Tíminn - 09.06.1961, Side 6

Tíminn - 09.06.1961, Side 6
 T í MINN, föstudaginn 9. JáiPl96tf IVIimiÍBigarorð: Jón prentari Jón Árnason, prentari er til grafar borinn í dag. Hann andað- ist að morgni 5. júní, á áttugasta og sjötta afmælisdegi sínum, eftir um það bil hálfs annars árs sjúk dómslegu. Með honum er horfmn hér af sjónarsviði stakur óg merki legur persónuleiki. Jón Árnason var þjóðkunnur maður fyrir fjjagsmálastörf sín í prentarastétt og fyrir störf sín í þágu bindindismála, m.a. sem fræðslustjóri unglingadeildar Góð' templarareglunnar í áratugi hér fyrr á árum, ritstjóri Templars um árabil og umboðsmaður al- þjóðahátemplars um áratugi. Jón Árnason var ýmislega braut ryðjandi í túlkun og kynningu siðaspeki og dulfræða. Hann var um langt skeið einn af aðaltúlk- endum og fræðurum guðspeki- nema hérlendis. Hann stofnsetti og flutti hér fil lands Reglu Co- Frímúrara fyrir 40 árum og var lengst af aðalstjórnandi hennar hérlenáis. Hann flutti og inn og stofnsetti hér fyrir 12 árum Reglu musterisriddara og var stjómandi henwar um skeið. Hann hafði um langan aldur numið táknfræði og talna- og stjörnuspeki. Mun hann hafa verið öllum hérlendum mönn um fróðari í þeim efnum. Fyrir þátttöku sína og lærdóm i siða- frœðum og dulspeki var hann þekktur og virtur meðal erlendra fræðara í þeim greinum. Þegar Jón Árnason varð átt- ræðúr, var gefið út afmælisrit um hann. Þar er að finna ævi- ágrip hans og ýmsar umsagnir íslenzkra og erlendra manna, á- samt góðu sýnishorni af ritgerð-' um hans um margvísleg efni. Verður vísað hér til þess, án þess að fara nánar út í störf hans og æviferil. Jón Árnason verður ógleyman- legur þeim er þekktu hann og nutu hlutdeildar í fræðslu hans í persónulegri viðkynningu og samræðum. Þar birtist hugvit, stutt af skarpskyggni og innsærri mælsku, sem er næsta fátíð. Mað urinn var um allt athyglisverð- ur. Hann var stór vexti, karl- mannlegur og einai'ður og í svipn- um bjó andleg reisn. Hann var fálátur við fyrstu kynni, hispurs laus og beinskeyttur í svörum og enginn viðhlæjandi manna, án tilefnis. Sumir héldu hann vera allan upp í skýjunum og lítt við- mælandi um almenna og áþreifan- lega hluti. Það var mikill misskiln ingur, en næsta algengur gagn-! vart þeim er ekki fara alfaraleið ir. Hann var hvort tveggja, raun-; sær og rökvís, langt um aðra menn fram, þegar rætt var um þá hluti er mældir verða og vegn son ir á metaskálar okkar takmörk- uðu þekkingar. En honum var tamt að líta hátt. Hugur hans sveif ofar öllum vetrarbrautuim og á því hugarflugi var á fárra færi að fylgja honum. Hann hlust aði eftir samræminu í söng hnatt anna, en þvíumlíka heyrn hafa aðeins drottins útvaldir, og hann komst í snertingu við samhljóma alheimsins með þeim hætti sem fáum er gefið. Hann dáði alheims orku þá sem öllu stjórnar, eftir vissum óf: ivíkjanlegum lögmál- um, og lífstrú hans var björt og sterk og einlæg. Hann leit á það sem æðstu skyldu hvers einstakl-, ings að grafa ekki það pund í ■ jörðu er honum var fengið til á-[ vöxtunar, heldur temja sig með. raunsærri sjálfsögun, sjálfum sérl til framhaldandi þroska og bless j unar. Hann vildi