Tíminn - 20.07.1961, Page 8

Tíminn - 20.07.1961, Page 8
8 Timir* rv, nmmtunaginn zv. jibb.1961, tas Hólmstelnn, elnn þeírra þriggja Stokkseyrarbáta, sem stunda humarvelðar. Sjórinn freyðir um stefnlð, og um borð hafa alllr nóg að starfa. ina upp í frystihúsið til vinnslu. Áhafnirnar eru önnum kafnar að þvo bátana. Við náum þó tali af einum formanninum, Tómasi Karlssym á Hólmsteini, og hann lofar að spjalla lítilshátt- ar við okkur eftir hádegið. Opnar kirkjudyr Þegar við göngum upp bryggjuna, rís sjógarðurinn framundan eins og virki og skyggir á þorpið. Yfir hann gnæfir þó kirkjan, sem snýr fram að sjónum. Það var lengi trú á Stokkseyri, að bátum hlekktist ekki á í sundinu, ef kirkjudyrnar væru látnar standa opnar, meðan þeir sigldu ínn. Var þess vandlega gætt áður fyrr, þegar illt var í sjó, en nú mun þessi siður vera lagður niður eins og fleira af því tagi „Slíta" humar fyrir 10 kr. á tímann Næsta hús við kirkjuna er frystihúsið. Þar er unnið af kappi og mikið um að vera. Öðru megin, þar sem fisknum HEIMSÖKN TIL Þorpið er lítið og vina- legt. Stórir matjurtagarðar við flest hús og hlaðnir grjótgarðar umhverfis þá gefa því sérkennilegan svip, sem minnir á gamlan bæ í sveit. Einu sinni í fyrndinni kastaði tiginn landnáms- maður setstokkum sínum fyrir borð í hafi á leið til íslands, og rak þá hér á land. Landnámsmaðurinn var Hásteinn Atlason, jarls- sonur frá Gaulum í Noregi. Hann nam hér land að tilvísun setstokka sinna og nefndi stað þennan STOKKSEYRI. Síðan hefur mikið vatn runn- ið til sjávar og margt gerzt á Stokkseyri. Tveir aðalatvinnu- vegir þjóðarinnar, landbúnaður og sjávarútvegur, voru lengi stundaðir þar jöfnum höndum, en nú hefur sjávarútvegurinn náð yfirhöndinni. Um þetta leyti árs eru stundaðar hér humarveiðar. Þær eru tiltölu- legar nýjar á íslandi, en eru þó að verða talsverð atvinnugrein „í Baðstofuklettunum berja þeir grjót" Sjávarmegin við þorpið rís sjógarðurinn, sem svo er nefnd- ur. Hann er hár og sterklegur. hlaðínn úr grjóti og víða stein- límdur Sjógarðurinn var reist- ur til þess að verjast árásum Ægis, sc-m oft hefur gengið hér á land og látið greipar sópa um allt ’auslegt, b otið hús, drekkt kvikfénaði og hulið gróðurlendi sandi og möl. Grímur Gíslason á Nesi hóf byggingu garðsins árið 1890. en áður var byrjað að byggja slík- an garð á Eyrarbakka, sem er undir sömu sök seldur og Stokkseyri. Grímur fékk til verksins 20—30 menn, og unnu þeir frá hausti og frarn á Þorra. Grjótið var sumt flutt lengst ofan úr heiði, en annað sprengt í fjörunni. Garðurinn var graf- inn allt að mannhæð í jörð og allt að 6 álna breiður og 4 álna hár ofan jarðar. Þessi mynd er tekin vlð eitt lónanna, þar sem eitt sinn var siébaðstaður Stokkseyrar. Synir Bald- urs Teitssonar, símstöðvarstjóra, busla I sjónum og una sér vel. STOKKSEYRAR Atvinna þessi var vel þegin í skammdeginu, þegar annars var litla vinnu að fá, og er m. a. þessi vísa til um það eftir Magnús Teitsson: Hlæjandi ganga menn hamingju mót og horfa ekki í götin á skónum. í Baðstofuklettunum berja þeir grjót og borgunin lofast í krónum. Síðan þetta var, hefur oft verið bætt við