Tíminn - 26.08.1961, Blaðsíða 6
6
T í M I N N, laugardaginn 26. ágúst 196.
Það er 19. júlí, og til mín var
kominn Guðm. Snæland. Eg spyr:
— Hvernig gengur þér að láta þér
batna í fótunum? Eins og kunnugt
er, brotnaði hann á báðum fótum
fyrir hálfu öðru ári.
— Ja, mér líður sæmilega —
ekki er það nú meira. — Þú ert
aðeins haitur enn þá? — Já, það
er ég á vinstri fæti. — Hvar ert
þú núna? — Eg borða á Elliheim-
ilinu í Keflavík, og mér líður þar
mjög vel eftir ástæðum. Eg hef
herbergi á Tjarnargötu 2. — Já
einmitt. En þú ert ekki enn þá
búinn að festa þér konu — eða
ráðskonu? Guðmundur brosir —
og tekur spurningunni eins og tii
,var ætlazt. — Nei, Jón minn —
ekki enn þá. En það getur svo
sem margt gerzt á þessum um-
brotatímum. Eg vil ekki taka að
mér konu, fyrr en ég get unnið
fyrir henni. — Þú ert auðvitað
sáttur við allt og alla, Guðmund
ur?
— Já, svo sannarlega. Það þykir
mörgum vænt um mig — og mér
sömuleiðis um1 marga. Fólkið
finnst mér yfirleitt gott.
Talað við Guðmund Snæland
Jæja, Jón. Eg vil mega biðja
þig, ef þú sendir þessar línur í
blað, að flytja fyrir mig heilla-
óskir til fermingarbarnanna, sem
fermdust í vor í Keflavík. Eg óska
þeim allra heilla — og vona, að
þau verði foreldrum sínum til
ánægju og gleði í framtíðinni.
Enn fremur óska ég þess, —■ að
allir gái vel að sér í umferðinni.
Eg hef orðið fyrir óbætanlegu
slysi, og þess vegna vil ég, á þess-
um asatímum, að foreldrar og aðr-
ir áminni börnin sín og gæti var-
úðar. Hætturnar eru alls staðar
og aðgæzlan ein getur hjálpað. Frá
sjúkrahússveru minni í Keflavík
þakka ég Jóni Jónssyni spítala-
lækni fyrir frábæra vinsemd. Þá
og drengnum litla, Borgari Jóns-
syni, mikla vinsemd og þakka þá
daga, er við vorum saman.
Hjúkrunarfólki öllu þakka ég
innilega- — þessa 12 mánuði, sem
ég dvaldi á spítalanum.
Sjómönnunum óska ég alls góðs
í sínu erfiða og hættusama starfi.
Eg lít á erfiðismanninn, sem lykil
að velmegun og uppbyggingu alls
þjóðlífsins.
Bíldudalur er mér kær, kærar
kveðjur til þess alls, sem þar
gerist.
Á ísafirði dvaldi ég frá 1927 til
1950, þaðan á ég ógleymanlegar
minningar.
Á Reykjalundi var ég fyrir
nokkru, mér leið þar vel — í hug
mínum býr hlýja og þakklæti til
staðarins.
Þetta er það helzta, sem ég
vildi segja í dag. Bráðum verð ég
albata. Lífið er að nokkru ófanð.
Við skulum segja eins og skáldið:
„Drjúgur verður síðasti áfanginn."
Guðmundur lauk máli sínu. —
Þú ert bjartsýnismaður, Guðmund-
ur, segi ég að lokum. Og nú er
það kaffið. — Já, já, ég held það,
segir Guðmundur um leið og hann
| sezt. Hún Hulda gleymir mér ekki,
og ég gleymi henni ekki heldur,
bætir hann við.
— Manstu eftir því, Jón, þegar
ég skrapp eftir kaffinu fyrir þig
| úr Keflavik inn í Njarðvík um há-
;nótt, þegar þú varst á næturvakt
á símstöðinni. Þá var ég nú ekki
slæmur strákur.
— Hvorl ég man. Jú, ég man
eftir mörgu á þeim árum. Eins
! og geta má nærri. Rás viðburð- j
anna og leiðir fólksins — ofar
skilningi okkar og kannski er það
bezt.
Jón M. Bjarnason,
I frá Skarði,
■ n<i.ii „i i .... .... . ...
