Tíminn - 26.08.1961, Side 16

Tíminn - 26.08.1961, Side 16
Stofna samband stúdenta erlendis Námskostnaður fer síhækkandi íslenzkir stúdentar, sem stunda nám erlendis, hafa myndað' með sér samtök, Samband íslenzkra stúdenta erlendis, sem mun hafa ýmsa fyrirgreiðslu fyrir námsfólk og vera fulltrúi íslenzkra stúd- enta erlendis gagnvart íslenzkum og erlendum stjórnarvöldum. — Stúdentasamtök sem þessi hafa víða verið stofnuð erlendis og vinna mikið starf í þágu náms- manna. Síðastliðið haust voru haldni.r í Reykjavík tveir fjölmennir ftind- ir stúdenta, þar sem ræddir voru hinir stórauknu fjárhagslegu erfig leikar námsfólks við' erlenda skóla vegna gengislækkunarinnar, og ráð til úrbóta. Var á fyrri fund- iíium kosin þriggja manna nefnd til að flytja menntamálaráðherra fundarsamþykkt og ræða við hann um vandamál st.údenta. Á síðari fundinum voru svör hans birt. Á fundum þessum var einnig fjallað um hugsanlega stofnun samtaka íslenzkra stúdenta eriend is. Með' því mundi gréitt mjög fyr- ir samskiptum stúdenta vig hið' opinbera, t.d. í áðurnefndu máli. Síðastliðinn vetur starfaði nefnd st.údenta að undirbúningi stofn- unar slíkra samtaka. Þau voru síðan formlega stofnuð sunnudag- inn 13. ágúst 1961. S.í.s.e. er bandalag íslenzkra stúdenta-félaga eða -hópa erlendis. Senda félög þessi fulltrúa á full trúaráð'sfund, sem fer með æðsta vald í sambandinu. Fulltrúar kjósa úr sínum hópi s.tjórn. Stjórn in ræður sér siðan starfsmabn, sem sér um framkvæmdir sam- bandsins á fslandi í fjarveru stjórnar. Hlutverk sambandsins er að gæta hagsmuna íslenzkra stúdenta erlendis, efla samheldni þeirra í milíum og kynna nýjum stúdenl- um nám og kjör stúdenta erlend- is. Sambandið mun hafa samvinnu við önnur stúdentasamtök og þá einkum við stúdentaráð Háskóla fslands, svo og vi.ð eldri stúdenta, sem hafa lokið námi erlendis. Full trúar sambandsins munu greiða fyrir stúdentum, sem koma til náms á félagssvæði þeirra. í stjórn S.í.s.e. eiga þessir menn sæti: Benedikt Bogason formaður, Ingi Fr. Axelsson ritari, Ketill Ingólfsson, Gylfi Guðnason og Sig urður St. Helgason meðstjórnend ur. Stjórnin telui' sitt fyrsta hlut- verk að ná samkomulagi við hið opinbera um hækkun lána og styrkja U1 íslenzks námsfólks, en hagur bess hefur versnað stórlega við síðustu gengislækkanir. í BardaríFjunum hftfur í ár náms- kestnaður hækkað úr 70 þúsund- um á ári í 80 þúsund, þótt ferðir séu ekki reiknaðar, og í Dan- roörku, sem er eitt ódýrasía Iand- ið, hefur árlegur námskostnaður Iiækkað úr 35 þúsundum í 40 þús. Næsta fimmtudag verður hald- inn aðalfundur sambandsins. Bragakafíi kynnt á iðnstcfnunni á Akureyri. Halldór Sigurðsson, húsvörður Edduhússins í Reykjavík, hefur fært þremur öryrkjafélögunum — S.Í.B.S., Sjálfsbjörg, landssam- bandi fatlaðra, og Blindrafélaginu — 15.000 krónur, er skiptast skulu jafnt á milli þeirra. Gjöfin er gefin í tilefni 70 ára afmælis Halldórs, sem er 29. ágúst. — Gjöfin til S.