Tíminn - 26.08.1961, Page 11

Tíminn - 26.08.1961, Page 11
TÍM I N N, laugardaginn 2S. ágúst 1961. skemmtir á Reykjavíkurkynningunni SVAVAR GESTS Það var glatt á hjalla í Hagaskóla s.l. laug- ardag. Hljómsveit Svavars Gests var þar með stuttan skemmtiþátt, og var það einn liður- inn í Reykjavíkurkynningunni. Ljósmyndari Tímans var staddur þar og tók meðfylgjandi myndir. Á mynd nr. 2 sér yfir hálfan salinn, en gizkað var á, að þar hefðu verið 12—15 hundruð manns. Á mynd nr. 1 sést Reynir Jónasson hins vegar vera að drekka úr pela, enda tók hann að sér hlutverk hálfs árs strákpjakks í þessu atriði. Á mynd nr. 3 sést hins vegar öll hljómsveit- in (nema hvað píanóleikarinn er í feluleik) og er hún að leika síðasta lagið á skemmt- uninni. Síðan færði hljómsveitin sig yfir að Meia- skóla og lék þar um skeið fyrir dansi. Hljóm- sveitarpallurinn var óvarinn fyrir veðri og vindum og setti píanóleikarinn upp hanzka þegar leið á dansleikinn, og eins og sjá má á mynd nr. 5 þá er hann orðinn grár í gegn af kulda. Á mynd nr. 4 eru tvær reykvískar blómarósir að dansa, en þær voru meðal þeirra mörgu hundruða, sem skemmtu sér með hljómsveit Svavars Gests á Reykjavík- urkynningunni s. 1. laugardág.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.