hjálpa til að þroska hvern einstakling til þeirr ar áttar, að hann léti samfélags- kenndina, bræðralagið og rétt- lætið verða hið ríkjandi afl í breytni sinni og athöfn, samfélag inu til vaxtar og viðgangs í fram þróun til siðrænni lifnaðarhátta og fagurra mannlífs. — Hann var í ætt við spámenn og mannkyns fræðara, með þeim orðum verð-j ur honum bezt lýst. Ég vil enda þessa ófullkomnu kveðju mína með því að tilfæra hér að lokum orð hans sjálfs, er hann mælti við mig eitt sinn: „Að vinna ekki eftir sínum tak- markaða skilningi og beztu getu að úrlausn sérhvers máls er að bregðast lífinu og svíkja sjálf- an sig. — Það er ekki hægt að skipta við lífið, alheimsorkuna, guðdóminn, eins og prangara. Það hittir mann alltaf aftur, ef maður svíkst um. Guð skilar alltaf rétt- um reikningi, þar hallast ekki á . . . . að lokum.“ Indriði Indriðason Eg tek mér penna í hönd til þess að bera blak af einu góðu, litlu, íslenzku orði, sem hefur mætt mjög ósanngjarnri meðferð. Þetta orð er sögnin að forða. Ekki er langt síðan að margir þeirra, sem rita blöð og tala í út- varp, tóku upp á því að svipta þetta orð sinni fornu merkingu og láta það tákna þveröfugt hug- tak. Hvort þetta var gert með ákveðn um samtökum eða, sem líklegra er, að hver át eftir öðrum vitleys- una, skal ég láta ósagt. Nokkrar tilvitnanir kem ég með máli mínu til sönnunar: Hann forðaði Skúla fári undan þungu. — Ekki verður feigum forðað. — Forðaðu þér, ef þú vilt lífi halda. — Þarna merkir orðið svipað og að bjarga. Mér finnst munurinn aðeins sá að bjarga sé jákvæðara, hitt orðið! hafi neikvæðari, flóttalegri svip. | Ekki alls fyrir löngu tóku að dynja á fólki setningar eins og þessar: Slysinu varð ekki forðað. — Bílstjórinn gat með naumind- um forðað árekstri. — f það sinn tókst að forða styrjöld. Og nú, á þessum síðustu og verstu tímum, eru hvað eftir annað látnar í Ijós óskir um, „að forða verkföllum". (Vísir.) Mér finnst vægast sagt lítil á- stæða til þess að forða svo við- sjárverðum hlutum sem slysum og styrjöldum. Enda er þetta orð notað í stað margra ágætra orða og orðatiltækja, sem fákunnandi ritskussar hafa ekki þekkt. Þetta minnir á skólapiltinn, sem þýddi: Hver á þessa bók? — Hot spring river this book. Að varna árekstri. — Að koma í veg fyrir slys. — Að'komast hjá styrjöld. — Að sporna við verk- föllum. Þessi orðatiltæki hafa dá- lítinn blæbrigðamun. Það er próf- steinn á góða kunnáttu í hverju tungumáli að geta látið blæbrigði þess njóta sín réttilega. En sá maður er hins vegar ekki sendi- bréfsfær á neina tungu, sem snýr algerlega við mer’kingu algengra orða, eins og þess, sem hér um ræðir. Fáein orð um eitt orð ísl'enzkan er blæbrigðarík og við kvæm. Stundum jaðra merkingar orða hver við aðra, t.d. að forðast og að varast. Varastu þeim að veita styggð —. Varastu spjátur, hæðni og hlátur —, segir séra Hallgrímur. Mér skilst að forðast tákni hreyfingu, flótta frá einhverju. Að varast frekar íhugun, aðgæzlu, varkárni. Til þess eru vítin að varast þau. — Þess vegna hefði ég heldur kos ið að á þeim góðu viðvörunar'- spjöldum á vegum úti stæði: Var- izt slysin! en ekki: Forðizt slysin! Þó hafa