Í.B.S. er gefin minningu um Guðlaugu dóttur hans, sem iézt lir berkláveiki fyrir allmörgum árurn, og skal hún not- uð til kaupa ó lækningatæki að Reykjalundi. Félögin biðja blaðið að færa Halldóri kærar þakkir og afmælis- óskir. Ýmis konar klæðnaður frá Heklu á Akureyrl. Ég er enginn komm- ilnisti^ segir Jagan Cheddi Jagan, sem trúlega myndar stjórn í brezku Guiana, einhvern næstu daga, hefur sagt, að hann myndi fylgja hlutleysis- stcfnu á svipaðan hátt og Ind- land og Ghana. Hann tók jafnframt skýrt fram að flokkur sinn væri alls enginn kommúnistaflokkur. Á blaðamannafundi hóf Jagan máls með því að segja, að hann væri viss um að fá spurningar um, hvort hann væri kommúnistij Slíkum spurningum rnyndi hann ekki svara. Hann sagðist búast við, að brezka Guiana fengi sjálf- stæði 31. maí næsta ár, um leið og Vestur-Indíasambandið yrði ó- háð. Þá.yrði líklega þjóðaratkvæða greiðsla um, hvort Guiana skuli ganga inn i það samband. Jagan kvaðst gjarna vilja fá lán við lágum vöxtum hjá Bandaríkj unum. Landið hefði nú þörf fyrir um 25 milljarða króna. Hann var þá spurður, hvort hann myndi taka lán hjá Sovétiíkjunum við 2% vöxtum, og kvaðst hann þá þiggja lán 'njá hverjum þeim, sem ekki léti nein sérstök skilyrði fylgja. NTB—Vejle 24. ágúst. — Foss Madsen aðstoðarlæknir við sjúkra húsið í Vejle í Danmörku gerði fyrlr nokkrum dögum dramatísk- an hjartauppskurð með vasahníf á svölum einnar af efri hæðum bygg ingarinnar. Rafvirkinn Vagn Duer hafði verið þarna að störfum. Hann fékk rafmagnshögg og hné niður sem dáinn væri. Kallað var á lækninn, sem notaði vasa- hnífinn sinn til þess að komast. að hjartanu nógu snemma, vildi ekki draga aðgerðina andartak. í dag var rafvirkinn talinn úr hættu. .-»sg imur Stefánssui , vc- him.cu-íjó. i I Heklu, selur LúSvi': GuSnasyni, deildarstjóra hjá Kaupfélagi Árnesinga, varning á iðnstefnunni. Kveðjustað- ur gelmfara i f ramf íðinui NTB—Washington 24. ágúst. — Bandaríska, borgaralega geimkönn unarstjórnin, NASA, héfur til- kynnt, að öilum mönnuðum geim- skipum, sem beint væri til tungls- ins, og öllum öðrum geimskipum með menn um borð yrði í fram- tíðinni skotið upp frá Canav'eral- höfða á Flórída. Hefur geimkönn- unarstjórmn fest kaup á miklu landsvæði til viðbótar við það, sem tilraunastöðin hefur nú, og kostar það sem svarar um 30 milljörðum íslenzkra króna. - Koparnálar í geimnum NTB—San Franisco, 25. ág. Heill hópur af færustu sfjörnu fræðingum heimsins hefur einum rómi samþykkt álykt- un, þar sem varað er við því, að bandarískir rannsóknar- menn framkvæmi áætlun sína um að senda upp nokkra gervihnetti, sem nota á til hernaðarlegs f jarskiptasam- bands. Tilraunum þessum er ætlað að fara fram í sambandi við hina svokölluðu West-Ford-áætlun. Hér er um að ræða strangleyni- legar tilraunir, sem ganga út á það að senda heil ský af kopar- nálum á braut umhverfis jörðu. Þessi ský á síðan að nota til þess að endurvarpa mikro-bylgjumerkj- um milli fjarlægra staða á jörð- unni. Hættulegar tilraunir Fulltrúar á þingi alþjóðasam- bands stjarnfræðinga, sem haldið hafa fundi sina í háskólanum í Berkeley, fara í ályktuninni fram á að fá fullkcmnar upplýsingar um West-Ford-áætlunina. Þeir fara um leið fram á að tilraununum verði frestað, þai til unnið hafi verið úr nýjum upplýsingum varðandi það, hvort slíkir hlutir geti haft skaðleg áhrif á stjarnfræðileg rann sóknarstörf í framtíðinni. í ann- arri ályktun fordæma stjarnfræð- ingarnir harðlesa hvers konar eitrun andrúmsloftsins. í eitrun- um sé fólgin hætta á því, að ; stjörnufræoiathuganir verði ófram ikvæmanlegar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.