Til sölu
I
nokkrar góðar mjólkurkýr
og ársgamlar kvígur, einnig
Bamfords hjólmúgavél, hjá
Guðjóni Högnasyni. Laxár-
dal n, Gnúpverjahreppi. |
VV.V.V.'VV.W.'V.V.VX.V.'v
Sfúlka éskasf
til afgreiðslustarfa í veit-
ingasal. Upplýsingar í Hótel
Tryggvaskála, Selfossi.
1 visýnt a
þingi S.þ.
NTB-New York, 23. ágúst. —
Óvíst er um afstöðu Norðurtand-1;
anna í máli þessu. Vitað er, að
sendinefndir allra þe;rra hafa ósk-1
að eftir nánari fyrirmælum ríkis-
stjórna sinna.
Allsherjarþing S.Þ. hélt í dag
áfram umræðunni um Bizerte-deil
una, og var tillaga Asíu- og Afríku'
ríkjanna lögð til grundvallar.
Brezki fulltrúinn lýsti því yfir, að
Bretar gætu ekki stutt tillöguna.
Eina vonin um samkomulag væri
bundin við, að deiluaðilarnir sett-
ust þegar í stað að samningaborði.
Bíla- & búvélasaian
selur Ferguson bensín drátt
arvélar árg. ’53, ’55, ’56,
með sláttuvélum og ámokst
urstækjum.
Farmaíl B 250 dísil dráttar
vél með sláttuvél.
BlLA & BUVÉLASALAN
Ingólfsstræti 11.
Þennan vagn má sjá í sýningardeild lögreglunnsr. Hann var notaður 1913 til flutnings ofurölvaSra manna, og
munu lögregluþjónarnir sjálfir hafa dregið hann.
SKATTAR 1961
Skattgreiðendur í Reykjavík eru minntir á að
greiða skatta sína hið fyrsta. Lögtök eru að hefj-
ast hjá þeim, sem ekki hafa greitt inn á skatta
sína tilskilda upphæð eða skulda eldri gjöld.
Atvinnurekendum ber að halda eftir af kaupi
starfsmanna sinna upp í skatta þeirra og skila
þeim upphæðum reglulega, að viðlagðri eigin
ábyrgð á sköttunum.
Tollstjóraskrifstofan,
Arnarhvoli.
QQQQQ
Með piparmyntubragði og virku Cum-
asinasilfri, eyðir tannblæði og kemur í
veg fyrir tannskemmdir.
QDDE3
Sérlega hressandi með Chlorophyl, hinni
hreinu blaðgrænu, fjarlægir leiða munn-
þefjan.
QQE3QQ
f^reyðir kröftuglega með pipar-
myntubragði.
VEB Kosmetik Werk Gera
Deutsche Demokratische Republik
Á vííavangi
Framhaio af 7 síðu
lóð, en húsið Þrúðvangur stend-
ur á lóðinni nr. 7 við Laufásveg.
Þetta er gamalt hús. Ef til vill
ætlar bankinn að reka starfseini
sína þar, en trúlegar er það þó,
að húsið verði rifið og nýtt hús
reist í staðinn.
Eru bankarnir farnir að leggja
stund á fasteignabrask? Hvað;
hefur Scðlabankinn að gera við
10 milljóna króna lóðina við
Lækjargötu og hvað hefur litli
Framkvæmdabankinn að gera við '•
allar sínar dýru lóðir?
Menn standa undrandi yfir
þessum aðförum. Þeir sjá það, að
ofvöxtur færist i alla skapaða
hluti. Þeir eru vitni að því, að
forstjórar spili með fé þeirra
eins og þeir séu að lcika sér.
ílver stofnunin á fætur annarri
belgir sig út, en á sama tíma er
næstum útilokað að fá nægan
mannafla til þess að skipa upp
fiskinum, sem allt stendur þó og
fellur með.
Og verkafólk verður að sauma
að sér og því er sagt, að það sé
nauðsynlegt. Hvað á það að
hugsa? — Það er verið að tæta
sundur íslenzkt þjóðfélag, og
varla má á milli sjá, hvor gengur
betur fram i þvi niðtirrifsstarfi,
þeir, sem eiga að gæta verðmæt-
anna, eða hinir, sem vinna að því
vitandi vits að eyðileggja allt í
höndunum á okkur. Gammar haf
ast við i krónum trésins, en rott-
ur naga rætur þess.“
funginnálakennsla
Harrv Vilhelmsson
Kaplaskjóli 5. sími 18128
Auglýsið í Tímanum