garðinn og hann lagaður Nær hann nú all langt austur fyrir Stokkseyri og vest- ur að Eyrarbakka. ^Sansjávarhraun Gegnum hlið á þessum mikla garði liggur leiðin niður á bryggjuna. Það er útfall og skerin f innsiglingunni standa víða upp úr sjónum. Úti fyrir ströndinni liggur mikill skerja- garður sem nær um 4—600 metra út frá landi og er í raun- inni neðansjávarhraun, stór- grýtt og úfið, en gróið þangi og þara Mun það vera jaðar hins mikla Þjórsárhrauns. sem talið er, að hafi runnið fyrir um það^bil 8000 árum Helztu lægðirnar í skerja garðinum eru kölluð sund, og um þau liggur leiðin út á mið- in. Nærri má geta, að hún er ekki alltaf auðrötuð. og ekki á allra færi að vera formenn á Stokkseyrarbátum. Þó hafa margir sótt þaðan gull í greipar Ægi, og mun Þuríður formaður líklega vera einna kunnust þeirra Hún bvrj aði að róa á vorvertíðum 11 ára gömul og stundaði sjó í 50 ár þar at 25 vertíðir sem for maður Við bryggjuna liggja 3 bátar Hásteinn I. Hásteinn II og Hólmsteinn Þeir eru allir um 30 lestir á stærð og stunda humarveiðar um þessar mund ir. Við höldum niður á bryggj una, því að okkur fýsir að sjá þ* frægu -kepnu humarinn. sem háttset' er og vinsæl í útlönd um. en við íslendingar höfum enn ekK: lært að meta En 'úð grípum í tómt. bát- arnir eru ' komnir að fyrir nokkru og búið að flytja veið- er ekið inn, sjáum við 2 stórar humardyngjur. Sjómennir'nir flokka humarinn um borð í I. og II. flokk eftir stærð. Hér vinnur stór hópur barna og unglinga við það að „slíta“ humarinn. Aðeins afturhlutinn af honum er nýttur, hausnum og gripörmunum er fleygt, en það er raunar meiri hlutinn af skepnunni. Þetta er auðveld vinna og vel þegin af kiökkunum, sem ann- ars hefðu lítið fyrir stafni. Þau eru á aldrinum 9—13 ára og fá 10 krónur á tímann. Þegar humarinn hefur vefið slitinn, fer hann gegnum þvotta- vél inn i frystihúsið. Þar vinn- ur hópur kvenfólks á öllum aldri. Sumar standa með vatn í bakka fyrir framan sig og bursta humarinn, svo að freyð- ír í kringum þær. Aðrar flokka hann öðru sinni, taka frá allt það, sem gallað er á einhvern hátt. Það er mikið. því ekki má sjást svo mikið sem örlítil! blettur eða sprunga í skel. Gallaði humarinn er settur i pönnur og frystur þannig Þeg- ar humarvertíðinni lýkur. er byrjað að vinna úr honum. og helzt sú vinna oft fram í des ember Er hann þá skelflettur en það er mikið verk Úrvalshumarinn er unninn lafnóðum og hann veiðist. og frystur með skelmni. því þannig er hann verðmestur Ein görn — drsgin úr -:s3 flisatöng Eftn þvottinn taka aðrar stúlkur vi/i humarnum og hreinsa ínnan úr honum Það er ekK, lengi gert, því þar er aðeins ein görn. sem dregin er úr með eins konar flísatöng. Síðan er hann veginn og hon um raðað í kassa. sellofan pappír lagður yfir. kassanum lokað og hann frystur Hver kassi vegur 5 pund, og i hönum eru tvö lög af humar Hann er fluttur út. til Amer íku. Englands og Hollands, og fær hraðfrystihúsið um 43 kr. fyrir pundið Það er mikið verk að vinna humarinn og flest kvenfólk á Stokkseyri, sem heimangengt á, hefur hér stöðuga atvinnu yfir

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.