Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.06.1961, Blaðsíða 7
TlHl NN, migvifeudagiim 7. Juni 1961. r Hvers vegna flýr fólkið sveitina? íslenzku þjóðinni fjölgar ört, samtímis því, að sveitafólkinu fækkar. Það hlýtur því að flytjast all margt fólk frá sveitum til kaup staða. Algengast er, að fólkið .yfir- gefi átthagana og flytji í kaup- staði, um leið og það kemur út í atvinnulífið. Þá hefur verulegur hluti þess lokið einhverju skóla- námi. Það er hlutverk sveitafólksins að framleiða þær landbúnaðaiaf- urðir, sem þjóðin þarfnast og ís- lenzk skilyrði leyfa. Auk þess er brýn nauðsyn að afla gjaldeyris með útflutningi landbúnaðaraf- urða, svo sem frekast er kostur. Til þess, að svo megi verða, þarf að auka fmmleiðsluna og gara hana fjölbreyttaii. En það er á valdi þjóðfélagsins að skapa land- búnaðinum þau skilyrði, að hann sé fær um að gegna þessu hlut- verki. Flest sveitaheimili eru orðin svo mannfá, að áframhaldandi flutn- ingar úr sveitum hljóta að leggja æ fle.iri jarðir og byggðarlög í eyði. Þá er fleygt þeim verðmæt- um, sem kynslóðir hafa lagt orku sín í að skapa. Tjón það, sem þjóð- félagið bíður við að rótslíta hluta þess fi'á átthögum sínum, verður ekki metið. Hin öra fólksfjölgun hlýtur að ’krefjast þess innan skamms, að landið allt sé nytjað. M mun þjóðinni reynast þyngra í skauti að byggja upp aftur það aem lagt hefur verið í eyði, en að skapa sveitafólkinu strax þau skil- yrði, að það geti unað við sitt. Þegar leysa á vandamál, þarf fyrst að gera sér grein fyrir af hverju það stafar. Margir, sem hafa rætt eða ritað um þessi mál, telja, að fólkið yfirgefi sveitirnar fyrst og fremst af því, að það sé að sækjast eftir betri skilyrðum til félagslífs. Það mun vera nokk- ur ástæða, en sá verðlagsgrund- völlur, sem bændur búa við, er vafalaust aðalástæðan. Hann er þannig upp byggður, að bændur geta ekki borgað kaup til jafns við aðra atvinnuvegi. Þeir verða því flestir einyrkjar. Það fólk, sem hefur ekki ástæður til að hefja bú skap verður því að hverfa að öðr- um atvinnuvegum. Stærð vísitölubúsins er 8.95 nautgripir, 127.20 kindur, og 5 hross. Til þess að i’eka þetta bú þarf um 5800 karlmannsvinnu- stundir samkvæmt búreikningum. Vísitölubóndanum er ætlað að greiða kr. 11.515.00 í kaup. Ef við drögum frá því launatekjur utan búsins, kr. 5.477.00, eru eítir kr. 6.038.00, sem bóndinn gekír raun- verulega keypt sér aðstoff við bú- i'eksturinn fyrir. Varla getur hann fengið fleiri en 300 vinnust. fyrir þá upphæð. Eftir eru þá um 5.500 vinnustundir, sem vísitölubóndan- um er ætlað að vinna á ári. Óbreyttur verkamaður þarf hins vegar ekki að vinna nema um 2.300 st. í dagvinnu yfir árið. Nú hafa flestir unnið einhverja yfir- vinnu, en varla svo mikla, að bónd anum sé ekki ætlað að vinna á við tvo eða því sem næst. Land- búnaðarframleiðslan krefst því nærri tvöfalt fleiri vinnustunda eða meira, til þess að geta greitt kaup í samræmi við aðra atvinnu. Þarna liggur fyrst og fremst ástæð an til þess, að fólkið flýr sveit- irnar og bændur verða einyi'kjar. Ofan á þetta bætist svo, að verð- lagsgrundvöllurinn er mjög vafa- samur að ýmsu öðru leyti, og þá' sérstaklega vaxtaliður hans. Verð- lagsgrundvallargerð hafa bændur aldrei fengið fyrir vörur sínar, en komizt næst því síðastliðið ár. Það hlýtur að vera réttlætis- krafa, að hvér landbúnaðarverka- maður fái sitt kaup í afurðum þess búfjár, sem hann getur hirt að öllu leyti (og aflað fóðurs handa) á jafn