu- lag hafði náðst milli samvinnufélaganna og verkalýðsfélag- anna á Akureyri um lausn kjaradeilunnar þar. Blaðamaður Tímans komst yfir einn af þessum peningum, og er með frétt þessari birt mynd af pen- ingnum, sem er frá árinu 1904 og ber mynd Nikulásar II, síðasta Rússakeisarans. Verðgildið er fjórar rúblur. Hinir peningarnir munu vera eins, en sumir þeirra frá árinu 1903, aðrir fr'á 1904. I eina verzlunina kom ölvaður fullorðinn maður með vasana fulla af peningum þessum og sagðist hafa fundið þá í skolpleiðslu í skipi. f annan stað kom stelpa með j nokkra peninga, sem hún sagðistj hafa fundið í matarleifum á ösku- ■ haugunum, sem þó hafa ekki verið notaðir síðastliðin tvö ár. Ungur1 maður um tvítugt og sömuleiðis1 (Framhald á 2. síðu) Bæði Morgunblaðið og Al- þýðublaðið halda því fram, að með þessu samkomulagi sé stefnt að nýrri gengislækk un og verðbólgu, og verða ekki skrif þeirra skilin á að'ra leið en þá, að ríkisstjórnin áetli að skella á nýrri gengis- lækkun, ef kaup verkamanna og láglaunafólks hækkar um rúm 10%, eins og orðið hefur á Akureyri. Þessi blöð héidu því fram fyrir fáum dögum síðan, að óhætt væri að samþykkja til- lögu sáttasemjara um 6% kauphækkun. Sá munur, sem er á 6% og 10% kauphækkun, ræður vitanlega engum úr- slitum um þetta. Sannleikurinn er líka sá, að atvinuvegirnir eiga yfir- leitt að geta vel risið undir þessari kauphækkun, ef rétt er stjórnað. Vaxtahækkunin ein, sem var ákveðin í fyrra, svaraði til 12—15% kaup- hækkunar hjá þeim atvinnu- fyrirtækjum, sem einna höll ustum fæti standa, frystihús- unum. Það eitt að færa vext- ina í sama horf og þeir voru i fyrir „viðreisnina", ætti að geta bætt frystihúsunum þessa kauphækkun. Rýmkun lánsfjárhafta og aðrar hlið- stæðar ráðstafanir myndu styrkja aðstöðu atvinnufyrir- tækjanna enn frekar. Það er því ekki minnsta þörf gengislœkkunar, þótt samið verði almennt um hlið stœöa kœuphœkkun og þá, sem hefur orðið á Akureyri. Slik kauphœkkun þœrf hvorki að valda verðbólgu né gengislækkun, ef rétt er stjórnað. I Skraf stjórnarblaðanna um gengislækkun í tilefni af slíkri kauphækkun, verður ekki skilin öðru vísi en að forsprakkar stjórnarflokk- anna séu að leita eftir tilefni til að réttlæta með nýja geng islækkun, enda myndu marg- ir áhrifamenn í báðum stjórn arflokkunum telja sér hag að henni, og þarf ekki að rifja það upp hér, hverjir það eru. Þaö væru hins vegar hrein ir glæfrar að lækka gengið á nýjan leik aö jafn- ástæðu- lausu og hér er talað um. Það væri andstætt allri skynseml og því gætu ekki valdið nema hin annarlegustu sjónarmið, sem ættu skylt við allt annað fremur en þjóðarhagsmuni. Áður en stjórnarflokkarnir grípa til slíks glæfraráSs, ber þeim vissulega fyllsta skylda til aS leita álits þjóðarinnar og láta hana leggja á það dóm sinn í þingkosningum, hvort hún vill veita umboð til því- líks óhappaverknaðar. SKULDIR Málgagn þeirra Kveld- úlfs, Sigurðar Ágústssonar, Jóns Árnasonar o. fl. slíkra, Mbl., var í gær að tala um skuldir SÍS. Það var svo að heyra sem blaðið teldi sig eitthvað vita um skuldir í bönkunum. Vill ekki Mbl. beita sér fyrir því að gefa almenn- ingi skýrslu um skuldir SÍS annars vegar og skjólstæð- inga blaðsins hins vegar. Það gæti orðið fróðlegt og góður vitnisburður um heil- indi blaðsins og sanngirni í garð samtaka almennings, samvinnufélaganna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.