þeir, sem gerðu spjöld þessi úr garði, vafalaust þekkt forna merkingu orðsins slys, að það er atburður eins og drukknun köfnun. En ekki skilið það eins og þeir góðu menn, sem sömdu auglýsinguna frægu á slysavarð- stofunni: „Tekið á móti slysum“. Eins og þær ólánssömu verur, sem þar þyrftu að leita athvarfs, nefndust slys en ekki menn. Sumum finnst ef til vill smá- munasemi að gera veður út af vafasamri notkun eins ,orðs. En málið er nú einu sinni byggt upp af einstökum orðum og slíkar mál breytingar, sem ekki stafa af neinni nauðsyn, heldur eingöngu! af leti og' draslarahætti, eiga alla fordæmingu skilið. íslenzkan er rökvisst og tært mál, skapað og iðkað af mönnum með heiðríka hugsun og ríka ímyndun. Hún getur því verið vopna hvössust í viðureign orða og hljóðfæra þíð-| ast í ljóði. Nú á tímum eru afdrif. hennar að miklu leyti í höndum útvarps- og blaðamanna. Því hvíl-l ir þeim mikil ábyrgð á herðum gagnvart tungu sinni. Allt of oft sjást í blöðunum fáránlegar setn- ingaflækjur, sem eru líkar því, sem þær væru hugsaðar á illri amerísku. Sumir blaðamenn virð- ast ætla að gerast „alþýðlegir“ með því að rita frásagnir af drottningum, leikurum og glæpa- mönnum, sem sagt því, sem þeim finnst girnilegast lestrarefni, á grófu, klaufalegu gæjamáli, sem þeim finnst líklega vera mál „al- þýðunnar". En íslenzk alþýða er ekki heimsk. Hún kynni áreiðan- lega að meta kurteisa og listfenga frásögn, jafnvel þótt efnið væri hjónabönd Brigitte Bardot eða barnshöfn Margrétar Engla- prinsessu. Blaðamenn afsaka oft lélegt orðfæri sitt með því að þeir þurfi að hraða sér svo mikið að þeir geti ekki „forðað villunum". En það er ekki fljótlegra að skrifa vitleysur heldur en hitt, sem skárra er, ef maður hefur móður- mál sitt á. takteinum. Ég er sízt fljótari að prjóna sokk allan með lykkjuföllum og gúlum út úr hér og þar, heldur en vel gerðan, ef ég kann að prjóna. Til þess að stunda sæmilega ritmennsku hvað málfar snertir, þarf auðvitað nokkra hæfileika. Einnig þurfa menn að hafa nokkurt vald á máli sínu, smekkvísi til að finna það, sem er ábótavant og löngun til að bæta það. Úrræðið er lestur og aftur lestur góðra íslenzkra bóka frá öllum tímum, þar til málið er runnið mönnum í merg og bein. Þá er sá tími kominn, þegar menn eiga að gerast blaðamenn og rit- stjórar. Þórunn Guðmundsdóttir. MODEL 600 Allir spyrja um þetta nýja slankbelti. Hvers vegna? Model 600 sameinar alla kosti góðs slankbeltis. Það nær vel upp fyrir mittið. í því eru fjórir teinar, sem halda vel að, svo vöxturinn verður mjúkur og spengi- legur. Framleitt bæði krækt á hliðinni og heil. Fyrsta flokks efni. Fyrsta flokks vinna - Stærðir: Medium- Large — Extra Large. Biðjið um Model 600 og þér fáið það bezta sem völ er á Fæst í flestum vefnaðar- vöruverzlunum um Iand allt. LADY H.F. lífstykkjaverksmiðja, Barmahlíð 56, sími 12-8-41. N •V.X* -•■V'V»V*V Drengur óskust á 11. ári óskar eftir sveita- vinnu. ✓ Uppl. í síma 18487. Ung barnlaus hjón vantar 2 herbergja íbúð með haust inu. Algjör reglusemi. Tilboð sendist blaðinu merkt 314 fyrir þriðjudags- kvöld.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.