löngum tíma og hann væri að vinna fyrir sama kaupi í ann- arri atvinnu. Þá gætu bændur stækkað búin verulega með auknu fólkshaldi. Allar vélar nýttust mun betur og hægt væri að leggja í margs kon- ar tæknilegar framkvæmdir, sem auðvelduðu mikið hirðingu bú- fjár, sem og önnur störf. Það myndi svo aftur lækka rekstrar- kostnað veiulega. Það ætti því að vera öllum ljóst, að til þess að stöðva flutning fólksins úr sveitunum þarf fyrst og fremst að koma verðlagsgrund- vellinum í það horf, sem tryggir, að landbúnaðarverkamaðurinn fái kaup miðað við aðrar sambærileg- ar stéttir. Guðbergur Guðnason. Hótel Garður Hótel Garður tók á móti fyrstu t gestum sínum á þessu sumri í i sl. viku. Meðal þeirra var hóp- ur brezkra náttúrufræðinga, hinn fyrsti af allmörgum, sem hingað eru væntanlegir í sumar. Þar með hefur stærsta hótel Iandsins hafið starfsemi sína í ár. Eins og kimnugt er hefur sumar gistihús verið rekið á stúdenta- görðunum um árabil, enda sízt veitt af á þeim árstima, sem ferða mannastraumurinn hingað til lands er mestur. f fyrra tóku stúd entar sjálfir við hótelrekstrinum og gekk hann prýðilega. Munu þeir annast hann áfram og verð- ur hótelstjóri í sumar hinn sami og áður, Hörður Sigurgestsson, stud. oecon. Að undanförnu hafa farig fram ýmsar endurætur á húsakynnum hótelsins og má þar sérstaklega nefna, að komið hefur verið upp tveimur nýjum salernum, baðher- bergi og steypibaði á báðum hæð um, en að þessu er mikið hag- ræði. Þessum innréttingum er ný- lokið, nokkrar frekari framkvæmd ir á döfinni, þó of snemmt sé að g ta þeirra. Á Hótel Garði eru 90 herbergi, fjörutíu á Gamla garði og fimmtíu á Nýja Garði, alls 160 rúm, auk þess setustofur, matsalur, funda herbergi o.fl. Um 15 manns starfa að jafnaði á hótelinu, þar af helm ingur stúdentar, en þeir annast öll afgreiðslustörf og kemur tungumálakunnátta þeirra þar að góðum notum. Matargerg alla annazt hinn víðkunni veitingamað ur Tryggvi Þorfinnsson, skólastj. Matsveina- og veitingaþjónaskól- ans. Gestir hótelsins, sem ekki hvað sízt eru erlendir ferðamenn, eiga kost á hinni margvíslegustu fyrirgreiðslu, auk þess, sem t. d. (Framhaid á 13. siðu.) | Drangurinn, sem útlaginn | úr Vestmannaeyjum kleif \ Endur fyrir löngu bar svo mannaeyjum, dökkur á brún, við, að tvítugur piltur úr Vest jarphærður og hrokkinhærð- ur, hár og allþrekinn, en smá- fættur, kom vestur undir Jökul. Piltur þessi hét Ás- grímur Böðvarsson, og fylgdi honum sá orðrómur, að hann hefði verið dæmdur útlægur úr Sunnlendingafjórðungi fyrir þjófnað. Virtist mönnum hann vasklegur og áræðinn, en þó hinn inesti viðsjáls- gripur. Lóndrangar á Snæfellsnesi. (Ljósm. H.G.) Milli Malarrifs og Dagverðar- ár á Snæfellsnesi standa tveir miklir drangar fremst á hraun- brún, og fellur sjór upp að berginu, en fram með því hlein ar og flúðir. Þetta eru Lón- drangar svonefndir. Hinn vestri er lægri, jafn um sig, nema hvað hann dregst saman efst, og úr hörðu grjóti. Hinn eystri er að miklu leyti úr móbergi, allúfinn og fleygaður, en þó lítt fýsilegur til uppgöngu. Hinn 31. maí 1735 var útlag- inn úr Vestmannaeyjum stadd- ur á þessum slóðum, og er skemmst af því að segja, að hann kleif eystri dranginn. Segir sagan, að hann hafi haft með sér fertugt færi, og vant- aði fáa faðma á, að það næði niður, þegar Ásgrímur var kom inn upp á brún. Þetta þótti mjög frækilega gert, enda ekki sagnir um, að aðrir hefðu klifið dranginn. En það er af hinum frækna pilti að segja, að árið eftir framdi hann stórþjófnað í kaupmanns- húsunum í Ólafsvík og strauk norður á Strandir, er böndin bárust að honum. Þar var hann þó handsamaður haustið 1737, og skyldi hann fluttur í járn- um suður á Snæfellsnes. Gist var á Kleifum í Gilsfirði, en að morgni var Ásgrímur horf- ínn og náðist ekki upp frá því. r ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) | )! ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) Á víðavangi Ömurlegt hlutskipti Það er ömurlegt að sjá stjórn arblöðin núna. Þau ausa illyrð- um að samvinnumönnum fyrir að leysa verkföllin fyrir norðan og fyrir að reyna að leysa þau syðra me'ð sanngjörnum undir- tektum við málefni verkafólks. Þau telja það muni eyðileggja þjóðfélagið, að verkamenn hafi eitthva'ð meira en 4000.00 krón- ur á mánuði — t. d. 4.400.00, — en verða þó jafnframt að við'urkenna að fjölskyldumaður getur ekki lifað af óbreyttu kaupi. Þessi sama ríkisstjórn greiddi atvinnurekstri landsmanna það rothögg í fyrra að hækka vext- ina í okurhæð, sem jafngilti milli 10—20% kauphækkun hjá mörgum fyrirtækjum — og þessu bætti ríkisstjórnin við eftir að hún hafði ákveðið hlut atvinnu veganna í „viðreisnarpláninu“. — Þá bætti hún innflutnings- söluskattinum ofan á líka á eftir. Loks dró hún stórkostlega úr lánsfjárumferð og þar með umsetningu fyrirtækjanna. Með því að loka algerlega öll- um öðrum leiðum til kjarabóta ákvað ríkisstjórnin sjálf kaup- hækkunarleiðina. — Það væri meira raunsæi af ríkisstjórn- inni að finna leiðir til að leysa verkföllin og leiðir til þess að gera atvinnurekstrinum kleift að standa undir hinu nýja kaup- gjaldi, sem hlítur að lcoma í stað þess að gera það eitt að hlaða þá menn brigslum, sem af raunsæi og sanngirni hafa verið að leysa vanda og koma í veg fyrir gífurlegt tjón þjóðarheild- arinnar — en það er einmitt það, sem forystumeun Samvinnu hreyfingarinnar íiáfa verið að gera. — Ríkisstjörn, sem hefur aðeins fúkyrði og brigsl til mál anna að leggja, þegar hún hef- ur stefnt málefnum þjóðariunar í stórfelldan vanda — á að fara frá völdum. „Árás Framsóknar á lífskjörin“ Málgögn stjórnarflokkanna ær- ast gersamlega í gær vegna sam komulagsins í vinnudeilunni á Akureyri og tilraunum Vinnu- málasambands samvinnufélag- anna til að ná samkomulagi við Dagsbrún í Reykjavík og Hlíf í Hafnarfirði. Kalla þau aðgerð- ir samvinnumanna til að forða þjóðarheildinni frá gífurlegu tjóni af langvinnu verkfalli með því að koma til móts við sann- girniskröfur verkamanna hinum verstu nöfnum: „Tilræði Fram- sóknarmanna í SÍS“ (Mbl.) „Árás Framsóknarmanna á lífskjörin“ (Vísir) Þarna opinbera stjórn- armálgöignin hug sinn til laun- þega í landinu í kolblindu of- stæki. Nú er höfðinu barið svo hart og títt við steininn að al- þjóð hlítur að taka eftir og muna. Þegar forkólfar Sjálfst.- flokksins sömdu í Vestmanna- eyjum í vetur á nákvæmlega sama fiátt og um hliðstæðar kjarabætur við verkamenn í Eyj um, steinþagði Mbl. — Nú segir Mbl. hins vegar að SÍS semji til að geta velt skuldum sínum yfir á almennin?. Það er óþarfi að eyða orðuir að slíkri hringavit- Ieysu. Voru kannski Sjálfstæðis- mennirnir í Vestmannaeyjum að velta skuldum sínum yfir á al- menning, þegar þcir sömdu við verkamenn í Eyjum — eða voru þeir að gera „árás á Iífskjörin"? Stefna Alþyðuflokksins Alþýðublaðið liamast nú jafn- vel enn hatramar en Mbl. og Vísir gegn samkomulagi milli (FramhaJd a 13. síBu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.